Morgunblaðið - 27.11.2015, Síða 6

Morgunblaðið - 27.11.2015, Síða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. NÓVEMBER 2015 Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Viðhorfskönnun sem Mjólkursamsal- an hefur gert meðal bænda bendir til að mjólkurframleiðsla gæti aukist um 20 milljónir lítra á næstu árum. Framleiðslan er nú nokkuð umfram það sem þörf er á innanlands. For- stjóri MS telur mikilvægt að halda framleiðslunni í betra jafnvægi við innlenda eftirspurn en nú virðist stefna í. Um helmingur kúabænda innan MS hyggst auka framleiðslu sína, þegar þeir eru spurðir um framtíð- aráform sín, og hlutfallslega fleiri, eða 61% þeirra bænda sem leggja inn í mjólkursamlag Kaupfélags Skag- firðinga, svara á þá lund. Ekki gefa allir upp hvað þeir reikna með að auka mikið en í MjólkurPósti MS er áætlað að framleiðslan gæti aukist um 20-25 milljónir lítra á næstu ár- um. Þá er áætlað að þeir sem hyggj- ast draga saman framleiðslu muni minnka framleiðsluna alls um 4 millj- ónir lítra. Ari Edwald, forstjóri MS, vekur athygli á því í grein í fréttabréfinu að þegar er munur á milli mjólkurfram- leiðslu og eftirspurnar á innanlands- markaði. Áætlað er að framleiðslan í ár verði um 147 milljón lítrar af mjólk á meðan eftirspurn á fitugrunni er 132 milljón lítrar en á próteingrunni um 122 milljón lítrar. Munurinn á milli framleiðslu og innanlandsmark- aðar eykst væntanlega á næsta ári því flest bendir til að framleiðslan fari yfir 150 milljón lítra. Ef áform um aukningu framleiðslunnar ganga eftir bætast 20 milljón lítrar við. Yfirfullur Evrópumarkaður „Ég er fyrst og fremst að vekja at- hygli á þeirri staðreynd að til lengdar og að jafnaði þarf mjólkurframleiðsl- an að vera í þokkalegu jafnvægi við innlenda eftirspurn. Framleiðsla um- fram það sem ekki tekst að ráðstafa á viðunandi verði mun leiða til tjóns fyrir bændur og mjólkuriðnaðinn,“ segir Ari í samtali við Morgunblaðið. Hann segist ekki taka afstöðu til þess hvernig brugðist verði við þróuninni í smáatriðum, það er að segja hvernig meira samræmi í framleiðslu og sölu verði náð. Að því verkefni vinni aðrir um þessar mundir. „Í mínum huga þarf þetta markmið að nást, hvaða leiðir sem menn fara að því,“ segir Ari. Í viðræðum bænda og ríkisins um nýja búvörusamninga er stefnt að því að leggja niður kvótakerfi í mjólkur- framleiðslu á tíu ára samningstíma. Nokkrir bændur hafa lýst yfir áhyggjum yfir því að breytingin leiði til offramleiðslu. Ari segir að takmarkaðir mögu- leikar séu á útflutningi mjólkuraf- urða. Allt fljóti í mjólk á mörkuðum og heimsmarkaðsverðið hafi lækkað um helming á skömmum tíma. Hann segir ekkert í kortunum sem bendi til þess að markaðurinn sé að rétta sig við. Útflutningur á skyri til ESB og Sviss skilar góðu verði en magnið er takmarkað. Það samsvarar aðeins um 3 milljónum lítra af undanrennu, eða 30% af þeirri undanrennu sem gengur af við framleiðslu á fituríkari afurðum fyrir innanlandsmarkað.  Viðhorfskönnun Mjólkursamsölunnar sýnir að kúabændur vilja auka framleiðsluna um 20 milljón lítra  Forstjóri MS telur mikilvægt að halda framleiðslunni í jafnvægi við eftirspurn innanlands Mjólkin flýtur úr keröldunum Morgunblaðið/Árni Sæberg Pökkun Mjólkurfernurnar hlykkjast eftir færibandinu í pökkunarstöð MS. Gríðarlegt magn mjólkur fer í gegnum stöðina á degi hverjum. „Það er nokkuð langt síðan við átt- uðum okkur á að við þyrftum að fara út úr þessu fyrirkomulagi. Þetta er angi gamalla tíma, enda kortin orðin nærri 30 ára gömul. Rafræn þjón- usta er orðin það mikil,“ segir Skúli Eggert Þórðar- son ríkisskatt- stjóri, en útgáfu skattkorta verður hætt um næstu mánaðamót og persónuafsláttur einstaklinga verður rafrænn. Fjármálaráð- herra hefur lagt fram frumvarp þessa efnis, sam- kvæmt tillögu frá embætti ríkis- skattstjóra. „Þetta þýðir það einfaldlega að launþegar þurfa ekki lengur að standa í því að fá kortið afhent og fara með það á nýjan stað þegar þeir skipta um vinnu eða breytingar verða á högum þeirra. Nú verður persónuafslátturinn rafrænn þar sem einstaklingar geta nálgast upp- lýsingar um nýtingu afsláttarins og sent það áfram ef viðkomandi kjósa svo. Ef fólk fer til dæmis í fæðingar- orlof nægir að tilkynna Fæðingaror- lofssjóði um það og það hættir þá að taka greiðslu á hinum staðnum. Þá fylgist ríkisskattstjóri með því að ekki sé verið að færa persónuafslátt á tveimur stöðum. Ef það gerist höf- um við samband við viðkomandi launþega og eftir atvikum launa- greiðandann sjálfan. Þetta verður því allt rafrænt og ekki á að þurfa að fara með pappír á milli húsa,“ segir Skúli Eggert. Hann segir aukið rafrænt eftirlit eiga að tryggja að ekki eigi sér stað stór mistök í framkvæmdinni. Í byrj- un desember stendur embætti ríkis- skattstjóra fyrir kynningarfundum með þeim launagreiðendum sem breytingin snertir mest, t.d. lífeyris- sjóði, Vinnumálastofnun og fjöl- menna vinnustaði. Þá verður kynningarefni útbúið og sett á vef ríkisskattstjóra. Að sögn Skúla verður eitt ár gefið í aðlögun þar til kortin verða endanlega úr sögunni. bjb@mbl.is Skattkortin angi gamalla tíma Skúli Eggert Þórðarson  Frumvarp fjármálaráðherra um rafræn skattkort gert að tillögu ríkisskattstjóra Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Bjarni Benediktsson, fjármálaráð- herra, hefur fyrir hönd ríkissjóðs hafnað tilboði Landeigendafélags Geysis, um að kaupa allan eign- arhlut ríkisins innan girðingar á Geysissvæðinu. Um er að ræða 33,89% svæðisins, þar sem eru hver- irnir Geysir og Strokkur, auk 80 annarra hvera. Fram kom í Morgunblaðinu í októbermánuði, að Landeigenda- félag Geysis hefði gert ríkinu kaup- tilboð í hlut þess í september. Garð- ar Eiríksson, talsmaður landeigenda, vildi þá ekki gefa upp hvað landeigendur hefðu boðið í hlut ríkisins. Hann sagði þá í samtali við Morgunblaðið að landeigendur hefðu lengi reynt að leita lausna á þeim vanda sem verið hefur varð- andi uppbyggingu á svæðinu. Tilboð landeigenda var sent fjár- mála- og efnahagsráðuneytinu, og afrit voru send atvinnuvega-, for- sætis- og umhverfisráðuneytinu, sem öll voru talin eiga hlut að máli. Óformlegar viðræður Samkvæmt upplýsingum úr fjár- málaráðuneytinu, var tilboði land- eigenda hafnað í síðasta mánuði á þeim forsendum að ríkið væri ekki til viðtals um að selja eignarhlut sinn, heldur vildi ríkið ganga til við- ræðna við Landeigendafélag Geysis um að kaupa hlut landeigenda eða hluta af honum. Við svo búið skrifuðu landeigend- ur aftur bréf til stjórnvalda, þar sem óskað var eftir viðræðum við ríkið um framtíð Geysissvæðisins. Óformlegar viðræður stjórnvalda hafa átt sér stað við landeigendur, samkvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins og búist er við því að form- legar viðræður hefjist um kaup rík- isins á hlut landeigenda öðrum hvorum megin við áramót. Engar upplýsingar fengust í gær um hvers virði eignarhlutur landeig- enda er talinn. Í október var tals- maður landeigenda spurður hvort tilboð þeirra í 33,89% hlut ríkisins hefði hljóðað upp á tvo til þrjá millj- arða króna, en hann vildi ekki greina frá því upp á hvað kauptilboðið hljóðaði. Líkt og kunnugt er hafa ríkið og landeigendur átt í deilum um gjald- töku af ferðamönnum á Geysis- svæðinu, sem landeigendur hófu að innheimta í fyrrasumar. Þeirri deilu lyktaði með lögbannskröfu fjármála- ráðuneyisins á innheimtuna. Hér- aðsdómur Suðurlands dæmdi að Landeigendafélaginu hefði verið óheimilt að innheimta gjaldið. Hæstiréttur staðfesti þann dóm í haust. Morgunblaðið/Eggert Geysissvæðið Hafinn er undirbúningur að viðræðum um kaup ríkisins á hlut landeigenda á svæðinu. Hafnaði tilboði Land- eigendafélags Geysis  Rætt um að ríkið kaupi hlut landeigenda eða hluta hans Holtagörðum 512 6800 Dalsbraut 1, Akureyri 558 1100 Skeiði 1, Ísafirði 456 4566 BARAEINUSINNIÁÁRI Í DAG27. NÓVEMBER OPIÐTIL 22.00 25% afsláttur aföllumvörum* t.d. ef v ara er fyr ir á jóla tilb oð i.* Gildir ekki ofan á önnur tilboð Black Friday

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.