Morgunblaðið - 25.11.2015, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 25.11.2015, Qupperneq 11
Morgunblaðið/Sigurður Sigmund Á vegum sorgarinnar Í Griefwalker er meðal annars komið inn á að áður fyrr hafi dauðastund manneskju sameinað þorpsbúa en að slíku sé yfirleitt ekki til að dreifa í nútímasamfélagi. „Ég rakst fyrir hálfgerða til- viljun á Orphan Wisdom-skólann sem hann rekur á bóndabæ sínum skammt frá Ottawa í Kanada þegar ég var að vafra á netinu. Eftir tölvu- samskipti við Jenkinson afréð ég að fara utan og hefja þar nám og hafði fyrst og fremst í huga að það gæti gagnast mér og um leið öðrum íbú- um Árneshrepps í viðleitni til að ræða hvað er í húfi og hvernig það snertir okkur ef byggð leggst af. Fólk hvaðanæva úr heiminum sem var með mér í skólanum var þar yf- irleitt vegna þess að einhver nákom- inn því hafði nýlega dáið eða var við dauðans dyr. Þótt samhengið hjá mér væri stærra og öðruvísi, fékk ég strax mikinn áhuga á hugmyndum Jenkinsons um dauðann,“ segir Elín Agla og bætir við að námið hafi hjálpað sér gríðarlega mikið við að hugsa og tala um stöðuna í hreppn- um sínum. Að lifa af dýpt og deyja vel Jenkinson opnaði Elínu Öglu nýja sýn á dauðann. Sjálf kveðst hún hafa verið eins og flestir aðrir, hugs- að sem minnst um dauðann og ekki haft hugmynd um hvað þýddi að lifa af dýpt og deyja vel eins og læri- meistara hennar var tíðrætt um og er raunar þema myndarinnar. „Dauðinn nærir lífið. Við fáum nær- inguna – matinn okkar – af því að plöntur og dýr deyja. Dauðinn víkur með sama hætti fyrir lífinu í sam- félagi mannanna og verður næring fyrir næstu kynslóðir. Vel lifað líf og það hvernig fólk deyr er með sama hætti næring fyrir áframhaldandi líf,“ útskýrir Elín Agla. Felst í þessu að þeir sem lifa líf- inu vel skapi eða næri góðar minn- ingar hjá eftirlifendum? „Það er partur af hugmynda- fræðinni. Einnig sjálf dauðastundin, sem getur verið löng, og það hvernig hún fer fram. Dauðastundin opnar hringinn ef svo má segja, og ætti að vera tilefni til að fjölskylda og vinir komi saman hjá þeim dauðvona og sýni þakklæti. Dauðinn býður okkar allra og skapar djúp tengsl milli manna og milli kynslóða.“ Elín Agla viðurkennir að áður fyrr hafi hún lítið hugleitt hvernig hún gæti tekið þátt í dauðastund annarra, sem ætti – ef eðlilega væri að staðið – að færa fólk saman og veita næringu. „Jenkinson fjallar um dauðafóbíuna sem Vesturlandabúar eru haldnir og gerir það að verkum að við getum varla rætt um dauðann okkar á milli. Ef einhver nákominn veikist slær þögn á alla, við vitum ekki hvað við eigum að segja eða hvernig við eigum að haga okkur og því finnst hinum sjúka erfitt að tala um veikindin eða dauðann þótt hann gjarnan vildi.“ Dauðafóbían Elín Agla segir námið í Orphan Wisdom-skólanum hafa snúist um margt annað en dauðann og ævin- lega verið á heimspekilegum nótum. Klassískar bókmenntir, umhverfis- vandi, kynþáttahyggja voru meðal annars rædd í þaula. „Jenkinson er víðlesinn, andlegur aðgerðarsinni, rithöfundur, sagnameistari, helgi- siðameistari og bóndi svo fátt eitt sé talið Auk þess að reka skólann ferðast hann um heiminn og kennir. Í nýju bókinni sinni fjallar hann um harm og dauða og hina djúpstæðu ást til lífsins. Sjálfur stjórnaði Jenk- inson í mörg ár líknarteymi á sjúkra- húsi í Toronto. Hann sat við dánar- beð um eitt þúsund manns og var ráðgjafi fyrir heilbrigðisstarfsfólk og þá sem voru viðstaddir andlát. Síðan hefur hann nýtt sér reynsluna úr starfinu til að skoða vestrænan kúltúr í tengslum við dauðann, ríkjandi dauðafóbíu og hvaða áhrif hún hefur á okkur í daglega lífinu og samfélaginu í heild.“ Elín Agla segir áhuga Jenk- inson á dauðanum mega rekja til þess að sem barn lá hann fyrir dauð- anum og dvaldi oft á spítala. Þótt hann sé guðfræðingur ræði hann ekki um trú sína, heldur trú og trúarbrögð í sögulegu samhengi ef því sé að skipta. Selur ekki töfralausnir „Hann leggur mikla áherslu á að hann sé ekki að selja neitt, ekki að boða eitthvað sem henti öllum við allar aðstæður eða að hann þekki að- stæður alls staðar. Raunar er hann á því að menning okkar sé að fara yfir um af öllu þessu svokallaða sjálfs- hjálparefni. Þeir sem kynna sér fyrir hvað hann stendur skynja fljótt að hann kennir ekki hvernig á að stíga fimm skref til að yfirvinna sorg og þrjú í átt að hamingju eða þvíumlíkt. Hugleiðingar hans hverfast ekki um að allir verði hamingjusamir, glaðir og finni sjálfan sig. Í grunninn er tónninn sá að við getum búið til betra samfélag í ætt við gömlu þorpssamfélögin þar sem einingin er ekki bara kjarnafjölskyldan heldur þorpið sjálft.“ Í myndinni er komið inn á að áður fyrr hafi dauðastund mann- eskju sameinað þorpsbúa og að slíku sé ekki til að dreifa í nútíma- samfélagi. „Gamla þorpsmenningin að þessu leytinu og mörgu öðru hugnast Jenkinson vel. Í gegnum starf sitt á líknardeildinni á árunum áður merkti hann hversu mann- eskjan var ein í dauða sínum. Sundr- ung og sambandsleysi í samfélaginu er mögulega ein afleiðing þess.“ Hverjir heldur þú að hafi áhuga á dauðanum í desember og um leið Griefwalker? „Hugsanlega þeir sem standa frammi fyrir dauðanum eða þeir sem misst hafa ástvini sína. Einnig heil- brigðisstarfsfólk og almenningur. Stephen Jenkinson segir að þessi kvöldstund sé fyrir alla þá sem mun ekki takast að lifa að eilífu. Ég geri þau orð að mínum,“ segir Elín Agla. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. NÓVEMBER 2015 Flest þurfum við að kljást við eitthvað sem við vildum gjarnan breyta. Vöðvabólga eða liðverkir, þyngdarstjórnun, svefnleysi eða bakverkir. Það getur verið erfitt að stíga fyrstu skrefin ogmargir vita ekki hvernig er best að byrja á því að bæta heilsuna og auka vellíðan. www.heilsuborg.is Heilsuborg ehf. • Faxafeni 14 • 108 Reykjavík • Sími 560 1010 Viltu láta þér líða betur? - Þín brú til betri heilsu FRÍ RÁÐGJÖ F BÓKAÐ U T ÍMA Í SÍMA 560 1 010 OG VIÐ RÁÐ UM ÞÉR HEI LT UM NÆSTU SKR EF Í HEILSU RÆKT Norræna hússins, náms- leiðar í íslensku og erlendu máli, Íslenskuþorpsins og Stofnunar Vigdísar Finn- bogadóttur við Háskóla Ís- lands. Bengt Starrin er prófessor emeritus við Karlstad-háskóla og dálkahöfundur. Hann hefur skrifað á fjórða tug bóka. Starrin blandar sam- an fyrirlestri og skemmtun – mat- skeið af fyrirlestri og matskeið af skemmtun. Væntanlega gefst áheyrendum tækifæri til að hefja upp raust sína og taka undir: Här kommer Pippi Långstrump, Tjolahopp tjolahej tjola- hoppsan-sa. Här kommer Pippi Lång- strump, Ja här kommer faktisk jag. Eða bara á okkar ástkæra, ylhýra: Hér kemur Lína Langsokkur, tralla hó, tralla hei..... REUTERS Rithöfundurinn Astrid Lindgren Heimildarmyndin Griefwalker er ljóðræn lýsing á starfi Stephen Jenkinson með deyjandi fólki og fjölskyldum þess á tólf ára tíma- bili. Áhorfendur fylgjast með Jenk- inson vinna með þá ást til lífsins sem kviknar þegar lífið sér glitta í endalok sjálfs sín. Rauði þráðurinn í myndinni er samtal hans og leikstjórans, Tim Wilson, en þeir ræða um uppruna og afleiðingar hugmynda Jenkins- ons um hvernig við lifum og deyj- um. Jenkinson þykir hafa bylting- arkennda sýn á harm og dauða í Bandaríkjunum og vinnur að því að endur- skilgreina hvað er að lifa af dýpt og deyja vel. Jenkinson er með meistara- gráðu frá Har- vard í guðfræði og í félags- ráðgjöf frá Háskólanum í Toronto. Hann er stofnandi Orphan Wisdom skólans í Ottawa, Kanada. Griefwalker verður sýnd í Tjarn- arbíói kl. 20 þriðjudagskvöldið 1. desember. Miðasala á midi.is. Ástin við leiðarlok HEIMILDARMYNDIN GRIEFWALKER Stephen Jenkinson Félag íslenskra fræða stendur fyrir bókmenntakvöldi í kvöld, miðviku- dagskvöld, kl. 20 í Hannesarholti. Guðmundur Andri Thorsson og Hall- dór Guðmundsson spjalla um nýút- komnar bækur sínar, ævisöguleg skrif og hvaðeina sem kann að bera á góma. Báðir gefa þeir út bækur fyrir þessi jól sem fjalla um fólk sem þeir þekkja vel. Bók Halldórs, Mamúska, fjallar um vináttu höfundar og Mamúsku sem hann kynntist á reglulegum ferðum sínum til Frankfurt. Guðmundur Andri hefur skrifað bókina Og svo tjöllum við okkur í rall- ið, minningar og hugrenningar um föður sinn, Thor Vilhjálmsson, sem hefði orðið níræður á þessu ári. Aðgangur ókeypis á meðan hús- rúm leyfir. Hannesarholt Guðmundur Andri Thorsson Halldór Guðmundsson Skáldaskraf Félags ís- lenskra fræða

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.