Morgunblaðið - 27.11.2015, Side 12
12 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. NÓVEMBER 2015
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Lúpínusvæði í Mosfellsbæ eru um
1.070 hektarar (10,7 km2) sem sam-
svarar 5,8% lands í sveitarfélaginu.
Þekja alaskalúpínu í þéttum breiðum
er um 285 ha. (2,85 km2) en svæði þar
sem lúpínan er gisnari, allt að 30
metrar á milli plantna, eru um 785
ha. (7,85 km2). Lúpína er nokkuð
jafndreifð um vestasta þriðjung
lands Mosfellsbæjar. Þekja skóg-
arkerfils er um 3,5 ha. (0,035 km2) í
sveitarfélaginu. Hann er aðallega að
finna við ár og læki, mest í byggð og
neðarlega við Köldukvísl og Varmá.
Umhverfisstjóri Mosfellsbæjar
fór þess á leit við Landgræðslu rík-
isins að hún mæti þekju alaskalúpínu
og skógarkerfils í sveitarfélaginu.
Landgræðslan lauk verkefninu síð-
asta sumar og gaf út skýrsluna Út-
breiðsla alaskalúpínu og skógar-
kerfils í Mosfellsbæ. Höfundar
hennar eru Arna Björk Þorsteins-
dóttir og Magnús H. Jóhannsson.
Skýrsluna er hægt að lesa á netinu.
Lúpínan dreifir sér víða
Útbreiðslan var könnuð með fjar-
könnun eftir loftmyndum. Ekki var
hægt að greina bjarnarkló með þess-
ari aðferð. Þekja lúpínu og skógar-
kerfils var teiknuð inn á loftmynd
snemma á þessu ári. Eins þurfti að
fara á staðina til að sannreyna grein-
ingu skógarkerfils eftir að hann var
farinn af stað í sumar sem leið. Þeg-
ar frumkortlagning kerfilsins var
sannreynd kom í ljós að á öllum
svæðum sem höfðu verið kortlögð
sem kerfill var annaðhvort um að
ræða kerfil eða hvönn og oftast í
bland við lúpínu.
Þar eð alaskalúpínan er dreifð
víða um sveitarfélagið verður hún
áberandi í gróðurfari þess um
ókomna tíð, að því er segir í skýrsl-
unni. „Ef ekkert er að gert mun hún
dreifast enn meira en nú er og þekja
hennar mun aukast. Hún mun lík-
lega hopa af einhverjum svæðum er
fram líða stundir en enn er ekki
hægt að segja til um hvar, hvenær
eða hvort það muni gerast. Dreifing
lúpínunnar um sveitarfélagið er af
þeirri stærðargráðu að hún er komin
til að vera.“
Dreifing skógarkerfils er mjög
staðbundin enn sem komið er. Verði
ekkert að gert mun hann dreifa sér
enn frekar, sé tekið mið af útbreiðslu
hans um borgarlandið undanfarin ár.
Kort sem sýna útbreiðslu alaska-
lúpínu og skógarkerfils eru í skýrsl-
unni. Kerfil er þó örugglega víðar að
finna en sést á kortinu. Ef vel á að
vera þarf að kortleggja kerfilinn á
vettvangi og er best að gera það þeg-
ar hann er í fullum blóma.
Baráttan við ágengar tegundir
Í skýrslunni segir að það sé lang-
tímaverkefni að halda aftur af út-
breiðslu tegundanna sem hér um
ræðir. Verkefnið er bæði erfitt og
kostnaðarsamt. Það krefst skipulags
og eftirfylgni til framtíðar. Það er
því mikilvægt að sveitarfélagið setji
sér stefnu um heftingu á útbreiðslu
þessara tegunda. Skýrsluhöfundar
telja einnig mikilvægt að íbúar verði
vel upplýstir um áætlanir sveitarfé-
lagsins í að hefta útbreiðslu þessara
tegunda.
Alaskalúpína útbreidd í Mosfellsbæ
Útbreiðsla lúpínu og skógarkerfils kortlögð Lúpína þekur 1.070 hektara eða 5,8% lands í Mos-
fellsbæ Þekja skógarkerfils um 3,5 hektarar Langtímaverkefni að halda aftur af þessum tegundum
Morgunblaðið/Eyþór
Lúpínubreiða Lúpínan hefur dreift sér og er nokkuð jafndreifð um vestasta þriðjung lands Mosfellsbæjar.
www.holabok.is
Glæný bók með
gamansögum
úr Kópavogi!
Hér stíga fjölmargir
Kópavogsbúar fram
í sviðsljósið og
segja sögur af sér
og öðrum.
Að sjálfsögðu
fylgir smellinn
kveðskapur með!
Evonia er hlaðin bæti-
efnum sem næra hárið
oggeraþaðgróskumeira.
Myndirnar hér til hliðar
sýna hversu góðum árangri
er hægt að ná með Evonia.
Evonia
www.birkiaska.isFyrir Eftir
Evonia eykur
hárvöxt með því
að veita hárrótinni
næringu og styrk.
Bætiefni ársins í Finnlandi 2012.
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Stækkun dýpkunar- og losunarsvæð-
is við Landeyjahöfn er ekki háð mati á
umhverfisáhrifum, samkvæmt
ákvörðun Skipulagsstofnunar. Stofn-
uninni barst tilkynning frá Vegagerð-
inni 9. október 2015 um fyrirhugaða
stækkun dýpkunar- og losunarsvæðis
við Landeyjahöfn.
Í greinargerð Vegagerðarinnar
kom fram að í matsskýrslu fyrir
Bakkafjöruhöfn hefði verið gert ráð
fyrir dýpkun upp á samtals 300.000
m3. Einnig árlegri viðhaldsdýpkun í
innsiglingarrennunni, á snúnings-
svæði innan hafnar og á rifinu fyrir
framan höfnina upp á um 30.000 m3
samkvæmt áætlun. Reiknað var með
að eftir aftakaveður gæti þurft að
fjarlægja um 80.000 m3 úr innsigl-
ingarrennunni.
Forsendur stóðust ekki
„Forsendur mats á viðhaldsdýpkun
hafa ekki staðist. Nauðsynleg við-
haldsdýpkun reyndist meiri og í októ-
ber 2011 óskaði Siglingastofnun eftir
leyfi fyrir 300.000 m3 viðhaldsdýpkun
árlega. Magn viðhaldsdýpkunar á ár-
unum 2011–2014 hefur verið að með-
altali 278.500 m3 og hafa dýpkunar-
svæðin verið óbreytt frá 2011,“ segir í
frétt Skipulagsstofnunar. Nú stendur
til að stækka dýpkunarsvæðið utan
við Landeyjahöfn. Með því á að bæta
flæðið framhjá höfninni þannig að
nægjanlegt dýpi haldist lengur og
minna setjist í höfnina. Því verður við-
bótardýpkun á þessu ári um 200.000
m3 og á næsta ári um 100.000 m3, alls
300.000 m3 umfram þá árlegu dýpkun
sem verið hefur að jafnaði. Um er að
ræða dýpkun innan hafnarinnar, við
hafnargarðana og á rifinu. „Heildar-
dýpkun fyrir árið 2015 er þá 500.000
m³ og árið 2016 um 400.000 m3og 2017
um 300.000 m3.“
Eftir að ný ferja verður tekin í
notkun er áætlað að árleg viðhalds-
dýpkun verði um 200.000 m3. Vonir
standa til að hún geti hafið siglingar
vorið 2018. Tekið er fram að magnið
sé áætlað og að það geti sveiflast
verulega milli ára eftir veðurfari.
Önnur breyting á framkvæmdinni
er sú að sameina á þrjá losunarstaði
og verða þeir stækkaðir þannig að um
einn losunarstað sé að ræða. Sótt var
um leyfi til Umhverfisstofnunar 2012
til að varpa hluta af efninu á rifið fyrir
framan höfnina til að auðvelda inn-
siglingu.
Ekki háð umhverfismati
Samkvæmt umsögnum frá Rang-
árþingi eystra, Hafrannsóknastofnun
og Umhverfisstofnun er ekki talið lík-
legt að fyrirhuguð framkvæmd muni
hafa umtalsverð umhverfisáhrif eða
ekki matsskyld. Niðurstaða Siglinga-
stofnunar er að fyrirhuguð stækkun
dýpkunar- og losunarsvæðis við
Landeyjahöfn sé ekki líkleg til að hafa
í för með sér umtalsverð umhverfis-
áhrif með tilliti til eðlis framkvæmd-
arinnar, staðsetningar hennar og eig-
inleika hugsanlegra áhrifa hennar.
Því skal framkvæmdin ekki vera háð
mati á umhverfisáhrifum.
Morgunblaðið/GSH
Landeyjahöfn Dísa við dýpkunarstörf. Belgíska dýpkunarskipið Taccola dýpkaði utan hafnarinnar í haust.
Vilja auka sanddælingu
Skipulagsstofnun hefur tekið afstöðu til áforma um stækk-
un dýpkunar- og losunarsvæðis við Landeyjahöfn