Morgunblaðið - 27.11.2015, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 27.11.2015, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. NÓVEMBER 2015 Það er mjög áleitin og brýn spurning hvort lífeyrissjóðakerf- ið sé ásættanlegt í nú- verandi mynd? Ég er talsmaður frjálsrar samkeppni þar sem henni verður við kom- ið, en það er engin samkeppni meðal líf- eyrissjóðanna. Fólk er knúið til að greiða í líf- eyrissjóð og er al- mennt ekki frjálst að velja sér í hvaða sjóði það vill vera, heldur er það skikkað í sjóð eftir því hvaða vinnu það stundar, þ.e. hvaða verka- lýðsfélagi það „tilheyrir“, en fólk hef- ur ekkert valvald þar heldur. Við lít- um gjarnan svo á að við búum í frjálsu lýðræðisþjóðfélagi, en er eitt- hvað frjálst eða lýðræðislegt við þetta fyrirkomulag? Ríki í ríkinu Mér skilst að það séu hátt í 30 líf- eyrissjóðir í landinu. Það eru þá jafn- margar stjórnir í gangi, hver með e.t.v. 7 manns og svo eru varamenn. Sjóðirnir eru með eigin kontóra, starfsfólk, endurskoðendur o.s.frv. og fólk getur byrjað að leika sér að reikna hvað allt þetta batterí kostar. Á sama tíma hafa sjóðeigendur lítið sem ekkert með það að gera hverjir sitja í stjórnunum eða hvernig fé þeirra er ráðstafað. Því ráða samtök atvinnurekenda og verkalýðsfélag- anna, sem eiga samt ekkert í sjóð- unum og kemur fé annarra auðvitað ekkert við. Þannig hefur valdið í stuttu máli færst frá fólkinu yfir til fámennra valdshópa glæsihallanna. Heilagar kýr Það má helst ekki minnast á þessi mál því viðkomandi vilja ríghalda í valdið, enda miklir peningar og áhrif í húfi fyrir ráðafólkið sjálft og verða topparnir seint taldir til láglauna- fólks, enda með ríka ábyrgð. Ég ætla ekki að eyða takmörkuðu plássi til að lýsa því hvernig lífeyrisréttindum al- mennings er háttað, enda er það ein- mitt einn mergurinn málsins hve flókið það er. Ég ætla frekar að leyfa mér að hreyfa við hugmyndum um hvernig mér finnst að betra væri að hafa hlutina, sem í hnot- skurn mætti vera: Einföldun Ef menn vilja halda sig við að lögþvinga fólk að greiða í lífeyrissparn- að, þá væri það fyrsta að stofna einn landssjóð, Lífeyrissjóð Íslands (LÍ), sem allir greiddu í og sem einn færi með þau mál. Þannig spar- aðist stórfé sem fer í dag í að reka allt það sem nú er. Inngreiðslur væru frádráttarbærar frá skatti. Þá ætti allur slíkur sparnaður að vera séreign hvers og eins og erfast til lögerfingja eins og aðrar eignir. Í dag fylgja því dýrir og flóknir út- reikningar hver réttindin eru hér og þar hverju sinni. Dæmi um óheiðar- leika kerfisins er að eiginkona sem séð hefur um sameiginlegt heimili fær, ef eitthvað, aðeins brot af inn- greiðslu samskattaðs maka síns til að lifa af eftir fráfall hans og sjóðurinn gerir restina upptæka. Hið næsta er að allir landsmenn hefðu sama rétt frá ríkinu til elli- og örorkulífeyris. Greidd upphæð ætti að veita mannsæmandi líf, en að al- gjöru lágmarki samkvæmt fram- færsluviðmiðunum og vera skattlaus, enda ósæmilegt að krefja um skerf af því sem lágmark er. Það sem um- fram lágmarkið væri, aðrar tekjur hvort heldur væri úr lífeyrissjóði, vinnutekjur eða hvaðeina, ætti svo að skattleggja með venjulegum hætti. Þannig gæti fólk unnið eins lengi og að það getur eða vill án hegninga. Ríkið ætti að spara á öðrum sviðum til þess að þetta væri framkvæm- anlegt. Í fjórða lagi þyrfti á sama tíma að einfalda skattkerfið til þess að rík- isskattar yrðu allir 20%, þ.e. tekju- skattar, erfðafé og vsk, enda hefur það verið reiknað út að það er árang- ursríkast. Tryggingagjald tæki ein- göngu mið af þörfinni vegna atvinnu- leysisbóta. Ísland yrði umsvifalaust afar samkeppnisfært. Þá ættu aðilar vinnumarkaðarins að leysa samningamálin í heild, sjá til þess að lágmarkslaun séu viðunandi og losa landið undan kostnaði og skemmdum skæra og sérhagsmuna eins og við þekkjum því miður allt of vel og höfum þurft að þola þegar allt stoppar m.a. vegna fjölda verkalýðs- félaga innan sama fyrirtækis og þá hvert með sínar sérstöku kröfur og endalausu samanburðarfræði. Því er líka brýnt að endurskoða vinnulög- gjöfina. Ávöxtun Það mætti hugsa sér að fjármunir LÍ yrðu ávaxtaðir með eftirfarandi hætti: a) Að lána ungu fólki á lágum vöxtum til þess að kaupa sína fyrstu eigin íbúð. Þannig tækju landsmenn þátt í því mikilvæga máli. b) Að vera lánveitandi til ríkisins. c) Þátttaka í stórverkefnum d) Annað eftir því sem tækifæri gæfust til, helst sem mest í útlöndum, en alltaf með ör- yggið í huga sem er mikilvægara en einhver hugsanleg hámarksávöxtun. Þannig mætti koma í veg fyrir stór- tjón eins og varð í spekúlasjónum valdsherranna á sínum tíma, en eng- inn gerður ábyrgur fyrir. Sjóðnum væri óheimilt að kaupa hlutabréf í ís- lenskum fyrirtækjum af augljósum ástæðum. Útópía? Það verður væntanlega andskot- anum erfiðara að stokka allt upp og byrja upp á nýtt. Flækjustigið er hátt og íhaldssemin og sérhagsmun- irnir eru föst fyrir. Ber þó ekki að stefna að einhverju því sem skyn- samlegra og betra er með það að markmiði að fólkið hafi það sem best, sem er sagt vera verkefni stjórn- valda og t.d. verkalýðshreyfingar- innar? „Carthago delenda est.“ Ég ætla að fá stílinn frá Cato gamla í Róm lánaðan og segja: Auk þess legg ég til að þvingaða verðtryggingin verði af- numin Lífeyrissjóðakerfið Eftir Kjartan Örn Kjartansson Kjartan Örn Kjartansson » Það verður væntan- lega andskotanum erfiðara að stokka allt upp og byrja upp á nýtt, enda eru íhaldssemin og sérhagsmunirnir föst fyrir. Höfundur er fyrrv. forstjóri og Hægri grænn. Bros virðist ekki vera sérlega flókin at- höfn. Þegar við upp- lifum jákvæða tilfinn- ingu lyftast munnvik- in og augun krumpast. Heildaráhrifin gefa umheiminum þau skilaboð að okkur líði vel. Að brosa er ein- föld og í langflestum tilfellum algjörlega sjálfsprottin athöfn. Við brosum yf- irleitt án mikillar áreynslu. Reyndar hrífast flestir ekki af brosi sem virðist þvingað. Það er ekki erfitt að taka eftir gervibrosi, þegar við lyftum munnvikunum en augun brosa ekki með. Ekta bros hefur verið kallað „Duchenne“-bros eftir taugasjúkdómafræðingnum Guillaume Duchenne en hann bar árið 1862 kennsl á þá andlitsvöðva sem taka þátt í alvöru, sjálfsprottnu brosi. Rannsóknir undanfarna áratugi hafa reyndar sýnt fram á það að það er viss ávinningur af því að kreista fram bros. Sífellt fleiri eru sannfærðir um að bros sé ekki að- eins ytri tjáning á jákvæðum til- finningum heldur geti jafnvel létt lundina og haft jákvæð áhrif á lík- ama og sál. Heilinn gerir nefnilega lítinn greinarmun á ekta brosi og gervibrosi. Einn af þeim sem hafa mikið rannsakað brosið er sálfræðingurinn Ro- bert Zajonc sem árið 1989 birti eina mik- ilverðustu rannsókn- arniðurstöðu um áhrif bross á tilfinningar. Þátttakendur áttu að bera fram sérhljóð eins og langt „e“, sem líkist brosi, og langt „u“, sem líkist meira fýlu- svip. Í ljós kom að þeir sögðu að sér hefði liðið vel eftir að hafa borið fram langt „e“-hljóð en illa eftir að hafa borið fram langt „u“. Aðrar rannsóknir hafa sýnt svip- aðar niðurstöður. Í einni þeirra áttu þátttakendur að sýna jákvæða og neikvæða tjáningu með því að hafa penna í munninum, sem annaðhvort sneri fram þannig að varirnar gerð- ust framstæðar og mynduðu stút, eða þversum þannig að munnvikun- um var ýtt út í bros. Í ljós kom að síðastnefndu aðstæðurnar sköpuðu ánægjulegar tilfinningar. Ástæðan fyrir því að rannsókn Zajonc er talin þýðingarmikil er að hann setur fram nákvæma sálfræði- lega skýringu á niðurstöðunum. Að sögn hans hefur andlitssvipurinn bein áhrif á vissa virkni í heilanum sem tengist hamingju. Zajonc segir að þegar hitastigið í ákveðnum hluta líkamans breytist, breytist einnig efnafræðileg virkni. Rann- sóknir hafa sýnt að lægra hitastig í heilanum skapar jákvæðar tilfinn- ingar en hærra hitastig skapar nei- kvæðar tilfinningar. Zajonc bendir á að innri hálsslagæðin, sem flytur meirihluta blóðsins til heilans, ligg- ur í gegnum holu sem inniheldur margar andlitsæðar. Þegar við brosum spennast vissir andlits- vöðvar og þrengt er að æðunum. Við það minnkar blóðflæðið til heil- ans, sem hefur þau áhrif að hitastig blóðsins lækkar. Þegar kaldara blóð nær heilanum lækkar einnig hitastig heilans, sem skapar já- kvæðar tilfinningar. Kenningin virkar líka í hina áttina; þegar vöðvarnir sem við notum til að mynda skeifu herpast eykst blóð- flæðið til heilans og hitastig hans hækkar, sem veldur neikvæðum til- finningum. Niðurstöður Zajonc þýða ekki að við getum forðast depurð það sem eftir er ævinnar með því einfaldlega að gera okkur upp bros heldur ein- ungis að bros getur fært okkur í áttina að jákvæðum tilfinningum. Taktu því lífinu brosandi. Brostu þínu blíðasta Eftir Ingrid Kuhlman Ingrid Kuhlman » Að brosa er einföld og í langflestum til- fellum algjörlega sjálf- sprottin athöfn. Við brosum yfirleitt án mik- illar áreynslu. Höfundur er framkvæmdastjóri Þekkingarmiðlunar. SAMKVÆMT BÓKSÖLU Í PENNANUM EYMUNDSSON UM LAND ALLT METSÖLULISTI EYMUNDSSON VIKAN 18.11.15 - 24.11.15 1 2 5 6 7 8 109 43 Þín eigin goðsaga Ævar Þór Benediktsson Og svo tjöllum við í okkur í rallið Guðmundur Andri Thorsson Brynhildur Georgía Björnsson Ragnhildur Thorlacius Mamma klikk ! Gunnar Helgason Kafteinn Ofurbrók og endurkoma túrbó 2000 klósettsins DavPilkey Þýska húsið Arnaldur Indriðason Sogið Yrsa Sigurðardóttir Stríðsárin 1938 - 1945 Páll Baldvin Baldvinsson Stóri skjálfti Auður Jónsdóttir Vísindabók Villa - Geimurinn Vilhelm Anton Jónsson / Sævar Helgi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.