Morgunblaðið - 27.11.2015, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 27.11.2015, Blaðsíða 34
34 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. NÓVEMBER 2015 Sigrún Elsa Smára-dóttir var stödd íBerlín þegar blaðamaður náði tali af henni í gær. „Ég er búin að vera hérna á ráðstefnu síðan á mánudaginn en maðurinn minn kom hingað í dag og við ætlum að hafa það náðugt hérna um helgina. Skoða söfn og borða eitthvað gott.“ Sigrún er fagstjóri við- skiptaþróunar hjá Matís og er á ráðstefnunni Glo- bal Bioeconomy Summit. „Þar er rætt um lífhag- kerfismál; þann hluta hagkerfisins sem byggir á lífrænum auðlindum. Litið er til lífhagkerfisins til að takast á við ýmsar stórar áskoranir sem mannkyn stendur frammi fyrir; bæta fæðuöryggi fyrir fjölgandi jarðarbúa, loftslagsbreytingar, skipta frá hagkerfi sem byggir á jarðefnaeldsneyti yfir í hagkerfi sem byggir á endurnýjanlegum auðlindum, styrkja dreifðar byggðir, fjölga störfum og auka verðmætasköpun.“ Á ráðstefnunni eru 900 manns hvaðanæva úr heiminum „Hér fær maður breiða yfirsýn yfir hvaða áskoranir menn eru að glíma við í ólík- um heimshlutum og hvaða leiðir eru til að bæta stöðuna. Fyrir Ísland felast veruleg tækifæri til aukinnar verðmætasköpunar í eflingu lífhag- kerfisins, m.a. með beitingu líftækni til framleiðslu á verðmætum vörum úr hliðarafurðum, bættum vinnsluferlum, nýtingu vannýttra hráefna o.s.frv. En þetta er einmitt kjarninn í rannsókna- og nýsköp- unarstarfi okkar hjá Matís.“ Eiginmaður Sigrúnar er Vilhjálmur Goði Friðriksson, framkvæmda- stjóri ferðaskrifstofunnar Iceland Exclusive Travels. „Það má segja að það sé helsta áhugamál mitt að sinna því fyrirtæki í frítíma, en ég sé um Excel-hluta þess og það er mjög spennandi að fylgjast með ferðaþjón- ustunni og hvernig hún er að þróast. Við leggjum mesta áherslu á hvataferðir sem erlend fyrirtæki eru með fyrir starfsmenn sína og viðskiptavini.“ Dóttir Sigrúnar og Vilhjálms Goða er Guðrún Gígja, 11 ára, og börn Sigrúnar af fyrra hjónabandi eru Ragnheiður Anna og Smári Rúnar Róbertsbörn. Fagstjórinn Sigrún Elsa Smáradóttir. Í afmælis- og ráð- stefnuferð í Berlín Sigrún Elsa Smáradóttir er 43 ára í dag J óhann fæddist á Þórshöfn 27.11. 1955 og ólst þar upp. Hann var auk þess í sveit á sumrin á Syðra- Álandi: „Hjá okkur strák- unum snerist allt um báta, sjó- mennsku, veiðar og aflabrögð. Mað- ur var ekki hár í loftinu þegar maður fór að fara fram á til að fylgjast með bátunum koma að landi, hlera afla- fréttir frá körlunum og renna færi á bryggjunni. Þetta var á síðustu síld- arárunum og í útvarpinu glumdu aflafréttir í öllum fréttatímum. Það var samt aldrei mikil síldarstöltun á Þórhöfn. Aðeins rétt í lokin. En afla- brögðin voru fréttaefni eins og enski boltinn í dag.“ Jóhann gekk í Grunnskóla Þórs- hafnar, Héraðsskólana í Lundi í Öx- arfirði og á Laugum í Reykjadal og var í Samvinnuskólanum á Bifröst frá 1973 og lauk þaðan samvinnu- skólaprófum 1975. Jóhann starfaði við vegagerð og sjómennsku á námsárunum. Hann var skrifstofustjóri hjá Hraðfrysti- stöð Þórshafnar hf. frá 1976, var framkvæmdastjóri Hraðfrystistöðv- ar Þórshafnar hf. 1978-2001, var framkvæmdastjóri fyrir SIF Kan- ada í Nova Scotia 2002-2009, en kom þá aftur heim til Íslands og hefur verið skipstjóri á eigin báti, Garðari ÞH 122, er sjálfstæður atvinnurek- andi, hluthafi í Veritas Capital og situr í stjórn Distica. Jóhann sat í hreppsnefnd Þórs- hafnarhrepps 1982-98, sat í hafnar- nefnd Þórshafnar um langt árabil og ýmsum fleiri nefndum á vegum bæjarfélagsins og sat á Alþingi fyrir Jóhann Arngrímur Jónsson framkvæmdastjóri – 60 ára Fjölskyldan Jóhann og Rósa með börnum sínum, tengdabörnum og barnabörnunum Arngrími Agli og Öglu Maríu. Einn af frumkvöðlum veiðanna í Smugunni Skagaströnd Victoria Mist Ernstdóttir fæddist 27. nóv- ember 2014 kl. 11.01. Hún vó 3.690 g og var 51 cm löng. For- eldrar hennar eru Guðrún Olga Haraldsdóttir og Ernst Guðni Hólmgeirsson. Nýr borgari Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson,Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Victorinox hnífar verð frá 2.125,- Muela dálkar verð frá 3.590,- Mikið úrval af Victorinox vasahnífum og spænskum veiðihnífum frá Muela til jólagjafa Laugavegi 29 | sími 552 4320 | www.brynja.is | brynja@brynja.is Opið virka daga frá 9-18 lau frá 10-16

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.