Morgunblaðið - 27.11.2015, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 27.11.2015, Blaðsíða 26
26 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. NÓVEMBER 2015 ✝ Sigríður fædd-ist á Blönduósi 20. febrúar 1958. Hún lést á sjúkra- húsinu á Hvamms- tanga 18. nóvember 2015. Móðir hennar var Ingibjörg Daní- elsdóttir, f. 23. mars 1931, d. 26. ágúst 1989. Faðir hennar var Lárus Þ. Valdimarsson, f. 29. nóv- ember 1928, d. 31. júlí 2015. Stjúpfaðir: Baldur Skarphéð- insson, f. 17. október 1930. Alsystkini: Þórir Magnús Lár- usson, f. 19. janúar 1954, maki Svanhildur Hall, f. 4. apríl 1972. Þórdís Lárusdóttir, f. 19. nóv- ember 1955. Grímur Valdimar Lárusson, f. 31. mars 1959. Hálf- systkini Finnur Lárusson, f. 29. desember 1966, maki Merrilyn Jane Lárusson, f. 30. nóvember 1968. Hafliði Kristján Lárusson, f. 22. janúar 1970, maki Cather- ine Alaguiry, f. 27. mars 1976. Pétur Þröstur Baldursson, f. 17. júní 1969, maki Anna Birna Þor- steinsdóttir, f. 16. júlí 1972. göngu sína sótti Sigríður fyrst í Víðihlíð og síðan í Laugar- bakkaskóla. Tvö síðustu árin var hún í Gagnfræðaskóla Sauð- árkróks þaðan sem hún lauk gagnfræðaprófi. Þá tók við einn vetur í framhaldsdeild við Reykjaskóla í Hrútafirði. Á uppvaxtarárum sinnti hún ýmsum landbúnaðarstörfum sem féllu til í sveitinni. Vann á sumrin við gistiheimili á Blönduósi, Hótel Eddu á Reykja- skóla, auk þess að starfa nokkur sumur við Staðarskála. Sigríður lauk stúdentsprófi frá Verslunarskóla Íslands 1980. Kennaraprófi B.ed. frá Kenn- araháskóla Íslands 1984. Sótti fjölda námskeiða á sviði kennslu, ferðaþjónustu og ýmiss konar handverks auk þess að ljúka jógakennaraprófi og prófi í Bowentækni. Leiðbeinandi við Grunnskól- ann á Borðeyri veturinn 1980- 1981. Grunnskólakennari við Laugarbakkaskóla í Miðfirði 1984-2000. Sumarstörf við tamningar jafnframt kennslu og eitt sumar vann hún við tamn- ingar í Þýskalandi. Ferðaþjón- ustubóndi á Gauksmýri 1997- 2015. Í stjórn Hestamannafélagsins Þyts um tíma, í stjórn Grettistaks o.fl. Sigríður verður jarðsungin frá Hvammstangakirkju í dag, 27. nóvember 2015, klukkan 14. Kristín Heiða Bald- ursdóttir, f. 29. júní 1970, maki Guð- mundur Guð- mundsson, f. 10. nóvember 1969. Maki Sigríðar er Jóhann Albertsson, f. 24. júlí 1958. Börn þeirra: 1) Hrund, f. 14. júní 1987, sambýlis- maður Gunnar Páll Helgason, f. 7. desember 1984. 2) Albert, f. 8. júní 1993, unnusta Ása Karen Baldurs, f. 7. desem- ber 1992. Sigríður fæddist á Blönduósi en ólst upp fyrstu þrjú ár ævi sinnar á Skagaströnd þar sem foreldrar hennar bjuggu. Eftir að foreldrar hennar skildu flutt- ist hún að Þórukoti í Víðidal þar sem hún ólst upp. Fyrst með móður sinni og móðurbróður, Pétri Daníelssyni, sem var henni afar kær. Árið 1968, þegar Sig- ríður var 10 ára, giftist Ingi- björg móðir hennar aftur seinni manni sínum, Baldri Skarphéð- inssyni sem gekk þeim systk- inum í föðurstað. Barnaskóla- Sigga systir var 12 ára þegar ég fæddist og hún sagðist fara að heiman ef enn eitt barnið fædd- ist. En það lenti svolítið á henni að passa mig og Pétur bróður. Við vorum oft svolítið baldin. Sigga var mikið uppáhald þeg- ar árin liðu, alltaf kát og góð við mig. Tilhlökkunin var mikil þegar hún kom í heimsókn. Ég man eitt sinn þegar hún kom keyrandi á appelsínugulu bjöllunni sinn og þá var kallað „Sigga er að koma “ svo var hlaupið af stað til að taka á móti henni. Gleðin var mikil þegar Sigga og Jói komu norður og settust þar að. Þá átti ég eftir tvo vetur í grunnskóla og fannst mér það ómetanlegt að geta farið í heim- sókn til hennar á kvöldin. Hún hjálpaði mér að læra, alltaf studdi hún mig en skammaði mig líka eins og eldri systur gera. Eftir að mamma okkar féll frá þá vorum við ekki bara systur, hún var minn besti vinur og móð- ir í senn. Elsku Sigga, þú varst mér allt og er ég ævinlega þakklát fyrir að hafa verið með þér í sumar. Setið og drukkið kaffi eða kakó og horft á fallega útsýnið frá Sjávarborg. Þín er sárt saknað en minning þín lifir. Þín systir, Kristín Heiða. Elsku Sigga mín. Nú er komið að kveðjustund hjá okkur og mikið er það skrýt- ið. Ég er svo heppin að hafa sem barn fengið að kynnast þér eftir að Baldur frændi og mamma þín kynnast og þið systkinin flytjið í Þórukot. Ég er fjögurra ára gömul þeg- ar ég man fyrst eftir þér og nú síðustu mánuði hafa minningar- brotin frá þessum tíma farið í gegnum huga minn. Þegar ég dvaldi á sumrin í Þórukoti lærði ég margt af þér og var ég sem skugginn þinn. Þú varst fyrirmynd mín í uppvext- inum og ég gat alltaf leitað til þín. Fyrir mér gast þú allt. Dugnað- urinn var svo mikill hjá þér en samt varst þú bara rétt eldri en ég, en þú gerðir allt eins og full- orðin, og í þá daga þótti það ekk- ert tiltökumál að börn ynnu mik- ið. Þú varst gleðigjafi, jákvæð, drífandi, ákveðin, mikill húmor- isti og hafðir mikla útgeislun. En nú er komið að ferðalokum. Ég hugsa með hlýju til fjöl- skyldu þinnar og sendi ykkur mínar innilegustu samúðarkveðj- ur. Takk fyrir allt, elsku Sigga mín. Kristín Árnadóttir. Það er oft hendingum háð hvernig ævi manna þróast. Sagt er að þú veljir þér ekki fjölskyldu en vini getir þú valið. Þannig má segja að vinátta okkar hjóna við hjónin Sigríði og Jóhann á Gauksmýri hafi þróast. Atvikin voru þannig að okkar vegir lágu saman. Fyrst í starfi og síðan með djúpri vináttu, virðingu og gleði. Við áttum því láni að fagna að „hitta“ þau hjón. Ég tel víst að við hjón höfum valið þau Sigríði og Jóhann, húsbændur á Gauks- mýri í Húnaþingi vestra að vin- um. Ég þykist vita að það sé gagnkvæmt. Eftir langa, harða en hug- djarfa baráttu við krabbann hef- ur vinkona okkar hjóna Sigríður, eða Sigga eins og hún var kölluð í okkar hópi, orðið að láta undan. Sumir lifa lífinu eins og hljóður fjallalækur, sem læðist milli steina. Aðrir eins og voldug elfur. Enn aðrir eins og dansandi lækir sem sameinast í fyssandi berg- vatnsá, sem dansar á leið til sjár- var. Sigga var eins og kröftug bergvatnsá þegar hún veiktist. Á, sem hefði í áranna rás átt eftir að kyrrast þegar nálgaðist ósinn. Svo varð því miður ekki. Hvað kemur helst í hugann þegar litið er yfir farinn veg og samvistir við Siggu? Ofarlega í huga eru útreiðar í fjallinu ofan við Gauksmýri með þeim hjónum. Reiðskjótarnir voru tveir glæsi- legir fyrstuverðlauna stóðhestar og glæsileg sýningameri. Riðið var hratt og hart og Sigga í far- arbroddi á rauðum glófextum stóðhesti. Það dró í sundur, þó við karlarnir gerðum okkar besta að halda í við hana. Þegar riðið var í hlað varð mér að orði „Sigga þú ríður eins og brjálaður Sunnlend- ingur á lánshesti“. Siggu þótti lofið gott. Þegar Siggu er minnst koma strax í huga lýsingar eins og dugnaður, hlutirnir gerðir eitt hundrað og tuttugu prósent, kraftur, þrautseigja, heiðarleiki, glæsileiki, smekkvísi, góð móðir og góð eiginkona, vinur vina og starfsfólks, vinur dýra, stórra sem smárra, og harður reiðmað- ur. Þessi listi gæti verið mikið lengri og allur af jákvæðum meiði. Það var aðdáunarvert að fylgj- ast með uppbyggingu Gauksmýr- ar úr hinum þokkalegasta bónda- bæ, sem þau hjón keyptu, og í glæsilegt og vinalegt sveitasetur og hótel, ásamt fallegu stóði reið- hesta. Það er ljóst að þar fóru dugnaðarforkar. Sigga var þar allt í öllu og féll aldrei verk úr hendi. Skipti þar ekki máli hvort sem var í harðri byggingarvinnu, smekklegum skreytingum, mót- töku og þjónustu við gesti, hesta- mennsku eða öðru sem sinna þurfti. Þá var hún börnum sínum, Hrund og Alberti, hvorutveggja frábær móðir, kennari og vinur. Nú kveðja hana sérlega mann- vænleg ungmenni með drjúgt og vel skammtað veganesti, hvoru- tveggja frá móður og föður. Þá voru þau hjón einkar samrýmdir vinir. Nú þegar Sigga er komin yfir móðuna miklu, þykist ég sjá hana ríða glæsilega og hratt, höttóttri verðlaunahryssu. Við hjón sendum Jóhanni, Hrund og Alberti, sem og tengdabörnum og fjölskyldu inni- legustu samúðarkveðjur. Þá ber- um við þeim einnig innilegustu samúðarkveðjur frá stórfjöl- skyldunni á Hrísum í Fitjárdal. Bjarni S. Ásgeirsson. Sigríður Petra Friðriksdóttir. Haustið 1981 settumst við vin- irnir á skólabekk í Kennarahá- skólanum. Við strákarnir vorum rúmlega 20 í árganginum en stelpurnar um 100. Við vorum ung, kraftmikil og kannski líka fyrirferðarmikil, a.m.k. fannst sumum af okkar virðulegu kenn- urum það. Við höfðum lag á því að hafa gaman af lífinu og njóta þess að vera til. Fljótlega fóru þau Jói og Sigga að gefa hvort öðru auga og voru orðin par í öðrum bekk. Mikilvægur þáttur í skóla- starfinu voru fótboltaæfingar sem fóru fram í íþróttahúsi Kennaraháskólans en svo vel vildi til að æfingarnar voru eftir skóla á föstudögum. Nokkrar stelpur voru að spila með okkur strákunum, auðvitað var Sigga ein þeirra enda mikil keppnis- manneskja og gaf náttúrlega ekkert eftir í baráttunni um bolt- ann. Sigga hafði orð á því að Jói væri kannski meiri séntilmaður en við hinir þegar kom að tækl- ingunum. Og þarna sýndi Sigga það sem hún átti síðan eftir að sýna fram á síðustu stund, kraft, ósérhlífni og seiglu. Á þriðja ári voru Jói og Sigga síðan orðin ráðsett, bjuggu sam- an í lítilli íbúð og þangað var jafn- an gott að koma. Eftir útskrift úr Kennarahá- skólanum höfðum við, eins og gerist, minna samband en áður en aldrei slitnaði þráðurinn. Þau fluttu nær heimaslóðum Siggu, að Laugarbakka, og síðar keyptu þau Gauksmýri og byggðu þar upp hestabúgarð, hótel og ferða- þjónustu. Sigga setti mark sitt á hótelið með smekklegum skreyt- ingum. Þar voru jafnan miklar annir en alltaf var tími fyrir gesti hjá Siggu – líka eftir að þessi löngu og erfiðu veikindi hófust. Sigga var glaðlynd og góð heim að sækja. Nú er komið að kveðjustund, við eigum minningu um kraft- mikla og glæsilega konu, metn- aðarfullan og farsælan kennara, veitulan gestgjafa og góðan vin. Jói, Hrund og Albert. Samúð- arkveðjur okkar allra, minning hennar lifir. Heimir Freyr og Kristinn Marinó. Sigríður Lárusdóttir, eða Sigga Lár á Gauksmýri eins og ég kallaði hana, er látin eftir erfið veikindi. Leiðir okkar Siggu Lár lágu saman haustið 1997 er ég flutti norður að Reykjum í Hrútafirði. Ég fór í 10. bekk í Laugar- bakkaskóla, þar sem ég kynntist þeim heiðurshjónum, Jóa og Siggu á Gauksmýri. Jói var skólastjórinn minn, Sigga kenndi okkur íslensku og heimilisfræði ásamt öðru tilfallandi og gerði það af sinni tæru snilld, eins og allt sem hún gerði uppi í skóla eða heima á Gauksmýri. Við fjöl- skyldan vorum svo heppin að vera með hrossin okkar þar. Aldrei var ég spurður í hesthús- inu, nema þá í gríni, hvort ég væri búinn að læra heima. Ekki grun- aði mig er ég útskrifaðist úr 10. bekk, hinn 28. maí vorið 1998, að ég ætti ekki eftir að hitta Siggu mína af neinu viti meira á þessari jörð, en leið mín lá suður á bóg- inn. Ég sé fyrir mér brosið á þér, Sigga mín, þig hlæjandi að gera einhverja handavinnu, útbúa mat eða moka skít, fara á hestbak og svo margt fleira. Stundum er sagt að vegir Guðs séu órannsak- anlegir og þeir eru það svo sann- arlega. Þú verður alltaf uppá- haldsíslenskukennarinn minn, ég sakna þín svo sárt, ég gat alltaf verið ég sjálfur í kringum ykkur Jóa. Jói og Sigga skiptu um starfsvettvang og settu með miklum myndugleika á laggirnar sveitasetrið Gauksmýri. Það verður skrítið að koma norður og hitta Siggu ekki í eldhúskrókn- um. Við hittumst hinum megin, Sigga. Því svo elskaði Guð heiminn, að hann gaf son sinn eingetinn, til þess að hver sem á hann trúir glatist ekki, heldur hafi eilíft líf. (Jóh. 3.16.) Elsku Jói, Hrund, Albert og fjölskyldur, missir ykkar er mik- ill. Ég votta ykkur öllum mína dýpstu samúð á þessum erfiðu tímum. Hvíl í friði. Þinn nemandi og vinur, Vilhjálmur Karl Haraldsson. Látin er vinkona mín, Sigríður Lárusdóttir, fóstra mín í nærri heilt ár þegar ég hleypti heim- draganum til að öðlast færni og þekkingu á leyndardómum hestamennskunnar. Það var sannarlega tekið vel á móti þessari ungu Reykjavíkur- stúlku á Gauksmýri þar sem hennar beið dvöl meðal ókunnugra í sveit. Þar var á borð borinn hollur íslenskur sveita- matur sem borgarbarnið hélt í fyrstu að væri sýnishorn ís- lenskrar matarmenningar fyrir útlenda gesti staðarins og þar sem ómissandi nútímatækni, á borð við farsíma- og netsamband, var frekar slitrótt. En vinnan, kennslan, fólkið og umhverfið heillaði, ekki síst fyrir tilstilli Siggu sem var vakin og sofin yfir velferð okkar starfs- nemanna í leik og starfi. Hún var okkur ungu stúlkunum góð fyr- irmynd og leiðbeinandi, hvatti okkur til þess að taka virkan þátt í félagslífinu á Hvammstanga og það var fyrir hennar tilstilli að við vorum tíðir gestir í sundlauginni, spiluðum badminton af miklum móð og létum okkur hvorki vanta á þorrablót né söngvakeppni bæjarins. En drifkraftur Siggu sneri ekki eingöngu að okkur starfs- nemunum og hestamennskunni. Á sama tíma beindi hún kröftum sínum, ásamt Jóa, í að byggja upp glæsilegt ferðaþjónustufyr- irtæki með einstaka smekkvísi og snyrtimennsku að leiðarljósi og þar sem listrænir hæfileikar hennar fengu að njóta sín og settu svip á staðinn, innanhúss sem utan. Vinkonu minnar, Sigríðar Lár- usdóttur, minnist ég með mikilli væntumþykju og þakka henni hlýja, góða og skemmtilega nær- veru við unga hestastúlku. Fyrir þá vináttu er ég þakklát. Jóa, Hrund, Alberti og öðrum ástvinum votta ég mína innileg- ustu samúð. Ragnheiður Ásta Sigurðardóttir. Ég var mjög lánsöm fyrir 13 árum að kynnast Sigríði Lárus- dóttur á Gauksmýri og eiga hana fyrir vinkonu. Sigga var í senn frábær kenn- ari, fróðleiksfús, kraftmikil, hæfi- leikarík og stórhuga frumkvöðull. Fagurkeri mikill og listfeng, gat búið til fallega list úr margskonar efniviði, oft úr sjálfri náttúrunni. Mikið náttúrubarn, þekkti hvern fugl og hverja þúfu. Alltaf fór ég vitrari og léttari í lundu af hennar fundi. Ég var ein af mörgum sem fóru á reiðnámskeið hjá Siggu, einnig kenndi hún jóga og var alltaf að bæta við sig þekkingu. Á minni lífsfæddri ævi hef ég kynnst mörgu duglegu fólki, en hjónin Sigga og Jói bera þar af. Þvílíkir dugnaðarforkar og sam- stiga alla tíð. Höfðingjar heim að sækja og alltaf gaman að eiga gleðistundir með þeim og fjöl- skyldunni. Sveitasetrið Gauksmýri er hótel þar sem dekrað er við gesti í hvívetna og öllum líður vel. Reiðtúrar niður að Gauksmýrar- tjörn og fuglaskoðun auka fjöl- breytnina. Við Sigga gátum hlegið dátt og áttum undurmargt sameiginlegt. Það var eins og við hefðum alltaf þekkst. Við gátum spjallað um heima og geima endalaust. Reiðtúrar, gönguferðir og hláturjóga gáfu lífinu lit, en vináttan var mikil- vægust. Með þakklæti kveð ég sanna vinkonu eftir erfið veikindi. Við Helgi sendum Jóhanni, Hrund, Albert og öllum ástvinum innilegar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Sigríðar Lárusdóttur. Selma Ósk Kristiansen. Það er erfitt að setjast niður og skrifa minningargrein um eina af mínum bestu vinkonum, hana frú Sigríði. Við Sigga erum búnar að þekkjast í 39 ár, eða síðan við hittumst fyrst í Versló, hún mætti nokkrum dögum of seint vegna fótbrots á meðan ég kom of seint vegna utanlandsferðar. Það var erfitt fyrir okkur að koma nokkrum dögum á eftir hinum sem höfðu þegar fengið forskot til að kynnast sín á milli en í stað- inn urðum við vinkonur strax. Alla tíð síðan hélst þessi vinskap- ur og ekki spillti fyrir þegar hennar eiginmaður reyndist svo vera frændi minn, hann Jóhann. Það eru ófáar ferðirnar sem við fjölskyldan höfum farið til þeirra Siggu og Jóa. Fyrst á Laugarbakka og síðan á Gauks- mýri. Það hafa verið þvílík forrétt- indi að fá að eiga svona sveita- sælu til að heimsækja og minnast strákarnir allra góðu stundanna sem við áttum saman í sveitinni. Þegar ég þurfti hvíld frá hversdagslegu amstri vissi ég fátt betra en að koma á Gauks- mýri og taka þar þátt í daglegu lífi, fyrir utan hestana sem ég leyfði Siggu að eiga fyrir sig. Ekki spillti fyrir að fara á allar þær samkomur sem voru í héraði þar sem Sigga naut sín vel. Sigga var alltaf allt í öllu og er hún mér mjög minnisstæð atorkusemin í henni. Þegar aðrir voru komnir í svefn mátti heyra í Siggu við saumaskap eða annað föndur. Gauksmýri ber vott um þessa óþreytandi eljusemi í formi ým- issa muna sem Sigga gerði sjálf eða lét útbúa eftir sinni hönnun. Hún gat búið til ótrúlegustu hluti úr því sem til féll svo sem gadda- vír, steinum og ýmsu öðru. Fyrir mér var Sigga „hesta- hvíslari“, ótrúlega nösk við allt sem viðkom hestum og það má sjá á hestabúgarðinum, með meiru; Sveitasetrinu Gauksmýri, sem hún byggði upp með Jóa og börnum sínum. Því miður þurfti Sigga að takast á við mjög erfitt verkefni sem lagði hana að lok- um. Það var sárt að horfa á þegar hún gat ekki lengur verið þátt- takandi í öllu sem henni var dýr- mætt og varð að fá sér sæti á hlið- arlínunni. Ég mun ætíð sjá Siggu fyrir mér uppáklædda og fína, eins og venjulega, með bjarta brosið á leið í kaupstaðinn, eins og ég kall- aði Hvammstanga. Sumir hverfa fljótt úr heimi hér, skrítið stundum hvernig lífið er. Sigríður Lárusdóttir Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/ sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstu- degi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber- ist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síð- una. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu aðstandendur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýsingar um foreldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minningargreinunum. Undirskrift | Minningargreinahöfundar eru beðnir að hafa skírn- arnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Myndir | Hafi mynd birst í tilkynningu er hún sjálfkrafa notuð með minningargrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd skal senda hana með æviágripi í innsendikerfinu. Hafi æviágrip þegar verið sent er ráðlegt að senda myndina á netfangið minning@mbl.is og láta umsjónarmenn minningargreina vita. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.