Morgunblaðið - 25.11.2015, Síða 14

Morgunblaðið - 25.11.2015, Síða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. NÓVEMBER 2015 Söluaðilar: 10-11, Hagkaup, Iceland verslanir, Kostur, Kvosin, Melabúðin, Nettó, Pure Food Hall flugstöðinni Keflavík, Samkaup, Sunnubúðin. Reyktur og grafinn lax á aðventunni Guðni Einarsson gudni@mbl.is Í gær var búið að fella tæplega 100 hreinkýr af þeim 138 sem leyft er að veiða nú í nóvembermánuði. Veið- arnar fara fram á syðstu hreindýra- veiðisvæðinum, frá Hamarsdal í Djúpavogshreppi á svæði 7, á svæði 8 í Hornafirði, Lóni og Nesjum, á Mýrum og að vesturmörkum svæðis 9 í Suðursveit. Nóvemberveiði var leyfð í fyrra á svæðum 8 og 9 en þetta er í fyrsta sinn sem leyfð er haustveiði á svæði 7. „Það hafa komið mjög góðir dagar til veiða og fleiri góðir en slæmir,“ sagði Jóhann G. Gunnars- son, sérfræðingur hjá Umhverfis- stofnun á Egilsstöðum. Hann er í stöðugu sambandi við leiðsögumenn með hreindýraveiðum og skráir upp- lýsingar um hvenær þeir fara til veiða og með hvaða veiðimenn. Dýrin eru komin niður á Mýr- unum en komu mun seinna en þau hafa gert vegna þess hvað haustið var gott. Fyrstu vikuna í nóvember var ekki mikið að sjá á svæði 8 en svo rættist úr því. Veiðimenn hafa þurft að fara nokkuð langt inn í dali á svæði 7 til að finna dýr. Ekki er búið að ráðstafa öllum veiðileyfunum sem voru í boði í nóv- ember. Jóhann kvaðst vera búinn að tæma biðlista bæði fyrir aðal- og varaumsóknir á svæðum 8 og 9. Fram að þessu hefur hann verið að úthluta samkvæmt varaumsóknum á svæði 7. Jóhann taldi að möguleg tækist ekki að koma öllum veiðileyf- unum út enda lítið eftir af veiðitím- anum og fáir til í að stökkva á veiðar. Búið að fella tæplega 100 hreinkýr í nóvember Morgunblaðð/Friðrik Hreindýr Dýrin eru veidd á syðstu hreindýraveiðisvæðunum.  Leyft er að veiða 138 kýr Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Rafræn íbúakosning um breytingar á deiliskipulagi í Helguvík hófst í Reykjanesbæ í gærmorgun og stendur til 4. desember. Gengið er til kosningarinnar vegna krafna íbúa sem óttast mengun af völdum stór- iðju. Niðurstöður hennar eru ekki bindandi fyrir bæjarstjórn og hún hyggst ekki breyta um stefnu. Reykjanesbær hefur unnið að breytingum á deiliskipulagi í Helgu- vík vegna samninga sem bærinn gerði við fyrirtækið Thorsil í maí á síðasta ári um aðstöðu fyrir kísilver. Deiliskipulagið var samþykkt í bæj- arstjórn 2. júní sl. Í breytingunni fólst aðallega sameining nokkurra lóða vegna fyrirhugaðs kísilvers. Í ágúst barst bæjaryfirvöldum áskorun rúmlega 25% kosninga- bærra íbúa um að efnt yrði til íbúa- kosningar um skipulagsbreyting- una. Var það yfir þeim mörkum sem áskilið er í samþykktum. Gagnrýna nálægð stóriðju Íbúarnir sem beittu sér fyrir íbúa- kosningunni gagnrýna nálægð tveggja kísilvera og hugsanlegs ál- vers við íbúðabyggð og áhrif þeirra á líf og heilsu íbúanna. Telja þeir að óvissa sé í útreikningum á mengun frá stóriðjunni. „Það er of seint að hætta við kísilverkmiðjuna Thorsil þegar í ljós kemur að mengunin frá verskmiðjunni var mun meiri en gert var ráð fyrir og þegar íbúarnir í norður- og vesturbyggðum Reykja- nesbæjar treysta sér ekki til að opna stofugluggann vegna gráleitrar mengunarþoku sem mun liggja yfir hverfunum. Stóriðja mengar og samfara mengun fylgja verri lífs- gæði og lækkandi fasteignaverð,“ segir í kynningu á sjónarmiðum íbúahreyfingarinnar á kosninga- vefnum. „Heilsa og lífsgæði íbúa Reykjanesbæjar hlýtur að hafa for- gang hjá bæjaryfirvöldum yfir við- skiptahagsmuni einkafyrirtækis,“ segir einnig. Bæjaryfirvöld í Reykjanesbæ leggja traust sitt á að eftirlitsstofn- anir tryggi að mengun stóriðjufyr- irtækja í Helguvík fari ekki yfir leyfileg mörk. Þá sé ekki líklegt að álver rísi þar á næstu árum. Guð- brandur Einarsson, forseti bæjar- stjórnar, sagði á kynningarfundi í Stapa á dögunum að ekki aðeins þyrfti bærinn að standa við gerða samninga, slíkt væri eðli góðrar stjórnsýslu, heldur væru miklir fjár- munir í húfi ef ekki væri staðið við þá. Vísaði hann til samantektar Verkís þar sem fram kemur að ekki sé ástæða til að ætla að samlegð- aráhrif styrks brennisteinsdíoxíðs fari yfir hámarksgildi utan þynning- arsvæðis nema verksmiðjurnar þrjár verði allar í hámarksstærð. Engin hætta sé hins vegar á að ryk eða flúor fari yfir hámörk. Bæjarstjórn ákvað að niðurstaða kosningarinnar verði ekki bindandi fyrir bæjarstjórn. Á bæjarfulltrúun- um var að heyra að þeir myndu ekki breyta afstöðu sinni. Niðurstöður íbúakosningar ekki bindandi  Rafræn kosning í Reykjanesbæ um skipulag lóðar fyrir kísilver Thorsil Ljósmynd/Hilmar Bragi Helguvík Kosið er um frekari fram- kvæmdir á iðnaðarsvæðinu. Íbúakosning » Kosningin er eingöngu raf- ræn. Hún stendur til kl. 2 að nóttu 4. desember næstkom- andi. » Spurt er hvort kjósandi sé hlynntur eða andvígur um- ræddri breytingu á skipulagi. » Hægt er að nálgast upplýs- ingar um atkvæðagreiðsluna og kjósa á slóðinni www.ibua- kosning.is. Guðni Einarsson gudni@mbl.is Það er gott fyrir neytendur að fá fleiri valkosti við eldsneytiskaup, eins og stöðvar Orkunnar X, að mati Runólfs Ólafssonar, framkvæmda- stjóra FÍB. Hann sagði að afslátt- arsamningar giltu væntanlega áfram á hinum Orkustöðvunum þrátt fyrir afsláttarleysið hjá Orkunni X. Olíu- félögin veita mörgum afslátt af elds- neytisverði t.d. út á aðild að tiltekn- um félögum. Þannig hefur FÍB samið um sérstakan afslátt fyrir sína félagsmenn hjá Atlantsolíu. Runólfur taldi að valkostur á borð við Orkuna X nýttist mörgum vel, þar á meðal ferðamönnum. Hann kvaðst telja að Orkan X væri mögu- lega mótleikur við innkomu Costco og fleiri á eldsneytismarkaðinn. Greint hefur verið frá áformum Costco um að selja eldsneyti við verslun sem fyrirtækið hyggst opna hér. Eins hefur Krónan skoðað það að hefja sölu á eldsneyti. Runólfur sagði sala á eldsneyti á lágu verði við stórmarkaði hefði byrjað í Banda- ríkjunum og breiðst þaðan til fleiri landa. „Eina samkeppnin hér í eldsneyt- issölu hefur verið um einhverja af- slætti og afsláttardaga,“ sagði Run- ólfur. „Óskastaðan er gegnsærra kerfi þar sem er eitt verð án af- slátta.“ Hann sagði að miðað við verðmyndun á eldsneyti hér hefði honum ekki komið á óvart ef boðið hefði verið enn lægra eldsneytisverð en Orkan X gerir. En á hann von á verðstríði á eldsneytismarkaðnum? „Ég á von á að þetta geti haft tímabundin áhrif á verðmyndun,“ sagði Runólfur. Hann sagði að lítill verðmunur á milli olíufélaganna sé vísbending um fákeppnina á elds- neytismarkaðnum. Eldsneytisverðið ráðist af innkaupsverði, sköttum, sem nú eru 55% af verði hvers bens- ínlítra, og álagningu söluaðila. „Skattarnir hafa hækkað hlutfallslega því heims- markaðsverð á olíu hefur lækkað. Álagningin er há sem fyrr. Við vitum að olíufélögin gera samn- inga eins við íslenska rík- ið samkvæmt útboði. Þar eru miklu meiri afslættir af eldsneytisverði en hjá Orkunni X. Það er lag til þess að bjóða neytendum lægra eldsneytis- verð.“ Morgunblaðið/RAX Orkan X Eldsneytisverð á þessum stöðvum er án allra afslátta og á að vera það lægsta sem er í boði hverju sinni. Lag til þess að bjóða lægra eldsneytisverð  Framkvæmdastjóri FÍB segir álagningu á eldsneyti háa Orkan X seldi bensínlítrann í gær á 191,10 kr. en á hefð- bundnum bensínstöðvum Ork- unnar kostaði hann 198,10. Dís- illítrinn var líka sjö krónum ódýrari hjá Orkunni X. Orkan X er einfaldar bensín- stöðvar. Á þeim er fast verð á eldsneyti og segir á heimasíðu fyrirtækisins að það verði það lægsta sem verður í boði hverju sinni. Það sem skilur X-merktu bensínstöðvarnar frá öðrum Orkustöðvum er að engir af- slættir eru veittir frá aug- lýstu eldsneytisverði. Nýju Orkan X-stöðvarnar eru á fjór- um stöðum á höfuð- borgarsvæðinu og einnig á Akranesi, Akureyri, Egils- stöðum og í Hveragerði. Allir borga sama verð ORKAN X Runólfur Ólafsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.