Morgunblaðið - 25.11.2015, Side 9
FRÉTTIR 9Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. NÓVEMBER 2015
Viðar Guðjónsson
vidar@mbl.is
Stjórnmálaaflið Lýðræðisvaktin hef-
ur farið í mál við íslenska ríkið þar
sem samtökin
telja sig eiga rétt
á því að fá framlag
úr ríkissjóði
vegna þátttöku í
alþingiskosning-
um 2013. Fékk
flokkurinn 2,46%
atkvæða en í lög-
um um stjórn-
málasamtök er til-
greint að þeir
flokkar sem fá að
lágmarki 2,5% atkvæða skuli fá styrk
í hlutfalli við dreifingu atkvæða, mið-
að við þá upphæð sem sett er í mála-
flokkinn í fjárlögum hverju sinni.
Er í stefnunni bent á það að í kosn-
ingaskýrslu Hagstofunnar sé til-
greint að Lýðræðisvaktin hafi fengið
2,5% atkvæða þar sem miðað er við
einn aukastaf í skýrslunni. Fjármála-
ráðuneytið synjaði samtökunum um
greiðslu á þeim forsendum að þau
hefðu fengið 2,46% atkvæða sem er
0,04% undir nauðsynlegu atkvæða-
magni til að fá styrk.
Lýðræðisvaktin telur hins vegar að
byggja eigi á opinberum tölum líkt og
þeim sem fram koma í gögnum Hag-
stofunnar. Segir í stefnunni að hingað
til hafi verið farið eftir þeim tölum við
úthlutun til annarra stjórnmálaflokka
sem farið hafi yfir þennan 2,5%
þröskuld.
Lýðræðisvaktin hefur skilað árs-
reikningi og haldið aðalfund og er því
enn starfsemi í flokknum, að því er
fram kemur í stefnunni. Ekki kemur
fram í stefnunni um hve háa upphæð
er að ræða en sóst er eftir viðurkenn-
ingu á því að flokkurinn eigi rétt á
styrknum. Í þessu samhengi má
nefna að Flokkur heimilanna og Dög-
un fengu rúmar níu milljónir kr. hvor
flokkur í ár. Þeir fengu 3,1 og 3,02%
atkvæða í síðustu kosningum og náðu
því ekki manni inn á þing. Því má
gera ráð fyrir því að styrkveitingin
sem Lýðræðisvaktin telur sig eiga til-
kall til sé upp á hátt í 30 milljónir
króna þegar tekið er tillit til kjör-
tímabilsins í heild.
Þórdís B. Sigurþórsdóttir, formað-
ur Lýðræðisvaktarinnar, segir í
bloggi frá því í september að eftir að
flokknum var synjað um styrkinn frá
fjármálaráðuneytinu hafi ráðuneytið
breytt fyrirkomulagi og birt fylgi
stjórnmálaflokka með tveimur auka-
stöfum í stað eins áður.
Tekist á um aukastafi í dómssal
Lýðræðisvaktin vill 30 milljóna framlag vegna þátttöku í alþingiskosningum
Þórdís Björk
Sigurþórsdóttir
Morgunblaðið/Eyþór
Kosið Lýðræðisvaktin fékk 2,46%.
Vegagerðin hyggst kaupa tólf vind-
rafstöðvar á þremur árum. Ríkis-
kaup hafa óskað eftir tilboðum í
vindrafstöðvarnar fyrir hönd Vega-
gerðarinnar. Tekið er fram í tilboð-
inu að vindrafstöðvarnar og staur-
ar eigi að geta staðist vindálag sem
nemur að minnsta kosti 60 m/sek.
meðalvindi.
G. Pétur Matthíasson, upplýs-
ingafulltrúi Vegagerðarinnar, seg-
ir að nota eigi þessar vindraf-
stöðvar til að knýja vefmyndavélar
og sjálfvirkar veðurstöðvar við
þjóðvegi landsins. Vindrafstöðv-
arnar hlaða rafmagni inn á raf-
geyma sem knýja tækjabúnaðinn
sem gefur upplýsingar um veður og
sýnir vegi landsins á vefsíðu Vega-
gerðarinnar (vegagerdin.is).
Margar þessar vefmyndavélar og
veðurstöðvar eru fjarri byggð og
Vegagerðin kaupir
tólf vindrafstöðvar
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Vegagerðin Vindrafstöð framleiðir
orku við Jökulsá á Sólheimasandi.
jafnvel við hæstu fjallvegi landsins
þar sem ekki er hægt að tengja
tækin við rafmagn frá rafveitum.
Því verður að framleiða rafmagnið
þar sem tækin eru staðsett.
gudni@mbl.is
Engjateigi 5 // 581 2141 // hjahrafnhildi.is
20%
afsláttur af
buxum
Fjölbreytt úrval af
vönduðum buxum á góðu verði!
Stærðir 36-52
www.smarativoli.is / Sími 534 1900 / Smáralind
SKEMMTUN FYRIR ALLA!
Opið:
Mánud. til fimmtud. kl. 14-22
Föstud. kl. 14 - 23
Laugard. kl. 12 - 23
Sunnud. kl.13 - 22
halda upp á afmæli
ð!
Aldrei of gömul til að
Gerðu þér glaðan dag
með börnum og
barnabörnum í
Smáratívolí
VERÐ FRÁ
2.390,-pr. mann
Leðurjakkar
Loðskinnsvesti
Tryggvagötu 18 - 552 0160
Verið velkomin
• Silkislæður
• Töskur
• Skart
• Leðurhanskar
• Skinnkragar
og hárbönd
• Húfur og hattar
• Seðlaveski
• Handsnyrtisett
• Treflar
• Ponsjo o.m.fl.
Nýtt frá París
Álfheimum 74, 104 Rvk, sími 568 5170
Vinsælu velúrgallarnir
alltaf til, nýir litir
Stærðir S-XXXXL
Skoðið laxdal.is/yfirhafnir
Laugavegi 63 • S: 551 4422
Vandaðar
dúnúlpur
m/hettu
Ekta
skinn
(þvottabjörn)
Vodafone var heimilt að senda Hafn-
arfjarðarbæ upplýsingar um símtöl
starfsmanna bæjarins og sveitar-
félaginu var heimilt að vinna úr upp-
lýsingunum. Þetta kemur fram í úr-
skurði Persónuverndar í málinu. Í
úrskurðinum segir að Hafnarfjarðar-
bær hafi hins vegar ekki veitt við-
komandi starfsmönnum fullnægj-
andi fræðslu um vinnslu upplýs-
inganna.
Þrír bæjarfulltrúar Samfylkingar-
innar kvörtuðu til Persónuverndar
hinn 17. febrúar sl. eftir að bæjar-
stjóri greindi frá því á bæjarráðs-
fundi Hafnarfjarðarbæjar hinn 12.
febrúar sl. að könnun hefði farið fram
á því hvort símtal hefði átt sér stað úr
símum á vegum bæjarins vegna máls
sem var á dagskrá hafnarstjórnar
sveitarfélagsins í byrjun febrúar.
Að mati Persónuverndar hafði
Hafnarfjarðarbær lögmæta hags-
muni af að kanna hvort öryggisbrot
hefði átt sér stað eftir að starfsmaður
hafnarinnar var boðaður símleiðis á
fund hinn 15. nóvember 2015 í ráðhús
bæjarins. Númerið sem hringt var úr
hefði verið skráð hjá Hafnarfjarð-
arbæ.
Við athugun Persónuverndar á
lista sem Vodafone miðlaði til Hafn-
arfjarðarbæjar kom í ljós að aðeins
var að finna nafn eins bæjarfulltrú-
ans sem kvartaði til Persónuverndar,
Guðrúnar Ágústu Guðmundsdóttur,
fyrrverandi bæjarstjóra Hafnar-
fjarðar. Hún hafði gegnt starfi bæj-
arstjóra kjörtímabilið á undan og
fyrir mistök naut hún enn kjara sem
hún naut sem bæjarstjóri, þ.e. sím-
reikningur hennar greiddur að fullu,
og nafn hennar því á listanum.
ash@mbl.is
Hafnarfirði heimilt
að skoða símtölin