Morgunblaðið - 25.11.2015, Blaðsíða 10
10 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. NÓVEMBER 2015
Þegar þú ert að leita að gluggatjöldum er
Luxaflex® augljós kostur. Með yfir 60 ára reynslu
af markaðnum bíður Luxaflex® upp á mikil gæði
og frábært úrval. Kíktu á okkur í Zenus og fáðu
ráðgjöf um réttu gluggatjöldin fyrir þitt heimili.
Smiðjuvegi 9 • Sími: 554 2450
zenus@zenus.is • zenus.is
Augljós kostur
5 ára
ábyrgð
Valgerður Þ. Jónsdóttir
vjon@mbl.is
Eitt sinn skal hver deyjakvað Þórir Jökull Stein-finnsson á 13. öld áður enhann lagðist á högg-
stokkinn eftir Örlygsstaðabardaga.
Einir fara og aðrir koma í dag, því
alltaf bætast nýir hópar í skörðin,
kvað Tómas Guðmundsson svo á
ljúfsárum nótum nokkrum öldum
síðar. Alls staðar og á öllum tímum
hafa menn ort um dauðann, þennan
lífsharm mannanna eins og kan-
adíski guðfræðingurinn og félags-
ráðgjafinn, Stephen Jenkinson, kall-
ar örlög okkar allra. Eins eðlilegur
og dauðinn er segir þessi fyrrver-
andi líknarráðgjafi að Vesturlanda-
búar séu í miklum mæli haldnir
dauðafóbíu gagnvart eigin dauða og
sinna nánustu.
Jenkinson kemur hingað til
lands um helgina til að vera við-
staddur sýningu heimildamyndar-
innar Griefwalker í Tjarnarbíói
þriðjudaginn 1. desember. Myndin
fjallar um starf hans með deyjandi
fólki og fjölskyldum þeirra og fylgir
honum eftir í tólf ár. Að sýningu lok-
inni segir hann gestum frá hug-
myndum sínum og situr fyrir svör-
um. Elín Agla Briem, þjóð-
menningarbóndi í Árneshreppi,
hafði forgöngu um hvort tveggja að
fá myndina til sýningar og læri-
meistara sinn til að staldra hér við á
fyrirlestrarferð sinni um Stóra-
Bretland þar sem hann kynnir nýút-
komna bók sína Die wise: A Mani-
festo for Sanity and Soul (Deyðu vit-
ur: Stefnuyfirlýsing fyrir andlega
heilsu og sál). Henni finnst löngu
tímabært að kynna fyrir landanum
manninn sjálfan og byltingar-
kenndar hugmyndir hans um dauð-
ann.
Yfirvofandi eyðing byggðar
„Desember er kannski ekki
besti tíminn til að ná athygli fólks
sem er að komast í jólastuðið, en ég
lét slag standa fyrst hann féllst á að
koma,“ segir Elín Agla, sem vinnur
að meistararitgerð sinni í umhverfis-
og auðlindafræði í Háskóla Íslands.
Viðfangsefnið er 40 manna menning-
arsamfélag í Árneshreppi sem
stendur frammi fyrir yfirvofandi
eyðingu byggðar „…sem náttúrlega
er einhvers konar dauði“, segir hún.
Þar með er komin skýringin á áhuga
þjóðmenningarbóndans á kenning-
um Jenkinsons um dauðann í öllum
sínum margbreytileika.
Dauðinn er lífs-
harmur okkar allra
Heimildarmyndin Griefwalker verður sýnd í Tjarnarbíói 1. desember. Þar er kan-
adískum guðfræðingi, félagsráðgjafa og líknarráðgjafa, Stephen Jenkinson, fylgt
eftir í 12 ár. Samskiptum hans við deyjandi fólk og fjölskyldur þeirra eru gerð skil
sem og sýn hans á lífið, dauðann og dauðastundina. Elín Agla Briem þjóðmenn-
ingarbóndi hefur forgöngu um sýninguna og komu lærimeistara síns til landsins.
Hugmyndafræðingurinn Stephen Jenkinson fer víða um lönd, kennir og
heldur fyrirlestra, m.a. um dauðafóbíuna sem Vesturlandabúar eru haldnir.
Morgunblaðið/Ómar
Þjóðmenningarbóndinn Elín Agla
Briem fékk aðra sýn á líf og dauða.
Skáldsögu Candace Buschnell, Beð-
málum í borginni, hefur verið lýst
með orðunum „Jane Austen með
martíniglas í hönd“. Þær Buschnell
og Helen Fielding eru taldar mæður
skvísusögunnar í nútímanum. Til
marks um áhrif Austen á skvísusög-
una er þekkt að Dagbók Bridget Jon-
es eftir Fielding byggist á Hroka og
hleypidómum eftir Austen.
Á bókakaffi í Borgarbókasafninu,
Menningarhúsi Gerðubergi verður kl.
20 í kvöld fjallað um skvísusögur og
skoðuð áhrif Austen á þær. Umsjón
hefur Alda Björk Valdimarsdóttir, en
hún hefur skrifað doktorsritgerð um
verk Jane Austen, með sérstakri
áherslu á vinsældir hennar sem höf-
undar og stöðu sem menningarfyrir-
bæris. Alda er lektor í almennri bók-
menntafræði við Háskóla Íslands og
hefur m.a. fjallað um skvísubækur í
greinaskrifum og fyrirlestrum.
Skvísurnar í skvísusögum þykja
um margt minna á kvenhetjur Jane
Austen (1775-1817) en skvísusögur
takast á við vandamál nútímakvenna
með húmorinn að vopni. Bókmennta-
greinin gegnir mikilvægu hlutverki í
sögu kvennabóka en virðist þó ekki
hafa fengið yfirvegaða og hlutlausa
umræðu heldur er oft stimpluð sem
froða eða rusl. Viðtökur á skvísusög-
um vekja spurnigar um hvort ákveðið
veiðileyfi sé á afreyingu fyrir og eftir
konur.
Bókakaffi í Borgarbókasafni – Menningarhúsi Gerðubergi
Menningarfyrirbæri Alda Björk skrifaði doktorsritgerð um verk Jane Austen
með áherslu á vinsældir hennar og stöðu sem menningarfyrirbæris.
Eiga skvísusögur samtímans
rætur í verkum Jane Austen?
Söngkonan Guðrún Gunnarsdóttir, sem í 30 ár
hefur verið ein ástsælasta söngkona þjóðar-
innar, heldur tónleika kl. 20-21.30 í kvöld í Frí-
kirkjunni. Hún leggur áherslu á róleg og falleg
lög sem hún hefur sungið í áranna rás, en hún
hefur sungið inn á margar plötur með ýmsum
tónlistarmönnum. Árið 2002 hlaut hún Ís-
lensku tónlistarverðlaunin fyrir plötu sína; Óð-
ur til Ellýjar.
Með Guðrúnu á tónleikunum verða Gunnar
Gunnarsson píanóleikari og Þorgrímur Jóns-
son kontrabassaleikari.
Endilega …
… hlýðið á Guð-
rúnu í Fríkirkjunni
Morgunblaðið/Þórður
Söngkonan Guðrún Gunn-
arsdóttir syngur róleg lög.
Ótrúlegt en satt, þá er hin síunga
Lína Langsokkur orðin sjötug. Samt
lítur hún ekki út fyrir að vera degin-
um eldri en níu ára. Svona getur útlit-
ið blekkt. Þessi rauðhærða og ráða-
góða stelpa með flétturnar tvær út í
loftið hefur unnið hugu og hjörtu
barna sem fullorðinna um allan heim
allt frá því skapari hennar, Astrid
Lindgren (1907 – 2002), kom henni
fyrst á framfæri árið 1945.
Lína er bæði óútreiknanleg og
óvenjuleg, pínulítið skrýtin og svo
sterk að hún getur lyft heilum hesti,
vinum sínum Önnu og Tomma til
ómældrar aðdáunar. Lína á líka æv-
intýralegan pabba sem siglir um
Suðurhöfin. „Lína leggst gegn
valdboðum samfélagsins og
verðmætamati,“ sagði í grein í
Morgunblaðinu 1978 þar sem
farið var nokkrum orðum um
uppátæki hennar og lagt út af
þeim.
„Tjolahopp tjolahej ...“
Á morgun, fimmtudag, kl. 17 ætlar
landi hennar, Bengt Starrin, prófess-
or í Svíþjóð, að halda „skemmti-
fyrirlestur“ fyrir fullorðna á sænsku
um mannleg samskipti út frá lífssýn
Línu Langsokks. Samræður fara fram
á skandinavísku. Fyrirlesturinn verð-
ur haldinn í Norræna húsinu og er
viðburðurinn liður í samstarfi Café
Lingua Borgarbókasafns Reykjavíkur,
Hér sérðu Línu Langsokk, tralla hó, tralla hei, tralla hoppsasa.
Skemmti-fyrirlestur um mann-
leg samskipti út frá lífssýn Línu
Prófessorinn Bengt Starrin
Söguhetjan
Lína Langsokkur.