Morgunblaðið - 27.11.2015, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 27.11.2015, Blaðsíða 1
F Ö S T U D A G U R 2 7. N Ó V E M B E R 2 0 1 5 Stofnað 1913  279. tölublað  103. árgangur  LÆKNIR Á FLÓTTA UPPLIFÐI PYNTINGAR GJÖRNINGUR TIL STYRKTAR FLÓTTAFÓLKI HEIÐRAR MINN- INGU FÖÐUR SÍNS THORS MEÐ BÓK TRÓJUDÆTUR 38 GUÐMUNDUR ANDRI 10FARAHAT FRÁ SÝRLANDI 16 Morgunblaðið/Árni Sæberg Sjávarútvegur Ferskur fiskur nýtur æ meiri vinsælda á mörkuðum víða um heiminn.  Útflutningsverðmæti ferskra sjávarafurða sem fluttar eru frá Ís- landi hefur hækkað um 268% frá aldamótum mælt í verði á hvert tonn. Á sama tíma og verð afurð- anna hefur hækkað hefur það magn sem flutt er úr landi af ferskum sjávarafurðum dregist saman um 47%. Skýringanna á þeim breyting- um sem orðið hafa á útflutnings- magni og verði þess sem flutt er út er að leita í því að afurðirnar eru í meiri mæli fullunnar hér á landi, en áður var ferskur fiskur í meira magni fluttur minna unninn á er- lenda markaði. Á síðasta ári nam meðalverð á ferskum sjávarafurðum, sem flutt- ar voru úr landi, tæpum 800 þúsund krónum á hvert tonn. »18 Verð ferskra afurða hefur hækkað um 268% frá aldamótum Könnunin bendir til að helming- ur kúabænda innan MS hyggist auka framleiðslu sína á næstu árum og hlutfallslega fleiri framleiðendur innan KS. Áætlar MS að fram- leiðslan gæti aukist um 20-25 millj- ónir lítra. Á móti er áætlað að aðrir muni minnka við sig um fimm millj- ónir lítra. Mjólkurframleiðslan er nú þegar nokkuð yfir sölu á markaði innan- lands. Þannig er áætlað að fram- Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Viðhorfskönnun Mjólkursamsöl- unnar bendir til að mjólkurfram- leiðsla gæti aukist um 20 milljónir lítra á næstu árum. Framleiðslan er nú nokkuð umfram það sem þörf er á innanlands. Mjólk sem umfram er myndar smjör- eða mjólkur- duftfjöll eða er flutt út fyrir lágt verð. leiðslan í ár verði 147 milljónir lítra en salan 122 til 132 milljónir lítra, eftir því hvort miðað er við prótein- eða fitugrunn. Á næsta ári er búist við að munurinn aukist enn frekar. „[..T]il lengdar og að jafnaði þarf mjólkurframleiðslan að vera í þokkalegu jafnvægi við innlenda eftirspurn,“ segir Ari Edwald, for- stjóri MS. Mjólkin myndar smjörfjall  Kúabændur hafa hug á því að auka framleiðsluna um alls 20 milljón lítra á næstu árum  Ekki er markaður innanlands fyrir svo mikla aukningu MMjólkin flýtur … »6 Morgunblaðið/Eggert Kýr Nytin aukin og kúm fjölgað. Morgunblaðið/Golli Aðdráttarafl Geysissvæðið dregur til sín fjölmarga ferðamenn. Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Ríkið hefur hafnað kauptilboði Landeigendafélags Geysis í 33,89% eignarhlut ríkisins á Geysissvæðinu og undirbýr nú formlegar viðræður við fulltrúa landeigenda um að ríkið kaupi hlut eða hluta af landareign þeirra. Þetta fékk Morgunblaðið staðfest í fjármálaráðuneytinu í gær. Fyrr í haust gerði Landeigenda- félag Geysis tilboð í ofangreindan eignarhlut ríkisins, sem nú hefur verið hafnað. Ekki var upplýst í haust upp á hvað tilboð landeigenda hljóðaði. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins hafa óformlegar viðræður farið fram á milli stjórn- valda og fulltrúa landeigenda. Ný- verið óskuðu landeigendur eftir því bréflega að viðræður við stórnvöld hæfust um framtíð Geysissvæðisins, m.a. um það hvort ríkið vildi ræða við landeigendur um að kaupa hlut eða hluta þeirra á Geysissvæðinu. Jákvætt var tekið í þessa málaleit- an og munu viðræður hefjast fljót- lega. »6 Ríkið hafnar tilboði í Geysi  Viðræður við landeigendur um að ríkið kaupi hlut þeirra Suðurskautslandið er komið á kortið hjá Íslend- ingum. Síðustu vikurnar hafa flugmenn Loft- leiða, sem er dótturfélag Icelandair Group, farið nokkrar ferðir frá Punta Arenas í Síle til Union Glacier, sem er norðarlega á meginlandinu. Um 60 farþegar eru í hverri ferð, en þær þykja æv- intýri og upplifun. „Aðstæður á flugbrautinni á ísnum eru allar hina bestu,“ segir Erlendur Svavarsson hjá Loftleiðum. Það er þotan Eld- borg sem notuð hefur verið til þessa verkefnis, en ekki er vitað til þess að þotur af Boeing-gerð hafi áður lent á Suðurskautslandinu. »4 Eldborg á ísilögðu Suðurskautslandinu Ljósmynd/Adventure Network International Þota Loftleiða tekur flugið í fjarlægri heimsálfu  Lúpínusvæði í Mosfellsbæ eru um 1.070 hektar- ar, sem sam- svara 5,8% lands í sveitarfélaginu. Alaskalúpína í þéttum breiðum er um 285 ha. en lúpínan er gisn- ari, allt að 30 metrar á milli plantna, á um 785 ha. Í skýrslu Landgræðslunnar segir að það sé langtímaverkefni að halda aftur af útbreiðslu lúpínu og skógarkerfils. »12 Lúpína á 1.070 hekt- urum í Mosfellsbæ Langtímaverkefni Lúpína breiðist út. Afköst minnka og mengun eykst með lækkun hámarkshraða á Miklubraut, það er frá Hlíðum að Kringlumýrarbraut. Þetta segir Ólafur Guðmundsson hjá FÍB og tæknistjóri EuroRAP á Íslandi. Í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkur var samþykkt í vik- unni að lækka hámarkshraða á nefndri leið úr 60 km/klst. í 50 km/ klst. Málið er til umfjöllunar í borgarkerfinu, en menn þar telja að umferðarafköst minnki ekki með þessu en draga muni úr svif- ryksmengun og hávaða. Miklabraut er þjóðvegur og heyr- ir undir Vegagerðina. Ekki hefur verið haft samráð við hana vegna þessa. »4 Lækka á hámarks- hraða á Miklubraut Morgunblaðið/Árni Sæberg Bílar Miklabraut við Klambratún.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.