Morgunblaðið - 27.11.2015, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 27.11.2015, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. NÓVEMBER 2015 Jean-Claude Juncker, forsetiframkvæmdastjórnar Evrópu- sambandsins, viðurkennir að Schengen-samstarfið sé í miklum vanda og sé í raun óvirkt um þessar mundir.    Hann kýs að orðaþað svo að Schengen sé „að hluta í dauðadái,“ sem er ekki mjög traustvekjandi fyrir þá sem þurfa að treysta á Schengen- samstarfið, svo sem Íslendinga.    En þó að Schengen sé í dauðadáiog geri ekki það sem það á að gera, sem er ekki síst að gæta að ytri landamærum svæðisins, má Juncker ekki heyra á það minnst að hætta formlega þessari starfsemi sem þegar hefur lagst af.    Nei, þess í stað heldur hann þvífram að Schengen sé slíkur grundvöllur evrunnar og Evrópu- sambandsins að allt sé til vinnandi að berja höfðinu áfram við steininn og neita að taka aftur upp landa- mæraeftirlit á milli Schengen- ríkjanna.    En þetta kemur ekkert á óvart.Juncker trúir á Evrópusam- bandið, evruna og stöðugt meiri samruna ríkja Evrópusambandsins. Hann er tilbúinn að fórna öllu fyrir þá trúarsannfæringu sína.    Þetta skýrir hins vegar ekki hversvegna aðrir, sem segjast ekki hafa tekið sömu trú, halda dauða- haldi í sjúklinginn í dauðadáinu.    Juncker er tilbúinn að veita afsláttaf örygginu fyrir evruna, en hvað með hina? Hvers vegna vilja þeir gefa afslátt? Jean-Claude Juncker Halda dauðahaldi í dauðadáið STAKSTEINAR Ljósin á Hamborgarjólatrénu verða tendruð kl. 17.00 á morgun, laugardaginn 28. nóvember, á Mið- bakka Reykjavíkurhafnar. Þetta er í 51. skiptið sem góðir vinir frá Hamborg senda jólatré til Reykja- víkur, en fyrsta tréð kom árið 1965. segir í frétt frá Faxaflóahöfnum. Að þessu sinni mun dr. Sverrir Schopka afhenda tréð en hann er fulltrúi tveggja Íslandsvinafélaga í Þýzkalandi koma nú í fyrsta sinn að afhendingu jólatrésins sem stuðningsaðilar. Félagið Buss Port í Hamborg er einnig stuðningsaðili nú eins og svo oft áður. Diane Rohrig, fulltrúi sendi- herra Þýskalands á Íslandi, mun ávarpa gesti og svo mun einnig gera Kristín Soffia Jónsdóttir, stjórnarformaður Faxaflóahafna sf. Loks verður gestum boðið í heitt súkkulaði og bakkelsi í Hafn- arhúsinu. Þessi siður, að senda jólatré til Reykjavíkurhafar, er tileinkaður íslenskum togarsjómönnum sem sigldu á Hamborg með fisk strax eftir seinni heimsstyrjöldina.  Ljósin á Ham- borgartrénu tendruð á morgun Ljósmynd/Emil Þór Sigurðsson Jólatréð lýsir upp hafnarsvæðið Veður víða um heim 26.11., kl. 18.00 Reykjavík 0 skýjað Bolungarvík -1 alskýjað Akureyri 2 skýjað Nuuk -7 skýjað Þórshöfn 8 alskýjað Ósló -1 skýjað Kaupmannahöfn 3 léttskýjað Stokkhólmur 3 skýjað Helsinki 2 skúrir Lúxemborg 3 léttskýjað Brussel 7 léttskýjað Dublin 12 súld Glasgow 11 skúrir London 11 skýjað París 7 léttskýjað Amsterdam 5 heiðskírt Hamborg 5 heiðskírt Berlín 3 skýjað Vín 3 skýjað Moskva -5 þoka Algarve 18 heiðskírt Madríd 15 heiðskírt Barcelona 15 léttskýjað Mallorca 15 skýjað Róm 7 skýjað Aþena 17 léttskýjað Winnipeg -12 snjókoma Montreal 7 alskýjað New York 12 léttskýjað Chicago 13 alskýjað Orlando 23 léttskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 27. nóvember Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 10:34 15:58 ÍSAFJÖRÐUR 11:06 15:36 SIGLUFJÖRÐUR 10:50 15:17 DJÚPIVOGUR 10:10 15:21 Hæstiréttur sýknaði í gær Íbúða- lánasjóð af kröfum tveggja lántak- enda hjá sjóðnum sem fóru fram á viðurkenningar á því fyrir dómi að sjóðnum hefði verið óheimilt að innheimta verðbætur af láninu. Það þýddi að mati lántakendanna að umframgreiðslur vegna verðbóta á afborganir og vexti ættu að reiknast strax við greiðslu hvers gjalddaga til frádráttar höfuðstól lánsins. Lánið ætti fyrir vikið að lækka sem því næmi. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að tilhögun verðtrygg- ingarinnar sem samið hefði verið um við útgáfu skuldabréfsins hefði verið lögmæt í ljósi ákvæða laga um vexti og verðtryggingu. Hér- aðsdómur Reykjavíkur hafði áður einnig sýknað Íbúðalánsjóð af kröf- unni. Íbúðalánasjóði ekki skylt að leggja fram greiðsluáætlun Dómurinn taldi Íbúðalánasjóði hafa borið að veita lántakendum upplýsingar um fjögur atriði við lántökuna með tilliti til laga og dómafordæma. Fyrir það fyrsta höfuðstól lánsins, það er fjárhæð þess án nokkurs kostnaðar, í annan stað heildarlántökukostnað, í þriðja lagi um árlega hlutfallstölu kostn- aðar sem skyldi lýst sem árlegri prósentu heildarlántökukostnaðar- ins af höfuðstól skuldarinnar og í fjórða lagi um heildarupphæð sem greiða ætti og væri samtala höf- uðstóls, vaxta og lántökukostnaðar. Þá var með hliðsjón af fyrri dómi Hæstaréttar ekki talið að Íbúða- lánasjóði hefði verið skylt sam- kvæmt lögum að láta lántakend- unum í té við lánveitinguna sérstaka greiðsluáætlun sem gerði ráð fyrir tiltekinni hækkun vísitölu neysluverðs og að við gerð láns- samningsins hefði verið þörf á að gera ráð fyrir að verðbætur teldust til heildarlántökukostnaðar. Við úrlausn málsins leit Hæsti- réttur meðal annars til þess að til- skipun 87/102/EBE, sem lántak- endurnir byggðu mál sitt meðal annars á, hefði ekki haft lagagildi hér á landi og fyrir vikið væri ekki hægt að nota hana sem lögskýringu vegna íslenskra laga. Héraðsdómur taldi hins vegar óhjákvæmilegt að líta til tilskipunarinnar við túlkun þeirra laga sem ættu uppruna sinn í henni. Eftir sem áður komust bæði dómstigin að sömu niðurstöðu í málinu. Vilhjálmur Bjarnason, formaður Hagsmunasamtaka heim- ilanna, sem stóðu að málaferlunum, segir niðurstöðuna mikil vonbrigði og að farið verði með málið fyrir erlendan dómstól, annaðhvort Mannréttindadómstól Evrópu eða EFTA-dómstólinn, en það verði meðal annars skoðað í því ljósi hvor leiðin sé fljótlegri. „Við bjuggumst við að kerfið myndi verja sig áfram fyrir þeim mistökum sem það hefur gert undanfarna áratugi,“ segir Vil- hjálmur. Morgunblaðið/Kristinn Hæstiréttur Niðurstaða héraðsdóms um verðtrygginguna var staðfest í Hæstarétti í gær. Verðtryggin verður því áfram. Verðtryggingin áfram óröskuð  Hæstiréttur staðfesti dóm úr héraði holar@holabok.is — www.holabok.is Útgáfuteiti vegna bókarinnar um Hrekkjalómafélagið verður haldið í dag klukkan 16-18 í Eymundsson, Austurstræti. Ásmundur Friðriksson segir þar bráðsmellnar sögur af hrekkjum og óvæntum afleiðingum þeirra og áritar bók sína. Allir sem vilja eiga skemmilegt föstudagssíðdegi mæta auðvitað. Kaffi og kleinur í boði. HREKKJALÓMAFÉLAGIÐ ÚTGÁFUTEITI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.