Morgunblaðið - 25.11.2015, Síða 27

Morgunblaðið - 25.11.2015, Síða 27
ÍSLENDINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. NÓVEMBER 2015 undirbúning að Fljótsdalsvirkjun. Þegar áform um byggingu álvers á Keilisnesi, ásamt byggingu Fljóts- dalsvirkjunar og lagningu háspennu yfir Sprengisand, voru lögð til hliðar árið 1993 fékk Páll tímabundið orlof hjá Landsvirkjun. Fór hann þá til starfa sem ráðgjafi fyrir Kamphil í Kaupmannahöfn við hafnarfram- kvæmdir í Dar es Salaam í Tansaníu í Austur-Afríku. Árið 1994 réð hann sig til Harza Eng. Co. Int. í Chicago sem stjórnunar- og tækilegan ráð- gjafa við byggingu Tian Huan Ping, 1800 MW dæluvirkjunar í Austur- Kína og stjórnaði þar átta manna al- þjóðlegum sérfræðingahópi. Frá 1997 var Páll sérstakur ráðgjafi Landsvirkjunar, m.a við byggingu Vatnsfellsvirkjunar og undirbúning Kárahnjúkavirkjunar. Við starfslok hjá Landsvirkjun ár- ið 2000 stofnaði Páll ásamt tveimur öðrum verkfræðingum ráðgjafa- fyrirtækið ProFiTec ehf. Fyrirtækið vann m.a. við framkvæmdaeftirlit 2003-2005 við byggingu Kára- hnjúkavirkjunar fyrir verkfræði- samsteypuna Káraborg. Páll seldi ProFiTec ehf. 2012. Páll var virkur á sínu starfssviði, var 1984-1996 formaður Íslensku landsnefndarinnar fyrir stórar stífl- ur, ISCOLD, og sótti þá ráðstefnur og ársfundi alþjóðasamtakanna ICOLD (International Commission for Large Dams) víða um heim og ritaði fjölmargar greinar í ársrit samtakanna. Árið 1988 sáu dönsku og íslensku landsnefndirnar um árs- fund ICOLD í Kaupmannahöfn ásamt kynnisferðum til Íslands. Ís- lenska nefndin gaf þá út bókina Energy Resources and Dams in Iceland og var Páll formaður rit- nefndar. Páll var í ráðstefnunefnd VFÍ 1992 um Natural Disasters í til- efni af 80 ára afmæli VFÍ. Hann var stofnandi og formaður íslensku nefndarinnar fyrir Dispute Review Board Forum 1996-2012, en þessi al- þjóðasamtök beita sér fyrir sérstakri aðferðafræði við lausn deilumála við stórar og alþjóðlegar framkvæmdir. Sú aðferðafræði var m.a. notuð við byggingu Kárahnjúkavirkjunar og skrifaði Páll grein í rit samtakanna, DRBF Forum, um farsæla lausn deilumálanna. Áhugamál Áhugamál Páls hafa verið útivist, gönguferðir, skíði, golf og ferðalög, innanlands og utan. Hann hefur farið margar skíða- og golfferðir til út- landa, er einn af stofnfélögum klúbbsins Rotary Miðborg 1994 og sat þar í stjórn, er í stjórn sjálfstæð- isfélags Laugarness, hlaut gullmerki Verkfræðingafélags Íslands 2011 fyrir fjölbreytt verkfræðistörf og er félagi í bandarísku verkfræði- samtökunum ASCE. Fjölskyldan Páll kvæntist 26.3. 1962 Þuríði Jónu Guðjónsdóttur, f. 2.2. 1936, fyrrv. stjórnarráðsfulltrúa. For- eldrar hennar voru Matthea Jóns- dóttir, f. 1.9. 1908, d. 5.9. 1978, og Guðjón Guðbjörnsson, f. 4.5. 1897, d. 8.1. 1976, skipstjóri. Börn Páls og Þuríðar eru Ólafur Steinn, f. 26.8. 1962, doktor í klín- ískri sálarfræði og prófessor við Læknaháskólann í Chapel Hill í Norður-Karólínu í Bandaríkjunum en kona hans er Marcia Walker; Helga Rún, f. 29.6. 1964, klæðskeri og búningahönnuður, starfar hjá fyr- irtækinu Össuri ehf. en maki hennar er Alfreð Sturla Böðvarsson, heim- spekingur og ljósahönnuður og eru börn þeirra eru Andri Páll, f. 29.9. 1995 og Atli Geir, f. 29.2. 2000; Matt- hías Geir, f. 31.5. 1966, doktor í lög- fræði frá European University í Flórens á Ítalíu, starfar í utanrík- isráðuneytinu en kona hans er Berg- lind Ingadóttir og eru börn þeirra Matthea Katrín, f. 9.1. 2010 og María Rún, f. 13.7. 2012. Systur Páls eru Sigríður, f. 25.8. 1934, húsfreyja, og Helga, f. 23.1. 1940, hjúkrunarfræðingur. Foreldrar Páls voru Ólafur Páls- son, f. 16.10. 1898, d. 23.1. 1981, sundkennari, og Jústa Sigurðar- dóttir f. 19.7. 1902, d. 23.8. 1995, hús- freyja. Úr frændgarði Páls Ólafssonar Páll Ólafsson Sigríður Steingrímsdóttir húsfreyja á Fossi Pétur Jónsson bóndi á Fossi á Síðu Sigurður Pétursson b. á Hörgslandi og í Árnanesi og landpóstur Sigríður Steingrímsdóttir húsfr. á Hörgslandi og í Árnanesi Jústa Sigurðardóttir húsfreyja í Rvík Þórunn Eiríksdóttir húsfr. í Heiðarseli og á Fossi Erlingur Pálsson yfirlögreglu- þjónn og sundkappi í Rvík Jón Pálsson sundkennari við Sundhöll Rvíkur Erlingur Þorsteinsson háls-, nef- og eyrnalæknir Svanhildur Þorsteinsdóttir húsfr. og skáldkona í Rvík Þorsteinn Sæmunds- son stjörnufræðingur Steingrímur Jónsson b. og silfursmiður í Heiðarseli og á Fossi á Síðu Ólöf Steingrímsdóttir húsfr. á Árhrauni og í Rvík Páll Erlingsson b. á Árhrauni á Skeiðum og frumkvöðull að sundiðkun í Rvík Ólafur Pálsson sundkennari í Rvík Þuríður Jónsdóttir húsfreyja Erlingur Pálsson b. í Stóru-Mörk undir Eyjafj., Sámsstöðum í Fljóts- hlíð og Árhrauni á Skeiðum, af ætt Páls skálda Þorsteinn Erlingsson skáld Hallgrímur fæddist í Reykja-vík 24.11. 1905, sonur Stef-aníu Magnúsdóttur og Björns Hallgrímssonar, skipstjóra, síðar verslunar- og útvegsmanns í Keflavík. Hallgrímur tók gagn- fræðapróf frá Flensborg, stúdenst- próf frá MR 1926, læknapróf frá HÍ 1932 og stundaði framhaldsnám í Kaupmannahöfn í eitt ár og í Winni- peg og Boston 1944-46. Hallgrímur var kandidat á Land- spítalanum og læknir á Patreksfirði 1933-34, en læknir á Akranesi 1934- 75. Hann kvæntist mikilli mann- kostakonu, Helgu Haraldsdóttur, Böðvarssonar árið 1939; en þau ólu upp tvo syni, Hallgrím, fyrrv. fast- eignasala og Gísla Kvaran, múrara- meistara. Helga sem lést 1971. Um Hallgím sagði vinur hans Júl- íus Þórðarson m.a. í minningargrein: „Þegar Hallgrímur hóf störf hér á Akranesi kom hann að „tómum kof- anum“ hvað lækningaaðstöðu varð- aði, – ekkert sjúkraskýli, ekkert apótek, nema hjá hinum vel metna héraðslækni Ólafi Finsen. Þeir Ólaf- ur og Hallgrímur urðu miklir vinir og samstarfsmenn, en Ólafur hætti þremur árum eftir komu Hallgríms. Á þessum árum átti Hallgrímur oft erfiða daga sem starfandi læknir á lækningastofu sinni og einnig sem heimilislæknir. Stundum voru 2-3 konur að fæða börn í heimahúsum á sama tíma og hann varð að annast þær allar. Þá gerði hann einnig að beinbrotum á heimilunum við mis- jafnar aðstæður. Allt gekk þetta vel og gæfusamlega. [ ] Einnig sinnti hann sveitunum sunnan Skarðs- heiðar að miklu leyti. Þegar Sjúkra- hús Akraness tók til starfa árið 1952 aðstoðaði Hallgrímur við skurð- aðgerðir á morgnana og fór svo á læknisstofu sína eftir hádegi til starfa og síðar í sjúkravitjanir seinni hluta dagsins. Þetta var langur starfsdagur en hann var fyrst og fremst „heimilislæknir“ í nánu per- sónulegu sambandi við bæjarbúa sem dáðu hann og virtu, vegna þess að hann var bæði góður læknir og mikill mannkostamaður. Akurnes- ingar standa því í mikilli þakk- arskuld við Hallgrím Björnsson“. Hallgrímur lést 28.11. 1978. Merkir Íslendingar Hallgrímur Björnsson 85 ára Jóhann Líndal Jóhannsson Sigrún Hulda Magnúsdóttir 80 ára Elías Hilmar Árnason Guðbjörg Ágústa Björnsdóttir Halla Aðalsteinsdóttir Hildur Karlsdóttir 75 ára Ingibjörg Hafliðadóttir Ólöf Hallgrímsdóttir Styrmir Gunnarsson 70 ára Einar Ólafsson Halldóra Guðjónsdóttir Halldóra Helgadóttir Kristinn Hilmar Gíslason Sigurður Þórðarson Sveinbjörg Rut Helgadóttir 60 ára Aðalsteinn Aðalsteinsson Edward Daniel Zielinski Germana Ticong Ligan Ingvar Sigurjón Þorvaldsson Jóna Myrtle Ryan Sigurbergur Olsen Sigurgeir Ingimundarson Sigurlaug Guðmundsdóttir Svanfríður Halla Grímsdóttir Thor Ólafur Hallgrímsson 50 ára Arna Guðmundsdóttir Benedikt G. Benediktsson Bjarnþór Sigmarsson Einar Magni Jónsson Elín Helena Bjarnadóttir Erla Lúðvíksdóttir Erna Lúðvíksdóttir Fanný B. Sveinbjörnsdóttir Guðbjörg Rut Þórisdóttir Regína Vilhjálmsdóttir Sigurjón Haraldsson Stefán Sveinsson Þórey Sigþórsdóttir 40 ára Arngerður María Árnadóttir Birna Stefánsdóttir Bjarni Bjarnason Davíð Örn Vignisson Guðrún Ragna Hreinsdóttir Heiða Óskarsdóttir Jóhannes Dagsson Mirela Simona Bobu Ólafur Grétar Pétursson Ríkharður Ólafur Ríkharðsson Robert Hilc Sigurbjörn Örn Hreiðarsson Úlla Þrastardóttir 30 ára Áki Jarl Láruson Bogi Haraldsson Daniel Kaczorowski Jón Þór Ásgrímsson Kolbrún Agnarsdóttir Kristín Elísabet Gunnarsdóttir Laufey Jensdóttir Ólafur Svavarsson Sigmann Þórðarson Særún Björg Karlsdóttir Til hamingju með daginn 30 ára Tinna ólst upp í Garðabæ, býr í Kópavogi og starfar við bókhald hjá Hreinsitækni. Maki: Ragnar Mar Sig- rúnarson, f. 1984, íþrótta- fræðingur. Dóttir: Maren Marsibil, f. 2014. Foreldrar: Rögnvaldur Guðmundsson, f. 1958, framkvæmdastjóri, og Laufey Sigurðardóttir, f. 1962, húsfreyja.Þau búa í Garðabæ. Tinna Rögnvaldsdóttir 30 ára Svahildur ólst upp á Hauganesi, en er nú bú- sett í Reykjavík, lauk ML- prófi í lögfræði frá HA og starfar hjá VÍS. Systur: Jóhanna Sif Sig- þórsdóttir, f. 1981; Erla Rún Sigþórsdóttir, f. 1989, og María Björk Sig- þórsdóttir, f. 1992. Foreldrar: Sigríður Jó- hannsdóttir, f. 1965, og Sigþór Kjartansson, f. 1960. Þau búa á Ólafs- firði. Svanhildur Ýr Sigþórsdóttir 30 ára Birgir býr í Hafn- arfirði, lauk prófi í við- skiptafræði frá HÍ og starfar hjá Stálnausti. Maki: Anna Sigríður Strange, f. 1985, starfar hjá Iceland Travel. Sonur: Ernir Orri, f. 2014. Stjúpsonur: Patrekur Victor, f. 2008. Foreldrar: Þorsteinn Birgisson, f. 1964, og Sig- ríður Hjaltested, f. 1970, d. 1986. Birgir Þór Þorsteinsson Hægt er að senda mynd og texta af nýjum borgara eða brúðhjónum af slóðinni mbl.is/islendingar eða á netfangið islendingar@mbl.is Börn og brúðhjón Þú gerir ekki *samkvæmt dekkjaprófun haustið 2014 Ipike W419Winter i'cept Korna- dekk – Síðan 1941 – Smiðjuvegi 68-72, Kóp Hjallahrauni 4, Hfj Fitjabraut 12, Njarðvík Austurvegi 52, Selfossi Skútuvogi 2, Rvk Sími 568 3080 betri kaup! Áberandi gott skv. FÍB*

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.