Morgunblaðið - 27.11.2015, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 27.11.2015, Blaðsíða 18
18 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. NÓVEMBER 2015 Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á BAKSVIÐ Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is „Verðmæti þeirra fersku afurða sem flutt eru úr landi hefur margfaldast á síðustu árum og fyrir því eru mjög góðar ástæður,“ segir Runólfur Geir Benediktsson, einn höfunda nýrrar skýrslu Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg. Hann bendir á að á síð- ustu árum hafi dregið mjög úr því að ferskur fiskur sé fluttur óunninn úr landi. „Það er orðin undantekning í dag ef fiskur er fluttur ferskur og óunn- inn úr landi eins og var mjög al- gengt í kringum síðustu aldamót. Núna fer stærstur hluti ferskra af- urða inn í fiskvinnsluna hér heima og svo er varan flutt í ferskum bit- um og flökum á erlenda markaði.“ Þannig sýna tölur Hagstofunnar að magn ferskra afurða úr íslensk- um sjávarútvegi hefur frá árinu 2000 dregist saman um 47%. Run- ólfur segir að það tengist vinnslunni hér heima. „Eðli málsins samkvæmt minnkar magnið þegar verið er að flytja út vöruna eftir að hún hefur verið unn- in. Þá telst haus, roð og bein ekki inn í magnið. Hins vegar er verð- mæti vörunnar miklu meira. Kaup- andinn er að fá vöruna nær fullunna til sín og þarf lítið að gera til að búa hana til neyslu. Sjávarútvegurinn er í raun farinn að hlusta meira eftir þörfum neytendanna og mæta þeim í eigin vinnslu og það eykur verðmæt- ið svona gríðarlega,“ segir Runólfur. Þrátt fyrir samdrátt í magni út- fluttra ferskra afurða hefur heild- arverðmæti þeirra aukist um 94% frá aldamótum. Það skýrist af því að verðmæti þeirra á hvert tonn hefur aukist um 268%. Á árinu 2014 skil- uðu ferskar afurðir að meðaltali 799 þúsund krónum fyrir hvert selt tonn. Fiskvinnslan sækir á Ein birtingarmynd þess að full- vinnsla uppsjávarafurða hefur auk- ist verulega á síðustu árum hérlend- is kemur fram í fjárfestingu í skipakostinum. „Útgerðin leggur að langmestu leyti áherslu á nýfjárfestingu í ís- fisktogurum sem flytja fiskinn kæld- an að landi og til fiskvinnslu. Nú er áherslan nær eingöngu þar en ekki á frystitogarana sem frysta vöruna minna unna til útflutnings,“ segir Runólfur. Hann bendir einnig á að þessi þró- un komi fram í fjölgun starfa í fisk- vinnslu. „Fram til ársins 2007 sáum við störfum fækka í fiskvinnslunni en upp úr árinu 2008 verður mikill við- snúningur í þessu og störfum sem tengjast fullvinnslu afurðanna hér- lendis hefur fjölgað.“ Mest flutt út af frystu Langmest er flutt út af frystum sjávarafurðum. Þannig voru á síð- asta ári flutt út 379 þúsund tonn og nam það 58% af heildarútflutningi. Hlutfallið hefur einnig hækkað vegna minna magns ferskra, út- fluttra sjávarafurða. Þá er uppsjáv- araflinn frystur í meira mæli en áður var þegar stærstur hluti hans fór í bræðslu. „Núna er minna brætt en áður var og meira er fryst og flutt út til manneldis. Fyrir það fæst hærra verð og þess vegna er það jákvæð þróun,“ segir Runólfur, en frystar afurðir skiluðu 129,6 milljörðum króna í útflutningsverðmæti á síð- asta ári. Verðmætið margfaldast Útflutt verðmæti eftir afurðarflokkum Fryst Ferskt Mjöl/lýsi Saltað Hert Annað Í milljörðum króna Heimild: Hagstofa Íslands 2000 2014 160 140 120 100 80 60 40 20 0  Verðmæti hvers framleidds tonns af ferskum sjávarafurðum hefur aukist um 268% frá aldamótum  Störfum í fiskvinnslu tók aftur að fjölga frá árinu 2007 Hverjir kaupa? » Bretar keyptu mest þjóða af íslenskum sjávarafurðum í fyrra eða fyrir andvirði 40,6 milljarða. » Þar á eftir komu Rússar sem keyptu sjávarafurðir af íslensk- um fyrirtækjum fyrir 24 millj- arða í fyrra. króna. Rekstrartekjur félagsins á tímabilinu voru 4,4 milljarðar króna, þar af voru leigutekjur 4,1 milljarður króna. Einskiptiskostn- aður vegna skráningar hlutafjár félagsins á markað var 88 millj- ónir króna á tímabilinu. Hand- bært fé frá rekstri var 1,7 milljarðar króna. Bókfært virði fjárfestingareigna var 65,6 milljarðar króna í lok tímabilsins og vaxtaberandi skuldir voru 41,5 milljarðar króna. Eiginfjárhlut- fallið er 32,5%. margret@mbl.is Eik fasteignafélag skilaði 1,5 milljörðum króna í hagnað á þriðja ársfjórðungi sem er þrisv- ar sinnum meiri hagnaður en á sama tímabili í fyrra. Taka þarf tillit til að á síðasta ári kom rekstur keyptra eigna vegna EF1 og Landfesta að fullu inn í rekst- ur samstæðunnar á þriðja árs- fjórðungi. Hagnaður félagsins rúmlega tvöfaldaðist frá fyrri ársfjórðungi þegar hann var 643 milljónir króna. Hagnaður eftir 9 mánuði er orðinn rúmir 3 milljarðar Hagnaður Eikar orðinn 3 milljarðar  1,5 milljarða hagnaður á 3. fjórðungi  Bókfært virði eigna 65,6 milljarðar Morgunblaðið/Ómar Fasteignir Garðar Hannes Friðjónsson er forstjóri fasteignafélagsins Eikar. ● Íslandsbanki hefur tilkynnt útboð á sértryggðum skuldabréfum þriðjudag- inn 1. desember næstkomandi. Boðnir verða út tveir flokkar, annars vegar óverðtryggður flokkur til 8 ára og hins vegar 11 ára verðtryggður flokkur. Bankinn hefur gefið út sértryggð bréf fyrir 20,3 milljarða króna á árinu en nettó útgáfa ársins er 15,6 milljarðar króna ef tekið er tillit til bréfa sem gefin voru út til að uppfylla nýja samninga um viðskiptavakt. Sértryggð skuldabréf hjá Íslandsbanka ● Hlutabréf Granda lækkuðu um 3,2% í Kauphöllinni í gær í tæplega 392 millj- ón króna viðskiptum, en félagið til- kynnti um afkomu sína fyrstu níu mán- uðu ársins eftir lokun markaða á miðvikudaginn. Alls lækkaði úrvals- vísitalan um 0,22% í viðskiptum gær- dagsins. Mest hækkuðu bréf Icelandair Group um 1,3% í 555 milljóna króna viðskiptum. Lækkun á hlutabréfum í Granda eftir uppgjör                                      !!! ! " #! #$ !$!  % $ %  &'()* (+(     ,-&.&+/0 -'+(1(23& 45+(2/5 % !! !! $!" #  #! ! $  $% $ % % #" !! !!" # #%" # !%  " % % " !% Nýskráningum einkahlutafélaga hefur fjölgað um 11% síðustu 12 mánuði frá nóv- ember á síðasta ári til október á þessu ári í sam- anburði við 12 mánuði þar á undan. Skráð voru 2.263 ný fé- lög á tímabilinu, samkvæmt Hag- stofunni. Fjölgun nýskráninga er mest í fasteignaviðskiptum eða 43% á síðustu 12 mánuðum. Mikil fjölgun hefur einnig orðið í rekstri gististaða og veitingarekstrar eða 35%. Gjaldþrot einkahlutafélaga hafa dregist saman um 18% en 660 fyrirtæki voru tekin til gjaldþrota- skipta á tímabilinu. Hlutafélög- um fjölgar Fasteignafélögum hefur fjölgað.  2.263 félög skráð á 12 mánaða tímabili ● Íslandsstofa, að- alræðisskrifstofa Íslands í New York og viðskiptaþjón- usta utanríkisráðu- neytisins hafa boð- ið íslenskum útflytjendum á sjávarafurðum að taka þátt í kaup- stefnu í New York í lok janúar á næsta ári. Áhersla verður sett á New York, New Jersey og Connecticut. Kaupstefnan er hluti af verkefninu „Fresh or Frozen Fresh – Sourcing from Iceland“. Að kaupstefnu lokinni verður mót- taka þar sem íslenskar sjávarafurðir verða á boðstólum. Sjávarafurðakaup- stefna í New York Íslenskar sjávaraf- urðir í NewYork. STUTTAR FRÉTTIR ... MÁ BJÓÐA ÞÉR Í SJÓNMÆLINGU? Með öllum gleraugum fylgir annað par af glerjum í sama styrk frítt með Hamraborg 10, Kópavogi – Sími 554 3200 Opið virka daga 9.30-18, laugardaga 11–14

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.