Morgunblaðið - 27.11.2015, Side 28
28 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. NÓVEMBER 2015
✝ Haukur Freyrfæddist 17. júlí
1990. Hann lést í
flugslysi 12. nóv-
ember 2015.
Foreldrar hans
eru Halldóra Svala
Finnbjörnsdóttir
og Agnar Hólm Jó-
hannesson. Systk-
ini Hauks eru Sig-
ríður Dögg Hall-
dórudóttir,
Theodóra Dís, Ásta Margrét og
hálfbróðir, Alexander. Haukur
ólst upp í Garðabæ og stundaði
alla sína skólagöngu frá grunn-
skólum Garðabæjar. Hann lauk
stúdentsprófi frá Fjölbraut í
Garðabæ. Haukur starfaði sem
flugkennari og afgreiðslustjóri
hjá Flugskóla Íslands. Hann
stundaði nám í
skólanum 2012-
2015. Hann var út-
skrifaður sem at-
vinnuflugmaður
með fjölhreyfla- og
blindflugsréttindi
ásamt flugkenn-
araréttindum.
Hann lauk nýverið
námskeiði í
áhafnastarfi.
Haukur var ráðinn
sem flugkennari hjá Flugskóla
Íslands síðasta sumar. Hann
starfaði einnig við kynningar
og var með námskeið fyrir
unga framtíðar flugstarfsmenn,
14-16 ára.
Útför Hauks Freys verður
gerð frá Vídalínskirkju í dag,
27. nóvember 2015, kl. 13.
Elsku drengurinn minn,
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sig. Jónsson frá Presthólum)
Þín mamma,
Halldóra Svala
Finnbjörnsdóttir.
Elsku lífsglaði bróðir minn
sem ég elska svo mikið. Hann var
alltaf glaður og fíflaðist við okkur
stelpurnar. Þegar hann var á leið-
inni út kvaddi hann okkur alltaf
með einhverju gríni sem öðrum
þætti ekkert fyndið en það var
bara einhver einkahúmor hjá
okkur fimm. Haukur bað mig
nokkrum sinnum í mánuði að
klippa sig, hann vildi vera fínn
þegar hann færi að kenna. Það
var alltaf gaman að klippa hann,
hann hafði svo mikla trú á mér og
að ég gæti gert vel. Oft sátum við
eldhúsborðið í hláturskasti yfir
einhverju sem hann sagði, Hauk-
ur var mikill húmoristi. Ég á mik-
ið eftir að sakna þess að vera í
herbergi við hliðina á honum og
heyra hann kenna sjálfum sér á
gítar, en hann keypti sér gítar og
var ákveðinn í að læra á hann. Oft
kallaði hann á okkur systur og
sagði „Hey, hlustaðu ég var að
læra nýtt lag“ og spilaði fyrir
okkur. Ég á eftir að sakna þess að
vera með honum í bíl hlustandi á
skrítna tónlist, Haukur var með
skemmtilegan og fyndinn tónlist-
arsmekk. Ég á eftir að sakna þess
að liggja uppi í sófa og sjá Hauk
koma til mín því hann ætlaði að
kitla mig þótt við værum orðin 21
og 25 ára. Ég á eftir að sakna
þess að vera í gamnislag við hann,
við gerðum það annað slagið og
það var alltaf mjög fyndið. Ég á
eftir að sakna þess að geta talað
við hann, en við töluðum um allt
og ekkert og ég gat spurt hann
asnalegra spurninga en hann
hafði samt alltaf svar handa mér
og ef það var eitthvað sem ég
sagðist ekki geta sagði hann mér
alltaf: „Mundu bara Sigríður,
aldrei vandamál, bara lausnir og
þú getur allt sem þú vilt.“ Haukur
var einstaklega góður við hana
Ástu, litlu systur okkar, hvort
sem það var að fara með henni á
fótboltaleiki eða í Smáralind. Það
mætti lengi telja upp allt það
góða sem Haukur gerði fyrir okk-
ur stelpurnar. Á þessu ári keypti
Haukur sér nýjan bíl og þegar ég
sá hann hló ég smá og sagði:
„Ætlar þú í alvöru að keyra um á
þessu? “ Hann svaraði mér: „Já
auðvitað Sigríður, alvöru menn
verða að eiga alvöru bíla“ sem var
týpískt svar frá honum. Hann var
alltaf í flottum fötum og það var
gaman að sjá hvernig stíllinn
hans breyttist. Hann var alltaf
fínn hvert sem hann fór og alltaf í
Ralph Lauren sem var uppáhalds
merkið hans. Haukur sagði mér
alltaf að hann væri að koma með
nýtt „trend“ þegar ég spurði
hann hvort hann ætlaði út í þess-
um fötum. Ég er ekki sátt við-
þetta líf að Haukur stóri bróðir
minn sé farinn frá okkur. Haukur
gerði allt fyrir alla og átti svo
góða framtíð. Haukur var miklu
meira en bara bróðir minn, við
vorum góðir vinir og hann var bú-
inn að vera eins og pabbi minm í
mörg ár og ég er þakklát fyrir að
hafa átt hann að. Elsku Haukur,
ég sakna þín svo mikið að ég get
ekki lýst því en ég vil bara trúa
því að þú sért kominn á betri stað,
fljúgandi um allt eins og ég veit
þú elskar. Elsku fallegi Haukur,
við stelpurnar stöndum saman í
þessu en ég veit þú passar alltaf
upp á okkur. Elsku Haukur, ég
elska þig og við sjáumst seinna.
Þín litla systir,
Sigríður Dögg.
Stóri bróðir minn, besti vinur
minn og fyrirmyndin mín en hann
var samt alltaf svo miklu meira en
það, tók okkur systurnar og
mömmu að sér þegar hann sá að
það var kominn tími á það og var
flottasta og eina alvöru föður-
ímynd sem ég hef fengið. Það er
eitthvað við þennan strák sem er
svo rosalega sérstakt, það var
ekki í boði að vera pirraður eða
leiður í kringum hann og ef mað-
ur var það þá stóð það ekki lengi
yfir því honum tókst alltaf að gera
eitthvað fáránlegt til að láta mann
hlæja og maður vissi ekki einu
sinni af hverju maður hló en ein-
hvern veginn tókst honum það
alltaf.
Þú áttir svo skilið að lifa lengur
og áttir allt framundan en lífið er
ósanngjarnt og ég mun sakna þín
ólýsanlega mikið, elsku Haukur
Freyr.
Þín litla systir,
Theodóra Dís.
Elsku Haukur.
Ég var svo heppinn að hafa
fengið að vera vinur þinn frá fæð-
ingu – og reyndar jafnvel aðeins
fyrr. Það er sárara en öll orð fá
lýst að þurfa að kveðja þig frá
þessum heimi en ég get ekki ann-
að en verið svakalega þakklátur
að hafa fengið þessi 24 ár með
þér. Aldrei bar skugga á þessa
vináttu og er það ómetanlegt. Ég
mun sakna þessa mikið að heyra
þig spyrja „Hvað segjum við þá ?“
í stað þess að segja „hvað segir þú
þá“? Þannig var vinátta okkar. Ef
annar okkar var í góðu skapi, vor-
um við það báðir. Sem betur fer
var það næstum alltaf þannig. Þú
varst alltaf hress!
Allt frá fæðingu vorum við að
gera eitthvað saman. Allar fót-
boltaferðirnar, skólinn og nú síð-
ast flugið, að ógleymdu öllu hinu.
Það gerði mig og alla í kringum
þig stolta að fylgjast með þér
rúlla flugnáminu upp. Ég mun
sakna allra samtalanna okkar
sem oftar en ekki snerust upp í
umræður um flug.
Þvílík stoð og stytta sem þú
varst móður þinni og systrum,
vinum og öllum sem stóðu nærri
þér. Það var aðdáunarvert að fá
að fylgjast með þér gera allt sem
þú gerðir. Betri vin er varla hægt
að hugsa sér. Alltaf varst þú til
staðar, sama hvað bjátaði á. Það
kemur ekkert í þinn stað.
Allt eins og blómstrið eina
upp vex á sléttri grund,
fagurt með frjóvgun hreina,
fyrst um dags morgunstund,
á snöggu augabragði
af skorið verður fljótt,
lit og blöð niður lagði
líf mannlegt endar skjótt.
(Hallgr. Pétursson)
Elsku frændi, vinur og kollegi.
Sjáumst síðar.
Theodór Halldórsson.
Elsku Haukur minn. Mér þyk-
ir það svo erfitt og sárt að átta
mig á raunveruleikanum og veit
hreinlega ekki hvenær ég mun
átta mig á þessu öllu saman því
mér finnst þú ekkert vera farinn
frá mér! Þetta gerðist alltof
skyndilega, við vorum búin að
plana að fara saman í ræktina í
þessari viku þegar þú ert tekinn
frá okkur og ég er einhvern veg-
inn ennþá að bíða eftir þessari æf-
ingu.
Það er ekki langt síðan ég
missti náinn vin og þú stóðst við
bakið á mér eins og klettur, þú
passaðir svo vel upp á mig. Eins
og þér einum var lagið reyndirðu
að beina sorg minni í annan far-
veg og talaðir um að við ættum að
fagna lífi hans Brynjars frekar en
að syrgja hann. Þegar sá tími
kemur sem sár mín fara að gróa
mun ég tileinka mér svo margt í
þínu fari, elsku Haukur minn.
Það eru nefnilega ekki margir
eins og þú, þú varst óslípaður
demantur eins og þú vildir meina
sjálfur. Alltaf varstu glaður og
kátur með lífið og með þetta frá-
bæra bros til að lýsa upp her-
bergið. Þú stóðst á þínu og klár-
aðir allt sem þú tókst þér fyrir
hendur með stæl, enda ekkert
annað í boði! Allt í kringum þig
var tipp topp, hvort sem það var
hárið, bíllinn eða „outfittið“, það
kom ekki til greina að líta út eins
og eitthvert „fjós“. Þú varst alltaf
svo glaður þegar mamma þín
kom með eitthvað fallegt frá Am-
eríku og varst fljótur að senda
mér myndir af því hversu fínn þú
værir.
Þú varst svo ánægður með lífið
og spenntur fyrir komandi tímum
enda vannstu fyrir því öllu og ég
er svo stolt af þér, minn kæri vin-
ur, fyrir að hafa náð öllum þeim
markmiðum sem þú settir þér!
Ég er svo þakklát fyrir okkar ein-
stöku vináttu og allt sem henni
fylgdi, ég get ekki ímyndað mér
lífið nema hafa haft þig til staðar,
þú veist ekki hvað þú skiptir mig
miklu máli. Það er svo ótrúlegt
hvað litlu einföldu hlutirnir
standa hæst upp úr þegar maður
lítur til baka. Ég mun sakna þess
mest að geta ekki heilsast lengur
með okkar sérstaka fyndna hætti,
að fá „random“ sms þegar þú seg-
ist vera á leiðinni að sækja mig og
auðvitað að vinna þig í keilu!
Þú ert mér svo kær og ég mun
meta allar okkar stundir og minn-
ingar út mína ævi.
Þar til við hittumst næst, minn
kæri vinur.
Þín vinkona,
Arna.
Elsku besti vinur minn.
Ég á svo rosalega erfitt með að
átta mig á því að þú sért farinn
frá okkur. Að missa besta vin sinn
er nokkuð sem ég átti ekki von á
því að þurfa að upplifa, við áttum
allt lífið saman fram undan. Þú
fórst allt of fljótt í burtu og finnst
mér þetta ennþá svo ósanngjarnt,
ég held ég muni aldrei skilja
þetta. Það sem ég er ævinlega
þakklátur henni Sigrúnu, skóla-
stjóra úr Flataskóla, að hafa
neytt þig til að vera vinur minn
þegar ég var nýfluttur heim frá
Hollandi og aldeilis sem við
smullum saman.
Það var ekki betri manneskju
að finna en þig, sem varst alltaf
tilbúinn að gera allt fyrir alla.
Núna síðast var það þegar ég var
að læra langt fram eftir í skól-
anum og þú bauðst til að skipta
um bremsuklossa á bílnum mín-
um og varst að því langt fram eft-
ir og skilaðir svo bílnum mínum
heim, þvílíkur vinur sem þú varst.
Ég trúi því varla að núna birt-
istu ekki lengur þegar ég og Ein-
ar erum að horfa á Manchester-
leiki; þó að þú hefðir varla áhuga
á boltanum horfðirðu samt á nán-
ast alla leiki með okkur. Síðan
klikkaði ekki þegar við strákarnir
tókum FIFA-kvöld og þú horfðir
alltaf bara á og varst dómarinn.
Öll þau skiptin sem þú og Einar
tæmduð karókíbari á Íslandi eru
með þeim fyndnustu og skemmti-
legustu kvöldum sem ég veit um.
Núna er enginn að fara senda
manni youtube-tengla á ítölsk
lög; þó að ég hafi verið löngu
hættur að smella á þá var þetta
alltaf jafn fyndið, tónlist sem að-
eins þér þótti góð. Svo öll trendin
sem þú talaðir alltaf um að þú
værir að fara af stað með í tísk-
unni, síðast mættirðu með axla-
bönd í afmælið mitt og vissir svo
aldeilis að ég myndi hneykslast á
því, sem var rétt, en þú varst
fljótur að svara mér og sagðir að
þetta væri sko til að halda bux-
unum uppi.
Síðan þegar þú ákvaðst að
verða flugmaður. Þá breyttist nú
margt og mikið og eyddirðu öllum
stundum þínum uppi í skóla að
læra til að ná prófunum. Ekki nóg
með það að þú kláraðir öll prófin
sómasamlega heldur byrjaðir þú
að vinna uppi í flugskóla líka og
snerist allt um flug. Byrjaðir að
senda manni myndir af alls kyns
flugvélum sem maður hafði tak-
markaðan áhuga á og tala nú ekki
um þegar þú fórst að tala um
hvernig allt í flugvélinni virkaði.
Þú ert algjör fyrirmynd hvað það
varðar að sýna svo mikla ákveðni
og vilja til að ná fram markmiðum
þínum. Ánægjan sem þú hafðir af
þessari vinnu var með ólíkindum.
Vertu
á meðan þú ert
því það er of seint
þegar þú ert farinn.
(Sigurbjörn Þorkelsson)
Elsku Haukur, við eigum
endalaust mikið af góðum minn-
ingum saman, enda höfum við
lent í talsvert miklu saman og
munu þær varðveitast að eilífu.
Þvílík forréttindi sem það voru að
hafa þekkt þig og að hafa átt þig
sem vin. Þú varst svo sannarlega
vinur vina þinna. Mér þykir svo
óendanlega vænt um þig að það fá
engin orð lýst því. Ég mun vera
sterkur og reyna að komast yfir
sorgina og ég mun ávallt heiðra
minningu þína.
Farðu vel með þig þarna uppi
og sjáumst hressir og kátir
seinna meir.
Hvíldu í friði.
Þinn vinur,
Davíð Sævarsson.
Elsku Haukur frændi, það er
svo rosalega sárt að hafa þig ekki
hérna með okkur, það er svo stutt
síðan þú varst í heimsókn hjá
okkur í síðasta sinn þar sem þú
faðmaðir okkur og kvaddir eins
og alltaf „takk fyrir plómuna“.
Það er svo erfitt að koma orðum
að því hve mikill snillingur þú
varst að öllu leyti. Síðustu daga
hefur okkur fundist eins og þú
sért alltaf að detta í heimsókn,
sem þú gerðir svo oft. Þú varst
einn af þeim mönnum sem var
alltaf svo skemmtilegt að vera
með, frábærar sögur og snilldar-
legur kaldhæðnihúmor. Það eru
svo margar dýrmætar minningar
um þig sem erfitt er að koma á
blað en eru alltaf í hjarta okkar
og minna okkur á að betri mann
er varla hægt að finna.
Þú varst svo frábær með börn-
in okkar, lékst endalaust við þau
og varst í algjöru uppáhaldi. Það
var ótrúlegt hvað þú hafðir mikla
þolinmæði og gast leikið og grín-
ast með þeim endalaust. Það eru
margar minningar sem við höfum
hugsað um síðustu daga, hvort
sem það var á gamlárskvöld þeg-
ar þú fórst með Tómas heim til
þín að ná í þínar sprengjur sem
þú sprengdir með krökkunum
langt fram eftir eða þegar þú
fórst með þau á rúntinn á flotta
jeppanum þínum, ásamt fullt af
öðrum dýrmætum minningum.
Það var alltaf svo gaman með
Hauki frænda. Elsku Haukur
okkar, þín verður svo sárt saknað
af Gabríel, Tómasi og Birtu.
Að þurfa að kveðja þig svona
snemma með allt lífið framundan
er svo rosalega ósanngjarnt, þú
varst að gera svo frábæra hluti í
fluginu og hafðir svo skýra og
spennandi framtíðarsýn.
Það lýsti þér svo vel hve frá-
bært samband þú áttir við systur
þínar og móður, þið voruð svo
rosalega náin og yndislegri fjöl-
skyldu er ekki hægt að finna.
Haukur, minning þín mun lifa
með okkur að eilífu og munum við
öll halda henni á lofti.
Elsku Dóra, Sigríður, Theo-
dóra og Ásta, við samhryggjumst
ykkur innilega og þið vitið að við
munum veita ykkur allan okkar
stuðning.
Þar sem englarnir syngja sefur þú
sefur í djúpinu væra.
Við hin sem lifum, lifum í trú
að ljósið bjarta skæra
veki þig með sól að morgni.
Farðu í friði vinur minn kær
faðirinn mun þig geyma.
Um aldur og ævi þú verður mér nær
aldrei ég skal þér gleyma.
(Bubbi Morthens)
Hvíldu í friði, elsku Haukur.
Kristján og Ásbjörg.
Elsku hjartans fallegi, yndis-
legi og besti systursonur minn,
Haukur Freyr, er farinn frá okk-
ur. Það er erfiðara en orð fá lýst
að hugsa til þess að fá ekki að
knúsa hann aftur. Yndislegri og
betri strák er ekki hægt að hugsa
sér. Alltaf góður við alla, jákvæð-
ur og bjartsýnn. Það sem hann
var góður við mömmu sína og
systur, það var aðdáunarvert.
Ekkert sem hann vildi ekki gera
fyrir þær.
Þegar hann var lítill og
mamma hans þurfti að byrja að
vinna aftur var hann oft hjá okk-
ur. Við minnumst þessa tíma með
gleði í hjarta. Alltaf svo gaman
hjá okkur. Svo fæddist keppi-
nauturinn, hann Theodór okkar.
Það var ár á milli þeirra. Haukur
minn var ekkert sérstaklega
ánægður að hafa hann í sínu sæti.
Oft gat verið smá afbrýðisemi á
milli þeirra frænda fyrstu árin.
En það var fljótt að breytast og
urðu þeir frændur bestu vinir og
aldrei bar skugga á þá vináttu.
Haukur Freyr fór í margar
ferðir með okkur hér innan lands
og líka til útlanda. Margar ferðir
til Lúx. Ein ferðin sem við Dóri
fórum með Hauki Frey og Theo-
dór var sigling með Norrænu til
Danmerkur og keyrðum svo víða
um Evrópu, farið var í Tívolí og
marga garða sem við minnumst
með mikilli gleði og svo var stopp-
að nokkra daga í Færeyjum á
heimleiðinni. Þar var okkur boðið
skerpikjöt sem Theodór borðaði
með bestu lyst en Haukur Freyr,
Dóri og ég gátum ekki borðað
það. Haukur Freyr sagðist ekki
borða skemmdan mat, þar var ég
sammála honum.
Þeir frændur voru samferða
alla tíð, hvort það voru íþróttir
eða annað. Minnisstæðar eru all-
ar fótboltaferðirnar um allt land
þar sem þeir frændur voru að
keppa með Stjörnunni, Haukur
Freyr á eldra ári og Theodór á
yngra. Þá vorum við systur stolt-
ar mæður af ungunum okkar. Svo
kom flugið sem þeir báðir heill-
uðust af. Báðir lærðu þeir flug.
Oft var setið heima hjá okkur
löngum stundum og rætt um flug
og hvaðeina því tengt, ekki verra
að Dóri er flugumferðarstjóri svo
umræðan gat oft verið ansi lífleg.
Þá sat frænka og skildi ekki orð
af því sem fram fór, gat eins verið
hebreska fyrir mér.
Ég á erfitt með að hugsa þá
hugsun til enda að það verði ekki
bankað létt á hurð og komið inn
og sagt „Sæl Sigríður“. Alltaf
kallaði þessi elska mig Sigríði.
Haukur Freyr var manna
skemmtilegastur og mikill húm-
oristi. Við erum endalaust þakk-
lát fyrir samverustundirnar með
þér, og þau allt of fáu ár sem við
fengum með þér.
Elsku systir mín, Sigríður
Haukur Freyr
Agnarsson
HINSTA KVEÐJA
Haukur var æskuvinur
sonar okkar og tíður og
góður gestur á heimili okk-
ar. Haukur var vel gerður
ungur maður, harðdugleg-
ur og hvers manns hugljúfi.
Þessum góða dreng fylgdi
einstök birta og hlýja. Við
kveðjum kæran vin með
söknuði og sendum Hall-
dóru, systrum Hauks og
öðrum aðstandendum inni-
legar samúðarkveðjur.
Ásta Sigrún Helgadóttir,
Þorsteinn Einarsson.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
VIGDÍS VALGERÐUR MAGNÚSDÓTTIR,
Baðsvöllum 16, Grindavík,
lést þriðjudaginn 24. nóvember. Útförin
verður gerð frá Grindavíkurkirkju
þriðjudaginn 1. desember klukkan 14.
.
Ágúst Þór Ingólfsson, Kristín Elísabet Pálsdóttir,
Guðrún Bára Ingólfsdóttir, David C. Bustion,
Magnús Ingólfsson, Bergljót S. Steinarsdóttir,
Ólafur Sigurpálsson,
ömmubörn og langömmubörn.
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, bróðir, afi
og langafi,
OLIVER KRISTÓFERSSON,
frá Háteigi, Akranesi,
lést miðvikudaginn 25. nóvember.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
.
Steindór Oliversson, Inga Björg Sigurðardóttir,
Helga Oliversdóttir, Pálmi Pálmason,
Kristófer Oliversson, Svanfríður Jónsdóttir,
Guðlaug Kristófersdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.