Morgunblaðið - 25.11.2015, Side 18
18
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. NÓVEMBER 2015
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Forsætisráð-herra Bretaleitaði eftir
samþykki þingsins
á sínum tíma við
því, að flugher
landsins mætti
herja á hið svo kallaða Ríki ísl-
ams innan landamæra Sýr-
lands. Þingmenn bresku
stjórnarandstöðunnar lögðust
nær allir gegn tillögunni. Það
gerðu einnig nægilega margir
þingmenn úr liði forsætisráð-
herrans svo að tillagan féll.
Þótti það nokkur álitshnekkir
fyrir David Cameron. Af-
greiðsla breska þingsins hafði
að auki þau áhrif að Obama,
forseti Bandaríkjanna, ákvað
að fara sér enn hægar en ella í
sínum hernaðarlegu ákvörðun-
um, en forsetinn liggur nú und-
ir þungri gagnrýni fyrir úr-
ræðaleysi og slælega fram-
göngu gagnvart hryðju-
verkamönnum.
Forsetinn hefur haldið því
fram að áætlun hans um að
þrengja að Ríki íslams muni að
lokum duga til þess að brjóta
hryðjuverkasamtökin á bak
aftur.
Það var heldur ólánlegt að
forsetinn hélt því fram í sjón-
varpsstöðinni ABC að gagn-
rýni á stefnu hans í Mið-
Austurlöndum ætti ekki rétt á
sér, því stjórn sinni hefði tekist
að hemja (constrain) framgang
Ríkis íslams. Að kvöldi sama
dags og ummælin féllu frömdu
hryðjuverkasamtökin óhugn-
aðinn í París, þar sem 130
manneskjur voru myrtar og
mörg hundruð voru særð. Þau
ofsaverk bættust við árás á
rússneska farþegaflugvél með
220 manns innanborðs og
mannskæðar sjálfsmorðs- og
sprengjuárásir í Tyrklandi,
Líbanon og Malí. Allir þessir
atburðir hafa síðan leitt til kú-
vendingar í málinu. Rússar
höfðu að vísu áður en þessi
hryðjuverkalota hófst tekið
óvænt frumkvæði og „að
beiðni“ forseta Sýrlands komið
sér fyrir á flugvelli í grennd
höfuðborgarinnar og hafið það-
an loftárásir, bæði á Ríki ísl-
ams og kannski ekki síst á sýr-
lenska andstæðinga Assads
forseta.
Vöktu Rússar athygli á því,
að þeir væru hinir einu sem
færu að alþjóðalögum þar sem
þeir hefðu samþykki yfirvalda
til að athafna sig innan landa-
mæra fullvalda ríkis. Nú má
deila um það, hvort Sýrland
uppfylli lengur öll skilyrði þess
að teljast fullvalda ríki eða
hvort yfirvöld þar teljist mark-
tæk sem slík eftir linnulausar
sprengjuárásir á eigin þegna.
En hvað sem því líður má
halda því fram að ný ályktun
Öryggisráðs SÞ heimili að
alþjóðalögum öllum ríkjum að
berjast gegn Ríki íslams hvar
sem liðsmenn þess
kunna að halda sig.
Vandinn er hins
vegar sá, að vest-
urveldin og eftir
atvikum einnig
Rússland eru ekki
tilbúin til annarra aðgerða en
loftárása. Bandaríkin, Rúss-
land og Frakkland hafa upp á
síðkastið lagt mest til þeirra og
líklegt er að Bretar bætist
senn í þann hóp. Flugher þess-
ara landa (nema ef til vill Rúss-
lands) hafði þau fyrirmæli að
forðast skotmörk sem hittu
aðra fyrir en hryðjuverka-
mennina og er þá átt við að
hlífa skyldi almennum borgur-
um eins og frekast væri kost-
ur.
Eftir fyrrgreindar hryðju-
verkaárásir hafa heimildirnar
hins vegar verið víkkaðar út,
sem er varla fagnaðarefni.
Raunsærra væri að viðurkenna
að hryðjuverkaherinn verður
ekki brotinn á bak aftur nema
öflugur landher sæki að hon-
um.
Segja má að hinir hugrökku
og baráttuglöðu Kúrdar hafi
fram til þessa einir gegnt slíku
hlutverki. Sá herstyrkur dugar
þó ekki til. Þess utan eru Tyrk-
ir mjög hugsandi yfir hern-
aðarþátttöku Kúrda af póli-
tískum ástæðum.
Í gær stigmagnaðist ástand-
ið á þessum slóðum óþægilega
þegar tyrkneskar herþotur
skutu niður rússneska her-
þotu, sem Tyrkir fullyrtu að
hefði farið inn í sína lofthelgi
og ekki snúið til baka þrátt
fyrir ítrekaðar aðvaranir.
Tyrkland er aðildarríki
Nató, sem gerir málið enn al-
varlegra. Rússar þvertaka fyr-
ir að flugvélin hafi rofið loft-
helgi Tyrklands og sagði
Vladimír Pútín, forseti Rúss-
lands, að árásin væri rýtings-
stunga í bak Rússlands og
Tyrkir væru samverkamenn
hryðjuverkamanna. Bætti
Pútín því við, að málið myndi
hafa „alvarlegar afleiðingar
fyrir samskipti Rússa og
Tyrkja“.
Enn stendur orð gegn orði
um aðdraganda þess að rúss-
neska herflugvélin var skotin
niður og ekki er víst að endan-
leg niðurstaða náist í því máli.
Þrátt fyrir tilgreind ummæli
Pútíns forseta er líklegt að
hann forðist í raun að gera illt
verra. En forsetar beggja
landa telja örugglega, að báðir
verði að sýna einurð og styrk,
enda yrði annað ekki liðið
heima fyrir.
Þetta atvik er því ekki síst
áminning um að veruleg hætta
er á því, að bál ófriðarins í Sýr-
landi breiðist út. Á því græðir
enginn.
Nema kannski Ríki íslams
sem þrífst á ótta, hatri og
illsku.
Sögulegur atburður:
Rússnesk herflugvél
skotin niður af
Nató-ríki}
Flókin staða flækist enn
H
anna Birna Kristjánsdóttir, þing-
maður Sjálfstæðisflokksins,
varpaði fram þeirri spurningu í
útvarpsþætti fyrir stuttu hvort
við myndum stofna hér ríkis-
útvarp ef það væri ekki þegar til: „Ég held að
íslenska þjóðin ætti aðeins að setjast niður og
velta því fyrir sér, ef við værum að búa til sam-
félag í dag og sætum hér árið 2015, myndum
við búa til svona stofnun í kringum rekstur fjöl-
miðils?“
Ástæða er til að þakka Hönnu fyrir að vekja
máls á þessu enda er hollt að velta upp slíkum
og þvílíkum spurningum, ekki síst þegar við-
komandi stofnun er rekin fyrir almannafé að
miklu eða öllu leyti. Myndum við til að mynda
ákveða að eyða almannafé í stofnanir og fyr-
irbæri eins og Tollstjóraembættið, Fjölmiðla-
nefnd, Námsgagnastofnun, Þjóðkirkjuna, Samkeppn-
isstofnun og Sjálfstæðisflokkinn (og aðra stjórnmála-
flokka reyndar) ef við værum að búa til samfélag í dag?
Í leit að svari við slíkum og þvílíkum spurningum má
svo byrja með að skoða kosti þess að viðkomandi stofnanir
séu til yfirleitt; hvernig væri til að mynda umhorfs þar
sem við sitjum árið 2015 ef Ríkisútvarpið hefði aldrei orðið
til? Hvernig hefði íslensk menning þróast ef aldrei hefðu
verið útsendingar nema á því sem „seldist“, ef aldrei hefði
verið starfrækt útvarpsstöð sem sendi út sinfóníska tón-
list, djass, ljóðlestur, viðtöl við rithöfunda og tónleika með
íslenskri tónlist, aldrei starfandi sjónvarpsstöð sem sendi
út viðtöl við rithöfunda og skáld, umfjöllun um
myndlist og sjónvarpsþætti og tónleika með ís-
lenskri tónlist (ég er svo gamall að ég hef kom-
ið fram með hljómsveit í svart/hvítu sjónvarpi,
íslensku ríkissjónvarpi). Já og svo er það hitt,
fréttaskýringar, umræðuþættir um stjórnmál
og mannlíf, beinar útsendingar frá stór-
viðburðum og eldhúsdagsumræður svo fátt
eitt sé talið (hugsið ykkur til að mynda ef ekki
væri sent út frá eldhúsdagsumræðum).
Einhverju af þessu hefðu einkareknar út-
varps- og sjónvarpsstöðvar eflaust sinnt, en
ekki nema broti af því (og engri einkarekinni
stöð myndi detta í hug að senda út eldhúsdags-
umræður – nema hún fengið borgað fyrir það).
Fyrir vikið væri íslensk menning fátæklegri en
hún er í dag, þó að væri vissulega enn íslensk
menning, og þess myndi sjá víðar stað í sam-
félaginu en hjá listhneigðum. Hingað kæmu til að mynda
færri gestir að nusa af íslenski menningu, færri menning-
arferðamenn, orðspor Íslands færi ekki eins víða og ekki
væri eins auðvelt að selja íslenskan varning víða um heim.
Spurning Hönnu Birnu Kristjánsdóttur er gagnlegt
innlegg í umræðu um Ríkisútvarpið og á alls ekki að amast
við henni. Mér finnst svarið líka liggja í augum uppi: Þeg-
ar við lítum til menningarlegra (og fjárhagslegra) hags-
muna Íslendinga þá myndum við búa til svona stofnun í
kringum rekstur fjölmiðils árið 2015. En það myndi taka
okkur langan tíma, líklega 85 ár eða svo.
arnim@mbl.is
Árni
Matthíasson
Pistill
Hefði Ríkisútvarpið aldrei orðið til
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
FRÉTTASKÝRING
Kristján Jónsson
kjon@mbl.is
Angela Merkel er án efavoldugasti leiðtogi Evrópuog hefur einnig notiðmestrar virðingar þótt
margir hafi fordæmt hana í sunnan-
verðri álfunni síðustu árin. Hún er 61
árs og nýlega náði hún þeim áfanga
að hafa verið kanslari Þýskalands í
10 ár. Varkárni þótti lengi einkenna
stjórnstíl hennar. Sögnin „merkeln“
hefur bæst við orðaforða þýskunnar:
að reyna fyrst að bíða og sjá hvort
vandamálið leysist ekki af sjálfu sér
en gera loks það sem meirihlutinn
vill, segir á vefsíðu Deutsche Welle.
Merkel var árum saman eins og
ósigrandi virki, í apríl sögðust 75%
Þjóðverja vera ánægð með störf
„Móður þjóðarinnar“, fylgið náði
langt út fyrir raðir flokks Kristilegra
demókrata, CDU. En nú hefur
stefna hennar í málum farand- og
flóttamanna grafið undan henni.
Fyrir nokkrum dögum sögðust að-
eins 49% sátt við hana og fylgið við
CDU hefur minnkað úr 42% í 37%.
Búist er við um milljón flótta- og far-
andmanna til landsins á þessu ári og
það hriktir í samfélaginu. En Merkel
hafnar því að setja þak á fjöldann.
„Við getum þetta,“ segir hún.
Fædd í Austur-Þýskalandi
Merkel er prestsdóttir frá
gamla Austur-Þýskalandi og mennt-
aður eðlisfræðingur. Reynsla hennar
af einræði kommúnista mótaði hana
mjög. Eins og önnur a-þýsk börn
lærði hún rússnesku sem hefur kom-
ið að gagni í deilunum við Vladímír
Pútin Rússlandsforseta. En hún var
orðin 35 ára þegar hún hóf fyrir al-
vöru þátttöku í stjórnmálum. Árið
1998 missti CDU völdin, spilling-
armál urðu Helmut Kohl kanslara að
falli og Merkel varð leiðtogi flokksins
árið 2000. Skjótur frami hennar kom
á óvart, oft hefur verið sagt að hún
hafi verið vanmetnari en nokkur
annar stjórnmálamaður. Auk þess
var ekki hefð fyrir því í landinu að
konur gegndu leiðtogaembættum,
„Stelpan hans Kohls“ var viðurnefni
Merkel áður en hún snerist gegn
gamla leiðtoganum.
Sum afrek Merkel á ferlinum
blasa við. Efnahagurinn var að
mörgu leyti slæmur 2005 en nú er
nokkur hagvöxtur í Þýskalandi, at-
vinnuleysi hefur varla verið lægra
frá sameiningu þýsku ríkjanna 1990.
Fjármál ríkisins eru í góðu lagi og
engin skuldasöfnun, þrátt fyrir út-
gjöld vegna innflytjendastraumsins.
Stjórnmálaskýrendur segja að Þjóð-
verjar þakki kanslaranum enn þenn-
an mikla árangur og margir segja
allt of snemmt að spá því að Merkel
verði velt úr sessi.
En heimildarmenn segja að
sjálfstraust hennar hafi dvínað mjög.
Hún virðist oft ráðalaus og undrandi
á því hvernig loforð hennar um að
bjóða alla sýrlenska flóttamenn vel-
komna, afnema í reynd landamærin,
hafa snúist í höndunum á henni. En
hvers vegna tók hún þessa áhættu,
þrátt fyrir viðvaranir þeirra sem
bentu á að hafa yrði stjórn á inn-
flutningi fólks?
Ef til vill rann henni einfaldlega
til rifja að sjá myndir af flóttafólki og
börnum þeirra. Margir bentu einnig
á að Þjóðverjum væri að fækka,
þeir þyrftu því að flytja inn fólk.
Ekki má gleyma því að hryllingur
nasistatímans liggur enn þungt á
mörgum.
Miklu virtist fórnandi til
að bæta ímynd Þjóð-
verja, þeir voru sak-
aðir um kaldlyndi
gagnvart Grikkjum
og Hitlersskegg
málað á myndir af
Merkel í Aþenu.
Börnin í uppreisn
gegn móður sinni
AFP
Vinsæl Hælisleitandi í móttökubúðum í Berlín tekur „sjálfu“ af sér og An-
gelu Merkel kanslara sem heimsótti búðirnar í september síðastliðnum.
Örlög Merkel gætu ráðist í
kosningum í þrem ríkjum Þýska-
lands í mars, tapi CDU kynni
henni að verða sparkað. Menn
eins og Horst Seehofer, leiðtogi
systurflokks CDU í Bæjaralandi,
CSU, bíða átekta en Seehofer
hefur gagnrýnt Merkel harka-
lega vegna innflytjendamál-
anna. Sama hafa þeir gert, Wolf-
gang Schäuble fjármála-
ráðherra og Thomas de
Maiziere innanríkisráðherra.
Merkel vill nú að Tyrkir fái
fjárstuðning til að halda eftir
hælisleitendum, að Grikk-
ir og Ítalir komi upp mót-
tökubúðum, ESB-ríki
samþykki flóttamanna-
kvóta, Þjóðverjar hraði
brotttrekstri þeirra
sem ekki eiga
rétt á hæli og
stórveldin
komi á friði í
Sýrlandi.
Seehofer
bíður átekta
KEPPINAUTARNIR
Horst Seehofer