Morgunblaðið - 27.11.2015, Síða 27

Morgunblaðið - 27.11.2015, Síða 27
Eftir sitja margar minningar, þakklæti og trú. (IG) Elsku Jói, Hrund, Albert, Erla og fjölskylda. Við vottum ykkur okkar dýpstu samúð, Gyða, Bjarni, Níels, Ólöf og Óskar. Fyrir rúmum 25 árum kynnt- umst við Siggu Lár þegar við hjónin réðum okkur til vinnu við Laugarbakkaskóla í Miðfirði. Fljótlega tókust góð kynni með okkur og skólastjórahjónunum Siggu og Jóa og voru þau meðal okkar nánustu vina. Við áttum margar góðar stundir í hesthús- inu við ýmiss konar hrossastúss og skemmtun. Börnin voru alltaf í kringum okkur og Sigga sá til þess að þau fengju verkefni við hæfi. Þetta voru góðir tímar og enn betri þegar við fluttum svo á Syðri-Gauksmýri, þar sem við brösuðum saman við ýmislegt. Hún var orkumikil og glaðsinna og vildi láta hlutina ganga. Við undruðumst það oft hvaðan Sigga fengi alla þessa orku því hún var yfirleitt með fjölmörg verkefni í gangi í einu og skrapp svo á hestbak þess á milli. Garð- urinn við skólastjórabústaðinn á Laugarbakka og svo seinna um- hverfið á Gauksmýri ber þeim hjónum fagurt vitni og þar dró Sigga vagninn í hugmyndum og framkvæmd. Sigga var hrein- skiptin og sagði við mann það sem henni fannst. Fyrir nokkrum árum fór heilsan hjá Siggu að bila, hún greindist með krabba- mein sem var fjarlægt. En það var samt alltaf eitthvað sem hún fann fyrir en enginn fann eða greindi fyrr en allt of seint. Á þessum tíma leitaði hún lækninga en fékk ekki þá hjálp sem hún þurfti. Við fylgdumst með þess- um veikindum hennar úr fjarska þar sem við vorum flutt aftur suð- ur. Í þau skipti sem við hittum hana sagði hún okkur veikinda- söguna sína og manni fannst hún eiginlega ótrúleg. Hún varð samt fyrst ótrúleg þegar hún svo greindist að nýju með illvígt krabbamein fyrir um ári og við það varð ekki ráðið. Í símtali sem við áttum þegar hún var á leið í sína aðra lyfjagjöf sagði hún að ég yrði að skrifa veikindasöguna hennar og að þetta yrði að vera gamansaga því það myndi enginn trúa því hvernig þetta hefði allt verið í raun og veru. Þegar við heimsóttum hana á Hvamms- tanga í ágúst síðastliðnum var hún orðin mjög veik en persónu- einkenni hennar ljómuðu sem fyrr. Hún spurði okkur frétta af okkar fólki og sagði okkur svo af sínu fólki og þeirra högum. Þann- ig var Sigga alltaf. Vildi fylgjast með og spurningarnar hennar voru ekki eingöngu settar fram fyrir kurteisis sakir heldur af áhuga. Í öllum hennar veikindum hefur Jói staðið við hlið hennar sem klettur og stutt hana og hjúkrað svo vel að það er með eindæmum. Við erum afar þakk- lát fyrir að hafa átt Gauksmýr- arhjónin fyrir vini í 25 ár. Þó svo að fjarlægðin hafi aukist og heim- sóknunum fækkað þá finnum við alltaf hvað það var kært á milli þegar við hittumst, tíminn flýgur hratt þegar það er gaman og þá er jafnan mikið spjallað. Við eig- um fjölmargar minningar um Siggu, t.d. á hlaupum, á göngu- skíðum, á hestbaki, við elda- mennsku og bakstur, við gítar- nám, við föndur, við kennslu, í hesthúsverkum og svona mætti lengi telja. Allar þessar minningar eru gleðilegar minningar og fyrir það er okkar fjölskylda þakklát. Það er sárt að kveðja og það er sárt að sakna en minningarnar verma. Ástvinum öllum sendum við samúðarkveðjur og þá sérstak- lega Jóa, Hrund og Albert. Fyrir hönd fjölskyldunnar á H4, Þorvarður Guðmundsson. MINNINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. NÓVEMBER 2015 ✝ Hörður Þóris-son fæddist í Reykjavík 11. ágúst 1965. Hann lést á heimili sínu, Hátúni 12 í Reykjavík, 18. nóv- ember 2015. Foreldrar Harð- ar eru Þórir Þor- geirsson, íþrótta- kennari og oddviti á Laugarvatni, f. 14.7. 1917, d. 25.6. 1997, og Esther Matthildur Kristins- dóttir, íþróttakennari og hús- móðir, f. 22.2. 1932. Systkini Harðar eru Rósa Þórisdóttir, f. 1955, búsett í Kópavogi. Fyrrverandi maki er Kjartan Þorkelsson. Dætur þeirra eru Matthildur, maki Ármann Ingi Sigurðsson, og eiga þau Kjartan Ólaf og óskírðan son. Dóttir Matthildar er Katrín Lilja Egilsdóttir. Inga Hrund, maki Rúnar Mar- arvatni. Eftir grunnskólanám vann hann ýmis störf á Laug- arvatni, s.s. garðyrkjustörf, við bensínafgreiðslu, garðslátt og almenna verkamannavinnu hjá sveitarfélaginu. Hörður var liðtækur í ýmsum íþróttum, t.d. körfubolta, borðtennis og botsía, á meðan kraftar leyfðu, en Hörður var með MMD- vöðvarýrnun sem ágerðist með árunum. Hörður flutti til Reykjavíkur árið 2000 og vann í Örtækni í nokkur ár. Þegar hann þarfn- aðist meiri þjónustu flutti hann í Sjálfsbjargarheimilið í Hátúni 12. Þar naut hann góðrar umönnunar, eignaðist góða kunningja og vini. Laugarvatn átti sérstakan stað í hjarta hans alla tíð og fór hann þang- að alltaf þegar tækifæri gafst. Hörður eignaðist góða vin- konu, Sigrúnu Pétursdóttur, þjónustufulltrúa í Trygginga- stofnun ríkisins. Útför Harðar fer fram frá Seljakirkju í dag, 27. nóvem- ber 2015, og hefst athöfnin kl. 15. inó Ragnarsson, þau eiga Ásdísi. Börn Rúnars eru Guðjón Ingi og Sunna Rós. Hrönn Þóris- dóttir, f. 1957, bú- sett í Ólafsvík, maki Hrafn Arnarson, þau eiga Þórhildi og Kristin. Gerður Þór- isdóttir, f. 1959, búsett á Kirkjubæjarklaustri, maki Lars Hansen, þau eiga Söru, Aron og Jakob Þóri. Kærasta Arons er Kristín Margrét Norðfjörð. Þórir Þórisson, f. 1962, bú- settur í Garðabæ, maki Mar- grét Rósa Kristjánsdóttir, þau eiga Tinnu Maren. Dóttir Mar- grétar er Karen Rut Gísladótt- ir, maki Ólafur Már Sigurðs- son, þau eiga Sigurð Egil. Hörður ólst upp á Laug- Kæri bróðir, það er komið að ferðalokum. Það var á brattann að sækja og undir það síðasta einungis fært með aðstoð. Þetta tók mikla orku af líkama og sál alla tíð. Þessu tókstu af miklu æðru- leysi, og alltaf var stutt í grínið þrátt fyrir allt. Nú er hvíldinni náð. Af voninni vaxa úr grasi viðkvæm, þau blómin smá. En í lífinu öllu er asi og enga miskunn að fá. Framan af fegin þau dansa fagnandi stíga sín spor. Af gleði titra og glansa í golunni allt sitt vor. Öll þrá að þroskast og dafna og þyrstir í sólaryl. Í smáum stíl kröftum að safna, syngja og hlakka til. Að lokum þau leggjast niður, laufin þau stór og smá. Að eilífu fundinn friður í fegurð og sælu þá. (ÞÞ.) Þórir Þórisson. Í dag kveðjum við kæran bróður. Við minnumst þess hve innilega við eldri systkinin fögnuðum fæðingu hans. Hann var okkar uppáhald. Við systk- inin fimm lékum okkur mikið saman í skemmtilegu umhverfi á Laugarvatni. Ekki var til leik- skóli í þá daga svo við gátum notið þess að vera heima að leika okkur. Hörður var þægi- legur og ljúfur drengur, en æði þrjóskur alla tíð. Þrjóskan hef- ur oftar en ekki komið honum til góða í erfiðri lífsbaráttu. Hörður lauk grunnskóla og vann ýmis störf á Laugarvatni eftir það. Hann vann lengi í Kaupfélag- inu við bensínafgreiðslu, í gróð- urhúsunum og við almenn störf hjá hreppnum. Á sumrin, að loknum vinnudegi, sló hann garðinn við Reyki og hætti ekki fyrri en hver blettur hafði verið sleginn. Á veturna sá hann um snjó- mokstur við húsið og ekki var hætt fyrr en allt var búið. Hörður var keppnismaður og stundaði körfubolta og seinna meir borðtennis og botsía. Hann var mikill spilamaður og eftir að hann flutti til Reykja- víkur árið 2000 sótti hann reglulega bingó og spilakvöld í Sjálfsbjargarhúsinu í Hátúni. Iðulega kom hann heim með vinninga, sem hann naut að gefa systkinabörnum. Hann var barngóður og þolinmóður við frændsystkinin, sem nutu þess að spila við hann, þegar hann var í heimsóknum um jól, páska eða á ættarmótum. Þá var líka dregið fram púsl og sitthvað fleira til að dunda við. Hörður vann í Örtækni í nokkur ár eftir að hann flutti til Reykjavíkur, en þá þegar var sjúkdómur hans farinn að hafa áhrif á starfs- og hreyfigetu hans. Hörður var með ólækn- andi sjúkdóm, MMD, sem veld- ur vöðvarýrnun smátt og smátt. Síðastliðið vor lá Hörður á sjúkrahúsi í mánuð með lungnabólgu og mátti vart á milli sjá hvor hafði vinninginn þá. Kom þá örugglega þessi einkennandi þrjóska honum til hjálpar því hann hafði vinning- inn og náði hann sér mjög vel á strik. Eftir röð afmæla og hátíða í fjölskyldunni var sú síðasta í ágúst þegar hann bauð fjöl- skyldu og vinum til veislu í til- efni fimmtugsafmælis síns. Veislan hans var mjög skemmtileg og Hörður afar ánægður. Laugarvatn átti sérstakan stað í hjarta hans og mætti hann alltaf á ættarmótin sem haldin hafa verið í júlí ár hvert. Á stórhátíðum naut hann til- breytingar hjá systrum sínum úti á landi, gjarnan ferjaður með einkabílstjóra í bílnum hans, sem var stolt hans fram á síðasta dag. Síðustu jól treysti hann sér ekki í langar ferðir út á land. Eftir þetta góða og viðburða- ríka sumar og haust kom kallið skyndilega. Hann fór í friðsæld að morgni 18. nóvember, alsæll eftir bingó kvöldið áður. Þar lék hann á als oddi ásamt vin- konu sinni, Sigrúnu Pétursdótt- ur, sem reyndist honum sálu- félagi og vinur í raun síðustu árin. Starfsfólk Sjálfsbjargarheim- ilisins fær sérstakar þakkir fyr- ir umönnun og vinsemd. Íbúum þökkum við vináttu og stuðning við Hörð. Við systkinin þökkum Herði samfylgdina. Hvíl í friði. Rósa, Hrönn, Gerður. Ég ætla í örfáum orðum að minnast Harðar Þórissonar mágs míns frá Reykjum á Laugarvatni. Fyrstu kynni okk- ar Harðar voru þegar ég fór að venja komur mínar til systur hans Gerðar, á Laugarvatni. Hörður tók mér ekki opnum örmum í fyrstu en það breyttist þó fljótt þegar í ljós kom sam- eiginlegur áhugi okkar á ýms- um málum. Þar er fyrst að telja skóg- rækt og landgræðslu almennt. Hörður var mikill áhugamaður um trjárækt og stundaði hana af miklu kappi á landspildu sem fjölskyldan átti í Laugardaln- um. Flestum plöntunum hafði hann komið til sjálfur. Hörður var gjafmildur og ósjaldan færði hann okkur fallegar trjá- plöntur til að setja í garðinn. Því fylgdi hins vegar töluverð ábyrgð að þiggja falleg tré af Herði, því að hann vildi gjarn- an fylgjast með hvernig þeim vegnaði og hvernig væri um þau hugsað. Honum mislíkaði ef ekki var farið að ráðum hans um grei- naklippingu eða annað. Við Hörður áttum auðvelt með að ræða hin ýmsu hugðarefni önn- ur, og góð kímnigáfa hans gerði umræðurnar alltaf skemmtilegar. Það má segja að gott skap og léttur húmor hafi verið sér- gáfa Harðar. Hann átti þannig auðvelt með að gantast með eigin heilsuleysi og var æðruleysi hans gagnvart aðstæðum sínum aðdáunarvert. Aldrei gætti beiskju, hvað þá uppgjafar, í fari hans. Eflaust áttu þessir eiginleika Harðar stóran þátt í því hve börnin sóttust eftir fé- lagsskap hans, en hann var alla tíð eftirsóttur spilafélagi í hópi systkinabarnanna, sem biðu komu hans með spilastokkinn tilbúinn. Ég minnist allra jólanna sem Hörður dvaldi hjá okkur með hlýju og söknuði. Lars Hansen. Elsku Hörður minn. Þegar kynni okkar hófust var þriðju- dagur, þá var bingókvöld í fé- lagsheimili Sjálfsbjargar og þar varst þú og ég settist við sama borð ásamt fleirum. Við horfðum hvort á annað svona af og til og svo fórum við að spjalla saman. Þú nefndir að þú héldir heimili með móður þinni og keyrðir á milli á þínum bíl. Ár- in liðu og það fór eitthvað að þróast meira okkar á milli, ég bauð þér heim til mín, sem þú þáðir. Við áttum yndislega kvöld- stund saman, töluðum saman, horfðum á sjónvarpið, héldumst í hendur og svo kom fyrsti kossinn frá þér og þegar þú fórst kvaddir þú mig með kossi. Árin liðu og enn vorum við að hittast á hálfs mánaðar fresti í bingó, en oft töluðum við saman í síma eða fórum á skemmtun, t.d. þorrablót eða haustfagnað í félagsheimili Sjálfsbjargar. Ég man að þegar þú varst að vinna hjá Örtækni var ákveðið að vinnufélagarnir færu á Frostrósir og þú vildir auka miða og bauðst mér með, það var sýning sem aldrei gleymist. Svo þegar jólin nálguðust skiptumst við á pökkum, ég gaf þér t.d. bókina Útkall, sem þú varst að safna eða spennusögu sem þér fannst skemmtilegt að lesa, mynddisk, geisladisk eða púsluspil sem þér þótti vænt um að fá. Fyrir þremur árum gafst þú mér hring í jólagjöf sem ég er alltaf með og þegar ég horfi á hann hugsa ég til þín. Þegar þú fórst út á land eða á Laugarvatn til ættingja hringdir þú oft til mín til að láta mig vita hvað þú yrðir lengi, það þótti mér vænt um. Í sumar áttir þú stórafmæli og auðvitað bauðst þú mér, ég var hálf feimin að mæta því það var í fyrsta skipti sem ég hitti mömmu þína og fjölskyldu, en þau tóku vel á móti mér. Sjúkdómurinn versnaði ár frá ári og þú fluttir í Sjálfs- bjargarhúsið svo þú gætir feng- ið umönnun þar og ég kom þangað nokkrum sinnum. Daginn áður en þú kvaddir þennan heim var bingó sem ég stjórnaði og þú varst á borði sem var nálægt mér ásamt fleirum. Þú sagðir við mig: „Komdu með réttu tölurnar“, ég svaraði: „Ég skal reyna“, en þegar síðasta umferð var spiluð voru nokkrir með bingó og þú varst einn af þeim svo ég þurfti að fara yfir spjöldin til að athuga hvort þau væru öll rétt og þið þurftuð að draga spil. Þú varst ekki með hæsta spilið í þetta sinn. Þegar við kvöddumst með kossi sagði ég við þig: „Sjáumst eftir hálfan mánuð“ og þú svar- aðir „Já“. Ég var að vinna þegar Rósa mágkona þín kom til mín næsta dag og sagði: „Hörður er lát- inn“ og mér brá svo mikið að ég áttaði mig ekki á hvað hún sagði við mig. Við fórum inn á kaffistofu og töluðum saman á meðan ég var að jafna mig, og þá fattaði ég að ég á ekki eftir að sjá þig meira. Ég kveð þig, elsku Hörður minn, og þakka þér fyrir öll ár- in sem við vorum saman. Ég votta móður þinni, systkinum, frændsystkinum, sem þér þótti svo vænt um, og öðrum and- standendum mína dýpstu sam- úð. Megi góður Guð geyma þig og megir þú hvíla í friði. Þín vinkona, Sigrún Péturs. Elsku Hörður. Þegar við systurnar vorum yngri fórum við reglulega í heimsókn á Laugarvatn. Við vorum fyrstu barnabörnin á Reykjum og fengum því ótak- markaða athygli allra heimilis- meðlima, sérstaklega frá þér. Við minnumst þessara tíma með mikilli hlýju þar sem við fengum 10 ára forskot á hina krakkana. Þú gafst þér alltaf tíma til að leika við okkur og vorum við því ekki gamlar þegar þú hafðir kennt okkur hin ýmsu spil og ber þá helst að nefna Rommí og Kleppara. Að sjálfsögðu vannst þú oftar en ekki, enda með ein- dæmum heppinn í bæði spilum sem og í bingói. Við systur nutum einmitt góðs af bingóvinningunum þar sem jólagjafirnar innihéldu oft- ar en ekki búsáhöld sem mörg hver eru enn í fullri notkun. Við fengum að leika okkur með bílabrautina þína inni á gangi, fletta í teiknimyndabók- unum og seinna lesa unglinga- bækurnar þínar. Einnig varstu alltaf tilbúinn að horfa á Nonna og Manna með okkur. Ein jólin plataðirðu okkur meira að segja til þess að pakka inn jólagjöf- unum okkar. En nú er komið að kveðju- stund og verst þykir okkur að þurfa að kveðja þig áður en þú fékkst tækifæri til að kynnast nýfæddum börnum okkar. Við þökkum þó fyrir góðu stund- irnar í sumar og treystum því að afi hafi tekið vel á móti þér. Matthildur og Inga Hrund Kjartansdætur. Hörður Þórisson lést á heimili sínu, Hátúni 12, þann 18. nóvember. Hann var alltaf mjög glaðlyndur þrátt fyrir erfið veikindi og gat oft séð spaugilegar hliðar á ýmsu. Hörður naut alla ævi mikils stuðnings af fjölskyldu sinni. Hann hafði yndi af því að leika og spila við frændsystkin sín. Þetta kom vel fram í jólaboð- um og ættarmótum fjölskyld- unnar. Þá var oft setið langar stundir og spilað á spil eða ein- hver borðspil. Það var með ólíkindum hversu heppinn hann var í spil- um. Í hvert skipti sem hann tók þátt í bingó fékk hann einn eða fleiri vinninga. Í Hátúni undi Hörður hag sinum vel. Þar hafði hann félagsskap og tók virkan þátt í því sem starf- semin bauð upp á. Hann hafði mikil samskipti við systkini sín, sem heimsóttu hann og buðu honum í heim- sókn til sin. Hörður var oft hjá okkur Hrönn á hátíðum og kom yf- irleitt a.m.k. einu sinni í heim- sókn á sumrin. Það var mikið tilhlökkunarefni hjá Kristni og Þórhildi að fá frænda sinn í heimsókn og njóta samverunn- ar með honum, en síðastliðin jól voru þau fyrstu sem hann sagðist ekki treysta sér til að koma til okkar. Í minningunni er Hörður hlýlegur, glaðlyndur og barn- góður maður sem gaf okkur og öðru samferðafólki sinu mikið. Blessuð sé minning hans. Hrafn Arnarson. Elsku frændi, nú er komið að því að kveðja. Hörður var okkar besti spilafélagi. Gamli tebollinn hans lýsir honum full- komlega: heimsins besti frændi. Það var aðal að fá að spila við þig og þú gast setið tímunum saman að spila við okkur öll. Það var sama hvað það var, rommí, félagsvist eða ólsen, þú kunnir öll spilin og kenndir okkur allt sem þú kunnir. Á Laugarvatni varstu með gömlu tölvuna þína og síðan sátum við og horfðum á þig spila tölvuleiki. Aðalsportið var þegar þú leyfðir okkur að prufa. Þar voru líka allar Tinnabækurnar og Andrésblöðin þín, sem var svo gaman að fá að skoða. Það er margs að minnast. Góðlátleg stríðni þín þegar þú vannst okkur í spilum. Það var alltaf svo stutt í grín og glens og mikil væntumþykja sem þú sýndir okkur systkinabörnum þínum. Þú stóðst með okkur og varst alltaf með okkur í liði ef systurnar voru eitthvað að stjórna og skipa fyrir. Í gegn- um árin sýndir þú okkur krökkunum ótrúlega þolin- mæði. Skaplyndi þitt og viðhorf til lífsins var nokkuð sem allir ættu að taka sér til fyrirmynd- ar. Við eigum ekki að taka lífið of alvarlega en vera ánægð með það sem við höfum. Við erum þakklát fyrir allar góðu stundirnar í gegnum árin og að hafa átt með þér frábær- an dag í fimmtugsafmælinu þínu í sumar. Við erum heppin að hafa fengið að eiga þig sem frænda og hugsum með hlýju til minn- inganna um þig. Guð geymi þig, elsku Hörð- ur, þín verður sárt saknað. Þar sem englarnir syngja sefur þú sefur í djúpinu væra. Við hin sem lifum, lifum í trú að ljósið bjarta skæra veki þig með sól að morgni. (Bubbi Morthens) Þórhildur, Kristinn, Sara, Aron, Jakob Þórir, Karen Rut og Tinna Maren. Hörður Þórisson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.