Morgunblaðið - 27.11.2015, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 27.11.2015, Blaðsíða 17
Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. NÓVEMBER 2015 Rótarýklúbbur Sauðárkróks býður bæjarbúum og Skagfirðingum öll- um til jólahlaðborðs í íþróttahús- inu á morgun, laugardag. Þetta er í þriðja sinn sem boðið er til svo veglegrar veislu, en 700-800 manns hafa þekkst boðið undanfarin ár. Þetta er orðið stærsta verkefni klúbbsins, sem í gegnum tíðina hefur komið að mörgum góðum málum í sínu nærsamfélagi. Rótarýmenn njóta velvilja ýmsra fyrirtækja á Sauðárkóki sem lagt hafa málefninu lið. Ómar Bragi Stefánsson, félagi í klúbbn- um og einn forsprakka verkefn- isins, segir matarveisluna ekki hafa orðið til nema með tilstyrk fyrirtækja á svæðinu og öflugu framlagi klúbbfélaga. Sem fyrr verða tónlistaratriði í anda jólanna en allir verða hjartanlega vel- komnir í íþróttahúsið frá kl. 12-14 á morgun. Söfnunarkassi verður á staðnum ef menn vilja láta eitt- hvað af hendi rakna til góðgerðar- mála. Bjóða öllum íbúum héraðsins í jólahlaðborð  Rótarýmenn á Sauðárkróki með veislu í þriðja sinn Jólahlaðborð Skagfirðingar geta fjölmennt í íþróttahúsið á Króknum á morgun og gætt sér á kræsingum í boði Rótarýklúbbsins á staðnum. Rosendahl 40% afsláttur Kenneth Cole 30% afsláttur Michael Kors 30% afsláttur Jacques Lemans 50% afsláttur Jorg Gray 50% afsláttur í Kringlunni Stórafsláttur í dag, bara í dag, af öllum úrum frá þessum vörumerkjum Laugavegi 15 og Kringlunni - sími 511 1900 - www.michelsen.is FRIDAY BLACK Föstudagur til fjár! Tilboðin gilda í verslunum okkar á Laugaveginum, í Kringlunni og í vefversluninni á michelsen.is. Á michelsen.is sérðu vörulínurnar í heild. Vonir standa til að strax í vor hefj- ist framkvæmdir við byggingu mosku sem Félag múslima hyggst láta reisa. Vinningstillaga arki- tekta að moskunni nýju var kynnt í gær og segist Salmann Tamimi, forstöðumaður félagsins, mjög ánægður með niðurstöðuna. Um framhaldið segir Salmann að söfn- uðurinn fari yfir teikningarnar og í framhaldi af því verði næstu skref ráðin. Ljóst sé að framkvæmd þessi kosti talsverða peninga og á næst- unni verði farið í að safna því sem þurfi. Höfundar vinningstillögunnar eru arkitektarnir Gunnlaugur Stef- án Baldursson og Pia Bickmann. Safna og fara svo að byggja Hæstiréttur Íslands hefur dæmt Andra Tómas Jónsson í tveggja ára fangelsi fyrir kynferðisbrot, en maðurinn hafði munnmök við annan mann gegn vilja hans. Fram kemur í dómnum að brotaþoli hafi ekki getað spornað við verknaðinum sökum ölv- unar og svefndrunga. Tekin var lögregluskýrsla af brotaþola í ágúst 2013 eftir að hann tilkynnti um kynferðisbrotið. Þar skýrði hann svo frá að hann hefði verið í eftirpartíi í íbúð aðfaranótt 7. apríl 2012. „Það hafi verið hópur af fólki í íbúðinni. Þegar liðið var á nótt- ina hafi hann fengið leyfi hjá húsráð- anda, sem sé vinur hans, til að gista í íbúðinni. Hann hafi verið ölvaður og lagst í sófa í stofunni og sofnað þar. Hann hafi síðan vaknað við það að [Andri Tómas] hafi legið í klofinu á honum og verið með typpið á honum uppi í sér,“ segir í dómnum. „Þegar hann hafi gert sér grein fyrir því sem var að gerast hafi hon- um brugðið ofboðslega mikið. Hann hafi strax staðið upp og gengið í hringi og reynt að ná áttum, en síðan farið inn í herbergi vinar síns og lagst upp í rúm hjá honum. [Andri Tómas] hafi yfirgefið íbúðina skömmu síðar.“ Var refsing Andra Tómasar ákveðin fangelsi í tvö ár auk þess sem honum er gert að greiða brota- þola 1.000.000 krónur í miskabætur. Fékk tveggja ára dóm fyrir kynferðisbrot  Munnmök gegn vilja annars manns Vínbúðin hefur nú verið opnuð á ný í Spönginni í Grafarvogi. Með opnuninni eru Vínbúðir landsins orðnar 50 talsins að því er fram kemur í tilkynningu á vef ÁTVR. Vínbúð var áð- ur starfrækt í Spönginni en henni var lokað þann 19. janúar árið 2009. Í tilkynningu sem send var út við lokunina kom fram að rekst- urinn hefði verið undir vænting- um. Vínbúðin í Spönginni stendur við hlið Hagkaupsverslunar sem þar er. Vínbúð opnuð í Spönginni á ný sex árum eftir lokun Opnun Vínbúð opn- uð á ný í Spönginni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.