Morgunblaðið - 27.11.2015, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 27.11.2015, Blaðsíða 23
23 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. NÓVEMBER 2015 Þú og ég Frúin var einbeitt þegar hún setti smápeninga í rauf stöðumælisins sem tók við gjaldinu og úthlutaði tilteknum mínútufjölda í stæði við undirfataverslunina. Golli Fyrir tveimur vikum var á þessum stað bent á nauðsyn þess að stór- efla eftirlit í Flugstöð Leifs Eiríkssonar enda mundu kröfur um auk- ið flugöryggi og meiri landamæragæslu auk- ast eftir að rússnesk farþegaþota var spr- engd í loft upp yfir Sín- ai-skaga í Egyptalandi. Að kvöldi föstudags 13. nóvember gerðust enn atburðir sem hafa kall- að á viðbrögð og umræður um ör- yggismál. Hryðjuverkamenn réðust á almenna borgara í París og reyndu að sprengja þéttsetinn íþróttaleikvang í loft upp. François Hollande Frakklands- forseti sagði þetta stríðsaðgerð gegn Frökkum og henni yrði svarað af fullri hörku. Síðan hefur forset- inn gripið til aukinna örygg- isráðstafana á heimavelli og fengið heimild til að lýsa þriggja mánaða neyðarástandi í landinu. Hann hefur einnig safnað liði í viðræðum við þjóðarleiðtoga. Markmið hans og þeirra er að gera út af við hryðju- verkasamtökin Ríki íslams í Sýr- landi sem sögðust bera ábyrgð á árásinni í París. Enginn veit á þessu stigi hver framvinda mála verður í Sýrlandi. Þar er ekki aðeins tekist á við hryðjuverkamenn heldur einnig leikið valdatafl með þátttöku margra ríkja. Í því tafli er leikið djarft eins og sannaðist þriðjudag- inn 24. nóvember þegar tvær tyrk- neskar F-16 orrustuþotur skutu niður Su-24 orr- ustuþotu Rússa. Frans páfi telur að við verðum nú vitni að þriðju heimsstyrjöld- inni. Hún sé háð hér og þar en að baki búi sami ófriðarneistinn sem ekki hafi tekist að slökkva. Skilgreining páfa á við rök að styðj- ast þótt stjórnmála- menn nálgist viðfangs- efni sitt á öðrum grundvelli. Þeir forðast að tala um átök milli menningar- heima, kristinna og múslima. Í slíku orðalagi felist fordæming á hinu friðsama fólki um heim allan sem hefur, án tillits til trúarbragða, megna skömm á framgöngu þeirra sem ráðast á saklausa borgara í nafni trúarlegrar öfgahyggju. Nauðsynlegt samtal Robert C. Barber, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, flutti ræðu á fundi Varðbergs fimmtudaginn 19. nóvember og minnti á þá staðreynd (ræðuna má sjá á vefsíðunni www.vardberg.is) að Bandaríkja- menn, NATO, Norðurlandaþjóðir og Íslendingar stæðu frammi fyrir erf- iðum ákvörðunum vildu þeir standa vörð um réttarríkið, frið og stöðug- leika. Sendiherrann hvatti alla Íslend- inga til að taka þátt í umræðum um öryggismál. Þeir ættu að ræða sín á milli um hlutverk Íslendinga og skyldur vegna eigin öryggis og ör- yggis á Norður-Atlantshafi og í Evr- ópu. Sendiherrann sagði í lok máls síns: „Hvernig munu Íslendingar sem heild standa undir kostnaði, fjár- hagslegum og öðrum, vegna sameig- inlegra varnarskuldbindinga sinna í breyttu og síbreytilegu öryggis- umhverfi, einkum ef kostnaðinum verður ekki dreift jafnt á einstakar byggðir landsins eða hluta íslensks samfélags? Hvað munu Íslendingar samþykkja og hverju hafna þeir? Ræðið málið. Ég hvet til þess að þið takið sameiginlega ábyrgð sem borgarar þessa lands á því að eiga þetta samtal. Látið það ekki í hend- ur fáeinna manna innan stjórnar- ráðsins, sem ber skylda til að sinna þessum málum, að taka ákvarðanir um þau vegna skorts á þátttöku ykkar.[…] Hafið samband við kjörna fulltrúa ykkar og þá sem óska eftir stuðningi í kosningum og krefjið þá skýrra svara um afstöðu þeirra til stefnu Íslands í varnar- og öryggismálum svo að þið getið sem kjósendur tekið upplýsta ákvörðun. Eigið samtalið. Verða þetta erfiðar umræður, jafn- vel magnaður ágreiningur? Vafa- laust. Það er eðlilegur hlutur í frjálsu samfélagi. Eigið samtalið engu að síður. Þið einir sem Íslend- ingar getið ákveðið framtíð þjóðar ykkar í varnar- og öryggismálum. Ég vona og raunar veit að íslenska ríkið og Íslendingar finna leið til að efna til þessa erfiða samtals, til að taka erfiðar ákvarðanir og til að varðveita hið einstæða sem hér er að finna.“ Óvenjulegt er að sendimaður er- lends ríkis tali af slíkri hreinskilni. Máli sendiherrans var vel tekið og hvöttu sumir fundarmenn til þess að Bandaríkjamenn legðu, í ljósi náins samstarfs þjóðanna, sitt af mörkum til samtalsins. Um heim allan hafa umræður um utanríkismál, öryggis- og varnarmál magnast undanfarna daga og vikur vegna hættunnar sem almenningur skynjar. Þegar stórborg á borð við Brussel er í raun lokað fyrir allri al- mennri umferð í fjóra daga og neyð- arástand ríkir mánuðum saman í Frakklandi vaknar forvitni um rökin að baki öryggisaðgerðanna, miðlun frétta eykst og lífi er blásið í um- ræður. Þjóðaröryggisstefna Hryðjuverkin í París minna á hve samstaða þjóðar um öryggi sitt er mikilvæg. Yfirgnæfandi meirihluti Frakka styður aðgerðir ríkisstjórn- arinnar. Niðurstöður könnunar sem birtar voru sunnudaginn 22. nóv- ember sýna að 91% styður þriggja mánaða neyðarástandið og 94% hert eftirlit á landamærum Frakklands. Könnunin var gerð 18. til 20 nóv- ember. Tveimur dögum áður en banda- ríski sendiherrann flutti ofan- greinda hvatningu ræddu alþing- ismenn tillögu til ályktunar um þjóðaröryggismál sem utanríkis- ráðherra lagði fram í annað sinn og reist er á sameiginlegri niðurstöðu nefndar allra þingflokka um málið. Umræður um tillöguna tóku um 142 mínútur í þingsalnum. Bendir það óneitanlega til meiri samstöðu um varnar- og öryggismál en við höfum oft átt að venjast. Tillagan setur ramma en inntakið sjálft, hvernig við ætlum að framkvæma stefnuna, hvað við ætlum að verja miklu fé og til hvers, var í raun ekki viðfangsefni þingmanna í umræðun- um. Gunnar Bragi Sveinsson utanrík- isráðherra hafnaði því að ábyrgð á framkvæmdinni væri óljós þótt stofnanirnar sem að því koma falli ekki undir utanríkisráðherra. Vísaði hann til þess máli sínu til stuðnings að setja ætti lög um þjóðarörygg- isráð undir formennsku forsætisráð- herra. Nýtt ráð um öryggismál kemur ekki í stað sérfróðra grein- enda, stofnana og starfsmanna til að sinna öryggisgæslu. Hluti hins nauðsynlega samtals um öryggi íslensku þjóðarinnar þarf einmitt að snúast um innviði stjórn- arráðsins. Brýnt er að skilgreina ábyrgð og skyldur í öryggismálum betur innan þess og koma á fót dóms- og öryggismálaráðuneyti sem taki með sér siglinga- og flugmál frá innanríkisráðuneytinu og styrki þannig sameiginlega yfirstjórn ör- yggismálanna. Við njótum ekki hins frjálsa sam- félags nema við sköpum því nauð- synlegar varnir eftir aðstæðum hverju sinni. Öflun upplýsinga, greining stað- reynda og nægur viðbúnaður eru lykilþættir þegar tekist er á við brýnan og aðsteðjandi vanda sam- tímans. Íslenska ríkið má ekki bregðast borgurum sínum, frum- skyldan er að tryggja öryggi þeirra. Eftir Björn Bjarnason » Við njótum ekki hins frjálsa sam- félags nema við sköpum því nauðsynlegar varnir eftir aðstæðum hverju sinni. Björn Bjarnason Höfundur er fyrrv. ráðherra. Varðstaða um frjálst samfélag krefst árvekni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.