Morgunblaðið - 25.11.2015, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 25.11.2015, Blaðsíða 23
MINNINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. NÓVEMBER 2015 ✝ Jóna JóhannaMortensen fæddist 24. júní 1925 í Hovi á Suð- urey í Færeyum. Hún andaðist 30. september 2015 á Uppsölum, Fá- skrúðsfirði. Móðir Jónu var Flórentína Elísabet Mortensen, d. 1951, og faðir hennar Tómas Mortensen, d. 1936. Jóna var ein átta systkina og var 11 ára þegar faðir hennar lést. Móðir hennar hélt heimilinu saman og ólust því systkinin öll upp í Hovi. Börnin byrjuðu snemma að vinna og lögðu sitt af mörkum til heimilishaldsins. Jóna fór ung að sjá fyrir sér sjálf sem vinnukona, fyrst í Færeyum og seinna á Íslandi. Til Íslands kom Jóna árið 1946, þá tuttugu og eins árs og var vinnukona í Reykjavík og í Nes- kaupstað. Henni fæddist dótt- irin Þóra Elísabet árið 1948. Þegar Þóra var tveggja ára réðist Jóna með dótturina sem vinnukona á sveitabæ, Vík í Fá- skrúðsfirði. Þar bjuggu öldruð hjón, Friðbjörn Þorsteinsson og Guðný Guðjónsdóttir, og tveir synir þeirra, Guðjón Sigurpáll og Þórhallur. Sig- urpáll og Jóna tóku saman og eignuð- ust þau synina Guðbjörn, f. 1951, d. 2012, og Birgi Grétar, f. 1952. Jóna og Sigurpáll hófu fljótlega bú- skap í Vík ásamt foreldrum Sigur- páls og tóku þau alveg við búinu þegar gömlu hjónin féllu frá. Eftir að Sigurpáll andaðist, 1983, tóku synirnir við búinu og Jóna bjó með þeim á meðan heilsan leyfði. Stundaður var blandaður búskapur í Vík, með sauðfé, kýr og útræði. Það kom að miklu leyti í hlut Jónu að sinna matseld og vinna eitthvað nytsamlegt úr því hráefni sem til féll á búinu. Jóna kunni vel við sveitalífið, var ósérhlífin og vandvirk Auk heimilisstarfa brá Jóna sér í síld og í slátur- húsið. Þegar tækifæri gafst sinnti Jóna handavinnu. Þegar heilsunni fór að hraka var Dvalarheimilið Uppsalir ný- byggt, flutti Jóna flutti þangað og var það hennar heimili í 16 ár. Útför hennar fór fram 17. október 2015. Elsku mamma, nú er þínum vinnudegi lokið. Hann var lang- ur, gleði og sorg skiptust á en þú kveinkaðir þér ekki. Þó gigt- in væri að drepa þig og sökn- uðurinn eftir Færeyjum væri mikill varstu alltaf jafn sterk. Frekar en kvarta beittir þú gríni og spaugsemi. Það gladdi þig að systurdóttir þín bjó í Breiðdalnum og systir þín bjó á Fáskrúðsfirði. Þið skiptust á fréttum „að heiman“, þið höfðuð sömu heimþrána, skilduð hver aðra. Fólk sem dvaldi lengri eða skemmri tíma í Vík átti þar góða daga. Einkum kunnu börn- in vel við sig í sveitinni hjá þér, mín börn og annarra manna börn. Mamma mín, ég á þér mikið að þakka. Sérstaklega þakka ég þér tvær ómetanlegar gjafir: Gleðina við að lesa og tónana sem þú kenndir mér að elska þegar þú söngst fyrir okkur þegar við vorum lítil. Takk fyrir allt, elsku mamma. Þín dóttir, Þóra Elísabet. Jóna Jóhanna Mortensen ✝ Sigríður Stef-ánsdóttir fæddist 25. mars 1925 á Ísafirði. Hún lést á Land- spítalanum í Foss- vogi 2. nóvember 2015. Foreldrar hennar voru Stef- án Bjarnason skipstjóri, f. 1889, d. 1958, og Guð- rún Helgadóttir húsmóðir, f. 1893, d. 1982. Systir Sigríðar var Valgerður, f. 8. septem- ber 1923, d. 3. desember 2012. Árið 1947 giftist Sigríður Karli M. Guðmundssyni, íþróttakennara og lektor við Kennaraháskóla Íslands, f. 28. janúar 1924, d. 2012. For- eldrar Karls voru Guðmundur Jónsson söðlasmiður, f. 27. nóvember 1896, d. 21. febrúar 1966, og Sigurást Níelsdóttir hús- móðir, f. 6. nóv- ember 1896, d. 29. nóvember 1978. Sigríður og Karl eignuðust fjögur börn: 1) Stefán, f. 1947, d. 1947. 2) Guðrún, f. 5. desember 1948, maki henn- ar er Jens Krist- berg Hilmarsson og eiga þau tvö börn: Karl Kristberg og Sigríði Ýri, maki hennar er W. Róbert Wessman. Börn þeirra eru: Helena Ýr og Jens Hilmar. 3) Ásta Sigrún, f. 29. maí 1950, maki hennar var Sigþór Hermannsson, d. 2005. 4) Stefán Örn, f. 25. apríl 1952. Útför Sigríðar hefur farið fram. Hidda vinkona mín er fallin frá og minningarnar streyma að um lífsglaða konu, sem alltaf átti svo mikið að gefa. Við vor- um báðar frá Ísafirði en kynnt- umst samt ekki fyrr en við byrjuðum í gagnfræðaskólanum þar. Það var auðvitað ógurlega spennandi að vera kominn í fullorðinna manna tölu og byrja í gagnfræðaskóla. Ég hef grun um að Hidda og Jana vinkona hafi ráðið því að við völdum okkur sæti aftast í gluggaröð- inni. Sætin voru tvö og tvö saman og við Jana fengum tvö öftustu sætin og Hidda og bekkjarsystir okkar sátu svo næst fyrir framan. Okkur fjór- um kom frábærlega saman og stundum einum of eins og þeg- ar dönskukennarinn, sem líka var skólastjóri, sagði okkur í „det muntre hjørne“ að þegja. Tíminn leið og það fór að tín- ast úr hópnum. Félagar sem ætluðu í framhaldsskóla þurftu að fara í inntökupróf og þegar skóla lauk vorum við bara þrjár eftir í horninu okkar. Við réð- um okkur allar þrjár í Kaup- félagið, Hidda í matvörubúðina en við hinar tvær í mjólkurbúð- ina. Það kom svo að því haustið 1945 að við Hidda stungum af til Reykjavíkur og ævintýranna þar. Hidda fór að vinna hjá Landsímanum og síðan dreif hún sig ásamt Siggu vinkonu sinni á leiklistarnámskeið hjá Lárusi Pálssyni leikara og út- skrifaðist þaðan. Ekki leið á löngu þar til Kalli fann Hiddu og þá varð ekki aft- ur snúið. Árið 1947 eignuðust þau yndislegan dreng, sem þau misstu nokkurra vikna. Það var mikið áfall, en vinkona mín tók því með ótrúlegu æðruleysi. Guðrún kom svo ári seinna og síðan Ásta og loks Stefán. Fjöl- skyldan blómstraði og Hidda hafði svo sannarlega í mörg horn að líta. Kalli var knatt- spyrnumaður af lífi og sál og síðar þjálfari landsliðsins. Um tíma bjuggu þau hjón aftur og aftur í útlandinu vegna starfa Kalla. Ég minnist þeirra í Nor- egi, Þýskalandi, Bandaríkjun- um og alls staðar lagaði Hidda sig að aðstæðum og eignaðist vini. Við skrifuðumst á þegar hún var í Bandaríkjunum. Þá sagði hún mér af kunningja- konum víðs vegar að sem hitt- ust reglulega á morgnana við spil meðan bændur þeirra sinntu verkefnum sínum. Hún lét sér aldrei leiðast. Einhverju sinni þegar hún var búin að dvelja úti á landi með fjölskyld- una vegna verkefna Kalla spurði einhver í saumaklúbbn- um okkar hana hvort henni hefði aldrei leiðst þar. Hidda svaraði að bragði: „Manni leið- ist ekki þar sem fjölskylda manns er.“ Að lokum. Okkur fannst báð- um gott og gaman að hreyfa okkur utandyra og á tímabili vorum við duglegar við að fara út fyrir bæinn á fallegum vetr- ardögum í skíðagöngu og kom- um endurnærðar til baka. Að eiga góða að er mikil guðsgjöf og í þeim hóp eru góð- ir vinir. Hidda var meiriháttar vinkona í alla staði og ég kveð hana með hjartans þökk fyrir samfylgdina. Guðrún Sæmundsen. Sigríður Stefánsdóttir www.uth.is -uth@uth.is Stapahrauni 5, Hfj. - Sími 565 9775 Frímann s: 897 2468 Hálfdán s: 898 5765 Ólöf s: 898 3075 ÚTFARARÞJÓNUSTA HAFNAFJARÐAR FRÍMANN & HÁLFDÁN ÚTFARARÞJÓNUSTA ERFIDRYKKJUR AF ALÚÐ Hótel Saga annast erfidrykkjur af virðingu og hlýju Fágað umhverfi, góðar veitingar og styrk þjónusta Sími: 525 9930 • hotelsaga@hotelsaga.is • www.hotelsaga.is Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, STEFÁN S. STEFÁNSSON, fyrrverandi skipstjóri, Brúnavegi 9, Reykjavík, áður Gerði, Vestmannaeyjum, lést á Hrafnistu í Reykjavík 20. nóvember. Útförin fer fram frá Áskirkju mánudaginn 30. nóvember klukkan 13. . Vilborg Brynjólfsdóttir, Magnús Stefánsson, Lilja Kristinsdóttir, Stefán Sigfús Stefánsson, Þórunn Gyða Björnsdóttir, Brynjólfur Þ. Stefánsson, Ingunn Guðný Þorláksdóttir, Valur Stefánsson, Heiðbjört Haðardóttir, Örn Stefánsson, Dóra Bryndís Hauksdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, TORFI GUÐBRANDSSON, fyrrverandi skólastjóri, lést laugardaginn 21. nóvember á hjúkrunarheimilinu Ísafold. Útförin fer fram frá Digraneskirkju mánudaginn 30. nóvember klukkan 13. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra. . Aðalbjörg Albertsdóttir, Björn G. Torfason, Bjarnheiður J. Fossdal, Óskar A. Torfason, Guðbjörg Hauksdóttir, Snorri Torfason, Inga Dóra Guðmundsdóttir, Ragnar Torfason, Erna Guðrún Gunnarsdóttir, Fríða Torfadóttir, Jón Magnús Kristjánsson, Guðbrandur Torfason, Dóra Björg Jónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, GÍSLI JÓHANN VIBORG JENSSON, Sóleyjarima 5, andaðist 22. nóvember á líknardeild Landspítalans í Kópavogi. Jarðarför fer fram frá Grafarvogskirkju föstudaginn 4. desember klukkan 15. . Þórunn Elísabet Stefánsdóttir, Anna María Gísladóttir, Ingólfur Jón Hauksson, Einar Gísli Þorbjörnsson, Þorbjörn Jóhann Þorbjörnsson. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JÓHANNES KRISTINSSON frá Borgarfirði eystri, til heimilis að Hraunbæ 102d, Reykjavík, lést á hjúkrunarheimilinu Droplaugarstöðum 18. nóvember síðastliðinn. Útförin fer fram frá Árbæjarkirkju föstudaginn 27. nóvember næstkomandi klukkan 13. . Kristinn Jóhannesson, Brynja P. Helgadóttir, Steingrímur Jóhannesson, Sóldís D. Kristinsdóttir, Baldur F. Stefánsson, Kristinn A. Kristinsson, Jóhannes S. Kristinsson, Fanney Rán Arnarsdóttir. Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, TRYGGVI ÞORSTEINSSON læknir, lést á Landspítalanum mánudaginn 23. nóvember. Útförin fer fram frá Hallgrímskirkju mánudaginn 30. nóvember klukkan 13. . Hjördís Björnsdóttir, Guðjón Sch. Tryggvason, Sigrún Stefánsdóttir, Laufey Tryggvadóttir, Þorgeir S. Helgason, Hildur Tryggvadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÖRLYGUR ÍVARSSON tæknifræðingur, Kvistagerði 6, Akureyri, andaðist fimmtudaginn 19. nóvember síðastliðinn. Útförin fer fram frá Akureyrarkirkju mánudaginn 30. nóvember klukkan 13.30. . Bryndís Þorvaldsdóttir, Ormarr Örlygsson, Valgerður Vilhelmsdóttir, Þorvaldur Örlygsson, Ólöf Mjöll Ellertsdóttir, Harpa María Örlygsdóttir, Andri Stefánsson, barnabörn og barnabarnabörn.Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu aðstandend- ur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýs- ingar um foreldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minning- argreinunum. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.