Morgunblaðið - 27.11.2015, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 27.11.2015, Blaðsíða 38
38 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. NÓVEMBER 2015 1. Notandi þarf að vera með fulla áskrift og skráður á mbl.is 2. Það er gert á forsíðu mbl.is, efst í vinstra horninu (Innskráning · nýskráning) 3. Þú færð Morgunblaðs-appið á App Store og Play Store 4. Kennitala er skráð sem notandanafn 5. Lykilorð er það sama og á mbl.is SVONA SKRÁIR ÞÚ ÞIG Ef þú þarft frekari aðstoð hafðu þá samband við okkur í síma 569 1100 VIÐBÓT FYRIR ÁSKRIFENDUR v Fáðu Moggann þinn hvar sem er og hvenær sem er Nú fylgir Morgunblaðið í rafrænni útgáfu fyrir spjaldtölvur og snjallsíma MOGGINN ÁSKRIFENDUR ATHUGIÐ *RAFRÆN ÚTGÁFA MORGUNBLAÐSINS, E-MOGGINN, FÆST BÆÐI FYRIR IPAD OG ANDROID 2.2. OG NÝRRI ÚTGÁFUR. **GILDIR FYRIR ÞÁ SEM ERU MEÐ FULLA ÁSKRIFT. * ** Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Trójudætur, sem gríska leikskáldið Evripídes skrifaði fyrir 2400 árum, á ískyggilega mikið erindi við samtímann, en í verkinu skrifar leikskáldið um flóttakonur,“ segir Helga Elínborg Jónsdóttir leik- kona sem stendur fyrir gjörningi í Hörpu sunnu- daginn 29. nóvember kl. 15.30 sem ber yfirskriftina „Flóttakonur“. „Við munum koma siglandi frá Suðurbugt á sjó- farinu Undínu og leggja að bryggju við Ingólfsgarð fyrir neðan Hörpu. Þaðan göngum við í fylkingu í fylgd fána- og kyndilbera inn í Hörpu og flytjum þar í stiganum í anddyrinu 15 mínútna brot úr Tróju- dætrum Evripídesar, sem fjallar um eiginkonur, dætur og mæður á flótta eftir að heimaborg þeirra Trója, hefur verið lögð í rúst í hernaðarátökum,“ segir Helga og bendir á að skáldið lýsi nístandi harmi og sálarangist kvennanna eftir að hafa misst allt, ástvini sína og föðurland. „Leikritið er samið árið 415 f.Kr. og sú sorglega staðreynd blasir við að nú 2.400 árum síðar er ástandið í heiminum síst betra.“ Aðspurð um tilefni gjörningsins nú segir Helga ætlunina að sýna samúð og samstöðu með öllum þeim sem neyðast til að flýja heimkynni sín vegna stríðsátaka, leggja út á opið haf í óvissu og lífhættu. „En jafnframt langaði mig að heiðra minningu listafólksins sem kom að uppfærslu Trójudætra í Iðnó fyrir tuttugu árum í leikstjórn Ingu Bjarnason við frumsamda tónlist Leifs Þórainssonar,“ segir Helga sem fór með hlutverk Andrómökku, en Bríet Héðinsdóttir lék aðalhlutverk sýningarinnar, He- kúbu drottningu. Heiðrar minningu Leifs og Bríetar „Leifur hefði orðið áttræður í ágúst á síðasta ári og þá var meiningin að gera eitthvað í minningu hans, en af því varð ekki. Bríet hefði orðið áttræð í október sl. og sjálf verð ég sjötug í næsta mánuði. Þannig að nú fannst mér ekki hægt að bíða lengur með að heiðra minningu þeirra. Upphaflega stóð til að flytja gjörninginn í Iðnó, en þegar sú hugmynd kviknaði að koma siglandi þá var Harpa heppilegri vettvangur. Í stað þess að halda stóra afmælisveislu get ég með þessum gjörningi þannig látið gott af mér leiða.“ Auk Helgu taka þátt í gjörningnum leikkonurnar Lilja Þórisdóttir, Bryndís Petra Bragadóttir, Guð- rún Þórðardóttir og Kolbrún Erna Pétursdóttir, sem allar léku í sýningunni í Iðnó 1995, ásamt leik- konunum Önnu Kristínu Arngrímsdóttur, Esther Talíu Casey og Álfrúnu Helgu Örnólfsdóttur, sem túlka stutt brot úr leikriti Evrípídesar. Þá flytja þrjár söngkonur tónlist Leifs, þær Björk Jónsdótt- ir, Signý Sæmundsdóttir og Jóhanna Þórhallsdótt- ir, sem stjórnaði söngnum í Iðnó forðum, en Kristín Jóna Þorsteinsdóttir leikur undir á trommu. Lára Stefánsdóttir sér um kóreógrafíu nú eins og í sýn- ingunni 1995 og Helga Björnsson hefur umsjón með búningunum. Listamennirnir gefa allir vinnu sína. Aðgangur er ókeypis, en Rauði krossinn tekur á móti söfnunarfé í anddyri Hörpu. „Við skorum á sem flesta að mæta og sýna samhug í verki,“ segir Helga að lokum. Ljósmynd/Kristján Ingi Samstaða Öflugur hópur kvenna kemur að gjörningnum. Standandi í aftari röð eru frá vinstri: Signý, Björk, Jóhanna, Bryndís Petra, Helga Elínborg, Anna Kristín, Lilja, Esther Talía Casey og Guðrún. Sitjandi fyrir framan eru frá vinstri: Kristín Jóna, Kolbrún Erna, Álfrún Helga og Ragnheiður Eyja. „Sýna samhug í verki“  Fremja gjörning í Hörpu til styrktar flóttafólki  Koma siglandi að tónlistarhúsinu Ringo Starr hyggst selja ein- tak sitt af Hvíta albúmi Bítlanna sem merkt er nr. 0000001 á upp- boði hjá Julien sem fram fer 3.-5. desember. Samkvæmt frétt breska dagblaðs- ins The Guardian var talið að plat- an hefði verið í eigu Johns Lennon, en fjögur fyrstu tölusettu eintökin voru í eigu Bítlanna. Í ljós hefur komið að Starr reyndist eigandinn og hefur geymt það í læstu banka- hólfi sl. rúm 35 ár. Talið er að ein- takið fari á 60 þúsund bandaríkja- dali eða sem samsvarar 8 milljónum ísl. kr. Fyrir sjö árum seldist eintak plötunnar sem merkt var nr. 0000005 á 30 þúsund dali. Starr býður fleiri muni til sölu á uppboðinu, þar á meðal töluverðan fjölda af skartgripum, listaverkum, fötum og hljóðfærum, m.a. Gretsch Tennessean-gítar sem George Harrison átti og metinn er á 200.000 dali. Fyrsta eintak Hvíta albúmsins á sölu Ringo Starr Jesse Hughes, að- alsöngvari rokk- sveitarinnar Eag- les of Death Metal, segir í við- tali við Vice að hann vilji að sveitin verði sú fyrsta á svið þeg- ar tónleikastað- urinn Bataclan verður enduropnaður. Sveitin var hálfnuð með tónleika sína, sem fram fóru á Bataclan, þegar vígamenn réðust inn og hófu skothríð á tón- leikagesti með þeim afleiðingum að 89 manns létu lífið. „Ég get ekki beðið eftir því að komast aftur til Parísar og spila. Vinir okkar mættu til að hlusta á rokktónlist en létu lífið. Mig langar að snúa aftur og lifa.“ Allir liðsmenn sveitarinnar sluppu ómeiddir, en Hughes lýsir því þegar hann á flótta sínum mætti einum þriggja árásar- mannanna. „Ég sá einn byssumann- inn. Hann sneri sér við og hugðist miða byssu sinni að mér, en byssu- hlaupið rakst í dyrakarminn.“ Vill fyrstur á svið Jesse Hughes Ritstjórar franska bókmenntatíms- ritsins LIRE völdu Fiskarnir hafa enga fætur eftir Jón Kalman Stef- ánsson bestu erlendu skáldsöguna sem kom út í Frakklandi á árinu. Eric Boury þýddi söguna, sem nefn- ist upp á frönsku D’ailleurs, les pois- sons n’ont pas de pieds, og hefur hún hlotið afar lofsamlega umfjöllun í frönskum dagblöðum og bók- menntatímaritum. Kunnasta forlag Frakklands, Gallimard, gefur verk Jóns Kalmans út þar í landi. Tilkynnt var við hátíðlega athöfn í Grand Palais í París í fyrrakvöld hvaða bækur LIRE verðlaunar að þessu sinni í hinum ýmsu flokkum bókmennta. Útgefandi Jóns Kal- mans hjá Gallimard, Jean Mattern, las upp þakkarávarp hans og sagði í samtali við Morgunblaðið að orðum skáldsins hafi verið afar vel fagnað. Samkvæmt frétt L’Express kepptu þrjár bækur um verðlaunin sem besta erlenda skáldsagan; auk bókar Jóns Kalmans sem er fyrri hluti verks sem lýkur með Eitthvað á stærð við alheiminn, sem kom ný- verið út á íslensku, voru það L’Imp- osteur eftir Javier Cercas og Am- ericanah eftir Chimamanda Ngozi Adichie. Skáldverk ársins í Frakklandi var valin umtöluð saga alsírska höfund- arins Boulam Sansal, 2084. Hún hef- ur undirtitilinn Endir heimsins og er í henni dregin upp dökk mynd af framtíðinni þar sem grimm alræð- isstjórn kúgar Frakka. Þá voru veitt verðlaun fyrir bestu skáldsögu ársins á frönsku og varð fyrir valinu Vernon Subutex eftir Virginie Despentes. Hún var valin framyfir Boussole eftir Mathias En- ard og La Septième Fonction du langage eftir Laurent Binet. Skáldsaga Eiríks Arnar Norð- dalh, Illska, var ein af þremur sem komu til greina í flokkunum „Erlend uppgötvun ársins“ en fyrir valinu varð bókin L’Oiseau du Bon Dieu eftir James McBride. Meðal annarra verðlauna sem LIRE veitti má nefna að Et tu n’es pas revenu eftir Marceline Loridan- Ivens var valin ævisaga ársins, besta heimspekiritið var valið Cosmos : une ontologie matérialiste eftir Mic- hel Onfray, Berezina eftir Sylvain Tesson var besta ferðasagan og Le Brasier eftir Nicolas Chaudun sagn- fræðirit ársins. „Fiskar“ Jóns Kal- mans sú besta þýdda Boulam Sansal Jón Kalman Stefánsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.