Morgunblaðið - 27.11.2015, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 27.11.2015, Blaðsíða 41
MENNING 41 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. NÓVEMBER 2015 » Nýlókórinn, einnig nefndur Íslenski hljóðljóð-akórinn, hélt hljóðleika á Kex hosteli í gær- kvöldi sem báru yfirskriftina Ég sakna ekki fram- tíðarinnar. Kórinn frumflutti þrjú ný verk eftir þrjá höfunda: „Fet“ eftir Harald Jónsson myndlist- armann, „Fjall“ eftir ljóðskáldið Lomma og „Edi- könd“ eftir Hörð Bragason, tónskáld og einn kór- stjóra kórsins. Nýlókórinn frumflutti þrjú verk á hljóðleikum á Kex hosteli í gærkvöldi Morgunblaðið/Eggert Hljóðleikar Kórinn á hljóðleikum í gær. Hann sérhæfir sig í flutningi hljóðljóða og gjörninga og sagði í tilkynningu vegna hljóðleikanna að atriði á þeim gætu valdið viðkvæmu fólki óþægindum. Kannski hefur gjörningurinn haft tilætluð áhrif. Áhrif Áhorfendur hlýddu á og veittu hinu smæsta athygli. Saman Áhorfendur og jafnframt þáttakendur voru eflaust hissa. Steppað Fæturnir fengu að vinna sína vinnu í steppinu. Í hring Mikil nánd skapaðist í gjörningnum og flytjendur leiddust hönd í hönd og mynduðu hring utan um gestina. Góða risaeðlan Teiknimynd frá fyrirtækinu Pixar. Risaeðluunginn Arlo verður við- skila við föður sinn og þarf hann að bjarga sér upp á eigin spýtur í fyrsta sinn. Hann hittir lítinn strák sem hjálpar honum og er sá stutti óhræddur við að sýna tennurnar og standa á sínu. Leikstjóri er Pet- er Sohn og leikarar í íslenskri tal- setningu Grettir Valsson, Aron Máni Tómasson, Þórhallur Sig- urðsson, Steinn Ármann Magn- ússon, Valdimar Flygenring, Egill Ólafsson, Íris Tanja Flygenring, Þórdís Björk Þorfinnsdóttir, Hjálmar Hjálmarsson, Edda Björg Eyjólfsdóttir o.fl. Leikstjóri tal- setningar er Björn Ármann Júl- íusson. Metacritic: 67/100 Bridge of Spies Nýjasta kvikmynd leikstjórans Ste- ven Spielberg með Tom Hanks í aðalhlutverki. Handritið skrifuðu Matt Charman og bræðurnir Et- han og Joel Coen og byggðu á hinu sk. U-2 atviki árið 1960. Bandarískur þotuflugmaður í njósnaleiðangri var handtekinn í Sovétríkjunum eftir að þotan hans var skotin niður og var lögfræð- ingurinn James Donovan fenginn til að semja um lausn hans. Kalda stríðið stóð þá sem hæst og lagði Donovan sig í mikla hættu. Auk Hanks fara með helstu hlutverk Alan Alda, Amy Ryan og Mark Rylance. Metacritic: 81/100 The Night Before Æskuvinirnir Ethan, Isaac og Chris hafa haft þann sið að hittast á aðfangadagskvöldi og sletta úr klaufunum, allt frá því að for- eldrar eins þeirra létu lífið. Þetta hafa þeir gert í 14 ár en eru nú orðnir fullorðnir menn og ætla að leggja siðinn af. En áður en af því verður skal sletta úr klaufunum sem aldrei fyrr. Leikstjóri er Jo- nathan Levine og í aðalhlut- verkum Jillian Bell, Joseph Gord- on-Levitt, Lizzy Caplan og Seth Rogen. Metacritic: 57/100 45 years Breska verðlaunamyndin 45 years í leikstjórn Andrew Haigh verður frumsýnd í Bíó Paradís í dag. Hún fjallar um hjón sem fá óvænt bréf þegar þau eru að skipuleggja 45 ára brúðkaupsafmæli sitt og inni- hald þess mun mögulega breyta lífi þeirra til frambúðar. Myndin var sýnd í keppnisflokki Berl- ínarhátíðar 2015 og báðir aðalleik- arar myndarinnar, Charlotte Rampling og Tom Courtenay, hlutu Silfurbjörninn, verðlaun há- tíðarinnar fyrir besta leik í aðal- hlutverki. Metacritic: 92/100 Mad Max Kvikmyndaklúbburinn Svartir sunnudagar í Bíó Paradís sýnir á sunnudaginn hina sígildu has- armynd Mad Max frá árinu 1979 með Mel Gibson í aðalhlutverki. Leikstjóri myndarinnar er George Miller. Metacritic: 67/100 Bíófrumsýningar Kalt stríð Úr kvikmyndinni Bridge of Spies sem Steven Spielberg leikstýrði. Risaeðlur, svall, deilur og hasar HUNGER GAMES 4 2D 5,8,10:10 THE NIGHT BEFORE 8,10:45 GÓÐA RISAEÐLAN 2D 5 SPECTRE 6,9 HANASLAGUR 3:50 LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar Miðasala og nánari upplýsingar TILBOÐ KL 5 TILBOÐ KL 5

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.