Morgunblaðið - 25.11.2015, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 25.11.2015, Blaðsíða 21
UMRÆÐAN 21 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. NÓVEMBER 2015 Um þessar mundir fer fram á Alþingi af- greiðsla og umræða um svokallað áfeng- isfrumvarp eða spurn- inguna um það, hvort leyfa eigi sölu áfengis í kjörbúðum, sem mér finnst arfavitlaust frumvarp út af fyrir sig. Það vekur athygli flestra, að frummæl- andi þessa frumvarps er fyrrverandi lögregluþjónn, sem mér hefur verið tjáð, að sé líka bind- indismaður. Það er eins gott, að hann sé ekki templari, því að þá væri hann búinn að brjóta helstu grund- vallarreglu hreyfingarinnar, sem mér hefur raunar alltaf fundist eiga við alla sanna bindindismenn yfir- leitt, en þar segir, að enginn megi nokkru sinni bjóða fólki áfenga drykki, útvega þeim slíkar veigar eða láta þær liggja nokkurs staðar á lausu fólki til freistingar, hvað þá hvetja til slíkrar drykkju. Það myndi verða, ef áfengi ætti að selja í kjör- búðum almennt. Í blaðaviðtali um daginn fannst mér rökin fyrir flutn- ingi frumvarpsins líka vera heldur léleg og illa ígrunduð af hálfu þing- mannsins. Ég er samt ekki síst að hugsa um unga fólk- ið okkar. Hver á að fylgjast með því eða hindra, að börn og ung- lingar undir lögaldri kaupi áfengi, ef það verður selt í kjörbúð- unum? Eru flutnings- menn frumvarpsins vissir um, að foreldrar vilji hafa þetta á svo al- mennum markaði, þar sem enginn getur fylgst með, hvort ólögráða ungmenni kaupi áfengi, jafnvel í tíma eða ótíma? Finnst flutnings- mönnunum, lögregluþjóninum þó sérstaklega, ástandið í þessum mál- um vera svo björgulegt hér á landi í dag, að ástæða sé til að leyfa sölu áfengra drykkja í kjörbúðum al- mennt? Ég hélt ekki, og þykir merkilegt, ef frummælandinn hefur aldrei þurft á sinni lögreglutíð að hirða upp illa drukkið fólk, og það, sem sorglegast er, drukkna ung- linga, úr götunni, sem jafnvel hafa fengið sér önnur verri fíkniefni, og vill verða framhaldið á annarri neyslu í dag, og einhverjir vilja helst lögleiða líka? Eða hefur þessi bjart- sýni lögregluþjónn aldrei verið kall- aður þar í hús, sem ofbeldi og ólæti hafa verið höfð í frammi út af neyslu áfengra drykkja og annarra fíkni- efna? Það þætti mér undarlegt. Þegar ég var að alast upp hérna í Vesturbænum, þá var í nágrenni bernskuheimilis míns svokallaður Melabraggi, sem Eggert Þór heitinn kallaði Melahús í bók sinni. Þar var misjafn sauður í mörgu fé, eins og verða vill, en töluverður drykkju- skapur, sem fylgdi ofbeldi, svo að lögreglan var oftar en ekki kölluð til, og hefði raunar getað haft bækistöð fyrir utan braggann, svo oft sem kvað að þessu. Þar sem enginn sími var lengi vel í bragganum, þá urðum við nágrannarnir mjög oft fyrir ónæði af íbúunum, þegar þurfti ann- aðhvort að hringja á lækni eða lög- reglu. Það er greypt í minni mitt og hefur fylgt mér alla tíð, þegar bless- aðar konur drykkjumannanna komu yfir til okkar illa útleiknar eftir ölóða og ofbeldisfulla eiginmenn sína, stundum með skælandi krakka með sér, til að hringja á lögregluna, og gættu þess jafnan að loka dyrunum á eftir sér, svo að mennirnir kæmu ekki á eftir þeim og yfirleitt biðu þær þar, sem þær voru komnar, og þorðu ekki að fara aftur út úr húsi, fyrr en lögreglan var mætt á stað- inn. Þá var ekki spurt að því, hver ætti að fara af heimilinu, því að jafn- an var sá drukkni settur út í bíl og fluttur á brott. Þegar maður átti svo leið framhjá bragganum í Hagabúð- ina, þá heyrðust undantekningarlítið rifrildislæti, ofbeldi og hávaði frá bragganum, meðan börnin sátu hrædd, grátandi og fáklædd í gluggasyllunum, og það nánast dag- lega. Þetta gerði okkur börnin í ná- grenninu í flestum tilfellum að bind- indisfólki. Skyldi engan undra. Ég hef líka oft hugsað til þess síðan, að sjálfsagt hefðu blessaðar konurnar oft gist Kvennaathvarfið, hefði það verið til á þeim tíma. Hitt er ég nokkuð viss um, að hefði þessi ungi þingmaður og lögregluþjónn verið uppi á þessum tíma og verið æ ofan í æ kallaður út til að hirða ofbeldis- fulla drykkjumenn af heimilum sín- um, þá efast ég um, að hann hefði haft uppburði í sér til að flytja það Bakkusarfrumvarp, sem liggur nú fyrir þinginu, eða mælt því bót á nokkurn hátt, hvað þá talað um frelsi í þessu sambandi. Enginn, sem hefur nokkru sinni séð slíka eymd, hefði farið að mæla fyrir afnámi Áfengisverslunar ríkisins né al- mennri áfengissölu í kjörbúðum með góðri samvisku. Ég spyr enn, hver ætti að hafa vit fyrir börnunum þar eða eftirliti með því, hvort þau keyptu slíka drykki? Það er ekki hægt að ætlast til þess, að þau geti haft vit fyrir sér sjálf í þeim efnum. Það ætti hver einasti maður að vita. Að tala um frelsi einstaklingsins og forræðishyggju á þessu sviði er líka út í hött, og kemur málinu ekkert við. Þar sem sífellt er verið að tala um þjóðaratkvæðagreiðslur á þessum tímum, þá skal á það bent, að þetta mál væri upplagt að setja í þjóðar- atkvæðagreiðslu og ég hvet til þess. Að öðrum kosti vona ég, að þing- menn hafi vit á að fella þetta kolvit- lausa frumvarp og láti það ekki sjást meira í þinginu. Bakkusarfrumvarpið á Alþingi Eftir Guðbjörgu Snót Jónsdóttur » Vona ég, að þing- menn hafi vit á að fella þetta kolvitlausa frumvarp. Guðbjörg Snót Jónsdóttir Höfundur er guðfræðingur og gamall templari. Í ágúst síðastliðnum kallaði ég eftir því á þessum vettvangi að Guðni Ágústsson, formaður Orðunefndar, stæði við loforð sitt til þjóðarinnar frá í mars sl. um að á næsta fundi yrði skorið úr um hæfi orðuþega sem hlotið hafði þungan fangelsis- dóm til áframhaldandi stórriddara- krossburðar. Engra lífsmarka hefur orðið vart hjá Guðna. Gefin loforð aldrei efnd. Iðkar hefð og vana. Áfram sefur orðunefnd. Ekkert vekur hana. Enn geta því stríðaldir og rauð- vínslegnir gestir ríkisins á Kvía- bryggju þeyst á hestaleigugæð- ingum um hérað með glitrandi heiðursmerki í barminum. Því finnst mér orðið tímabært að fjölmiðlafólk gangi í málið og upplýsi meðal annars hverjir fleiri en Guðni skipa umrædda nefnd og hvað þeir fái í þóknun fyrir vel unnin störf. Nú mun Guðni raunar stokkinn úr landi til Kanarí og undrar það mig ekki. Þá sómanum er siglt í strand og sessið aðeins flórinn yfirgefur Ísa land orðunefndarstjórinn. Indriði á Skjaldfönn. Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is Guðni landflótta? Í október sl. áttum við efnaverkfræð- ingar, sem hófum nám 1961 við Tækniháskól- ann í Þrándheimi, 50 ára útskriftarafmæli. Er við hófum nám voru um 2000 nemar í tæknifögum en áætl- aðir 15-17000 í dag. Þetta var tveggja daga dagskrá með heimsókn til skólans, fyrirlestrum og svo kynningu og skoðun á fyrsta þró- unarverkefni í sambandi við olíu- og gasvinnslu á botni Norðursjávar sem var áhugavert fyrir ýmsar sakir. Er samið var um leyfi til Esso 1979 til að vinna hráeldsneyti úr botni Norður- sjávar var samið um að ekki minna en helmingur rannsókna og þróunar vegna þessa hjá Esso færi fram í Nor- egi. Fyrsta verkefnið var að geta dælt olíu og gasi ásamt söltum sjó og sandi í stálrörum langar leiðir á botni sjávar til núverandi borpalla eða í land og að- skilja, verkefni sem varð svo samvinna olíuiðnaðarins og noskra rannsókna- stofnana. Þetta tókst og er gasi og olíu dælt um sömu lögn langar fjarlægðir (t.d. 140 km). Þetta er notað um allan heim í dag og nefnist margfasaflutn- ingur við háan þrýsting og nú þarf mun færri olíuborpalla vegna þessa. Í fyrirlestri um þetta var fullyrt að þetta hafi verið byrjunin á norska olíu- sjóðnum en ákveðinn hluti fjárfest- ingar eða ágóða allrar starfsemi varð- andi olíu- og gasvinnsluna var frá byrjun settur í sérstakan sjóð ætlaðan komandi kynslóðum m.m. Byggð var tilraunaverksmiðja í næstum fullri stærð í Tiller sunnan við Þrándheim með 1.000 m langri röralögn, loft- þjöppum, 58 m steinsteyptum turni til aðskilnaðar, tölvuhúsi og geymslu- geymum og kostaði þá uppkomið 80 mNOK. Nú eru rúm 25 ár síðan þessu til- raunaverkefni lauk. Þessi tækni gerir unnt að nýta svæði þar sem mikið vatn kemur með hráolíunni og gasinu, oft saltara en sjórinn ofan við hafsbotninn. Fasarnir eru svo aðskildir á endastöð- inni eða borpalli. Þetta er gott dæmi um rannsóknir sem margborguðu sig og er ávinningurinn talinn vera jafn- virði kostnaðar allra rannsókna í Nor- egi í 20 ár! Segi menn svo að rann- sóknir og þróun borgi sig ekki. Olíuvinnsla Norðmanna hófst 9. janúar 1971 á Eko- fisksvæðinu. Rannsókna- stofa til að þróa fleirfasa- dælinu hóf rekstur í janúar 1983. Þessi dæling er tölvu- stýrð, því þessi fluningur er vandasamur og erfitt ef stíflast. Það voru IFE og SINTEF sem þróuðu stýr- inguna. Þetta yrði vænt- anlega sú tækni sem notuð yrði á Drekasvæðinu ef til kæmi; meira öryggi og um- hverfivernd, minni kostn- aður en með borpöllum enda allt neð- ansjávar. Áhugi minn á að segja frá þessu er m.a. vegna þess að ég sá um hjá ISAL 1979-1982 að kaupa inn (um 200 pant- anir) og þróa keimlíkan fasaflutnings- búnað og setja upp í samvinnu við ALESA verkfræðiþjónustu, ekki þriggja fasa flutning heldur tveggja fasa flutning á súráli með þrýstilofti, líkt og vatn í röri til keranna. Þetta var líklega fyrsta kerfið í heiminum sett í heilt álver. Eitt stórt vandamál var að á allar beygjur á rörunum, sem voru margar, mynduðust fljótt göt þrátt fyrir ýmsar lausnir. Súrál er með hörðustu efnum og slípaði sig í gegn- um stálið. Ég leysti þetta vandamál al- gjörlega í eitt skipti fyrir öll með því að setja kúlu eða kút milli röra sem breyttu um stefnu. Þetta kerfi varð upp frá því ein aðalsöluvara ALESA til álvera um allan heim og losaði þau við rykvandmálið við flutning á fín- gerðu súrálinu. Loftið var svo skilið frá á endastöðunum. Að sjálfsögðu var þessi þéttflæði-flutningur tölvustýrð- ur líkt og í olíunni en mun einfaldari enda mun styttri vegalengdir Um röraflutning fleiri fasa í einu og aðskilnað þeirra Eftir Pálma Stefánsson »Um röraflutning tveggja og þriggja fasa í sama röri, ann- arsvegar í álverum og hins vegar á hafsbotni olíuvinnslusvæða. Pálmi Stefánsson Höfundur er efnaverkfræðingur. Í nærfellt fjögur ár hefur staðið yfir end- urskoðun á ýmsum ákvæðum almanna- trygginga . Sér- staklega hefur verið fjallað um breytingar hvað varðar lífeyri aldraðra og öryrkja, sveigjanleg starfslok, hækkun starfsaldurs, minnkandi skerð- ingar, einföldun á kerfinu og upptöku starfsgetumats í stað örorkumats. Þetta er ekki fyrsta nefndin sem um það fjallar. Á undan þessari starfaði nefnd undir forystu Stefáns Ólafssonar. Ýmsar tillögur sem Stefáns- nefndin lagði til komust í fram- kvæmd á árunum 2007-2008. Árið 2011 var sett á fót ný nefnd undir forystu Árna Gunnarssonar fv. al- þingismanns. Sú nefnd skilaði til- lögum að einföldun ellilífeyris al- mannatrygginga í september 2012, sem taka skyldi gildi í áföngum á fjórum árum. Þar átti að sameina nokkra bótaflokka lífeyristrygg- inga hjá Tryggingarstofnun, minnka skerðingar í áföngum í 45%, þar sem sumir bótaflokkar hafa 100% skerðingu gagnvart öll- um tekjum eins og framfærslu- uppbótin. Skemmst er frá því að segja að þessar tillögur lágu í hálft ár í skoðun í fjármálaráðu- neytinu, sem tætti þær í sundur, sem allt of kostnaðarsamar fyrir ríkissjóð. Guðbjartur Hannesson, þáverandi velferðarráðherra, sem nýlega er látinn, lagði þó fram frumvarp með þessum breytingum í byrjun mars 2013. En þar sem aðeins vika var þá til þingslita vegna alþingiskosninga var ekkert meira gert með það frumvarp en að kynna það, enda of seint fram komið. Í nóvember 2013 var enn skipuð ný nefnd sem falið var að koma með tillögur um þessi sömu mál og skyldi hún nýta vinnu fyrri nefndar. Pétur Blöndal alþing- ismaður sem nú er látinn var skip- aður formaður nefndarinnar. Vegna veikinda hans var starfið nokkuð stopult. Eftir lát Péturs sl. sumar tók Þorsteinn Sæmundsson alþingismaður við for- mennsku í nefndinni og hafa verið haldnir þó nokkrir fundir síð- an. Alls eru fundir í Pétursnefnd orðnir 38 fyrir utan 10 undir- nefndafundi, og a.m.k. annað eins í Árna- nefndinni. Stefnt var að því að nefndin lyki störfum fyrir haustið eða fyrir þingsetningu nú í haust. Í 20 manna nefnd er ekki hægt að búast við að samstaða sé um öll atriði, en menn leggja þá fram bókun um það sem út af stendur, og reyna að hafa áhrif með þeim hætti við afgreiðslu málsins. Er e.t.v. komin upp sama staða og áð- ur? Á ekki að leggja þær tillögur sem samstaða er um fyrir Alþingi? Kosta þær of mikið fyrir ríkissjóð? Á þessi fjögurra ára vinna 20 manns að lenda ofan í skúffu? Nefndin þarf að fara að skila sinni skýrslu, og leggja hana fyrir ráð- herra, sem lætur þá vinna frum- varp fyrir Alþingi. Ekki er nóg að ráðherrar vitni sífellt til þess þeg- ar spurt er um hækkun ellilífeyris að nefnd sé að störfum. Auk þess er ekki verið að taka á prósentu- hækkun lífeyris í þessari nefnd, heldur er hér um kerfisbreytingu að ræða. Þetta var eitt stærsta mál Péturs Blöndal. Ætlar Sjálf- stæðisflokkurinn ekki að heiðra minningu Péturs Blöndal með því að ljúka þessu ætlunarverki hans? Seinni hluti kjörtímabilsins er haf- inn. Komi frumvarpið ekki fram fyrir áramót, er eins víst að það nái ekki afgreiðslu á þessu kjör- tímabili. Verði svo eru menn varla fúsir að gefa áfram tíma sinn í slíka vinnu. Áskorun til Alþingis Eftir Jónu Valgerði Kristjánsdóttur Jóna Valgerður Kristjánsdóttir »Ekki er nóg að ráð- herrar vitni sífellt til þess þegar spurt er um hækkun ellilífeyris að nefnd sé að störfum. Höfundur er fulltrtúi Lands- sambands eldri borgara í Endurskoð- unarnefnd almannatrygginga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.