Morgunblaðið - 27.11.2015, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 27.11.2015, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. NÓVEMBER 2015 Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is „Þetta mun engum árangri skila og hefur engin áhrif á umferðarþung- ann, þetta mun bara minnka afköst Miklubrautar og auka mengun,“ seg- ir Ólafur Kr. Guðmundsson, varaformaður FÍB og tækni- stjóri EuroRAP á Íslandi, en til stendur að lækka hámarkshraða á Miklubraut í Hlíðunum, frá Kringlumýrar- braut að Bú- staðavegi/ Snorrabraut, úr 60 km/klst. í 50 km/ klst. Tillaga þess efnis var lögð fyrir umhverfis- og skipulagsráð í vikunni og var samþykkt að vísa málinu til meðferðar starfshóps um umferðar- hraða í Reykjavík vestan Kringlu- mýrarbrautar. Með tillögunni fylgir bréf sam- göngudeildar umhverfis- og skipu- lagssviðs, undirritað af samgöngu- stjóra borgarinnar. Þar er lækkun hámarkshraðans lögð til, með fyrir- vara um samþykki Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu. Í bréfinu segir: „Fram hefur komið að umferð- arafköst götunnar breytast ekki og umhverfislegur ávinningur er um- talsverður bæði hvað varðar svif- ryksmyndun og hávaða.“ Ólafur segir hávaðann eitthvað geta minnkað en mengunin muni klárlega aukast. Það sé margsannað að bílar í dag eyði minnstu í efsta gír á lágum snúningi, á 70-80 km hraða hjá flestum tegundum. Læknar ekki meinið „Allt þar fyrir ofan og neðan eykur mengun. Staðreyndin er sú að um- ferðarhraðinn á þessum kafla er oft- ast langt fyrir neðan 50 km/klst. vegna tafa af umferðarljósunum og mikillar umferðar. Í þau örfáu skipti sem hægt er að aka á meiri hraða en 50 er umferðin í lagi og engin vanda- mál. Af hverju þá ekki að leyfa áfram hámarkshraða upp á 60? Þetta er tvö- föld gata,“ segir Ólafur og bendir jafnframt á að lítið sé um slys á þess- um kafla. „Þetta mun ekki lækna það sem menn halda að þeir geti læknað, að minnka mengun. Í tillögunni er talað um minni svifryksmengun með breytingunni. Þetta hefur ekkert að gera með svifryk, rykið kemur bara til vegna þess að göturnar eru ekki þrifnar. Það hefur engin áhrif á svif- rykið að lækka hraðann niður í 50,“ segir Ólafur. Hann bætir því að í til- lögunni sé ekki einu orði vikið að auk- inni mengun af koltvísýringi, CO2. Sá útblástur muni án nokkurs vafa aukast með breytingunni. Ekki borið undir Vegagerðina Miklabrautin á þessum kafla telst til þjóðvegar í þéttbýli og er því á um- ráðasvæði Vegagerðarinnar. Ólafur segir Reykjavíkurborg ekki hafa vald til að skipta sér af umferðarhraða þarna en ekkert hafi verið leitað til Vegagerðarinnar af þessu tilefni. Það staðfesti Svanur G. Bjarnason, svæð- isstjóri suðursvæðis hjá Vegagerð- inni, í samtali við Morgunblaðið í gær. Ekki hafi enn verið leitað eftir um- sögn Vegagerðarinnar eða samráði. „Það leysast engin vandamál með þessu, eina lausnin er að setja Mikla- brautina í stokk. Sú lausn hefur alltaf legið fyrir og var í skipulagi borgar- innar til margra ára, þar til núverandi meirihluti tók það út. Þessi vegarkafli er sprunginn og verður enn meira sprunginn með nýjum Landspítala og byggð í Vatnsmýri,“ segir Ólafur, sem telur afar brýnt að sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu setji upp um- ferðarmódel. „Aðrar borgir gera þetta, við stöndum allt í einu frammi fyrir því að við erum komin með stór- borg en við kunnum ekki að reka hana umferðarlega séð.“ Minni afköst og aukin mengun  Borgin hyggst lækka hámarkshraða á Miklubraut í Hlíðunum  Varaformaður FÍB segir þetta eng- an vanda leysa  Telur stokk einu lausnina  Ekkert hefur verið óskað eftir umsögn Vegagerðarinnar Morgunblaðið/Árni Sæberg Miklabraut Reykjavíkurborg hefur gert tillögu um lækkun hámarkshraða á Miklubraut, um Hlíðarnar. Ólafur Kr. Guðmundsson Miklabraut um Hlíðar Grunnkort: ja.is Sn or ra br au t Kr in gl um ýr ar br au t Hámarkshraði 60 km/klst í dag Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Loftleiðir, dótturfélag Icelandair Group, hefur að undanförnu sinnt leiguflugi frá Punta Arenas í Síle til Union Glacier, sem er norðarlega á Suðurskautslandinu, fyrir ferða- skrifstofuna Polar Services. Þarna á milli er þriggja tíma flug og á Suðurskautslandinu er lent á ís og mun þetta vera í fyrsta sinnt sem slíkt er gert á Boeing 757-þotu. Stoppað í klukkustund Þetta mun vera í fyrsta sinn sem íslensk flugvél lendir á Suður- skautslandinu og eru Loftleiðir þar með í hópi fárra örfárra fyrirtækja á heimsvísu sem geta státað af við- skiptum í öllum sjö álfum veraldar- innar samtímis. „Aðstæður á fastalandsísnum, sem er hundruð metra á þykkt, eru allar hinar bestu. Menn könnuðu þær í þaula áður en farið var á stað. Ágúst Håkansson flugstjóri og fleiri fóru suður eftir og könnuðu aðstæður og höfðu einnig æft lend- ingar á þessum stað í flughermi. Svo hefur þetta reynst lítið mál, menn segja að brautin sé jafnvel minna hál en á Keflavíkurflugvelli. Þarna er stoppað í um klukkustund og svo flogið til baka,“ segir Er- lendur Svavarsson, framkvæmda- stjóri sölu- og markaðssviðs Loft- leiða, í samtali við Morgunblaðið. Verkefni Loftleiða eru fyrst og síðast leiguflug fyrir erlenda aðila og á hverjum tíma er félagið með 7- 10 vélar í útgerð. Reynslan spyrst út „Nú er sumar á Suðurskautsland- inu og ferðir þangað í fullum gangi. Í hverri suðurskautsferð eru um 60 farþegar, en við ráðgerðum að í þessu úthaldi, sem lýkur á næstu dögum, verði þær alls fimm. Ég vonast svo til að við verðum aftur fengin í fleiri pólflug á næsta ári. Reynsla flug- og tæknimanna okkar við erfiðar aðstæður spyrst vel út,“ segir Erlendur og bætir við að um- svifin hjá Loftleiðum séu mikil og vaxandi. Á þessu hausti hafi félagið sinnt leiguflugsverkefnum víða, ekki síst flugi í svonefndum VIP- heimsferðum. Ljósmynd/Adventure Network International Pólflug Loftleiðamenn fara alls fimm ferðir á Suðurskautslandið á Eldborg, sem er ein þotan í útgerð félagsins. Lent á ís við bestu skilyrði  Frá Síle til suðurskautsins  Brautin er betri en Kefla- víkurflugvöllur  Loftleiðir með verkefni í öllum álfum OPNUNARTÍMI í dag 27. nóvember til klukkan 22.00 | www.betrabak.is BLACK FRIDAY 25% AFSLÁTTUR AF ÖLLUM VÖR UM* BARA Í DAG – OPIÐ TIL KLUK KAN 22.00 * Gildir ekki ofan á ön nur tilboð. Borgarráðsfulltrúar Samfylkingar- innar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata hafa lagt fram bókun í borgarráði um að sumar- lokanir Laugavegar verði festar í sessi. „Samkvæmt nýlegri þjón- ustukönnun Gallup voru 76% borg- arbúa jákvæðir gagnvart sumar- götum í miðborginni en aðeins 9% neikvæðir. Þá voru tæplega 60% rekstraraðila jákvæðir gagnvart verkefninu,“ segir í bókuninni. Sjálfstæðismenn lögðu fram bók- un um að leitað yrði umsagna hjá íbúum og öðrum hagsmunaaðilum áður en ákvörðunin yrði fest í sessi. Framsóknarflokkur og flugvallar- vinir leggja áherslu á að jafnvel þótt lokun göngugötu hafi mælst vel fyrir sé mikilvægt að gefa því gaum að meirihluti hafi verið andvígur því að lengja tímabilið í fimm mánuði í könnuninni og að leita þurfi samráðs áður en næstu skref verði stigin. vidar@mbl.is Leggja til sumar- lokanir til frambúðar  Laugavegur verði göngugata Morgunblaðið/Ómar Laugavegur Hluta Laugavegar hef- ur verið lokað að sumri í fimm ár.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.