Morgunblaðið - 25.11.2015, Síða 26
26 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. NÓVEMBER 2015
Ég er ekkertbókuð ídag sem
er nýmæli því það
er búið að vera
mikið at hjá mér
og ég ætla að
bjóða fjölskyld-
unni í kjötsúpu í
tilefni dagsins,“
segir Þórey Sig-
þórsdóttir, leik-
kona, leiðsögu-
maður og MA í
menningarmiðlun.
„Svo ætla ég að
hafa partí um
helgina með fullt
af skemmtilegu
fólki sem ætlar að
fagna með mér.“
Þórey stendur
fyrir námskeiðum
sem kallast Rödd-
in – vöðvi sálar-
innar sem eru
sjálfstyrkingar-
námskeið fyrir þá
sem vilja styrkja
framkomu sína og
rödd. „Svo kenni ég leiklistarnemum í Kvikmyndaskóla Íslands
raddþjálfun og stekk þess á milli með túrista út á land. Ég er einn-
ig að undirbúa leiklestur á bresku leikriti sem leikfélagið mitt,
Fljúgandi fiskar, stendur fyrir þar sem dóttir mín Hera og Þorvald-
ur Davíð Kristjánsson fara með hlutverkin. Enn á eftir að tímasetja
hvenær leiklesturinn verður en æfingarnar fara í gang í desember.
Leikritið heitir Andaðu og er verðlaunaleikrit eftir Duncan Mac-
millan. Mér finnst spennandi að prófa að hafa opinn leiklestur með
þessum frábæru leikurum til að kynna þetta verk og sjá hvort við
fáum ekki í framhaldinu fjársterka aðila með okkur til að setja það
upp.
Svo er í undirbúningi að gefa út örmyndir sem ég leikstýrði. Þær
voru gerðar í kringum ljóð og hétu Brotabrot af íslenskum skáldum
og voru sýndar í Ríkissjónvarpinu á sínum tíma.
Áhugamál mín eru þessi skapandi vinna sem ég fæst við og svo
datt ég í sjósundið en hef ekki verið nógu dugleg við það að und-
anförnu. Áramótaheitið verður að að skreppa oftar í Nauthóls-
víkina.“
Börn Þóreyjar eru Hera 26 ára og Oddur Sigþór 14 ára Hilm-
arsbörn og kærastinn hennar er Friðrik Karlsson tónlistarmaður.
Afmælisbarnið Þórey Sigþórsdóttir.
Vöðvar sálarinnar
Þórey Sigþórsdóttir er fimmtug í dag
Ljósmynd/Jónatan Grétarsson
P
áll er fæddur í Reykjavík
25. nóvember 1935.
Hann ólst upp hjá for-
eldrum sínum sem
bjuggu að Sjálandi við
Kleppsveg (Laugamýrarblett 20) í
Reykjavík. Foreldrar hans voru með
smábúskap líkt og aðrir nágrannar á
þeim tíma en hann var stundaður
jafnframt launaðri vinnu. Páll gekk í
Laugarnesskólann, en tók landspróf
frá Gagnfræðaskóla Austurbæjar
(Ingimarsskóla) 1951 og lauk stúd-
entsprófi frá MR 1955.
Páll æfði sund á uppvaxtarárunum
og var knár sundmaður. Á náms-
árum sínum vann hann verkamanna-
vinnu hjá Síldar- og fiskimjölsverk-
smiðjunni á Kletti við Reykjavík að
undanskildum tveimur sumrum þeg-
ar hann vegna hráefnisskorts í verk-
smiðjunni vann á Keflavíkurflugvelli
hjá bandaríska verktakanum Met-
calfe Hamilton. Að afloknu stúdents-
prófi hélt Páll til náms í byggingar-
verkfræði við Tækniháskólann í
Karlsruhe í Þýskalandi. Síðar sótti
hann stjórnunarnám 1983 við MIT-
háskólann í Cambridge í USA.
Virkjanir víða um heim
Páll lauk prófi í byggingarverk-
fræði 1960 og starfaði fyrst 1961-65
hjá Verklegum framkvæmdum hf.,
m.a. við undirbúning Búrfellsvirkj-
unar. Síðan starfaði hann hjá Verk
hf. 1965-66, m.a. við rekstur steypu-
stöðvar og hitaveituframkvæmdir.
Frá 1966-1970 var hann eftirlits-
verkfræðingur hjá Harza Engineer-
ing Co. Int. við byggingu Búrfells-
virkjunar. Árið 1970 réð Páll sig til
Elektrowatt Engineering Service í
Sviss og vann fyrir það í Gvatemala í
Mið-Ameríku við undirbúning á 420
MW virkjun við Atitlan-vatn. Áform
um þessa virkjun voru lögð til hliðar
vegna kröftugra mótmæla umhverf-
isverndarsamtakanna World Wild-
life Fund. Páll var verkfræðingur
hjá Ístaki hf. 1971-73 við byggingu
Vatnsfellsveitu við Þórisvatn og enn
fremur við undirbúning á námu-
vinnslu á vegum DCC, danskra verk-
taka, við Marmorilik á Grænlandi
1973.
Frá 1973 var Páll verkfræðingur
hjá Landsvirkjun, fyrst við bygg-
ingaeftirlitið við Sigölduvirkjun og
síðan var hann staðarverkfræðingur
1978-83 við byggingu Hrauneyja-
fossvirkjunar. Hann var fram-
kvæmdastjóri Byggingadeildar
Landsvirkjunar frá 1985 og sá þá um
byggingu Blönduvirkjunar, Sultar-
tangastíflu og gerð Kvíslnaveitna og
Páll Ólafsson verkfræðingur – 80 ára
Fjölskyldan Páll og Þuríður ásamt börnum sínum, Helgu Rún, Ólafi Steini og Matthíasi Geir.
Verkfræðingur í
fjórum heimsálfum
Reykjavík Sebastían
Leví Sigurjónsson
fæddist 25. nóvember
2014 kl. 3.29. Hann vó
3.472 g og var 50 cm
langur. Foreldrar hans
eru Kolbrún Linda Sig-
urðardóttir og Sigurjón
Þorkell Sigurjónsson.
Nýr borgari
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson,Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu
er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks,
svo sem stórafmælum, hjónavígslum,
barnsfæðingum og öðrum tímamótum.
Börn og brúðhjón
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd
af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni
mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is
Eðalfiskur ehf • Sólbakka 4 • 310 Borgarnesi • S. 437 1680 • sala@edalfiskur.is • www.edalfiskur.is
Reyktur og grafinn
Eðallax
fyrir ljúfar stundir