Morgunblaðið - 27.11.2015, Side 11
Bræður í Húsafelli Örnólfur og Guðmundur Andri við stein sem Páll á Húsafelli gerði mynd af föður þeirra í.
Myndin var tekin þegar bræðurnir sótti legstein á leiði Thors (þessi steinn er ekki legsteinninn).
Guðmund Andra fýsti aldrei að
lifa listamannalífi í París eins og fað-
ir hans forðum. Ekki aðeins hafi
þeir feðgar verið ólíkir heldur líka
aðstæður þeirra í upphafi rithöf-
undaferilsins.
Dómharka í haftasamfélagi
„Pabbi þurfti að rífa sig upp úr
ákveðnum borgaralegum aðstæðum
til að geta fundið sig, sína rödd, sína
köllun. Í reykvísku menningarlífi
glímdi hann við skilningsleysi og
vantrú. Barátta hans var miklu
meiri en ég get einu sinni ímyndað
mér.“
Út af hans bakgrunni – fjöl-
skyldu?
„Hvort tveggja og líka vegna
þess hvernig samfélagið var á sjötta
og sjöunda áratugnum. Það voru
dæmi þess að virðulegir menn
kæmu að honum til að toga í skegg-
ið á honum og áfellast hann fyrir að
skera sig svona úr. Krafa sam-
félagsins var að allir væru eins, það
mátti bara skera sig úr á tiltekinn
hátt og vera þá skrýtinn á tiltekinn
hátt. Hér var ekki bara haftaþjóð-
félag í sambandi við vörur og við-
skipti, heldur í allri mannlegri fram-
komu, strangir rammar í öllu og
mikil dómharka. Það var mikil
blessun að fá að alast upp á átt-
unda áratugnum og árin upp úr
1980 voru mjög skemmtileg og lit-
rík í Reykjavík.“
Varstu stoltur af pabba þínum
eða skammaðistu þín fyrir hann?
„Ég var alltaf stoltur af hon-
um og stóð með honum. En hann
var náttúrlega skrýtnasti mað-
urinn í öllu Vogahverfinu og ekki
bara af því að hann var með skegg
og skrifaði óskiljanlegar bækur
heldur veifaði hann höndunum
þegar hann talaði, sem var alveg
bannað á Íslandi fram á áttunda
áratuginn. Auðvitað kom fyrir að
maður saup hveljur þegar hann
kvaddi sér hljóðs og fór að tala ein-
hvers staðar. En það vandist eins
og annað. Og smám saman var eins
og þjóðin vendist honum líka.
Hann varð líka mildari með aldr-
inum og undir lokin mátti hann
varla fara út úr húsi án þess að fólk
þyrptist að honum til að njóta sam-
vista við hann,“ segir Guðmundur
Andri, sem í bókinni með hinum
glaðværa titli Og svo tjöllum við
okkur í rallið rifjar upp allt mögu-
legt um föður sinn, Thor Vilhjálms-
son.
DAGLEGT LÍF 11
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. NÓVEMBER 2015
Húsgögn, ljósmyndir,
málverk, teikningar,
klæðnaður, textílverk
og innsetningarverk.
Fjölbreyttari getur list-
sýning vart orðið, en
allt þetta gefur að líta
á Samasem, sýningu
ellefu útskriftarnema
af myndlistar- og
hönnunarsviði Verk-
menntaskólans á Ak-
ureyri. Sýningin verður
opnuð í Sal myndlist-
arfélagsins þar í bæ í
kvöld kl. 20 og verður
opin laugardag og
sunnudag frá kl. 14 til
17.
Verkin hafa nemend-
urnir; 5 af hönnunar-
sviði og 6 af myndlistarsviði, unnið
út frá þeim aðferðum sem þeir hafa
lært undanfarnar annir í skólanum.
Hugmyndina að nafninu fengu þeir
út frá einföldu reikningsdæmi um
fjölda nemenda úr hvorri deild: 5 +
6 eru samtals 11 og sé tölunni 11
snúið lárétt er hún eins og sama-
sem-merki.
Síðastliðna önn unnu nemendur
sjálfstætt, en undir handleiðslu
kennara sinna, Borghildar Ínu Sölva-
dóttur, á hönnunar- og textílsviði, og
Véronique Legros, á myndalistar-
sviði.
Í tilefni sýningarinnar hefur verið
gefin út veglega sýningarskrá með
myndum af verkfærum sem nem-
endur notuðu við vinnslu verkanna.
Þar fara þeir nokkrum orðum um
hugrenningar sínar í tengslum við
verkin, verklag og innblástur. Að
baki sýningunni liggur mikil undir-
búningsvinna og margir samráðs-
fundir, en að sögn Borghildar Ínu er
partur af náminu á lokaári að nem-
endur læri að vinna saman. Hún seg-
ir árlega sýningu útskriftarnema
VMA teljast nokkurn viðburð í bæn-
um og laða að fjölda gesta.
Útskriftarsýning listnáms- og hönnunarbrautar VMA
Standa með sínum verkum Guðlaug Jana og Tekla
við lokaverkefni sín á útskriftarsýningu VMA.
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Útskriftarnemar F.v. Hermann Kristinn Egilsson, Lára Ingimundardóttir, Fil-
ippía Svava Gautadóttir, Guðlaug Jana Sigurðardóttir, Tekla Sól Ingibjarts-
dóttir, Helgi Freyr Guðnason, Katla Ósk Rakelardóttir með son sinn, og Freydís
Björk Kjartansdóttir. Á myndina vantar Sögu Snorradóttur, Elínu Maríu Heið-
arsdóttur og Önnu Dóru Sigurðardóttur.
Samasem merki upprennandi
hönnuða og listamanna
Hann hóf mig upp á háhest og
bar mig um svo ég gæti virt fyr-
ir mér veröldina, hvílt á öxlum
hans eins og hann væri góð-
gjarn risi í þjónustu minni.
Þannig var það alla tíð, fram á
síðasta dag.
Og svo tjölluðum við okkur í
rallið. Við förum út í rauða
Fólksvagninn okkar – áður
Morrisinn og seinna Saabinn –
og loks Mözduna – og höldum
af stað í bæinn á vit mannlífsins
en þó ekki fyrr en pabbi er bú-
inn að fara sjö ferðir aftur inn í
hús að sækja eitthvað nauðsyn-
legt. Út í bílinn rogast hann
blásandi eftir einhverjum jap-
önskum öndunaraðferðum með
hauga af bókum, tímaritum,
blöðum og pappírum, eins og
það sé meiri háttar ferðalag að
fara úr Karfavogi niður í bæ –
sem það kannski er. [ . . .]
Og svo gleymir hann einmitt
því helsta. Því sem hann átti að
taka með sér. Þegar hann er
minntur á það – eða annað sem
hann hefur gleymt eða trassað
að gera – kemur á hann svipur
sem lýsir bæði gremju og sár-
indum yfir því skilningsleysi
sem hann mætir og hann segir:
Ég er með hausinn fullan af ótal
hlutum og ég get ekki munað
eftir öllu.
Með hausinn
fullan af ótal
hlutum
BÓKIN UM THOR
Tryggvagötu 18 - 552 0160
Gjöfin
sem vermir
Laugavegi 82,
á horni Barónsstígs
sími 551 4473
www.lifstykkjabudin.is
Nærfatnaður
og náttföt
frá