Morgunblaðið - 25.11.2015, Blaðsíða 20
20 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. NÓVEMBER 2015
Það hefur áður komið
fram hjá mér hér í
Morgunblaðinu þegar
akureyrska stórfyrir-
tækið Samherji, með
Þorstein Má Baldvins-
son forstjóra í farar-
broddi, varð að ósekju
fyrir ótrúlegri aðför af
hendi Seðlabankastjóra
Más Guðmundssonar og
var sakað um
gjaldeyrissvik. Auðvitað hafðist
ekkert upp úr margra mánaða róti í
bókhaldi Samherja sem, eins og
flestir vita, var flutt í bílförmum af
skrifstofu fyrirtækisins í Seðlabank-
ann, höfuðvígi Más Guðmunds-
sonar. Þetta vakti óneitanlega mikla
athygli og fréttamiðlar lágu ekki á
liði sínu að fjalla um meint gjaldeyr-
issvik þessa stóra og öfluga sjávar-
útvegsfyrirtækis sem, þegar upp
var staðið, var stórt lygamál og búið
að stórskemma orðspor Samherja
bæði hér heima og ekki síst erlend-
is.
Ég kemst ekki hjá að velta fyrir
mér hvort þarna hafi verið á ferð-
inni hefndaraðgerðir eða einhvers-
konar öfundsýki út í afburðavel rek-
ið fyrirtæki hjá þeim frændum,
Þorsteini Má Baldvinssyni og Krist-
jáni Vilhelmssyni, drengjunum úr
sveitinni að norðan.
Már Guðmundsson
seðlabankastjóri bar
við lagaklúðri og
skuldar þá líka skýr-
ingu á í hverju þetta
lagaklúður fólst.
Einnig hefði innrásin
á skrifstofur Sam-
herja þegar bókaldið
var tekið átt að vera
vegna rökstudds
gruns um misferli
með gjaldeyri og
krefst það einnig
skýringa. Sá sem lak rökstuddum
en tilhæfulausum grun verður að
koma fram í dagsljósið, fyrr er
þessu máli ekki lokið.
Skattrannsóknarstjóri sá ekki
ástæðu til aðgerða. Það var ekki nóg
með að Samherji væri sakaður um
gjaldeyrissvik heldur átti einnig að
taka fyrirtækið í gegn fyrir skatt-
svik en samhliða niðurfellingu gjald-
eyrismálsins sendi sérstakur sak-
sóknari afmarkaða þætti til
skoðunar hjá skattrannsóknar-
stjóra. Nýjustu fregnir þaðan
herma að nú hafi Samherja borist
bréf frá honum til embættis sér-
staks saksóknara um að eftir skoð-
un á málinu sjái skattrannsókn-
arstjóri ekki ástæðu til nokkurra
aðgerða af sinni hálfu. En aðförin öll
að Samherja átti ekki við nokkur
rök að styðjast, sem sagt tómt klúð-
ur. Ég hef sérstaklega tekið eftir því
að í sambandi við meint skattsvik og
frávísun í því máli að sjálfsögðu, hef
ég hvorki séð á sjóvarpsstöðvum
(nema N4 Hilda Jana) né í dagblöð-
um stafkrók um að þetta vel rekna
akureyrska fyrirtæki, Samherji;
væri laust allra mála frá svívirðileg-
um áburði. Ekki lágu þessir miðlar á
liði sínu og veltu sér upp úr meint-
um óförum Samherja, sem allt
reyndist svo ómerkilegur lygavaðall
af hálfu seðlabankastjóra, sem kom
öllu málinu af stað.
Að lokum óska ég þeim frændum,
Þorsteini Má Baldvinssyni og Krist-
jáni Vilhelmssyni, ásamt öðru
ágætu starfsfólki Samherja hf. til
hamingju með bestu úrslit sem
hægt var að fá úr þessum óþrifnaði.
Lifið heil og gangi ykkur allt í hag-
inn í framtíðinni eins og hingað til
við rekstur stórfyrirtækisins Sam-
herja.
Er árásum á Samherja lokið?
Eftir Hjörleif
Hallgríms » Sá sem lak rökstudd-
um en tilhæfulaus-
um grun um gjaldeyris-
og skattsvik Samherja
verður að koma fram í
dagsljósið.
Hjörleifur Hallgríms
Höfundur er eldri borgari.
Við höfum virkjað
hverja jökulána á fæt-
ur annarri og verið
ánægð með okkur að
koma þessu grugguga
vatni okkar í vinnu
þannig að það skilaði
tekjum í kassann okk-
ar sameiginlega.
Eða höfum við
kannski vaðið áfram
eins og kjánar án þess að þekkja af-
leiðingarnar nógu vel?
Við byggjum mikil lón á fjöllum
uppi sem miðlunarlón fyrir virkjanir
okkar og hreinsum þannig stóran
hluta af jökulleir og aurframburði
úr vatninu sem sest til í lónum þess-
um og vatnið skilar sér nokkuð
hreint til sjávar og afleiðingin
kannski sú að árnar skila einhverj-
um stangveiddum löxum á stöðum
þar sem ekki var áður hægt að veiða
á stöng, sem gleður vissulega hjörtu
einhverra, en mikill verður hagnað-
urinn ekki fyrir þjóðarbúið af þeirri
fiskveiði.
Erum við hugsanlega að spilla
miklu meiru með þessu háttalagi
okkar heldur en við gerum okkur
grein fyrir?
Menn hafa barist fyrir því að ekki
fari mikil og falleg lönd undir vatn
og er það vel, en kannski er það létt-
vægt miðað við sitthvað annað sem
gæti verið í húfi með þessu háttalagi
okkar.
Við sem erum fædd um og fyrir
miðja síðustu öld munum þá tíma
þegar fiskimið okkar voru yfirfull af
stórfiski og fiskiskipin komu að
landi drekkhlaðin af góðum fiski
þannig að sannkölluð vertíð var
jafnt hjá landvinnslunni sem og á
sjónum.
Þegar leið á öldina og fram að
aldamótum minnkaði afli úr sjó og
vinna í landi jafnframt.
Fiskifræðingar okkar sem eru
með þeim fremstu í veröld okkar
fundu út að allavega miðað við að-
stæður væri um að kenna mikilli of-
veiði og rányrkju á fiskimiðum okk-
ar.
Er rányrkja okkar kannski alvar-
legri, meiri og víðtækari en okkur
grunar?
Og hvernig getur
það komið virkjunar-
málum við?
Við horfum ekki
bara upp á það að fisk-
aflinn minnkar heldur
hefur líf það sem bygg-
ist á afkomu í hafinu,
þ.e. lundi, krían og
fleiri sjófuglastofnar
látið alvarlega á sjá og
þá kannski auknum
makrílgöngum um
kennt, en þurfum við
kannski að skoða
fleira?
Ég, undirritaður, sá merkilega
fræðslumynd um stóra og mikla
fiskistofna við vesturströnd Kanada
og vildu þeir fræðingar sem þar
skýrðu málin meina að hin mikla og
góða seiðaviðkoma sem þar er við
strendurnar og stendur undir
stórum fiskistofnum, sé aðallega að
þakka jökulánum, sem flytja mikið
magn, og leirgruggi sem blandast
sjónum,
Þarna þökkuðu þeir hina miklu
fiskigengd grugginu sem jökulvötn-
in báru í sjóinn, það var sem sagt
undirstaða hins mikla lífs sem höfin
þarna fóstra.
Þessar fíngerðu leiragnir sem
blandast sjónum úr jökulvatninu eru
nauðsynlegar smæsta gróðri hafsins
sem er svifgróður, þ.e. smágerðir
þörungar sem svo önnur af smæstu
dýrum sjávarins lifa á, svo sem smá-
gerð krabbadýr o.fl. Sem svo eru
undirstaða seiðaafkomu á viðkom-
andi svæðum en hin mikla fiski-
gengd á þessa staði byggðist á því
að þarna hafði fiskurinn alist upp
sem seiði og var nú kominn aftur á
staðinn sinn til að hrygna sjálfur
þannig að keðja lífsins slitnar ekki
og verður undirstaða lífsafkomu í
sjónum.
Höfum við hugsanlega í fljótfærni
og þekkingarleysi rofið of víða þessa
mikilvægu keðju lífsins?
Er kannski samdráttur í afla okk-
ar á seinni hluta síðustu aldar afleið-
ing of mikillar virkjunargleði. Stór-
fljótið Þjórsá og þverár hennar voru
virkjaðar upp úr miðri síðustu öld
og þar með stöðvaður leirburður
þeirra í hafið en sá leir sem Þjórsá
bar með sér til sjávar mun eftir
straumum við landið hafa dreifst um
í hafið frá ósum og vestur með suð-
urströndinni þar sem voru okkar
frægustu og bestu fiskimið við sunn-
anvert landið hér áður fyrr.
Í minningunni fer það nokkuð
saman að afli hafi farið minnkandi
nokkuð samfara virkjununum í
Þjórsá og þar með leirframburði til
sjávar við suðurströndina.
Sem betur fer eigum við nokkrar
jökulár sem enn í dag bera mikið
frjómagn til sjávar.
Við vitum að ef keðjan er rofin þá
getur verið mikil hætta á ferðum.
Blönduvirkjun var gangsett á
seinni hluta síðustu aldar og er þar
stórt og mikið stöðuvatn kallað
Blöndulón sem hirðir að mestu
gruggið úr árvatninu, Blanda var
eitt það gruggugasta jökulvatn sem
til sjávar féll á Íslandi, en í dag veiða
menn lax á stöng upp um alla á.
Á Blönduósi var í áratugi starf-
rækt stór rækjuvinnsla sem var
mikil lyftistöng fyrir fólkið sem þar
bjó, þessi vinnsla byggðist mikið á
góðum rækjumiðum í Húnaflóanum.
Einhverra hluta vegna hrundi
rækjustofninn í flóanum þegar leið á
seinni hluta aldarinnar og í dag er
rækjuvinnsla aflögð á Blönduósi.
Þarna fór saman að jökuláin hætti
að bera sjónum efni sín og hrun
rækjustofnsins og þar með atvinna
sú sem verksmiðjan skaffaði fólkinu
í héraðinu.
Vil ég undirritaður benda ráða-
mönnum okkar á þegar teknar eru
ákvarðanir um virkjunarmál í land-
inu að virkilega skoða þá málin frá
öllum hliðum.
Látum hr. Cameron ekki strá of
mörgum dollaramerkjum í augu
okkar.
Fiskifræðingar okkar eiga að geta
frætt okkur vel um þessi mál. Þessi
skrif mín eru einungis skrif áhuga-
manns sem þó finnst full ástæða til
að vekja athygli á þessum hug-
myndum um málefnið.
Hugsanleg hliðaráhrif virkj-
anaframkvæmda okkar
Eftir Hjálmar
Magnússon » Vil ég benda ráða-
mönnum á þegar
teknar eru ákvarðanir
um virkjunarmál í land-
inu að skoða þá málin
frá öllum hliðum.
Hjálmar Magnússon
Höfundur er fv. framkvæmdastjóri.
Grein þessi er sett
fram í tilefni af fjöl-
þjóðaráðstefnu um
loftslagsbreytingar í
lofthjúp jarðar.
Eru ummæli frægs
rithöfundar sönn, um
starfsemi hinna svo-
kölluðu vísindamanna,
en hann skrifaði að
fullyrðingar vísinda-
manna um loftslags-
breytingar á jörðinni væru einung-
is settar fram til að knýja út meira
fjármagn til að halda áfram sinni
starfsemi. Fullyrðingar þeirra
væru án nokkurrar stoðar í raun-
veruleikanum.
Samkvæmt þessum ummælum
rithöfundarins eru margskonar
rannsóknir sem fram fara á jörð-
inni í ætt við atvinnubótavinnu.
Samkvæmt einni vísindakenn-
ingu var þannig umhorfs á jörðinni
að ekkert þurrlendi var til, aðeins
vatn yfir allt, svonefnt Alheimshaf.
Var það ekki beinn sjór (saltur)
heldur tók vatnið í sig salt af sjáv-
arbotni í aldanna rás.
Það sem vekur enn meiri furðu
varðandi kenningar eru þær að
sjór (vatn) hafi verið á jörðinni en
ekkert súrefni í lofthjúp jarðar-
innar.
Því er spurt: Hvernig gat vatn
(sjór) orðið til án súrefnis þar sem
súrefni er talið annað aðalfrum-
efnið í efnasambandi vatns?
Ein kenningin sem birst hefur á
prenti er að langt aftur í tímatali
jarðsögunnar hafi hlutfall súrefnis í
lofthjúp jarðar verið um 30%. Var
það löngu áður en farið var að
huga að framleiðslu á manninum.
Hefur maðurinn orsakað rýrnun
á hlutfalli súrefnis í lofthjúp jarð-
ar?
Er það rétt frá skýrt að í einu
eldgosi komi upp meira magn
hinna svonefndu gróðurhúsaloft-
tegunda en mannskepnan lætur frá
sér fara á mörgum árum?
Ef breyting hefur orðið á hlut-
falli kolsýru í andrúmslofti (loft-
hjúp) jarðar af mannavöldum, að
frásögn fræðimanna, og kennt um
brennslu jarðefna, þá er rétt að
spyrja:
Hver er munurinn á losun CO2 á
sólarhring frá 1,5 milljörðum
manna 1950 og sjö milljörðum dýra
af ættinni homo sapiens 2015? Að
auki mætti bæta við losun á þess-
ari lofttegund því sem kemur frá
öllum þeim fjölda húsdýra og ann-
ars fénaðar sem notaður er til að
halda lífi í þessum mannfjölda.
Er þörf á að senda mannskepnur
í stórum stíl í endurvinnslu til að
ná jafnvægi varðandi
gróðurhúsalofttegundir í lofthjúp
jarðarinnar og minnka þannig út-
blástur á CO2?
Varðandi svartsýnisspár vísinda-
manna um ofhlýnun jarðar er bent
á eftirfarandi sem tekið er úr
þekktu fræðiriti.
„Loftslag var þá
undrahlýtt um alla
jörð. Þar sem nú eru
Bandaríki Norður-
Ameríku, var fullkomið
hitabeltisloftslag og
litlu var kaldara við
heimskautin. Hvar-
vetna uxu þá glæsi-
legir birkiskógar,
meira að segja í heim-
skautabeltunum, enda
þótt heimskautanóttin
væri bæði löng og dimm þá eins og
nú er. Það var þrungið vatnsgufu
og kolsýru, sem hélt hitanum niðri
við yfirborð jarðarinnar undir stöð-
ugu skýjaþykkni.“
Hvernig var aðkoma mannsins á
þeim tíma að þeirri veðurfars-
breytingu? Hafa ekki verið miklar
sveiflur í breytingu á veðurfari á
jörðinni í aldanna rás án sjáan-
legrar aðkomu þeirra lífvera sem
búið hafa á jörðinni í gegnum þús-
undir eða milljónir alda?
Enn ein kenning fræðimanna er
varðar loftslagsbreytingar á jörð-
inni eru svokallaðar ísaldir. Ef þær
kenningar eru réttar hvar kom
maðurinn með sínum aðgerðum að
þeirri breytingu? Var þá engin
vatnsgufa (ský) og kolsýra í loft-
hjúp jarðar er leiddi til þess að
mest allur varmi sólar er barst til
jarðarinnar streymdi út í him-
ingeiminn í heiðskírum himni?
Ein furðukenningin er varðandi
eyðingu á svokölluðu ósonlagi loft-
hjúpsins. Fræðingarnir hafa viljað
kenna um notkun á ákveðnum
klórlofttegundum sem notaðar
voru.
Aldrei hefur fengist skýring á
því hvernig það gerist að mælingar
á svokölluðu gati á ósonlagi loft-
hjúpsins er eingöngu yfir Suð-
urskautslandinu eða á svæði fyrir
sunnan syðri heimskautsbaug.
Samkvæmt þeim upplýsingum
sem hafa fengist hefur notkun
ósoneyðandi efna verið 80 til 90% á
norðurhveli jarðar og ekki talað
um marktæka breytingu ósonlags-
ins í lofthjúp jarðar yfir þeim
heimshluta.
Það skal viðurkennt að rann-
sóknir vísindamanna hafa bætt lífs-
afkomu jarðarbúa í gegnum ald-
irnar á margvíslegan hátt (mann-
skepnunnar vel, en misjafnlega
varðandi aðrar lífverur jarðar-
innar).
Það væri vel gert ef einhver af
þeim fræðimönnum íslenskum
treysti sér til að fræða fáfróðan og
svara þeim spurningum er hér eru
lagðar fram.
Hlýnun í
lofthjúp jarðar?
Eftir Kristján
Guðmundsson
Kristján Guðmundsson
» Verður Miðjarðar-
hafsloftslag á Ís-
landi eftir nokkra ára-
tugi.
Höfundur er fv. skipstjóri.
Móttaka aðsendra greina
Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsendar
greinar alla útgáfudaga.
Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að
nota innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í
samskiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið
birtir ekki greinar sem einnig eru sendar á aðra miðla.
Að senda grein
Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni for-
síðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn
„Senda inn grein“ er valinn.
Í fyrsta skipti sem innsendikerfið er notað þarf notandinn að nýskrá
sig inn í kerfið. Ítarlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferl-
inu. Eftir að viðkomandi hefur skráð sig sem notanda í kerfið er nóg að
slá inn kennitölu notanda og lykilorð til að opna svæðið. Hægt er að
senda greinar allan sólarhringinn.
Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Morgunblaðsins alla virka daga í
síma 569-1100 frá kl. 8-18.