Morgunblaðið - 27.11.2015, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 27.11.2015, Blaðsíða 32
32 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. NÓVEMBER 2015 ✝ Sigurður Ein-ar Björn Karlsson fæddist 19. janúar 1945 á Ísafirði. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi 14. nóv- ember 2015. Foreldrar hans voru Ingigerður G. Guðjónsdóttir frá Skjaldabjarnarvík á Ströndum, f. 9.4. 1923, d. 24.8. 1986, og Karl O.B. Ingimundarson frá Hnífs- dal, f. 19.1. 1899, d. 4.4. 1968. Þau skildu. Fósturfaðir Sigurðar var Ingólfur K. Eyjólfsson frá Buðlungu í Grindavíkursókn, f. 24.7. 1915, d. 11.2. 2002. Bræður Sigurðar eru Karl Ingimundur, f. 21.10. 1942, og Rúnar Kristinn Þór, f. 1.5. 1953. Sigurður kvæntist 10.9. 1966 eftirlifandi eiginkonu sinni, Hjördísi Ólafsdóttur, f. í Keflavík 5.6. 1949. Foreldrar hennar voru Marta Eiríks- dóttir frá Garðhúsum Garði og Ólafur Ingibergsson frá Kefla- vík. Börn Sigurðar og Hjördís- strönd, þar sem móðir hans var hótelstýra á sumrin. Hann lærði málaraiðn hjá Guðna Magnússyni málarameistara í Keflavík og vann eftir það sem sjálfstæður atvinnurekandi í faginu í um 50 ár. Hann var iðulega kallaður Siggi málari. Sigurður og Hjördís hófu bú- skap í Keflavík, bjuggu þar fyrstu níu búskaparárin og þar fæddust börnin þrjú. Fjölskyld- an flutti til Búðardals árið 1975, byggði þar hús og bjó þar í átta ár. Sigurður vann ýmis störf ásamt málningarvinnunni, byggði refabú og rak í þrjú ár, var vatnsveitustjóri, íþrótta- kennari, skólabílstjóri, smiður og múrari og gjarnan sjálf- boðaliði við það sem þurfti. Fjölskyldan flutti í Garðabæ árið 1983 og bjó þar í 12 ár. Eftir að börnin voru flogin úr hreiðrinu fluttu Sigurður og Hjördís í Kópavog til að eyða þar ævikvöldinu. Sigurður og fjölskyldan byggðu sér sumarhúsið Unaðs- staði í Borgarfirði árið 1990. Eftir að um fór að hægjast fór Sigurður að snúa sér meir að gönguskíðum og kajakróðri. Allt þetta stundaði hann af kappi uns MND-sjúkdómurinn hefti för hans. Útför Sigurðar verður frá Digraneskirkju í dag, 27. nóv- ember, og hefst athöfnin klukk- an 15. ar: 1) Karl, f. 18.12. 1967. Eig- inkona hans er Heiðbjört Gylfa- dóttir, f. 4.10. 1969. Börn þeirra eru Gylfi Freyr, sambýliskona hans er Kristjana Pét- ursdóttir og þau eiga óskírða dótt- ur, og Sigurður Egill. 2) Gunnar, f. 7.1. 1971. Eiginkona hans er Kristín Halla Hafsteinsdóttir, f. 6.9. 1971. Börn þeirra eru Linda Margrét og Eyþór Ingi. 3) Anna, f. 22.9. 1973. Eigin- maður hennar er Elías Víðis- son, f. 9.4. 1976. Börn þeirra eru Elías Karl, Óðinn, Máni, Marta Marín (f. andvana 14.5. 2013) og Bjartur. Fyrstu tvö árin ólst Sigurður upp í Hnífsdal en flutti ásamt foreldrum sínum og eldri bróð- ur til Keflavíkur og ólst þar upp. Fór hann ungur í sveit á sumrin, í Arnardal við Ísafjarð- ardjúp, til Eiríks móðurbróður síns og Rósu konu hans. Á ung- lingsárum vann Sigurður á Hótel Bjarkalundi við Barða- Það kom að þeim degi að við þyrftum að kveðja elsku besta pabba og afa í öllum heiminum. Þrátt fyrir að við vissum að þessi dagur myndi koma þá fannst mér hann bera of skjótt að. Ég er samt sem áður þakk- lát fyrir að hann hafi fengið að fara á meðan hugur hans var enn skýr og húmorinn í lagi. Pabbi hefur alltaf verið fyrir- mynd mín, m.a. í því hvernig hann kom fram við aðra. Hann var góðhjartaður, þolinmóður og ávallt til staðar fyrir okkur börnin sín og barnabörn. Hann var maður sem lifði í núinu. Hann kunni að njóta hverrar stundar, var nægjusamur og þakklátur fyrir það sem hann átti sem síðan smitaðist frá hon- um til samferðamanna. Sá eig- inleiki sem mér þótti alltaf svo vænt um var að hann hafði ein- staklega þægilega og góða nær- veru svo manni leið alltaf vel í návist hans. Börn voru einstak- lega næm fyrir góðmennsku hans og leikgleði. Pabbi þurfti ekki að segja neitt til að heilla börnin upp úr skónum heldur heillaði hann þau með þolin- mæði sinni og glettnu brosi sem náði til augna. Hann stundaði ýmsar íþróttir og útivist um æv- ina og fór daglega út til að njóta náttúrunnar. Hann gekk á fjöll, stundaði gönguskíði og réri á kajak. Hann hafði sérstakan áhuga á lifnaðarháttum fugla og söng þeirra og byggði mörg fuglahús, bæði einbýli og fjöl- býlishús, sem prýða nú ýmsa garða fjölskyldunnar. Í gegnum ástríðu hans á hreyfingu, útivist og náttúrunni kenndi hann okk- ur margt. Meðal annars veiddi hann síli með barnabörnunum í læknum við bústað foreldra minna og kenndi þeim að tálga. Hæfni hans í snjókarla- og snjó- hundagerð var einstök og mikils metin af strákunum mínum sem minnast hans og þessa leiks með söknuði. Hann hafði mikla líkamlega orku og ríkt ímynd- unarafl sem naut sín vel í sögum hans og leikjum. Þegar hann var að svæfa börnin sín tók hann sig e.t.v. til og lék söguna um úlfinn og grísina þrjá, eða rappaði söguna af Búkollu. Hann sat stundum heilu dagana á gólfinu með barnabörnum sín- um að byggja hús úr legókubb- um, brjóta saman pappírsflug- vélar og hatta, teikna eða spila. Hann var ávallt tilbúinn til þess að hjálpa og aðstoðaði okkur fjölskylduna mikið við barna- pössun, að byggja, veggfóðra og mála húsnæði okkar ásamt því að flytja á milli landa. Ég er þakklát fyrir að MND- sjúkdómurinn sem hann greind- ist með fyrir tæpum þremur ár- um ári breytti ekki persónuleika hans. Þrátt fyrir að líkami hans og vöðvar gæfu sig og lömuðust hratt þá var hugur hans enn jafn skýr og jákvæður. Það sýndi sig meðal annars í því að deginum áður en hann lést þá var hann að reyna að segja okk- ur brandara, sem við skildum auðvitað ekki vegna talörðug- leika en þá gátum við bara hleg- ið saman að því hversu óskýr hann var og röngum ágiskunum okkar. Þessi atburður lýsir hon- um svo vel. Hann var maður sem tók sjálfan sig ekki of há- tíðlega, hafði húmor fyrir sjálf- um sér og sá hlutina ávallt út frá jákvæðu sjónarhorni. Pabbi tókst á við lífið með hugrekki og húmor að vopni, betri fyrirmynd og föður er ekki hægt að óska sér. Ég kveð elskulega pabba minn með sökn- uði og innilegu þakklæti fyrir allt. Anna Sigurðardóttir. Kær frændi minn, Sigurður Karlsson, er kvaddur í dag frá Digraneskirkju. Með fáeinum orðum langar mig að minnast hans. Við Siggi þekktumst frá barn- æsku, þar sem móðir hans, Inga frænka, kom árlega í heimsókn til Ísafjarðar til að heimsækja ættingja og vini. Pabba þótti ákaflega vænt um Ingu systur sína og oft gisti hún hjá okkur ásamt fjölskyldu sinni. Um tíma dvaldi Siggi hjá Eiríki föður- bróður og Rósu konu hans, sem bjuggu skammt frá okkur, og kom þá oft til okkar. Rúnar yngsti bróðir hans var á sama tíma í fóstri hjá mömmu og pabba. Seinna á ævinni bjó hann ásamt fjölskyldu sinni í Búð- ardal um árabil og tókust þá aft- ur góð kynni og samskipti milli minnar fjölskyldu og hans. Siggi eignaðist frábæran lífs- förunaut þar sem Hjördís kona hans er. Þau hjónin voru ákaf- lega samhent, bæði glaðlynd og áttu auðvelt með að sjá spaugi- legar hliðar á tilverunni. Bæði voru þau ákaflega dugleg og drífandi, enda byggðu þau sér hús og komu upp fallegu heimili hér, enda Hjördís snillingur í höndunum og einstaklega hug- kvæm. Samgangur milli okkar og þeirra var alltaf ánægjuleg- ur, þau ár sem þau bjuggu hér. Siggi hafði nóg að gera við mál- arastörf og eitt sinn tók hann að sér að mála tvær kirkjur og bað mig þá að vera með sér og sjá um skreytingar í þeim. Ég féllst á það og þetta voru skemmti- legir tímar og gaman að vinna með honum. Alltaf var hann léttur í lund og með gamanyrði á vörum. Hann tók tillit til þess ef ég kom með tillögur um lita- val og fleira og alveg til í að samþykkja þær. Siggi og Hjör- dís tóku mikinn þátt í félagslífi hér í þorpinu, hún í kórstarfi og hann í íþróttastarfi, kom m.a. upp skíðalyftu hér í nágrenninu. Það var eftirsjá að þeim þegar þau fluttu úr þorpinu. Börnin þeirra þrjú, Karl, Gunnar og Anna, voru skemmti- legir og góðir nemendur, og vin- sæl í skólanum, enda fengu þau gott og heilbrigt uppeldi góðra foreldra. Siggi var hvers manns hug- ljúfi og í erfiðum veikindum sem hann átti í síðustu árin sýndi hann einstakt jafnaðargeð og hélt sínum persónuleika allt til síðasta dags. Hjördís og fjöl- skyldan hafa staðið sem klettur við hlið Sigga í veikindum hans og dvaldi hann heima og naut umönnunar Hjördísar og fjöl- skyldunnar nánast að öllu leyti. Ég og fjölskylda mín sendum Hjördísi og fjölskyldunni inni- legar samúðarkveðjur og einnig bræðrunum Munda og Rúnari og fjölskyldum þeirra. Minningin mun lifa um góðan og glaðan frænda og vin. Guð blessi minningu Sigurðar Karlssonar. Þrúður Kristjánsdóttir. Við kynntumst Sigurði og Hjördísi í Sundlaug Kópavogs. Það var alltaf gaman að hitta þau hjónin. Sigurður var alltaf boðberi gleðinnar hvar sem hann var og jafnvel, þegar við vinir hans komum að heimsækja hann, eft- ir að hann veiktist skein gleðin alltaf í gegn og gerði okkur glöð. Hann sagði okkur oft frá ferðum sínum á kajaknum og hvað hann hafði mikla unun af þeim. Við munum ávallt minnast hans með þakklæti fyrir ómæld- ar gleðistundir og óskum honum guðsblessunar nú, þegar hann hefur verið leystur úr fjötrum veikindanna og getur nú ferðast ótrauður um víðáttur alheims- ins. Við biðjum fyrir Hjördísi og fjölskyldu og öllum þeim, sem þótti vænt um Sigurð. Guð blessi ykkur öll. Eyþór, Christa og sundfélagar. Kallið er komið og mig langar að þakka Sigga mínum fyrir all- ar stundirnar sem ég var svo heppin að njóta með honum. Siggi var maður sem mér þótti alltaf svo fyndinn, ófá skiptin sem ég hef tekið bakföll af hlátri þegar hann var að grín- ast. Siggi var maður sem hafði ákveðnar skoðanir en aldrei heyrði ég hann hallmæla fólki, hann var maður orða sinna og sannur í öllu sem hann gerði. Sem barn var ég mikið á heimili þeirra Hjöddu frænku og við Kalli sonur þeirra hjóna erum jafnaldrar og tengslin milli okk- ar hafa alltaf verið líkari systk- inatengslum en frændsystkina. Um fermingaraldur fékk ég tækifæri til að dvelja tímabund- ið í fóstri hjá þeim Sigga og Hjöddu í Búðardal, fyrir þann tíma mun ég ævinlega vera þakklát og þykja gott að ylja mér við góðar minningar. Með þessum fátæklegu orð- um langar mig að þakka Sigga samveruna, við sjáumst aftur í Nangijala. Það er svo sárt að sakna en það er svo gott að gráta. Tárin eru dýrmætar daggir, perlur úr lind minninganna. Minninga sem tjá kærleika og ást, væntumþykju og þakklæti fyrir liðna tíma. Minninga sem þú einn átt og enginn getur afmáð eða frá þér tekið. Tárin mýkja og tárin styrkja. Í þeim speglast fegurð minninganna. (Sigurbjörn Þorkelsson.) Elsku Hjödda, Kalli, Heiða, Gunni, Kristín, Anna, Elli, barnabörn og barnabarnabarn innilegar samúðarkveðjur til ykkar allra. Kolbrún Ósk. Sigurður Einar Björn Karlsson ✝ Guðni Einars-son fæddist að Bæ í Lóni þann 11. maí 1926. Hann lést á Fjórðungssjúkra- húsinu í Neskaup- stað þann 20. nóv- ember 2015. Foreldrar hans voru Einar Högna- son, f. 1872, d. 1940, og Þuríður Sigurð- ardóttir, f. 1882, d. 1958. Guðni átti 11 systkini og eru þau öll lát- in. Systkini Guðna voru: Sigríð- ur, Helgi, Marta, Högni, Þorgrímur, Bergljót, Ragna, Signý, Nanna Ingibjörg, Gunnar og Fanney. Var Guðni þeirra yngstur. Eftirlifandi eiginkona Guðna er Ursula Einarsson, f. 12. júlí 1929. Dætur þeirra eru: 1) Líana, f. 12. október 1951, maki hennar er Udo Hass, f. 7. júní 1952. Börn þeirra eru Mirja Ingibjörg f. 1980, maki Ulf Petereit, og eiga þau eina dóttur, Lina Johanna. Helgi Udo, f. 1984, unnusta Kathy. 2) Ingibjörg, f. 16. apríl 1953, maki hennar er Ármann Agnarsson, f. 15. júní 1952. Dóttir þeirra er Úrsúla Manda, f. 1977, maki Heimir Snær Gylfason og eiga þau tvö börn, Ingi- björgu Ásdísi og Ármann Snæ. Guðni var uppalinn á Bæ í Lóni til átta ára aldurs. Þá flutt- ist hann með foreldrum sínum í Skálateig í Norðfirði. Guðni bjó í Neskaupstað alla sína tíð og vann lengst af sem umsjónar- maður við sjúkrahúsið og var einnig slökkviliðsstjóri til margra ára. Guðni var mikill bóndi og átti hann kindur í mörg ár. Útför Guðna fer fram í dag, 27. nóvember 2015, frá Norð- fjarðarkirkju og hefst athöfnin kl. 14. Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Nú ertu farinn, elsku afi minn, og mér finnst það svo skrítið. Svo skrítið að ég eigi aldrei eftir að halda í heitu hendurnar þínar eða strjúka þér um höfuðið, en það fannst þér alltaf svo gott. Þú varst einstakur afi, svo geð- góður, ljúfur og skemmtilegur, það var alltaf gaman að vera með þér. Þær eru ófáar minningarnar sem ég á úr fjárhúsinu með þér, þegar ég fékk að vera með þér í vinnunni, á sjúkrahúsbílnum, uppi í sumarbústað með þér og ömmu, í ferðalögum, niðri í bíl- skúr á Þiljuvöllunum og þá var sama hvort við vorum að svíða kindahausa, fá okkur hrátt hangi- kjöt eða bara eitthvað að stúss- ast. Það var alltaf gaman að vera með þér. Ég var ekki gömul þegar þú kenndir mér að drekka svart kaffi, og það var fátt sem gladdi þig meira en þegar þú gast sagt: „Nei, hún vill sko bara svart kaffi eins og afi sinn!“ Einnig komst þú mér upp á lagið með að borða súrmat, en það fannst okkur báð- um svo gott. Ég var svo lánsöm að eiga þig, elsku afi, og mikið voru börnin mín heppin að fá að kynnast þér. Lífið verður öðruvísi án þín, takk fyrir allt og allt. Þín afastelpa, Úrsúla Manda. Guðni Einarsson Það er ósköp skrýtið að skrifa minningarorð um hana Sonju mína, vinkonu og jafnöldru, en hún lést á líknar- deild Landspítalans hinn 16. nóv- ember sl. Hún Sonja var yndisleg kona með fágaðan smekk, hvort sem það varðaði hana sjálfa eða heimili þeirra hjóna, fallegir hlutir á réttum stað og ávallt af- skorin blóm í vasa. Hún var alltaf glæsileg og flott hvort sem hún var uppá- klædd eða í Adidas-fötum enda starfaði hún lengi hjá Adidas- umboðinu á Íslandi. Sonja ræktaði líkama sinn vel enda sást það á göngulagi og öllu hennar fasi hversu sjálfsörugg og sterkur karakter hún var. Það var alltaf mjög notalegt að heimsækja Sonju og voru veitingarnar góðar og listilega framreiddar af húsmóðurinni sjálfri. Börnin, Lovísa og Róbert, voru henni allt og eru þau fyri- myndarbörn og var hún mjög stolt af þeim í einu og öllu enda bæði vel gerð. Ég kynntist Sonju árið 2005 og var eins og við hefðum alltaf þekkst því við náðum mjög vel Sonja Reynisdóttir ✝ Sonja Reynis-dóttir fæddist 2. mars 1963. Hún lést 16. nóvember 2015. Sonja var jarð- sungin frá Linda- kirkju 24. nóvem- ber 2015. saman. Við fórum að æfa saman í Sporthúsinu vetur- inn 2006, henni tókst að draga mig með sér eldsnemma á morgnana því hún vildi vera komin heim áður en börnin vöknuðu til að koma þeim í skólann. Hún var mjög heimakær og hafði gaman af að bjóða heim gestum og það voru ófáar stundirnar þar sem setið var fram á rauða nótt og spjallað undir tónum Katie Melua. Við fórum saman til Spánar í barnlaust frí og var það góður og skemmtilegur tími. Síðastliðið vor fórum við hjón- in með Sonju og Þresti til Spán- ar þar sem Róbert og Viktor voru í golfæfingaferð og er það ógleymanlegur tími. Sonja barðist við illvígan sjúk- dóm og lét hún það ekki stoppa sig og áttum við góðar stundir saman í hádegis- og kvöldmat að ógleymdri stelpuferðinni í moll- ið. Allt síðastliðið ár vorum við báðar frá vinnu en gátum lítið hist en símtölin þeim mun fleiri og spjölluðum við mikið og op- inskátt í síma og er það mikill söknuður að geta ekki slegið á þráðinn til hennar. Elsku Þröstur, Lovísa, Ró- bert, og aðrir aðstandendur, innilegar samúðarkveðjur og biðjum við góðan Guð að gefa ykkur styrk á erfiðum tímum. Blessuð sé minning góðrar vinkonu. Allt eins og blómstrið eina upp vex á sléttri grund fagurt með frjóvgun hreina fyrst um dags morgunstund, á snöggu augabragði af skorið verður fljótt lit og blöð niður lagði líf mannlegt endar skjótt. (Hallgrímur Pétursson.) Guðný Ævarsdóttir. Þar sem englarnir syngja sefur þú sefur í djúpinu væra. Við hin sem lifum, lifum í trú að ljósið bjarta skæra veki þig með sól að morgni. Drottinn minn faðir lífsins ljós lát náð þína skína svo blíða. Minn styrkur þú ert mín lífsins rós tak burt minn myrka kvíða. Þú vekur hann með sól að morgni. Faðir minn láttu lífsins sól lýsa upp sorgmætt hjarta. Hjá þér ég finn frið og skjól. Láttu svo ljósið þitt bjarta vekja hann með sól að morgni. Drottinn minn réttu sorgmæddri sál svala líknarhönd og slökk þú hjartans harmabál slít sundur dauðans bönd. Svo vaknar hann með sól að morgni. Farðu í friði vinur minn kær faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær aldrei ég skal þér gleyma. Svo vöknum við með sól að morgni. (Bubbi Morthens.) Hvíldu í friði, elsku Sonja mín, með hjartans þökk fyrir allt og allt. Erla Waage.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.