Morgunblaðið - 25.11.2015, Side 31
MENNING 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. NÓVEMBER 2015
Í tilefni af útgáfu bókarinnar Bítl-
arnir telja í heimsækir höfundur
hennar, Mark Lewisohn, Ísland og
heldur opinn fyrirlestur í dag kl. 12
í Iðnó. Í bókinni rekur hann upp-
vaxtarsögu Bítlanna, sögu fjögurra
hæfileikapilta frá Liverpool á
barmi heimsfrægðar. Þýðandi bók-
arinnar er Kristín Magdalena
Kristjánsdóttir. Lewisohn er við-
urkenndur sem sá fræðimaður sem
veit hvað mest um Bítlana og eini
starfandi Bítla-sagnfræðingurinn.
Fyrirlestur Bítla-
sagnfræðings
Bítlarnir Lewisohn veit allt um þá.
Pólska hljómsveitin Pola Rise held-
ur tónleika á Kex hosteli í kvöld kl.
21 auk þess sem hljómseitin VAR
mun troða upp. Pólska sveitin
kemur einnig fram á Húrra á
morgun og munu hljómsveitirnar
Kiriyama Family og Vaginaboys
einnig halda tónleika. Pola Rise er
leidd af söngkonunni og lagahöf-
undinum Paulinu Mi sem semur
einnig lagatexta. Tónlist hennar er
lýst sem raftónlist og í tilkynningu
er henni líkt við Björk en þó sé
hún töluvert dularfyllri. Tilfinn-
ingaþrungin rödd hennar geti
bæði vakið hrifningu og hroll.
Þeim sem vilja kynna sér tónlist
Pola Rise er bent á myndbandavef-
inn YouTube og Facebook-síðu
Pola Rise.
Pólsk Tónlistarkonan Paulina Mi leiðir hljómsveitina Pola Rise.
Pola Rise á Kex hosteli og Húrra
Hamrahlíðarkórinn kemur fram á
tónleikum í Kristskirkju í Landakoti
í kvöld, miðvikudagskvöld, og hefj-
ast þeir klukkan 20. Yfirskrift þeirra
er „Lofsöngvar og Maríubænir“.
Á tónleikunum flytur kórinn með-
al annars verk eftir íslensku tón-
skáldin Þorkel Sigurbjörnsson og
Atla Heimi Sveinsson. Þá flytur kór-
inn tónverkið „… which was the son
of …“ eftir Arvo Pärt en verkið er
tileinkað Þorgerði Ingólfsdóttur.
Einnig eru til að mynda á efnis-
skránni íslenskt þjóðlag og tónverk
eftir Johann Sebastian Bach, de
Victoria, Benjamin Britten og Strav-
inskí, sem öll eiga það sameiginlegt
að vera lofsöngvar eða ákalla heilaga
Maríu. Um sextíu kórfélagar skipa
nú Hamrahlíðarkórinn.
Nokkuð ný nálgun
„Við flytjum hina hefðbundnu
Maríubæn kirkjunnar við tónlist
margra tónskálda, eftir Igor Strav-
inskí, Tomás Luis de Victoria og
fleiri,“ segir Þorgerður Ingólfsdóttir
kórstjóri þegar spurt er um efnis-
skrá tónleikanna.
„Og sumar Maríubænirnar eru
með ólíkum textum, til dæmis verkið
eftir Benjamin Britten, „A Hymn to
the Virgin“, sem er gamall texti frá
því um 1300. Þá flytjum við mótettu
eftir Johann Sebastian Bach og
þetta viðamikla verk sem Arvo Pärt
samdi fyrir kór menningarborga
Evrópu árið 2000, og tileinkaði mér,
og líka Maríubænir okkar góðu ís-
lensku tónskálda. Atli Heimir hefur
samið þrjár Maríubænir eftir stór-
skáld sem voru uppi á sama tíma, þá
Jón Helgason, Einar Ólaf Sveinsson
og Halldór Laxness. Þessi lög frum-
fluttum við í kórnum öll. Síðan má
ekki gleyma hinum fallegu Maríu-
vísum Jóns Arasonar sem Þorkell
Sigurbjörnsson gerði lag við.“
Þorgerður segir nokkra söngv-
aranna komna töluvert langt í tón-
listarnámi og á undan Bach-
mótettunni flytur ein stúlkan í kórn-
um, Sólveig Vaka Eyþórsdóttir, þátt
úr sólósvítu tónskáldsins fyrir fiðlu,
og á undan flutningum á Ave Maria
eftir Stravinskí flytur Símon Karl
Sigurðarson Melsteð sólóverk eftir
tónskáldið fyrir klarínett. Þá flytja
Bergur Þórisson á básúnu og Pétur
Jónsson á rafgítar aðalstefið úr
„Fratres“ eftir Pärt.
„Það má því segja að við séum líka
með nokkuð nýja nálgun á þessum
tónleikum,“ segir Þorgerður um þátt
hljóðfæraleikaranna. Þá bætir hún
við að tvær stúlkur sem hafa verið í
söngnámi syngi einsöng í tveimur
verkanna, þær Jara Hilmarsdóttir
og Vigdís Þóra Másdóttir. „Þetta
verður hrein og látlaus dagskrá í
Kristskirkju,“ segir Þorgerður .
Þess má geta að í sumar sem leið
tók Hamrahlíðarkórinn þátt í miklu
kóramóti, Europa Cantat, í Ung-
verjalandi . Þar komu fram um 4.000
kórsöngvarar og hélt Hamrahlíðar-
kórinn tvenna sjálfstæða tónleika en
var jafnframt annar tveggja kóra
sem tóku þátt í afar metnaðarfullu
verkefni, að æfa og flytja H-moll-
messu J.S. Bachs ásamt barokk-
hljómsveit og einsöngvurum, undir
stjórn Georgs Grün. Flutningurinn
hlaut mikið lof og kveðst Þorgerður
afar stolt af frammistöðu söngv-
aranna sinna. efi@mbl.is
Morgunblaðið/Eggert
Hamrahlíðarkórinn „Þetta verður hrein og látlaus dagskrá,“ segir Þorgerður. Hér æfir kórinn í Kristskirkju.
Lofsöngur og Maríu-
bænir á kórtónleikum
Hamrahlíðarkórinn kemur fram í Kristskirkju í kvöld
Kórstjórinn Þorgerður Ingólfs-
dóttir stjórnar æfingu kórsins.
Öldin okkar –★★★★★ , S.J. Fbl.
Billy Elliot (Stóra sviðið)
Fös 27/11 kl. 19:00 Fös 4/12 kl. 19:00 Lau 19/12 kl. 19:00
Lau 28/11 kl. 19:00 Fös 11/12 kl. 19:00 Lau 26/12 kl. 19:00
Fim 3/12 kl. 19:00 Lau 12/12 kl. 19:00 Sun 27/12 kl. 19:00
Fjölskyldusýning í hæsta gæðaflokki - sýningum lýkur í janúar
Njála (Stóra sviðið)
Mið 30/12 kl. 20:00 Frums. Sun 10/1 kl. 20:00 6.k Fim 21/1 kl. 20:00 11.k
Lau 2/1 kl. 20:00 2.k Mið 13/1 kl. 20:00 7.k Sun 24/1 kl. 20:00
Sun 3/1 kl. 20:00 3.k Fim 14/1 kl. 20:00 8.k Fim 28/1 kl. 20:00 12.k
Mið 6/1 kl. 20:00 4.k Sun 17/1 kl. 20:00 9.k
Fim 7/1 kl. 20:00 5.k Mið 20/1 kl. 20:00 10.k
Blóðheitar konur, hugrakkar hetjur og brennuvargar
Hver er hræddur við Virginíu Woolf? (Nýja sviðið)
Fös 15/1 kl. 20:00 Frums. Fös 22/1 kl. 20:00 aukas. Fös 29/1 kl. 20:00 8.k
Lau 16/1 kl. 20:00 2.k Lau 23/1 kl. 20:00 5.k Lau 30/1 kl. 20:00 aukas.
Sun 17/1 kl. 20:00 3.k Sun 24/1 kl. 20:00 6.k Sun 31/1 kl. 20:00 9.k
Fim 21/1 kl. 20:00 4.k Fim 28/1 kl. 20:00 7.k
Margverðlaunað meistarastykki
Lína langsokkur (Stóra sviðið)
Sun 29/11 kl. 13:00 Sun 13/12 kl. 13:00
Sun 6/12 kl. 13:00 Sun 27/12 kl. 13:00
Sýningum lýkur í janúar
Sókrates (Litla sviðið)
Mið 25/11 kl. 20:00 Lau 12/12 kl. 20:00 Sun 27/12 kl. 20:00
Lau 28/11 kl. 20:00 Sun 13/12 kl. 20:00
Fös 4/12 kl. 20:00 Lau 19/12 kl. 20:00
Trúðarnir hafa tekið yfir dauðadeildina
Kenneth Máni (Litla sviðið)
Lau 5/12 kl. 20:00 Fös 11/12 kl. 20:00 Fös 18/12 kl. 20:00
Kenneth Máni stelur senunni
Vegbúar (Litla sviðið)
Fim 26/11 kl. 20:00 16.k Fim 3/12 kl. 20:00 Þri 29/12 kl. 20:00
Fös 27/11 kl. 20:00 17.k Sun 6/12 kl. 20:00 Mið 30/12 kl. 20:00
Sun 29/11 kl. 20:00 aukas. Fim 10/12 kl. 20:00
Mið 2/12 kl. 20:00 Fim 17/12 kl. 20:00
Nýtt verk þar sem KK sýnir á sér óvænta hlið
Mávurinn (Stóra sviðið)
Fim 26/11 kl. 20:00 Sun 6/12 kl. 20:00 Sun 13/12 kl. 20:00
Sun 29/11 kl. 20:00 Fim 10/12 kl. 20:00
Takmarkaður sýningartími
Og himinninn kristallast (Stóra sviðið)
Mið 2/12 kl. 20:00 Lau 5/12 kl. 20:00
Inniflugeldasýning frá Dansflokknum
Öldin okkar (Nýja sviðið)
Fös 27/11 kl. 20:00 Lau 28/11 kl. 20:00 síðasta s.
Síðustu sýningar
65 20151950
5511200 | Hverfisgata 19 | leikhusid.is | midasala@leikhusid.is
DAVID FARR
H
Í hjarta Hróa hattar (Stóra sviðið)
Fim 26/11 kl. 19:30 Aukas. Lau 12/12 kl. 19:30 36.sýn Fim 14/1 kl. 19:30 42.sýn
Lau 28/11 kl. 19:30 29.sýn Mið 30/12 kl. 15:00 37.sýn Sun 24/1 kl. 19:30 43.sýn
Sun 29/11 kl. 19:30 30.sýn Mið 30/12 kl. 19:30 38.sýn Fös 29/1 kl. 19:30 44.sýn
Lau 5/12 kl. 19:30 31.sýn Lau 2/1 kl. 15:00 39.sýn Lau 30/1 kl. 19:30 45.sýn
Sun 6/12 kl. 19:30 32.sýn Lau 2/1 kl. 19:30 40.sýn
Fös 11/12 kl. 19:30 35.sýn Sun 10/1 kl. 19:30 41.sýn
Eldfjörug fjölskyldusýning, uppfull af leikhústöfrum í anda Vesturports!
Móðurharðindin (Kassinn)
Lau 28/11 kl. 19:30 31.sýn Lau 5/12 kl. 19:30 32.sýn
Gamanleikur um samskipti móður og barna og harkaleg átök kynslóðanna.
Heimkoman (Stóra sviðið)
Fös 27/11 kl. 19:30 11.sýn Fös 4/12 kl. 19:30 12.sýn Sun 13/12 kl. 19:30
Lokasýning
Síðustu sýningar á meistaraverki Nóbelsskáldsins Pinters.
Yfir til þín - Spaugstofan 2015 (Stóra sviðið)
Mið 25/11 kl. 19:30 8.sýn Mið 9/12 kl. 19:30 10.sýn
Mið 2/12 kl. 19:30 9.sýn Fim 10/12 kl. 19:30 11.sýn
Sprellfjörug gleðisýning fyrir alla fjölskylduna!
Leitin að jólunum (Þjóðleikhúsið)
Lau 28/11 kl. 13:00 Lau 5/12 kl. 14:30 Sun 13/12 kl. 13:00
Lau 28/11 kl. 14:30 Sun 6/12 kl. 11:00 Sun 13/12 kl. 14:30
Lau 28/11 kl. 16:00 Sun 6/12 kl. 13:00 Lau 19/12 kl. 11:00
Sun 29/11 kl. 11:00 Sun 6/12 kl. 14:30 Lau 19/12 kl. 13:00
Sun 29/11 kl. 13:00 Lau 12/12 kl. 11:00 Lau 19/12 kl. 14:30
Sun 29/11 kl. 14:30 Lau 12/12 kl. 13:00 Sun 20/12 kl. 11:00
Lau 5/12 kl. 11:00 Lau 12/12 kl. 14:30 Sun 20/12 kl. 13:00
Lau 5/12 kl. 13:00 Sun 13/12 kl. 11:00 Sun 20/12 kl. 14:30
Sívinsælt aðventuævintýri Þjóðleikhússins komið í sölu 11 leikárið í röð.
Sporvagninn Girnd (Stóra sviðið)
Lau 26/12 kl. 19:30
Frumsýning
Fös 8/1 kl. 19:30 4.sýn Sun 17/1 kl. 19:30 7.sýn
Sun 27/12 kl. 19:30 2.sýn Lau 9/1 kl. 19:30 5.sýn
Sun 3/1 kl. 19:30 3.sýn Lau 16/1 kl. 19:30 6.sýn
Eitt af meistaraverkum 20. aldarinnar
(90)210 Garðabær (Kassinn)
Mið 25/11 kl. 19:30 9.sýn
4:48 PSYCHOSIS (Kúlan)
Lau 28/11 kl. 17:00 9.sýn Sun 29/11 kl. 17:00 10.sýn
Klókur ertu, Einar Áskell (Brúðuloftið)
Sun 10/1 kl. 14:00 21.sýn Sun 17/1 kl. 14:00 23.sýn
Sun 10/1 kl. 16:00 22.sýn Sun 17/1 kl. 16:00 24.sýn
Hinn uppátækjasami Einar Áskell í fallegri og skemmtilegri brúðusýningu