Morgunblaðið - 27.11.2015, Side 10
10 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. NÓVEMBER 2015
iðadóttur, sem var blaðamaður áður
en hún varð fréttastjóri Útvarpsins.
Hún kenndi mér að reyna að vera
hnitmiðaður í orðalagi, en það verð-
ur seint sagt um pabba. Hann var
líka alltaf að segja sögur. Ég kann
ekki að segja sögur. Hann var miklu
opnari persónuleiki en ég, honum
fylgdi meiri útgeislun og hann gat
verið mikill leikari.
Og ekki vill Guðmundur Andri
gangast við að í sér blundi bóhem,
þótt faðir hans hafi verið þekktur
sem slíkur, a.m.k. á sínum yngri ár-
um. Hann segist bara ekki hafa
nógu öflugan líkama í svoleiðis lifn-
að.
Óreiða og óvissa
Talið berst að kaosinu sem hon-
um verður tíðrætt um í bókinni. „Ég
hefði kannski átt að nota annað orð,
óreiðu frekar, því kaosið snerist
ekki um drykkju hans nema að
mjög litlu leyti, enda var hún ekki
vandamál nema á vissum tímum.
Hins vegar var óneitanlega nokkuð
mikið drasl sem fylgdi honum. Það
var alltaf einhver óreiða, óvissa og
ótryggt ástand í kringum hann sem
erfitt er að lýsa, en allir sem hafa
unnið með honum kannast ábyggi-
lega við. En líka mikið fjör og mikið
gaman.“
Ert þú sjálfur mikið snyrti-
menni?
„Ég ætti að
fara varlega í að
guma mig af snyrti-
mennsku.“
Lentuð þið
aldrei upp á kant?
„Tja, ekki oft.
En mér er mjög
minnisstætt þegar
hann bannaði mér
einu sinni að tjalda
úti í garði með vin-
um mínum seint
um haust. Ég varð
ægilega reiður og
strunsaði inn í
herbergið mitt.
Stuttu seinna kom
pabbi á eftir mér
og sleikti úr mér
fýluna. Svo end-
uðum við á því að
tefla. Hann var
mjög góður í að
lempa fólk og laginn
í mannlegum sam-
skiptum.“
Í bókinni er
þessi setning:
„… hann [Thor] þarf
að „brjótast til fá-
tæktar“ sníða af sér
hóglífsfjötrana sem
auður og völd veita
ungum karlmanni „af
Ætt“.“ Um sjálfan sig
segir Guðmundur Andri í bókinni:
„Ég veit ekki með hina Thorsarana
en sjálfur þakka ég mínum sæla fyr-
ir að hafa ekki erft neitt nema
kannski hugsanlega eina silfurskeið
einhvers staðar.“ Samkvæmt þessu
og þrátt fyrir mótbárurnar áðan
virðist hann ekki ýkja ólíkur föður
sínum hvað bóhemískan hugsunar-
hátt varðar. Thor fékk vitaskuld
engu um það breytt að hann var
dóttursonur eins ríkasta manns
landsins, Thors Jensens, og að hon-
um stóðu mörg fyrir-
menni þjóðarinnar.
Guðmundur Andri
segir að faðir sinn hafi
alltaf litið á sig sem
Þingeying, en faðir hans
var af ætt sem kennd er
við Brettingsstaði. „Við
erum eins og allir Ís-
lendingar, blanda af
ýmsu. Sjálfur vissi ég
eiginlega ekkert af þessum Thors-
urum fyrr en á fullorðinsárum, hafði
aldrei neinn áhuga á ættfræði.“
Engin leyndarmál
Komst þú að einhverju um ævi
föður þíns sem þú vissir ekki um
þegar þú fórst í gegnum bréf og
dagbækur hans?
„Hann henti engu, var mikill
sankari og ég er ekki búinn að fara
yfir nærri allt sem hann skildi eftir
sig. Ég sé bara manninn sem ég
þekkti svo vel þannig að í þeim
skilningi kemur fátt á óvart. Mér
var til dæmis kunnugt um að sem
ungur maður í París, rétt um tvítugt
og einhleypur, lifði hann mjög
óreglulegu og óheilsusamlegu lífi.
Seinna sneri hann við blaðinu og fór
upp úr fertugu að stunda júdó, sem
var óvenulegt á þeim tíma, og synti
alltaf mikið. Hann var með krafta-
dellu, sem er ættarfylgja Brett-
inga.“
Hún fylgir þér þá væntanlega?
„Nei, ég er alveg laus við hana,
algjörlega ónæmur. Pabbi reyndi að
fá mig í júdó og reyndi að telja mér
trú um að ég væri sterkur, en það er
ekki rétt. Ég er alls ekki sterkur.“
Hvatti hann þig til að skrifa?
„Sannarlega. Hann var full-
komlega ókrítískur á allt sem ég
gerði, fannst allt vera frábært og
yrði bara ekki betur gert. Jós yfir
mig lofinu og setti aldrei pressu á
mig í einu né neinu. Hann gerði sér
mjög vel grein fyrir því að það gæti
verið erfitt hlutskipti að vera sonur
hans og fást við skriftir. Ég fann
aldrei fyrir því, samband okkar var
svo gott og við vorum svo ólíkir að
aldrei var um samanburð að ræða.
Mín fyrsta bók var eins langt frá
Thor Vilhjálmssyni og hægt var að
komast.“
Valgerður Þ. Jónsdóttir
vjon@mbl.is
Ljúfur og ástríkur fjöl-skyldufaðir er kannskiekki það fyrsta sem fólkidettur í hug þegar Thor
Vilhjálmsson ber á góma. Ímynd
hans var bóhemsins og skáldsins
sem setti svip á borgarlífið og fór
hvergi með veggjum, kaótískur, rót-
tækur og eitthvað svo … lista-
mannslegur. Allt fram í andlátið fyr-
ir fjórum árum gustaði af Thor og
verk hans og uppátæki hans komu
sífellt á óvart. En Thor átti sér
margar hliðar og enginn þekkti þær
betur en fjölskyldan; eiginkonan og
synirnir tveir, Örnólfur og Guð-
mundur Andri. Hann var enginn
venjulegur maður og enginn venju-
legur pabbi eins og sá síðarnefndi
lýsir svo vel í nýútkominni bók sinni
Og svo tjöllum við okkur í rallið –
Bókin um Thor.
Myndir og minningar
Thor hefði orðið níræður í ár og
Guðmund Andra langaði að minnast
hans með einhverjum hætti, gera
eitthvað ekki alveg hefðbundið,
enda hefði slíkt ekki verið í anda
föður hans. „Þegar hann lést fórum
við bræðurnir að ganga frá dótinu
hans og velta fyrir okkur hvað við
ættum að gera við þetta allt saman.
Þarna á heimili
foreldra minna,
bernskuheimili
mínu, skynjaði
ég bæði orkuna
frá honum og
nálægð. Þá
vaknaði sú hug-
mynd að skrifa
bók út frá minn-
ingum og mynd-
um sem hann
átti af sjálfum
sér og af for-
eldrum sínum,
systkinum og
ættmennum. Ég
skannaði allar
myndirnar inn á
tölvu, settist svo
niður og smellti á
myndir af handa-
hófi og byrjaði að
skrifa minningar
sem komu upp í
Enginn venjulegur pabbi
Rithöfundarnir, Guðmundur Andri og faðir hans, Thor Vilhjálmsson, voru alla tíð mestu mátar. Í bókinni með
hinum glaðværa titli Og svo tjöllum við okkur í rallið – Bókin um Thor rifjar sonur upp minningar um föður,
sem var enginn venjulegur maður og þótti sá skrýtnasti í öllu Vogahverfinu. Bókin er hans aðferð til að halda
lengur í föður sinn í minningunni og líka til að kveðja hann. Thor Vilhjálmsson hefði orðið níræður á árinu.
Feðgarnir Guðmundur Andri og Thor í stofunni heima í Karfavogi.
Um 1960 Guðmundur Andri ásamt for
eldrum sínum, Margréti og Thor.
Fljúgðu Fuglinn fylgdi Thor og
kemur oft fyrir í teikningum hans.
„Hann var full-
komlega ókrít-
ískur á allt sem
ég gerði, fannst
allt vera frábært
og yrði bara
ekki betra.“
hugann. Síðan raðaði ég þeim upp
og smám saman varð til bók. Fyrir
mér var þetta ákveðin aðferð til að
halda lengur í hann í minningunni
og líka til að kveðja hann. Á meðan
ég skrifaði stóð hann mér alltaf ljós-
lifandi fyrir hugskotssjónum; hvern-
ig hann brosti, hrukkaði ennið, eitt-
hvað sem hann sagði oft og því um
líkt.“
Guðmundur Andri segir þá
feðga alla tíð hafa verið afskaplega
nána. Ólíkt öðrum pöbbum vann
Thor heima þegar hann var ekki við
fararstjórn á Ítalíu. Hann þvældist
með yngri son sinn í bæinn og hing-
að og þangað í ýmsum erindagjörð-
um.
Ólíkir feðgar
„Við unnum líka svolítið saman.
Ég var ritari hans á mestu mótunar-
árum mínum milli tvítugs og þrítugs
og það var mér afar mikils virði.“
Voruð þið líkir?
„Ég er ekki dómbær, en ég sé
engin líkindi með okkur og er ekki
að segja það mér til hróss, síður en
svo. Hann var miklu stærri í sniðum
en ég að öllu leyti, ég er miklu
venjulegri og hefðbundnari.“
Guðmundur Andri harðneitar
einnig að hafa skáldagáfuna frá föð-
ur sínum og segir þá afar ólíka
penna. „Ég líkist frekar móður
minni í þeim efnum, Margréti Indr-
flísar fyrir vandláta
PORCELANOSA
Skútuvogi 6 - Sími 568 6755