Morgunblaðið - 25.11.2015, Side 32

Morgunblaðið - 25.11.2015, Side 32
32 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. NÓVEMBER 2015 Hönnunarverðlaun Íslands voru af- hent á Kjarvalsstöðum í gær, eftir að málþingi um tækifæri í hönnun og framleiðslu lauk þar. Sýningin Eld- heimar – gosminjasýning í Vest- mannaeyjum hlaut Hönnunarverð- laun Íslands að þessu sinni. Hún er verk Axels Hallkels Jóhannessonar sýningarhönnuðar, Gagarín, sem hannaði gagnvirka sýningarhluta, arkitektsins Margrétar Kristínar Gunnarsdóttur og Lilju Kristínar Ólafsdóttur landslagsarkitekts. Í umsögn dómnefndar um verð- launaverkefnið segir: „Sýningin miðlar einstökum atburði í nátt- úrusögu Íslands með framúrskar- andi hætti. Sýningin er til vitnis um hugmyndaríkar og vel útfærðar leið- ir til að ná til gesta með öflugum sjónrænum og gagnvirkum hætti. Verkefnið er einstaklega metn- aðarfullt og gildi þess ótvírætt þegar litið er til þverfaglegs samstarfs hönnuða og arkitekta.“ Verðlaunaféð nemur einni milljón króna. Össur besta fjárfestingin Þá hlaut stoðtækjafyrirtækið Öss- ur viðurkenningu sem kallast „Besta fjárfesting í hönnun 2015“. Er þetta í fyrsta skipti sem þessi viðurkenn- ing er veitt en hana hlýtur fyrirtæki sem hefur hönnun eða arkitektúr að leiðarljósi frá upphafi verka til að auka verðmætasköpun og sam- keppnishæfi. Í upplýsingum frá Hönnunarmiðstöð segir að fyrirtæk- inu hafi tekist að brúa bilið milli hönnunar, vísinda og rótgróinnar framleiðslu með fyrirmyndar- árangri. „Össur hefur allt frá stofnun árið 1971 lagt áherslu á, fjárfest í og skil- greint hönnun sem einn af megin- þáttum þróunarferlisins. Þá hefur fyrirtækið með gildum sínum hvatt starfsfólk sitt til að keppa stöðugt að framförum, bjóða óskrifuðum reglum birginn og taka meðvitaða áhættu. Árangurinn er óumdeildur og fyrirtækinu ítrekað tekist að koma tímamótahönnun á markað sem gjörbreytt hefur lífsgæðum við- skiptavina þess,“ segir í tilkynningu um viðurkenninguna. Ólík verkefni tilnefnd Auk verðlaunaverkefnisins, Eld- heimar – gosminjasýning í Vest- mannaeyjum, voru fjögur önnur hönnunarverkefni tilnefnd til verð- launanna í ár. Það eru „Allt til eilífð- ar“, landslagsverk við Garðakirkju á Álftanesi sem varð til fyrir tilstuðlan foreldra Guðrúnar Jónsdóttur, sem lést sviplega árið 2006. Það er hann- að af Studio Granda arkitektum og unnið í samstarfi við Kristin E. Hrafnsson myndlistarmann. Þá er fatahönnun Anítu Hirlekar tilnefnd en hún er sögð einkennast af sterkum litasamsetningum og handbróderuðum textíl. Innblástur sé fenginn úr óreiðukenndu flæði lita á bakhlið útsaums og er fatnaðurinn með handsaumuðum línum og hang- andi marglitum þráðum sem þekja yfirborð efnisins eins og kraftmiklar pensilstrokur. Þriðja verkefnið er „Íslenski fán- inn“, verk grafíska hönnuðarins Harðar Lárussonar. Verkefnið telur meðal annars bók þar sem gömlu fánatillögurnar eru teiknaðar upp, leiðarvísi með umgengnisreglum um íslenska þjóðfánann, sýningu og við- burð á HönnunarMars og samstarf við forsætisráðuneytið í skilgrein- ingu prent- og skjálita fánans. Loks byggist „Primitiva“, verk Katrínar Ólínu Pétursdóttur, á þró- un þrívíðs formheims. Verkið er safn fjörutíu verndargripa úr bronsi sem byggjast á þrívíddarprentun. Morgunblaðið/Eggert Kjarvalsstaðir Hönnunarverðlaun Íslands veitt, á myndinni eru: Hringur Hafsteinsson, Axel Hrafnkell Jóhannesson, Margrét Kristín Gunnarsdóttir, Lilja Kristín Ólafsdóttir hjá Eldheimum og Þorvaldur Ingvason frá Össuri. Rótað í öskunni Þessar þrjár stúlkur skoða öskuna í Eldheimum, gosminjasýningunni í Vestmannaeyjum, og þykir það fróðlegt. Gosminja- sýningin hlaut verðlaunin  Hönnunarverðlaun Íslands afhent Þegar hrottaleg morð benda til að raðmorðingi gangi laus ákveður rannsóknarlögreglumaðurinn Joe Merriweather að kalla til sjáand- ann og fyrrverandi lögreglumanninn John Clancy. IMDb 6,5/10 Sambíóin Álfabakka 17.40, 17.40, 20.00, 20.00, 22.20, 22.20, Sambíóin Egilshöll 17.40, 20.00, 22.20, Sambíóin Kringlunni 20.00, 22.20 Sambíóin Akureyri 20.00, 22.20 Sambíóin Keflavík 22.00 Solace The Last Witch Hunter 12 Vin Diesel fer með hlutverk Kaulder, aldagamals víga- manns sem drap norna- drottninguna á miðöldum. Metacritic 36/100 IMDB 6,7/10 Sb. Álfabakka 17.30, 22.10 Sb. Egilshöll 17.40, 20.00 Sb. Akureyri 20.00 Steve Jobs Opinská mynd um snillinginn Steve Jobs, stofnanda Apple og frumkvöðul stafrænu byltingarinnar. Metacritic 82/100 IMDb 7,7/10 Sambíóin Álfabakka 20.00, 22.40 Sambíóin Akureyri 22.20 Smárabíó 20.00 Scouts Guide to the Zombie Apocalypse 16 Þrír skátar, á lokakvöldi úti legunnar, uppgötva gildi sannrar vináttu þegar þeir reyna að bjarga bænum sín- um frá uppvakningafaraldri. IMDb 5,9/10 Sambíóin Álfabakka 20.00, Pan Munaðarleysingi ferðast til Hvergilands og uppgötvar ör- lög sín, að verða hetjan Pétur Pan. Bönnuð yngri en 7 ára. Metacritic 36/100 IMDb 6,0/10 Sambíóin Álfabakka 17.30, 17.30, 20.00 Sambíóin Egilshöll 17.30 Sambíóin Akureyri 17.30 Everest 12 Morgunblaðið bbbbm Metacritic 66/100 IMDb 7,7/10 Sambíóin Álfabakka 17.30, 20.00, 22.40 Klovn Forever 14 Casper flytur til Los Angeles til að eltast við frekari frægð og frama. Frank er ákveðinn í að vinna vináttu hans á ný og eltir hann til LA. Morgunblaðið bbbbn IMDb 6,9/10 Háskólabíó 20.00, 22.20 Burnt 12 Kokkurinn Adam Jones er einn af villingum Parísar- borgar og skeytir ekki um neitt nema spennuna við að skapa nýjar bragðsprengjur. Metacritic 38/100 IMDb 6,9/10 Háskólabíó 17.30 Legend 16 Metacritic 59/100 IMDb 7,5/10 Sambíóin Álfabakka 22.40 The Martian 12 Morgunblaðið bbbbn Metacritic 74/100 IMDB 8,6/10 Smárabíó 22.40 Lulu Tónlistarstjórinn James Le- vine stýrir nýrri uppfærslu margrómaða listamannsins og leikstjórans Williams Kentridge, sem töfrar fram einstaka sýn á óperu Bergs. Sambíóin Kringlunni 18.00 Hanaslagur Tótó er ungur hani á búgarði sem dreymir um að verða stór og sterkur bardagahani. IMDb 6,0/10 Laugarásbíó 16.50 Smárabíó 15.30 Borgarbíó Akureyri 18.00 Hotel Transylvania 2 IMDB 7,7/10 Smárabíó 15.30, 17.45 Þrestir 12 Háskólabíó 17.30 Bíó Paradís 22.00 Stúlkurnar á Kleppjárnsreykjum Bíó Paradís 18.00 Glænýja testamentið Morgunblaðið bbbbn Myndin er ekki við hæfi yngri en 9 ára. Bíó Paradís 22.00 The Program Metacritic 61/100 IMDb 6,6/10 Bíó Paradís 20.00, 22.00 Macbeth Bíó Paradís 17.45 Valley of Love Isabelle og Gérard hittast á sérkennilegum forsendum í Dauðadal Kaliforníuríkis. IMDb 6,1/10 Bíó Paradís 20.00 Bönnuð innan 18 ára Fúsi Bíó Paradís 20.00 Hrútar 12 Morgunblaðið bbbbm Metacritic 83/100 IMDB 8,2/10 Bíó Paradís 20.00 Dheepan 12 Metacritic 78/100 IMDB 7,1/10 Bíó Paradís 17.45 Upplýsingar og ábendingar sendist á netfangið bio@mbl.is Kvikmyndir bíóhúsanna Katniss Everdeen er nú orðin leiðtogi uppreisnarinnar gegn Kapítól, þó að hún viti enn ekki alveg hverjum á að treysta fullkomlega. Metacritic 75/100 IMDB 7,4/10 Laugarásbíó 17.00, 19.00, 20.00, 22.00 Smárabíó 16.00, 17.00, 17.00, 20.00, 20.00, 21.00, 22.50, 22.50 Háskólabíó 18.00, 20.00, 21.00 Sambíóin Keflavík 19.00, 22.00 Borgarbíó Akureyri 17.40, 20.00, 22.40 The Hunger Games: Mockingjay 2 12 James Bond, uppgötvar dulkóðuð skilaboð úr fortíð sinni sem leiða hann á slóð Spectre. Morgnblaðið bbbbn Metacritic 63/100 IMDb 7,5/10 Laugarásbíó 18.00, 21.00 Sambíóin Egilshöll 18.00, 20.00, 21.00, 22.10 Sambíóin Kringlunni 17.20, 20.30, 22.20 Sambíóin Keflavík 19.00 Smárabíó 18.00, 20.00, 23.00 Háskólabíó 18.00, 21.00 Borgarbíó Akureyri 20.00, 22.40 SPECTRE 12

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.