Morgunblaðið - 25.11.2015, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 25.11.2015, Qupperneq 30
30 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. NÓVEMBER 2015 Eftir að Listahátíð í Reykjavík lýk- ur næsta vor munu listunnendur bíða í tvö ár eftir næstu hátíð, þar sem ákveðið hefur verið að Listahá- tíð verði tvíæringur á ný, eins og hún var fyrstu áratugina. Listahátíð í Reykjavík var hleypt af stokkunum árið 1970 og var haldin á tveggja ára fresti til ársins 2005 en síðan hefur hún verið hald- in á hverju vori. Á fjölmennum árs- fundi hátíðarinnar á dögunum var afráðið að hefja undirbúning að því að breyta henni í tvíæring að nýju. Í tilkynningu frá skrifstofu Listahá- tíðar segir að markmiðið með breytingunni sé að „efla hátíðina frá listrænu og rekstrarlegu sjón- arhorni og undirstrika vægi hennar og hlutverk í íslensku listalífi.Um málið hefur m.a. verið fjallað í sam- ráðshópi stjórnar Listahátíðar og Fulltrúaráðs undanfarið ár en hann skipa fulltrúar þeirra liststofnana og samtaka listamanna sem eiga aðild að ráðinu“. Sérstök rödd hátíðarinnar Kjartan Örn Ólafsson sem verið hefur formaður stjórnar Listahátíð- ar, fyrst árin 2010-2012 og aftur 2014-2015, hefur nú látið af stjórn- arsetu. Þórunn Sigurðardóttir tek- ur við af honum sem stjórnar- formaður Listahátíðar, skipuð af ráðherra, en hún var listrænn stjórnandi hátíðarinnar frá árinu 2000 til 2008 og stjórnarformaður hennar árin 1996-1998. Á fundinum kom fram í máli Hönnu Styrmisdóttur, listræns stjórnanda Listahátíðar, að á síð- ustu hátíð í vor sem leið hafi 35 þús- und mann sótt viðburðina á 26 dög- um en um 400 listamenn tóku þátt í yfir 60 viðburðum og sýningum. Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra nefndi að þrátt fyrir mikla aukningu á menn- ingarviðburðum hér á landi hefði tekist vel á síðustu árum að finna Listahátíð réttan farveg þannig að hún hefði sína sérstöku rödd og sér- staka tilgang. Listahátíð verður tvíæringur á ný Formaðurinn Þórunn Sigurðar- dóttir verður stjórnarformaður Listahátíðar í Reykjavík að nýju. Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Þetta tímabil í Íslandssögunni hef- ur alltaf heillað mig og ég spurði oft ömmu hvernig hefði verið að búa í Reykjavík á þessum árum,“ segir Agnes Þorkelsdóttir Wild höfundur og leikstjóri sýningarinnar Kate sem frumsýnd verður í Tjarnarbíói annað kvöld, fimmtudag, kl. 20. „Kate fjallar um forboðin sam- skipti breskra hermanna og ís- lenskra ung- meyja í seinni heimsstyröldinni í Reykjavík. Þetta er sögulegt gamanleikrit. Ytri ramminn byggist á sögulegum viðburðum en persónur verksins og framvindan öll er uppspuni,“ segir Agnes, en í leikritinu er fylgst með íslenskri fjölskyldu sem rekur sjoppuna Florida á Hverfisgötu í seinni heimsstyrjöldinni. Jákvætt tíst frá Lyn Gardner „Fjölskyldan fær unga munaðar- lausa frænku sína frá Ólafsvík til sín, en það er Kata. Dóttirin á heim- ilinu, Selma, er uppreisnargjörn. Báðar lenda í ástandinu svokallaða, Kata verður ástfangin af ungum hermanni meðan Selma sér herinn sem leið til að komast frá Íslandi,“ segir Agnes, en með hlutverk Kötu og Selmu fara Rianna Dearden og Olivia Hirst, en aðrir leikarar sýn- ingarinnar eru Chris Woodley og Alex Dowding auk þess sem Agnes stekkur inn í sýninguna. „Ein leik- konan komst ekki með til Íslands og þá var einfaldast fyrir mig að stökkva inn í hlutverkið. Þetta er sem betur fer minnsta kvenhlutverk sýningarinnar,“ segir Agnes og við- urkennir að hún sé með fiðrildi í maganum. „Enda hef ég ekki leikið stórt hlutverk á sviði í hálft annað ár, þannig að þetta verða viðbrigði,“ segir Agnes. Aðspurð nánar um tilurð verksins segist Agnes hafa skrifað það á námsárum sínum í Englandi, en Agnes lauk þriggja ára leiklistar- námi frá East 15 Acting School í London árið 2013. „Mig langaði að skrifa eitthvað íslenskt á ensku og kynna Ísland fyrir Bretum. Ísland er svo mikið í tísku, en þessi saga týndist. Margir Bretar sem séð hafa sýninguna vissu ekki að Bretland hefði hernumið Ísland, meðan aðrir áhorfendur áttu feður og afa sem dvalið höfðu á Íslandi sem hermenn í stríðinu,“ segir Agnes, en verkið var fyrst sett upp á lokaári hennar í skólanum þar sem samnemandi hennar leikstýrði því. „Þá var þetta sett upp sem stofu- drama, en í framhaldinu breytti ég textanum þannig að í dag er þetta gamanleikrit með mikilli tónlist. Við notum bæði íslensk þjóðlög og bresk dægurlög sem fylgdu hernum á sínum tíma, en leikararnir syngja bæði á íslensku og ensku þó allur leiktextinn sé leikinn á ensku,“ segir Agnes og tekur fram að hún hafi íhugað að þýða verkið yfir á ís- lensku og æfa það upp með nýjum leikhóp. „En síðan fannst mér bara svo skemmtilegt að ljúka sýningar- ferlinu með upprunalega leikhópn- um hér á Íslandi. Það hefðu örugg- lega margir ferðamenn gaman af því að sjá sýninguna. Auk þess sem flestir Íslendingar skilja ensku og sýningin tekur ekki nema sextíu mínútur í flutningi,“ segir Agnes og bendir á að mjög mikið gerist á þessari klukkustund. „Einhver hafði á orði að ég ætti hreinlega að skrifa sjónvarpsseríu upp úr verkinu, því þetta væri svo efnismikið,“ segir Agnes sem leikstýrði uppfærslu verksins sem sett var upp á Fringe- leiklistarhátíðinni í Edinborg í ágúst 2014 af leikhópnum Lost Watch sem auk Agnesar er skipuð fyrrnefndum Oliviu Hirst og Riönnu Dearden sem voru með henni í leiklistarnám- inu. „Sýningin var sýnd tæplega 30 sinnum í Edinborg og alltaf uppselt. Í framhaldinu bauðst okkur að sýna uppfærsluna á þremur stöðum í London, þ.e. Greenwitch theatre, New Diorama og Pleasance theatre Islongton,“ segir Agnes og tekur fram að viðtökur bæði áhorfenda og gagnrýnenda hafi verið mjög já- kvæðar. „Við fengum fjórar stjörn- ur fyrir sýninguna í Edinborg hjá bæði Entertainment Wise og A Yo- unger Theatre auk þess sem Lyn Gardner, leiklistargagnrýnandi breska dagblaðsins The Guardian tísti mjög jákvætt um sýninguna, en hún er alveg óhrædd við að láta vita ef henni mislíkar það sem hún sér.“ Brjálað að gera eftir heimkomu Kate er þriðja sýningin sem Lost Watch setur upp, en hinar tvær eru Play for September og Goodstock eftir Oliviu Hirst sem Agnes leik- stýrði einnig. Allar þrjár sýningar hafa verið sýndar á leiklistarhátíð- inni í Edinborg. Uppfærsla Kate á Íslandi er unnin í samstarfi við leik- hópinn Miðnætti sem auk Agnesar er skipuð Sigrúnu Harðardóttur tónlistarkonu og Evu Björgu Harð- ardóttur leikmynda- og búninga- hönnuði. „Við unnum saman að uppsetn- ingu söngleiksins Ronju hjá Leik- félagi Mosfellssveitar,“ segir Agnes, en sýningin var í vor sem leið valin athyglisverðasta áhugaleiksýning ársin og sýnd á Stóra sviði Þjóðleik- hússins í júní sl. en með titilhlut- verkið fór María Ólafsdóttir Euro- visionfari. „Við þrjár unnum líka sýninguna Mæður Íslands hjá Leikfélagi Mos- fellssveitar fyrr í haust,“ segir Agnes, sem skrifaði það verk í sam- vinnu við hópinn. „Ég er fædd og uppalin í Mosfellsbæ og hafði starf- að mjög mikið með leikfélaginu þar áður en ég fór út í nám. Að námi loknu ætlaði ég að búa áfram í London og starfa með Lost Watch, en eftir rúmt ár ákváðum við hjónin að flytja aftur heim. Ég sé svo sann- arlega ekki eftir þeirri ákvörðun, því það er búið að vera brjálað að gera hjá mér í leiklistinni,“ segir Agnes, sem auk ofangreindra verk- efna var aðstoðarleikstjóri í upp- færslu Þjóðleikhússins á Í hjarta Hróa hattar og hefur verið að kenna leiklist. Spurð hvað framundan sé hjá henni segist Agnes m.a. vera að fara að leikstýra sýningunni Aldanna rokk hjá Thalíu, leikfélag Mennta- skólans við Sund, og byggist á kvik- myndinni Rock of Ages. „Í febrúar munum við Sigrún og Eva Björg síðan vinna barnasýn- inguna Á eigin fótum þar sem við vinnum með brúðu sem Eva Björg hannar og tónlist sem Sigrún sem- ur, en sýningin verður sennilega án orða,“ segir Agnes og tekur fram að breski brúðuleikarinn Sean Garratt muni koma til landsins og veita þeim leiðsögn í því að stjórna brúðum sem stjórnað er af þremur einstaklingum auk þess sem hann verði með opið námskeið meðan hann dvelur hérlendis. Þess má að lokum geta að aðeins verða sex sýningar á Kate í Tjarnarbíói, þ.e. 26. og 27. nóv- ember og síðan 3., 4., 5. og 6. desem- ber kl. 20 öll kvöld. „Fjallar um forboðin samskipti“  Kate eftir Agnesi Wild í Tjarnarbíói  Stekkur inn í sýninguna hérlendis Agnes Þorkels- dóttir Wild Ljósmynd/Thomas Alexander Viðbrigði Rianna Dearden leikur sveitastúlkuna Kötu sem verður ástfangin af breskum hermanni. 56 10 000 TAXI BSR Góð þjónusta yfir 90 ár

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.