Morgunblaðið - 25.11.2015, Síða 19
19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. NÓVEMBER 2015
Jólatré Þessir vösku menn unnu að því að reisa Oslóartréð á Austurvelli og þurftu að beita kænsku. Tendrað verður á því næsta sunnudag sem er fyrsti sunnudagur í aðventu.
Golli
Það skal viðurkennt
að ég hef aldrei áttað
mig á því hvernig sumir
ætla að fara að því að
eiga kökuna en éta
hana engu að síður.
Gamli bakarameistar-
inn á Sauðárkróki – afi
minn – hefði ekki skilið
það heldur enda íhalds-
maður.
En þeir eru til sem
eru sannfærðir eða reyna a.m.k. að
telja sjálfum sér og öðrum trú um að
ekkert sé auðveldara og engu skiptir
þótt kakan sé í þokkabót veðsett. Í
krafti þessarar sannfæringar skal
sömu krónunni eytt tvisvar og helst
oftar.
Ekki þarf að fylgjast lengi með
umræðum á þingi til að átta sig á því
að þar eiga nokkrir sér þann draum
að ríkið verði ráðandi aðili á fjár-
málamarkaði um ókomin ár. Lands-
bankinn er þegar að mestu í eigu rík-
issjóðs og eftir nokkrar vikur mun
Íslandsbanki einnig verða ríkisbanki.
Þar með rætist gamall draumur sem
á árum áður var kenndur við sósíal-
isma.
Að eiga og éta banka
Svo eru þeir til sem hafa þá róma-
tísku sýn að ríkið eigi og reki banka
sem gegni samfélagslegum skyldum,
eins og það er kallað „samfélags-
banka“ til að tryggja lægri vexti og
víðtæka þjónustu.
Mælt er gegn sölu á 30% hlut
ríkisins í Landsbanka,
eins og að er stefnt í
fjárlagafrumvarpi, með
því að vísa til þess að
bankinn skili góðri arð-
semi og svo verði á
komandi árum. Lands-
bankanum vilja þeir
breyta í „samfélags-
banka“ en varla verður
arðsemin hámörkuð
með þeim hætti. Ekki
frekar en arðsemi
Íbúðalánasjóðs sem
skattgreiðendur hafa
þurft að forða frá gjaldþroti með nær
62 milljörðum (á föstu verðlagi) á síð-
ustu sex árum. Þeir fjármunir fóru
ekki í velferðarkerfið. Verðmæti og
arðsemi Landsbankans verður í öf-
ugu hlutfalli við skyldur hans sem
„samfélagsbanka“ sem ætlað er að
bjóða lægri vexti en markaðsvexti.
Þannig á að éta bankann að innan en
eiga hann eftir sem áður.
Helsti vandi ríkisins
Í sérstakri umræðu á Alþingi í lið-
inni viku um væntanlega sölu á hluta-
bréfum í Landsbankanum sagði
Bjarni Benediktsson fjármálaráð-
herra að ríkið stæði frammi fyrir
gríðarlega stóru verkefni með
Landsbanka og Íslandsbanka báða í
fanginu:
„Að sjálfsögðu eru þetta gríðar-
lega stór verkefni og ég er ekki með
neinar hugmyndir uppi um það að við
getum selt allan Landsbankann og
allan Íslandsbanka á næstu tólf mán-
uðum, auðvitað ekki. En stefnan
verður að vera skýr og mér finnst allt
of margir í þessari umræðu hér hafa
slegið úr og í og sagt: Ja, ég er nú
kannski ekki beint með ríkiseign, en
það má skoða einkavæðingu en bara
einhvern tíma seinna o.s.frv. Menn
verða að fara að gera upp hug sinn í
þessu. Í mínum huga eigum við að
greiða niður skuldir. Hverjir 100
milljarðar kosta okkur að lágmarki 5
milljarða í vaxtabyrði og vaxtabyrði
er helsti vandi ríkisins í dag.“
Hér er komið að kjarna málsins.
Skuldir og þar með vaxtagreiðslur
eru lamandi fyrir ríkissjóð og draga
úr möguleikum til að lækka enn frek-
ar skatta, auka framlög til heilbrigð-
ismála og almannatrygginga, til lög-
gæslu og innviðafjárfestinga.
Samkvæmt fjárlagafrumvarpi
næsta árs nema vaxtagreiðslur rík-
isins liðlega 74 milljörðum króna.
Þetta þýðir að á átta árum frá 2009
hafa skattgreiðendur þurft að standa
undir 649 milljörðum króna í vaxta-
greiðslur. Þetta er lítillega hærri
fjárhæð en heildarútgjöld ríkisins á
síðasta ári. Eða með öðrum orðum:
Ríkið hefur glatað heilu ári í vexti
á síðustu átta árum. Þetta jafngildir
nær átta milljónum króna á hverja
fjögurra manna fjölskyldu.
Að óbreyttu hefði mátt ætla að það
væri meira kappsmál fyrir þingmenn
að lækka skuldir ríkisins en að eiga
og éta banka.
23 milljón skuld og ábyrgð
Samkvæmt ríkisreikningi námu
heildarskuldir ríkisins í lok síðasta
árs 1.492 milljónum króna, þar af
voru 213 milljarðar vegna eiginfjár-
framlags ríkisins til bankanna. Auk
þess námu lífeyrisskuldbindingar
vegna B-deildar Lífeyrissjóðs starfs-
manna ríkisins og Lífeyrissjóðs
hjúkrunarfræðinga tæplega 436
milljörðum. Þá vantar nær 56 millj-
arða í A-deild, sem var þó komið á fót
með þeim ásetningi að ekki mynd-
aðist gat milli eiga og skuldbindinga.
Í lok síðasta árs var staðan því
þessi:
Hver fjögurra manna fjölskylda
skuldaði eða bar ábyrgð á liðlega 23
milljónum króna og greiddi tæpa ein
milljón í vexti.
Stefna fjármálaráðherra er skýr:
Það á að lækka skuldir ríkissjóðs og
þar með létta vaxtabyrðina sem er
„helsti vandi ríkisins í dag“ og þar
með íslenskra fjölskyldna.
Þannig eiga beinar skuldir ríkisins
að lækka úr 75% af vergri lands-
framleiðslu í fyrra í 51% í lok næsta
árs, meðal annars með sölu á eign-
arhlut í Landsbankanum og vegna
bættar afkomu ríkissjóðs. Að frá-
dregnum kröfum, handbæru fé og
eignum, verða hreinar skuldir því
aðeins 14% af landsframleiðslu,
gangi áætlun fjárlagafrumvarpsins
eftir.
Íslenskir kapítalistar
Með uppgjöri þrotabúa föllnu
bankanna vænkast hagur ríkissjóðs
enn frekar og það gefur möguleika á
því að lofa landsmönnum að njóta
þess með beinum og afgerandi hætti.
Bjarni Benediktsson varpaði þeirri
hugmynd fram á landsfundi Sjálf-
stæðisflokksins að „gera alla lands-
menn að milliliðalausum eigendum í
bönkunum“:
„Ég er að tala um að ríkið einfald-
lega taki tiltekinn hlut, 5%, og ein-
faldlega afhendi hann landsmönn-
um.“
Í stað þess að velta fyrir sér hug-
myndum um „samfélagsbanka“ sem
mun hitta skattgreiðendur í hausinn
líkt og búmerang, ættu frjálslyndi
þingmenn að taka undir með for-
manni Sjálfstæðisflokksins og vinna
að framgangi hugmynda hans. Ým-
islegt rennir stoðum undir að það
kunni að vera skynsamlegt (að ekki
sé talað um sanngirni) að ganga enn
lengra ekki síst þegar haft er í huga
að allur almenningur hefur tekið þátt
í endurreisn fjármálakerfisins síð-
ustu ár. Það væri einnar messu virði
að athuga hvort ekki eigi að afhenda
landsmönnum 5% á ári, næstu fjögur
árin eða alls 20% hlut í Landsbanka
og Íslandsbanka.
Það væri að minnsta kosti dálítið
sætt ef það tækist að gera alla Ís-
lendinga að kapítalistum og gera
þeim kleift að taka skref til fjárhags-
legs sjálfstæðis. En auðvitað eru þeir
til sem finna því allt til foráttu.
Eftir Óla Björn
Kárason » Það væri a.m.k.
dálítið sætt ef það
tækist að gera alla Ís-
lendinga að kapítalist-
um og gera þeim kleift
að taka skref til fjár-
hagslegs sjálfstæðis.
Óli Björn Kárason
Höfundur er varaþingmaður
Sjálfstæðisflokksins.
Að éta banka og eiga hann