Morgunblaðið - 27.11.2015, Side 14

Morgunblaðið - 27.11.2015, Side 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. NÓVEMBER 2015 Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Þrátt fyrir að aðstæður á heims- markaði séu nú óhagstæðar fyrir út- flutning á sauðfjárafurðum eru slát- urleyfishafar að vinna að ýmsum verkefnum sem þeir telja áhugaverð í framtíðinni. „Það eru teikn á lofti um viðsnúning og ég er nokkuð bjartsýnn fyrir komandi ár,“ segir Ágúst Andrésson, forstöðumaður kjötafurðastöðvar Kaupfélags Skag- firðinga. „Ég lít á þetta sem tíma- bundna erfiðleika,“ segir Steinþór Skúlason, forstjóri Sláturfélags Suð- urlands. Sölutregða og verðlækkun er á nokkrum mörkuðum sem hafa verið mikilvægir fyrir íslenska útflytjend- ur síðustu árin. Þannig hrundi Asíu- markaður. Til Hong Kong hafa síð- ustu ár verið fluttar ýmsar auka- afurðir sem falla til í sláturtíðinni og einnig lambaslög og lambahálsar á góðu verði. Lokast hefur að mestu fyrir þann markað. Ágúst segir að það stafi af því að kaupendurnir hafi ekki getað komið vörunni inn á sín markaðssvæði vegna herts eftirlits opinberra aðila. Talið er að stór hluti af þessum af- urðum hafi farið á markað í Kína. Ágúst og Steinþór segja að veruleg tækifæri felist í því að koma vörunni beint á þann markað á grundvelli frí- verslunarsamnings Íslands og Kína. Landbúnaðarkafli þess samnings hefur ekki verið virkjaður en Ágúst vonast til að það verði fyrir næstu sláturtíð. Þessar vörur fara í staðinn í gæludýrafóður, minkafóður og kjötmjöl. Eitthvað hefur farið á markað í Bretlandi. 30% verðlækkun í Bretlandi Á Bretlandsmarkaði hefur orðið allt að 30% verðlækkun á kindakjöti og að hluta til á meginlandi Evrópu. Ágúst segir að meira framboð af kjöti og harðari samkeppni sé ástæðan. Meira kjöt berist frá Nýja- Sjálandi og Ástralíu vegna erfiðleika á Asíumarkaði. Hann segir að í Bret- landi hafi verið ágætis markaður fyrir ódýrari hluta kindanna og tek- ist hafi að selja svolítið þangað í ár, en á lækkuðu verði. Sala hefur aukist á Spánarmark- aði eftir að hann lokaðist alveg fyrir þremur árum. Ágúst vonast til að þangað fari rúmlega 400 tonn í ár sem er 100 tonnum meira en í fyrra. Steinþór segir að tekist hafi að fá hliðstætt verð og áður fyrir lamba- bóga á Spáni. Hins vegar hefur lækkun á gengi evrunnar rýrt verð- mæti útflutnings til Spánar og meg- inlands Evrópu. Sömu sögu er að segja um Nor- egsmarkað. Útflutningskvótinn þangað er 600 tonn og er hann ávallt nýttur. Veiking norsku krónunnar lækkar það verð sem útflytjendur fá, í íslenskum krónum reiknað. Útflutningur Sláturhúss KVH á Hvammstanga á fersku íslensku lambakjöti til Bandaríkjanna var meiri í sláturtíðinni í ár en áður. Þangað fóru um 200 tonn, að sögn Ágústs, sem er 50-60 tonnum meira en í fyrra og heldur meira en 2013 þegar útflutningurinn nam 190 tonn- um. Útflutningurinn gekk mjög vel. Ágúst bindur miklar vonir við Rússlandsmarkað þrátt fyrir tíma- bundna erfiðleika. KS á hlut í mark- aðsfyrirtæki í St. Pétursborg, Ice- corpo. Ágúst segir að það hafi valdið vandræðum hve fá sláturhús eru með leyfi til að slátra fyrir Rúss- landsmarkað. Icecorpo hefur keypt kjöt frá Húsavík og Blönduósi til að halda við markaðnum en Ágúst von- ast til að kjötafurðastöð KS fái vinnsluleyfi á næstunni og þá verði hægt að þróa verkefnið áfram og auka útflutning. „Við erum að festa þetta fyrirtæki og vörur í sessi. Það lofar mjög góðu,“ segir Ágúst. Kjöt- ið fer í dýrari matvöruverslanir og veitingastaði og í flugeldhús. Tímabundnir erfiðleikar Steinþór Skúlason segir að Slát- urfélagið hafi ákveðið í einhverjum tilvikum að bíða með kjöt í birgðum, í stað þess að taka verðlækkun, í von um að verð hækki aftur. „Ég lít á þetta sem tímabundna erfiðleika. Við bíðum eftir að fá leyfi til að selja afurðir beint til Kína. Það lofar mjög góðu. Þá teljum við að lokun Rúss- landsmarkaðar sé tímabundin,“ seg- ir Steinþór. Ágúst segir að þrátt fyrir ytri erf- iðleika sé ágætur útflutningur og unnið að verkefnum sem séu áhuga- verð til lengri tíma litið og geti skilað góðu. Árið í fyrra var erfitt fyrir af- urðastöðvar, að hans sögn, og ekki útlit fyrir að árið í ár verði betra. Hann er hins vegar bjartsýnn á framtíðina. „Það skiptir miklu máli að virkja fríverslunarsamning Ís- lands og Kína, að fá leyfi fyrir fleiri til að framleiða fyrir Rússland og lönd Austur-Evrópu og auka magnið á Bandaríkin. Það gæti skilað okkur betra búi,“ segir Ágúst. Erfiðleikar á kjötmörkuðum  Asíumarkaður nánast lokaður fyrir sauðfjárafurðir  Verðlækkun í Bretlandi og meginlandi Evrópu  Metútflutningur á fersku kjöti til Bandaríkjanna  Vaxandi markaður í Rússlandi Morgunblaðið/RAX Kjötvinnsla Mikið af kjötinu er unnið í sláturtíðinni en hluti er frystur í heilum skrokkum. Stór hluti af útflutn- ingnum er í frosnum skrokkum. Það sem fer til Bandaríkjanna er þó ferskt og eitthvað fer niðurhlutað til Evrópu. Áætlað er að 450-500 þúsund óseldar gærur séu nú til í land- inu. Það slagar upp í allar gærur sem falla til við slátrun á einu ári. Gærumarkaðurinn er sveiflu- kenndur. Ágúst Andrésson, for- stöðumaður kjötafurðastöðvar KS, segir að hann sé nú í öldu- dalnum, verð lágt og nánast eng- in sala. KS hefur náð að selja svolítið af gærum í haust, að- allega til Póllands þar sem þær eru notaðar við skrautgærufram- leiðslu. Það eru aðallega mislitar gærur en einnig eitthvað af hvít- um. Enn eru um 100 þúsund gærur óseldar í landinu frá sláturtíðinni í fyrra. Við bætast 550 þúsund gærur úr sláturtíðinni í haust. Áætlar Ágúst að búið sé að selja um 150 þúsund þeirra þannig að 450 til 500 þúsund gærur séu líklega óseldar. Hátt í 500 þús. gærur óseldar NIÐURSVEIFLA Á GÆRUMARKAÐNUM Strætó býður nú upp á þá nýjung að kaupa áskrift að strætókorti í gegnum Strætó-appið. Hægt er að kaupa mánaðarkort eða skrá sig í áskrift og fá þá þriðja hvern mánuð frían. Áskriftin og mánaðarkort gilda á höfuðborgarsvæðinu og kosta 10.900 kr á mánuði. Eitt ár er síðan að byrjað var að selja farmiða í gegnum appið og hafa viðtökur farið fram úr björt- ustu vonum, segir í tilkynningu frá Strætó. Á þessu eina ári hafa selst um 250 þúsund miðar í gegnum app- ið. Á næstunni er ætlunin að bjóða fleiri áskriftarleiðir til sölu, t.d. nemakort og samgöngukort. Selst hafa 250 þúsund miðar með appinu Skinney-Þinganes á Höfn hefur selt hlut sinn í niðurverksmiðjunni Ajtel Iceland. Kaupandi er með- eigandi Skinneyjar-Þinganess, pólska matvælafyrirtækið Ajtel, sem verður eini eigandi verksmiðj- unnar á Höfn. Samhliða var gerð- ur samningur um hráefni til nið- ursuðunnar frá Skinney-Þinganesi. Að auki fær verksmiðjan hráefni frá Síldarvinnslunni og fleiri aðil- um. Nýr stjórnarformaður Ajtel Ice- land er Sævar Þór Jónsson lög- maður en framkvæmdastjóri verð- ur áfram Jón Áki Bjarnason. Niðursuðuverksmiðjan Ajtel Iceland tók til starfa á Höfn í jan- úar 2011 og hefur Jón Áki verið framkvæmdastjóri síðastliðin tvö ár. Að jafnaði starfa 12 manns við niðursuðuna en fjölgar í 16 í ver- tíðarlotum. Verksmiðjan framleiðir 6 milljónir dósa á ári, en áform eru um að efla starfsemina og auka framleiðsluna í 10 milljónir dósa. Ajtel Iceland sýður einkum nið- ur þorskalifur en að auki hefur fyrirtækið unnið að vöruþróun á öðrum innmat til niðursuðu, þar á meðal hrognum og svilum. „Pólska matvælafyrirtækið Ajtel hóf samstarf við Skinney-Þinganes um niðursuðuverksmiðjuna árið 2010 og lét gjaldeyrishömlur ekki hindra sig. Ajtel kom með þekk- ingu, tækjabúnað og markaðinn, meðan Skinney-Þinganes sá um húsnæði og hráefni. Verksmiðjan var komin í fullan rekstur í janúar 2011,“ segir í tilkynningu. Jón Áki segir í tilkynningunni að reksturinn hafi gengið vel og menn horfi björtum augum til framtíðar þó ákveðin sölutregða hafi verið í Rússlandi og Úkraínu. Opið er fyrir sölu til Rússlands en kaupendur þar eiga í vandræðum með að afla sér gjaldeyris. Hann telur að markaðurinn nái jafnvægi strax á næsta ári, þannig að fram- boð og eftirspurn haldist í hendur. Stærsti hluti dósanna sem Ajtel Iceland framleiðir er merktur fyrir mismunandi markaði. Hluti fram- leiðslunnar er seldur í nýrri vöru- línu Ajtel sem kallast MyFood. Aj- tel er umsvifamikið matvælafyrirtæki sem m.a. selur lax til Ikea um alla Evrópu. Um 90% sölunnar er utan Póllands og fást vörur Ajtel til að mynda í stórverslunum Aldi og Carrefour. Aukinn kraftur settur í niður- suðu á lifur hjá Ajtel Iceland  Pólskt fyrirtæki hefur keypt hlut Skinneyjar-Þinganess Verksmiðjan Jón Áki Bjarnason framkvæmdastjóri ásamt starfsmönnum. Iðnaðareiningar í miklu úrvali Funahöfða 7, 110 Reykjavík, s. 577 6666

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.