Morgunblaðið - 27.11.2015, Side 44
FÖSTUDAGUR 27. NÓVEMBER 331. DAGUR ÁRSINS 2015
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 488 ÁSKRIFT 5295 HELGARÁSKRIFT 3307 PDF Á MBL.IS 4696 I-PAD ÁSKRIFT 4696
1. Einstök góðmennska í kjölfar …
2. Fangar gáfu stúlkum einkunnir
3. Kærastan blotnar of mikið
4. Linda Pé gjaldþrota
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Kvöld hinna glötuðu verka verður
haldið í fimmta sinn í kvöld kl. 20 í
einbýlishúsi að Framnesvegi 58b. Þar
verða sýnd verk sem hafa ekki verið
sýnd áður, af einni eða annarri
ástæðu, verk sem hafa ekki enn orðið
að veruleika eða hreinlega glötuð
verk, eins og skipuleggjendur lýsa
því. Aðgangseyrir er 1.000 kr. og
rennur til listamannanna sem taka
þátt í kvöldinu en þeir eru Ásdís Sif
Gunnarsdóttir, Eva Ísleifs, Kata Inga,
Leifur Ýmir Eyjólfsson, Ragnheiður
Bjarnason og Samuel Gouttenoire.
Morgunblaðið/Þórður
Glötuð verk í einbýlis-
húsi við Framnesveg
Rithöfundurinn
Vilborg Davíðs-
dóttir segir frá
skrifum sínum um
Auði djúpúðgu og
nýjustu bók sinni
Ástin, drekinn og
dauðinn, í stofu
104 á Háskóla-
torgi Háskóla Ís-
lands kl. 12 í dag.
Vilborg segir frá
Söngvarinn Friðrik Ómar kemur
fram með tíu manna hljómsveit á
tvennum jólatónleikum í Salnum í
Kópavogi í kvöld. Friðrik
Ómar mun syngja ný
og gömul jólalög.
Gestasöngkona verð-
ur Margrét Eir. Fyrri
tónleikarnir eru kl.
19.30 og er uppselt á
þá. Þeir seinni eru
aukatónleikar
og hefjast kl.
22.
Friðrik heldur jóla-
tónleika í Salnum
Á laugardag Norðan 10-18 m/s og snjókoma eða él, hvassast við
norðausturströndina. Hægari vindur og bjart veður sunnantil á
landinu. Frost 3 til 12 stig.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Norðaustan 8-13 m/s og snjókoma eða él
fyrir norðan. Hægari vindur á sunnanverðu landinu og úrkomulítið
eftir hádegi. Frost 1 til 8 stig en harðnandi frost annað kvöld.
VEÐUR
ÍR-ingar fögnuðu lang-
þráðum sigri í Olís-deild
karla í handknattleik í gær.
Eftir að hafa spilað tíu leiki í
röð án sigurs og tapað níu
þeirra lönduðu ÍR-ingar eins
marks sigri. Haukar náðu
tveggja stiga forskoti í
toppsætinu með öruggum
sigri á móti nýliðum Gróttu
og í Safamýrinni tryggði
Hreiðar Levý Guðmundsson
Akureyringum annað stigið
á móti Fram. »2-3
Langþráður sigur
hjá ÍR-ingum
Öflugt grasrótarstarf
í íshokkífélögunum
Tindastóll varð fyrsta liðið til að
leggja Keflavík að velli í Dominos-
deild karla í körfuknattleik á þessu
tímabili. KR minnkaði forskot Kefla-
vík á toppnum niður í tvö stig með
útisigri á Grindvíkingum. Stjarnan
vann góðan sigur á móti Njarðvík á
heimavelli sínum og Haukar og ÍR
fögnuðu öruggum sigrum á móti Þór
og Hetti. »2-3
Stólarnir fyrstir til
að vinna Keflavík
ÍÞRÓTTIR
Skannaðu
kóðann með
símanum þínum
og fylgstu með
veðrinu á
Guðmundur Magnússon
gudmundur@mbl.is
„Það er afskaplega gefandi að leik-
stýra þessu verki. Krakkarnir eru
svo metnaðarfullir og áhugasamir.
Hér iðar allt af lífi og fjöri,“ segir
Erla Ruth Harðardóttir, leikstjóri
jólaleikrits barna- og unglingaleik-
hússins Borgarbarna. Á sunnudag-
inn kl. 18 verður Ferðin til jólaand-
ans frumflutt í Iðnó.
„Við sömdum þetta verk í samein-
ingu, ég og aðstoðarleikstjórar mínir
og fyrrverandi nemendur í söng- og
leiklistarskólanum Sönglist, Karen
Ýr Jóelsdóttir og Elísa Sif Her-
mannsdóttir,“ segir Erla Ruth. Auk
þess kom Katrín Ásta Jóhannsdóttu
að hugmyndavinnunni og er að auki
annar danshöfunda ásamt Elísabetu
Ingu Sigurðardóttur.
Tíunda árið í röð
Þetta er tíunda árið í röð sem
Borgarbörn setja frumsamið jóla-
leikrit fyrir börn og unglinga á svið.
Hafa nemendur úr Sönglist verið við
æfingar í allt haust. Að þessu sinni er
fjallað um jólaandann. Í kynningu á
verkinu segir: „Jólin snúast um það
að njóta og gleðjast með fjölskyldu
og vinum. Það er hins vegar nokkuð
sem Grétar og Hansína hafa aldrei
kynnst. Þau hafa allt frá æsku alist
upp hjá skapfúlum og andstyggileg-
um frænda, honum Maríusi. Með
hjálp nokkurra álfa ná þau að strjúka
og lenda þar með í afar fjör-
ugu og lærdómsríku
ferðalagi, þar sem þau
kynnast ólíklegustu
persónum úr hinum
ýmsu áttum. En hvað
ætli Maríus frændi geri
þá? Mun hann láta
Hansínu og Grétar í
friði eða ætli hann
finni upp á ein-
hverju til að
eyðileggja fyrir
þeim? Það kemur allt í ljós á sýning-
unum í Iðnó.“
Leikararnir í sýningunni eru 18
krakkar, allir á aldrinum 11 til 15
ára.
„Þessar sýningar hafa fengið mjög
góðar undirtektir undanfarin ár og
við vonum að svo verði áfram,“ segir
Erla Ruth. Borgarbörn er áhugaleik-
hús og í samantektum á vegum BÍL
hefur komið í ljós að sýningar þeirra
eru yfirleitt í efstu sætum allra
áhugaleikhúsa landsins þegar aðsókn
er mæld. Fæstar hafa jólasýningar á
vegum hópsins verið 18 og flestar 33.
Fjöldi sýninga fer eftir aðsókninni,
en við það er miðað að síðasta sýning
í ár verði 19. desember. Sýnt er síð-
degis, en einnig eru sýningar í Iðnó á
morgnana fyrir skólahópa.
Iðnó iðar af lífi og fjöri
Borgarbörn
sýna Ferðina til
jólaandans
Ljósmynd/Helena Reynis
Jólaleikrit Hluti leikhópsins sem sýnir Ferðina til jólaandans í Iðnó. Svipir krakkanna og búningarnir benda til þess
að áhorfendur megi eiga von á góðri skemmtun. Alls taka 18 krakkar á aldrinum 11 til 15 ára þátt í sýningunni.
Árið 1998 stofnuðu þær Ragn-
heiður Hall og Erla Ruth Harðar-
dóttir söng- og leiklistarskól-
ann Sönglist fyrir börn og
unglinga á aldrinum 8 til 16
ára. Skólinn er starfræktur í
samvinnu við Borgarleikhúsið
og er þar til húsa. Í tengslum
við skólann hefur barna- og
unglingaleikhúsið Borgar-
börn verið starfandi frá
2006. Árlega setja
Borgarbörn upp frumsamið jóla-
leikrit og er Ferðin til jólaand-
ans, sem frumsýnd verður á
föstudaginn, tíundi jólasöngleik-
urinn og þrettánda sviðsverk
hópsins. Í fyrra var leikritið
Mamma Gjé sýnt við góðar
undirtektir. Fyrir þremur árum
varð Jólaævintýrið eftir Erlu
Ruth í fyrsta sæti yfir mest
sóttu áhugamannasýningar
Bandalags íslenskra leikfélaga.
Tíundi jólasöngleikurinn
SKÓLI OG LEIKHÚS FYRIR BÖRN OG UNGLINGA
Erla Ruth Harðardóttir
Viðar Garðarsson, formaður Íshokkí-
sambands Íslands, segir að galdur-
inn á bak við mikla starfsemi sam-
bandsins sé mjög öflug grasrót og
starfið í félögunum. Þá geri stuðn-
ingur Alþjóða íshokkísambandsins
útslagið í landsliðsmálunum. Skort-
ur á skautahöllum stendur fjölgun
fyrir þrifum en fleiri gætu bæst við
fljótlega og þá hefur verið stofnað
nýtt skautafélag í
Kópavogi. »4