Morgunblaðið - 25.11.2015, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 25.11.2015, Qupperneq 16
16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. NÓVEMBER 2015 -Viðhaldsfríir gluggar Hentar mjög vel íslenskri veðráttu Viðhaldsfríir sólskálar og svalalokanir Yfir 40 litir í boði! Smiðsbúð 10 • 210 Garðabær • Sími: 554 4300 • Fax: 564 1187 Við höfum framleitt viðhaldsfría glugga og hurðir í 30 ár Nánari upplýsingar á www.solskalar.is þjóðleg starfsemi félaganna vel sam- an sem skapar stærðarhagkvæmi og grundvöll fyrir áframhaldandi vöxt og arðsemi. Kaupin munu hafa í för með sér jafnari tekju- og hagnaðar- skiptingu milli iðnaða og markaðs- svæða. Í sameinuðu félagi er áætlað að kjötiðnaður muni skila um það bil 30% af tekjum og EBITDA Marels á ársgrundvelli.“ Spurður um áhrif vegna stærri markaðssvæða segir Árni að stærð- arhagkvæmni sameinaðs félags muni gera Marel kleift að vera með sterk- ari stöðu á fleiri mörkuðum. „Enn fremur mun viðskiptavinum og tæki- færum til að selja heildarlausnir til viðskiptavina fjölga.“ Marel sækir fram á kjötvinnslumarkaði  Fleiri tækifæri eftir kaup á MPS fyrir 54 milljarða króna Kjötmarkaður Kaupin á hollenska fyrirtækinu MPS styrkir Marel á kjöt- markaðnum og gefur því aukin tækifæri til sölu á tækjum og búnaði. MPS » Heildarkaupverð 382 millj- ónir evra sem jafngildir um 54 milljörðum króna. » Áætlaðar tekjur í ár eru 150 milljónir evra og áætlaður EBITDA-hagnaður 40 milljónir evra. » Um 670 starfsmenn vinna hjá fyrirtækinu. » Fyrirtækið er með yfir 5.000 verkefni í rúmlega 100 löndum. BAKSVIÐ Margrét Kr. Sigurðardóttir margret@mbl.is „Svína- og nautakjötsmarkaðirnir eru mjög spennandi þar sem neysl- an er meiri en á kjúklingi, en kjöt- vinnsla er mannfrekari sem gefur Marel tækifæri til að selja tæki til að auka sjálfvirkni og tækni í vinnsluferlinu öllu,“ segir Árni Sigurðsson, yfirmaður stefnumótun- ar og þróunar hjá Marel um kaup félagsins á MPS, hollenskum fram- leiðanda á kjötvinnslubúnaði sem til- kynnt var um í vikunni. Kaupverðið á fyrirtækinu er 382 milljónir evra sem jafngildir um 54 milljörðum króna. „Með kaupunum er Marel að ná góðri markaðsstöðu í kjöti,“ segir Árni. „MPS er alþjóðlegur leiðtogi í framleiðslu á búnaði fyrir fyrsta stig kjötvinnslu sem er sá hluti sem Marel var ekki með, en hlutinn pass- ar vel við frekari vinnslu í kjöti og hugbúnað þar sem Marel er með góða stöðu. Sameinað félag gerir Marel kleift að geta boðið viðskipta- vinum okkar heildarlausn í kjöt- vinnslu. Kaupin styrkja því stöðu Marels sem leiðandi framleiðanda á háþróuðum búnaði og kerfum til vinnslu á kjúklingi, kjöti og fiski og eru að fullu í samræmi við áður til- kynnta stefnu Marels um frekari vöxt og aukna arðsemi félagsins til frambúðar.“ Árni segir að Marel hafi haft það sem stefnu að bjóða heildarlausnir í kjöt-, fisk- og kjúklingavinnslu. „Kaupin á MPS er mikilvægt skref í að geta boðið heildarlausn í kjöti. Takmörkuð skörun er í vörulínu fé- laganna tveggja og þá passar al- Hagnaður Orkuveitu Reykjavíkur á fyrstu níu mánuðum þessa árs nam 3,1 milljarði króna. Þetta er heldur minni hagnaður en á fyrstu níu mán- uðum síðasta árs þegar hann var 7,9 milljarðar. Rekstrartekjur námu 28,8 millj- örðum króna og jukust frá fyrra ári þegar þær námu 27 milljörðum. Hagnaður fyrir afskriftir og fjár- magnsliði, EBITDA, var 18,2 millj- arðar króna sem jafnframt er aukn- ing á milli ára, en EBITDA var 17,8 milljarðar fyrstu níu mánuði síðasta árs. Eigið fé nam 102,6 milljörðum króna í lok tímabilsins og var eig- infjárhlutfall samstæðunnar 34,2%. Í tilkynningu frá Orkuveitu Reykjavíkur kemur fram að að- gerðaáætlun, sem hleypt var af stokkunum snemma árs 2011 og köll- uð er Planið, hafði í lok september skilað Orkuveitunni 53,2 milljörðum króna í bættri sjóðstöðu. Það sé 7,3 milljörðum króna umfram markmið tímabilsins. Heildarávinningur Plansins var fyrirfram áætlaður 51,3 milljarðar króna og var þeirri fjár- hæð náð á miðju þessu ári. Bjarni Bjarnason, forstjóri Orku- veitunnar, segir að árshlutareikning- urinn sýni að festa sé í rekstri fyrirtækja samstæðunnar. „Efld áhættustýring dregur úr sveiflum vegna ytri þátta og þess vegna skil- um við afgangi þrátt fyrir að álverð sé óvenjulega lágt. Framundan eru ákvarðanir um hvað tekur við að Planinu loknu. Ég tel að tekist hafi að skapa meiri sátt um starfsemi OR og við munum leggja okkur fram um að viðhalda henni.“ Hagnaður OR 3,1 milljarður  Planið skilaði 53,2 milljörðum króna Morgunblaðið/Árni Sæberg OR Bjarni Bjarnason telur að skap- ast hafi meiri sátt um Orkuveituna. ● Símafélagið hefur lokið við að flytja hluta fjarskiptakerfa sinna í gagnaver Verne Global á Ásbrú í Reykjanesbæ. Við þetta eykst rekstraröryggi og afköst fjarskiptanets fyrirtæksins og mögu- leiki á fjölbreyttum tengingum til og frá landinu, segir í tilkynningu. Símafélagið veitir alhliða net- og fjarskiptaþjónustu, m.a. leigulínusambönd, net- og talsíma- þjónustu, auk sérhæfðrar netþjónustu fyrir gagnaver. Símafélagið og Verne Global auka samstarfið ● MPM-nám í verkefnastjórnun við tækni- og verk- fræðideild Háskól- ans í Reykjavík hlaut nýverið form- lega vottun frá Breska verkefna- stjórnunarfélaginu, APM, sem er hið stærsta sinnar tegundar í Evrópu. Í til- kynningu frá HR segir að vottunin sé mikil viðurkenning fyrir MPM-námið sem sé þar með komið í flokk um 30 námsbrauta við háskóla sem hafa hlot- ið slíka vottun fyrir nám á sviði verk- efnastjórnunar. Um 300 manns hafa lokið MPM-námi á Íslandi, sem hefur verið í boði síðan árið 2005. MPM-nám fær vottun ● Kröfuhafar Kaupþings samþykktu í gær frumvarp að nauðasamningi slita- búsins á kröfuhafafundi í Silfurbergi í Hörpu. Alls var mætt fyrir 93,66% af samþykktum kröfum í búið og hlaut nauðasamningsfrumvarpið stuðning allra greiddra atkvæða. Mun slitastjórn Kaupþings nú leita til Héraðsdóms Reykjavíkur til staðfest- ingar á nauðasamningnum. Dómstólar þurfa að samþykkja frumvarpið fyrir 15. mars næstkomandi ef ekki á að leggjast 39% stöðugleikaskattur á slitabúið. Kaupþing samþykkir Stuttar fréttir…                                    !!" ## $# # " !% !$" $% "" &'()* (+(     ,-&.&+/0 -'+(1(23& 45+(2/5 # ##"# #$ " $$ #  #" ! % $# "!"% % ### ##! $$$ $" # ## ! # $ "!$ #"#% Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á Arion banki hefur gefið út skulda- bréf fyrir 300 milljónir norskra króna, eða sem jafngildir um 4,6 milljörðum króna. Skuldabréfin eru til tæplega fimm ára. Um er að ræða viðbót við skuldabréfaútgáfu bank- ans frá því í júní síðastliðnum. Bréfin voru seld á kjörum sem samsvara millibankavöxtum í norsk- um krónum, NIBOR, með 2,80% álagi. Í tilkynningu frá Arion banka kemur fram að umframeftirspurn hafi verið eftir skuldabréfunum sem seld voru til fjárfesta í Noregi, Sví- þjóð, Finnlandi og á meginlandi Evrópu. Pareto Securities sá um sölu skuldbréfanna. Morgunblaðið/Júlíus Skuldabréf Arion banki hefur aukið við útgáfu sína í norskum krónum. Skuldabréf í norskum krónum

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.