Morgunblaðið - 27.11.2015, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 27.11.2015, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. NÓVEMBER 2015 „Krakkarnir voru að springa af gleði og stolti. Þau hafa mikinn metnað fyrir þessu verkefni, sem er orðið fastur liður í skóla- starfinu,“ segir Sigríður Eyþórsdóttir, iðju- þjálfi við Hagaskóla í Reykjavík. Alls söfnuð- ust 2,4 milljónir á góðgerðardeginum Gott mál í Hagaskóla sem var haldinn nýlega og voru þeir peningar í gær afhentir fulltrúum Rauða kross Íslands og Geðhjálpar. Upphæð- inni sem safnaðist var skipt til helminga til áðurnefndra samtaka. Hjá Rauða krossinum fara peningarnir í sérstakan sjóð sem ætlaður er til að efla tómstundastarf sýrlenskra flótta- barna sem væntanleg eru til landsins innan tíðar. Stuðningurinn við Geðhjálp fer í verk- efnið Útmeða, en þar eru forvarnir gegn sjálfsvígum ungra karla áherslumálið. sbs@mbl.is Stolt, gleði og mikill metnaður Morgunblaðið/Styrmir Kári Um 2,4 milljónir söfnuðust á góðgerðardegi í Hagaskóla Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Embætti sérstaks saksóknara hefur framsent bréf embættis skattrann- sóknarstjóra ríkisins til Samherja, þar sem fram kemur að skattrann- sóknarstjóri telur ekki efni til að hefja rannsókn á skattskilum Sam- herja og tengdra aðila. Þorsteinn Már Baldvinsson, for- stjóri Samherja, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að með bréfi skattrannsóknarstjóra væri loks fengin niðurstaða í hinu svokallaða Seðlabankamáli og ljóst orðið að ásakanir Seðlabankans í garð Sam- herja og tengdra aðila hefðu verið tilhæfulausar með öllu og úr lausu lofti gripnar. Ekki efni til að hefja rannsókn Bryndís Kristjánsdóttir er skatt- rannsóknarstjóri ríkisins. Orðrétt segir m.a. í bréfi embættis hennar: „Með bréfi dagsettu 21. september 2015 framsendi embætti sérstaks saksóknara til skattrannsóknar- stjóra ríkisins þrjú erindi er varða Samherja hf. og tengda aðila til þóknanlegrar meðferðar. Skattrannsóknarstjóri ríkisins tel- ur að lokinni skoðun á umræddum erindum og þeim gögnum sem þeim fylgdu að ekki séu efni til að hefja rannsókn á skattskilum framan- greindra aðila vegna þeirra atriða er tilgreind eru í bréfi embættis sér- staks saksóknara og vísað er til.“ Stórskaðlegt mál „Fyrir mér er þetta niðurstaða í þessu svokallaða Seðlabankamáli. Það er sama frá hvaða sjónarhorni þetta stórskaðlega og langvinna mál er skoðað, það fæst alltaf sama niðurstaða. Þetta bréf skattrann- sóknarstjóra er bara enn ein stað- festing á því að ásakanir Seðlabank- ans í okkar garð og fyrirtækja okkar voru algjörlega tilhæfulausar og úr lausu lofti gripnar,“ sagði Þorsteinn Már og bætti við: „Það hefur ekkert fyrirtæki verið rannsakað jafn gaumgæfilega og Samherji og tengd félög.“ Samherji ekki rannsakaður  Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, segir bréf skattrannsóknar- stjóra staðfesta að ásakanir Seðlabankans hafi verið tilhæfulausar með öllu Bryndís Kristjánsdóttir Þorsteinn Már Baldvinsson „Alveg fram í næstu viku verður norðanátt með ýmsum tilbrigðum,“ segir Einar Sveinbjörnsson veður- fræðingur. Búast má við talsverðri snjókomu og langvarandi éljagangi um landið norðanlands og vestan næstu daga. Þegar komið verður fram í næstu viku má raunar búast við að víða verði orðinn talsverður snjór og ef vind hreyfir eitthvað að ráði gæti færð spillst mjög fljótt og margt annað raskast. Á morgun, laugardag, segir Einar að norðanlands megi raunar búast við hríðarveðri um miðjan daginn. Sunnanlands verði svo éljaveður og væntanlega alhvít jörð víðast hvar, þegar hretið verði gengið yfir. „Ef allt gengur eftir verður þetta með lengri kuldaköflum seinni ár- in.“ Einar segist þar eiga við að sam- fellt frost verði á landinu í nokkurn tíma og því fylgi dæmigert vetrar- veður. Á vef Veðurstofu Íslands segir að nú megi búast við að norðanlands verði vindur 8 til 15 metrar á sek- úndu og blási af norðaustri. Hitastig á landinu verður frá mínus einni nið- ur í mínus átta gráður. sbs@mbl.is Jörð verður víðast alhvít Morgunblaðið/Árni Sæberg Snjókoma Í gær gekk á með éljum í borginni og það var kalt. Unga móðirin með börnin setti undir sig hausinn og arkaði áfram í hríð í Borgartúninu.  Með lengri kulda- köflum sem komið hafa seinni árin Bjarni Benedikts- son, fjármála- og efnahagsráð- herra, hefur lagt fyrir Alþingi frumvarp þar sem gengistryggð er- lend lán verða aft- ur heimiluð. Er með því brugðist við áliti Eftirlits- stofnunar EFTA (ESA), sem telur að bann við gengistryggðum lánum stangist á við reglur um frjálst flæði fjármagns. Var álitið gefið 22. maí 2013. Stofnunin hefur síðan þá gert íslenskum stjórnvöldum það ljóst að verði hinu fortakslausa banni ekki af- létt megi búast við að málið fari fyrir EFTA-dómstólinn. Samkvæmt frumvarpinu verða þó þríþættar takmarkanir á lánveiting- um. Hver einstaklingur eða aðili get- ur tekið lán ef hann hefur nægilegar tekjur í þeim gjaldmiðli sem lánið tengist til að standast greiðslumat, eða hefur staðist greiðslumat þar sem gert er ráð fyrir verulegum gengisbreytingum og verulegum hækkunum á vöxtum, eða hefur stað- ist greiðslumat og leggur fram við- eigandi fjárhagslegar tryggingar sem eyða gjaldeyrisáhættu hans vegna lánsins á lánstímanum. vidar@mbl.is Gengislán verði aftur heimiluð Lán Hægt verði að taka lán í erlendum gjaldmiðli á ný.  Brugðist við áliti ESA með frumvarpi Fjárhagsáætlun Vestmannaeyja- bæjar fyrir árið 2016 var samþykkt á bæjarfundi í gær. Fimm fulltrúar meirihluta veittu samþykki en minnihluti sat hjá. Meðal þess sem fram kemur í áætluninni er að út- svar hækkar um 2,7% og verður nú 14,36% en fasteignagjöld lækka úr 0,42% í 0,35%. Áætlunin gerir ráð fyrir að rekstrarafgangur verði 99 milljónir í A-hluta og 125 milljónir í samstæðu. Meðal helstu verkefna sem ráðist verður í er að 205 milljónum verður varið til stækkunar og endurbóta á Hraunbúðum hjúkrunarheimili aldr- aðra og byggingu nýrrar aðstöðu fyrir fólk með heilabilun. Þá verður 200 milljónum varið í byggingu nýrra íbúða fyrir fatlaða. vidar@mbl.is Afgangur af rekstri í Eyjum Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson ritstjorn@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Reykjavík Bíldshöfði 20 Akureyri Dalsbraut 1 Ísafjörður Skeiði 1 BLACKFRIDAY 25% AFSLÁTTUR AF ÖLLUM VÖRUM* * Gildir ekki ofan á önnur tilboð, t.d. ef vara er fyrir á jólaverði eða -tilboði og ekki af Skovby EINUNGIS Í DAG REYKJAVÍK – AKUREYRI – ÍSAFJÖRÐUR OPIÐ TIL KL. 22.00

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.