Morgunblaðið - 27.11.2015, Side 29

Morgunblaðið - 27.11.2015, Side 29
Dögg, Theodóra Dís og Ásta Mar- grét, ykkar sorg er meiri en orð fá lýst. Ég bið Guð að vera með ykk- ur og varðveita í ykkar miklu sorg. Guð blessi ykkur og styrki. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Megi Guð og englarnir vaka yf- ir þér, elsku Haukur Freyr okkar. Sigríður frænka og Halldór. Ég veit ekki hvar ég á að byrja. Þetta er ótrúlega ósanngjarnt, af hverju? Ég kynntist þér þegar ég kenndi þér í Flugskólanum. Strax varstu áberandi, jákvæður, vildir hafa alla sátta í kringum þig. Mik- ill húmoristi. Á meðan þú varst í atvinnuflug- mannsnáminu var líf og fjör í bekknum, þið gerðuð mitt starf í markaðsmálunum auðveldara. Mikið að gerast hjá ykkur um vor- ið, svo fórst þú að vinna með okk- ur í Flugskólanum. Síðustu tvö ár varstu mín hægri hönd í markaðsmálunum og tókst að þér allt sem féll til hérna hjá okkur. Kynningar, námskeið, auglýsingar, fésbókar- leikir og snap-hátíð hefði ekki verið eins góð nema vegna að- komu þinnar. Það var alltaf hægt að hringja í þig – þú komst með lausnir á öllu. Teklúbburinn, sem ég var loksins komin inn í, þrátt fyrir að drekka ekki te, og vöfflu- kaffið í verklegu deildinni. Vá, hvað þetta er búinn að vera skrítinn tími síðan 12. nóvember. Ég er ekki enn búin að meðtaka þetta. Ég þakka fyrir að hafa kynnst þér, þakka þér kærlega fyrir afmælisdaginn minn síðasta þar sem við vorum með okkar ár- lega Flugskólapartí og þú sást til þess að ég yrði ekki einmana á af- mælisdaginn minn. Í haust, áður en skólinn hófst í Tækniskólanum, hringdir þú og spurðir mig hvar ég væri og hvort ég væri til í að hitta þig í hádeg- ismat. Ég var til í það. Þá léstu mig vita að ég myndi kenna henni Sigríði Dögg, systur þinni, í ein- um áfanga, að ég ætti að hugsa vel um hana og hvetja hana áfram, að hún gæti þetta alveg. Ég lofaði því að gera það og ég mun gera það áfram. Við töluðum lengi saman föstu- daginn áður en þú fórst í þína hinstu flugferð. Þú sagðir mér frá hvað þú vildir gera í framtíðinni og meðal annars hvað þér þætti æðislegt að kenna. Æðislegt að fljúga og æðislegt að vera vinna við það sem þú elskaðir mest að gera. Ég lofaði þér þá að „fara að drífa mig með þér í flug“ þegar það færi að róast hjá mér. Ég verð að efna það loforð seinna. Takk fyrir – þar til við hittumst næst Svífur yfir Esjunni sólroðið ský, sindra vesturgluggar, sem brenni í húsunum. Viðmjúk strýkur vangana vorgolan hlý, vaknar ástarþráin í brjóstum á ný. Kysst á miðju stræti er kona ung og heit, keyra rúntinn piltar, sem eru í stelpuleit, Akrafjall og Skarðsheiði eins og fjólubláir draumar. Ekkert er fegurra en vorkvöld í Reykjavík. Tjörnin liggur kyrrsæl í kvöldsólarglóð kríurnar þótt nöldri og bjástri í hólmanum. Hjúfra sig á bekkjunum halir og fljóð, hlustar skáldið Jónas á þrastanna ljóð. Dulin bjarkarlimi á dúnsins mjúku sæng dottar andamóðir með höfuð undir væng. Akrafjall og Skarðsheiði eins og fjólubláir draumar. Ekkert er fegurra en vorkvöld í Reykjavík. Hljótt er kringum Ingólf og tæmt þar hvert tár tryggir hvíla rónar hjá galtómum bokkunum. Svefninn er þeim hóglega siginn á brár, sunnanblær fer mildur um vanga og hár. Ilmur er úr grasi og angan moldu frá, aftansólin purpura roðar vestursjá. Akrafjall og Skarðsheiði eins og fjólubláir draumar. Ekkert er fegurra en vorkvöld í Reykjavík. (Sigurður Þórarinsson.) Hulda Birna. Kveðja frá Flugskóla Íslands – Tækniskólanum 12. nóvember sl. var sorgar- dagur og reiðarslag fyrir okkur öll. Tveir ungir menn í blóma lífs- ins fóru í sína hinstu flugferð. Fé- lagi okkar og flugkennari, Hauk- ur Freyr Agnarsson, var annar þeirra. Við slíkar aðstæður stend- ur tíminn kyrr. Orð veita litla huggun og lítið um góð ráð, þegar harmurinn er jafn mikill og raun ber vitni. Drættir pennans verða þungir þegar við þurfum að kveðja svo unga og efnilega menn. Þá þurf- um við á öllum styrk okkar og samstöðu að halda. Flugskóli Íslands er eins og lít- il fjölskylda og þegar fjölskyldan lendir í áföllum sýnum við styrk okkar með því að standa saman. Með tíð og tíma lærum við að lifa með sorginni. Við minnumst Hauks Freys sem góðs félaga og yndislegs drengs sem vildi öllum vel og vann verk sitt af alúð og samviskusemi og mun minning hans vaka með okkur. Fjölskyldu Hauks Freys send- um við okkar dýpstu samúðar- kveðjur. Stjórnendur, starfs- menn og nemendur Flugskóla Íslands – Tækniskólans deila sorginni með ykkur. Minning um ungan og glæsilegan mann lifir áfram í hjörtum okkar. Þar sem englarnir syngja sefur þú sefur í djúpinu væra. Við hin sem lifum, lifum í trú að ljósið bjarta skæra veki þig með sól að morgni. Drottinn minn faðir lífsins ljós lát náð þína skína svo blíða. Minn styrkur þú ert mín lífsins rós tak burt minn myrka kvíða. Þú vekur hann með sól að morgni. Faðir minn láttu lífsins sól lýsa upp sorgmætt hjarta. Hjá þér ég finn frið og skjól. Láttu svo ljósið þitt bjarta vekja hann með sól að morgni. Drottinn minn réttu sorgmæddri sál svala líknarhönd og slökk þú hjartans harmabál slít sundur dauðans bönd. Svo vaknar hann með sól að morgni. Farðu í friði vinur minn kær faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær aldrei ég skal þér gleyma. Svo vöknum við með sól að morgni. (Bubbi Morthens) Jón B. Stefánsson. Fallinn er frá dásamlegur drengur. Okkur hér í Flugskól- anum hlotnaðist sú ánægja að fá að kynnast og þekkja hann Hauk Frey okkar vel. Haukur Freyr hóf nám á einkaflugmannsnám- skeiði sumarið 2012. Framkoma hans vakti strax athygli okkar sem umgengumst hann. Hann var svo kurteis og ljúfur, alveg frá fyrsta degi. Hann hélt svo áfram árið eftir í atvinnuflugið þar sem hann stóð sig frábærlega eins og við var að búast. Jafnframt lauk hann bæði flugkennaraprófi og réttindum í áhafnasamstarfi. Eftir það varð hann strax við- loðandi starfsemi skólans. Hann gegndi starfi afgreiðslustjóra og síðar fór hann að kenna á bókleg- um námskeiðum og verklega flugkennslu. Í afgreiðslunni tókst honum með sinni yndislegu framkomu að gera vinnuna bæði auðveldari og skemmtilegri fyrir okkur hin. Hann var greiðvikinn með ein- dæmum. Hann vann ekki einung- is öll verk af stakri ábyrgð og dugnaði, heldur var hann alltaf fyrstur til að bjóða fram aðstoð sína við hvað sem til féll. Ljúf- mennska hans og nærvera lýsti upp daginn fyrir bæði starfsmenn og nemendur. Ógleymanlegt var vöfflukaffið sem hann átti frum- kvæði að og sá um einn dag í hverjum mánuði. Hann sýndi okkur umhyggju sem ekki er svo algengt að kynnast hjá svo ungri manneskju. Hans verður sárt saknað og alltaf minnst. Hugur okkar er hjá Halldóru móður Hauks, systrum og nánustu fjöl- skyldu. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum.) Baldvin Birgisson, Guðlaugur Sigurðsson, Hanna María McClure, Jón Arnar Ólafsson, Reynir Einarsson, Sölvi Þórðarson. Frá því Haukur steig fyrst inn í Flugskóla Íslands til að hefja einkaflugmannsnám varð það fljótt ljóst að hann myndi ná langt í fluginu. Haustið 2013 byrjaði hann í bóklegu atvinnuflug- mannsnámi og vorið eftir hóf hann störf hjá Flugskóla Íslands sem afgreiðslumaður, en hann vann í flugskólanum samhliða verklegu flugnámi. Vorið 2015 byrjaði hann sem flugkennari og sinnti flugkennslunni á mjög fag- mannlegan hátt enda var hann al- vöru „Aviator“. Haukur var æðislegur strákur sem tók alltaf vel á móti manni brosandi með þéttu og góðu handtaki eða góðri fimmu sem small í. Í starfi sínu var Haukur duglegur og hugmyndaríkur. Sem dæmi má nefna að hann- stofnaði Instagram-síðu flugskól- ans, snapchat flugskólans og snemma í vor tók Haukur upp á því að halda vöfflukaffi fyrir kennara skólans. Það var haldið fyrsta sunnudag hvers mánaðar í aðstöðunni á Reykjavíkurflug- velli. Haukur var líka uppátækja- samur og stríðinn enda lífgaði hann upp á hversdagslega hluti með sinni yndislegu kímnigáfu. Til dæmis átti hann sína uppá- halds flugvél sem var af gerðinni Beechcraft Sundowner. Hún bar einkennisstafinn TF-BON. Hann útbjó sérstakt TF-BON-viður- kenningarskjal fyrir þá sem luku þjálfun á þá vél en hún er í flug- klúbbi Flugskólans. Haukur var alveg einstakur maður og sætti sig ekki við hvað sem er eins og venjulega fólksbíla og venjuleg föt enda átti hann gamlan upp- hækkaðan Jeep Wrangler á app- elsínugulum felgum. Klæðaburð- ur hans var glæsilegur í alla staði og það var skondið að sjá hann bóna gólfin í flugskólanum eða þrífa flugvélar í rándýrri merkja- vöru eins og Ralph Lauren eða Burberry. Haukur var mjög hjálpasamur við alla og hafði góð áhrif á and- rúmsloftið í Flugskólanum. Eftir hryllilegan atburð 12. nóvember síðastliðinn er tómlegt um að líta í Flugskólanum. Það skarð sem Haukur skilur eftir sig verður aldrei fyllt að fullu. Við munum sakna nærveru þinnar og minn- ast þín alla tíð. Sól af austurstraumi stígur, stafar geislum djúpin blá, dagsins himnesk drottning flýgur dýrleg gullnum vængjum á; dimma grímu geisli hrekur, glaður kyssir dal og hól; alla þjóð til orku vekur eilíf – fögur morgunsól. (Júlíana Jónsdóttir) Fyrir hönd flugkennara Flug- skóla Íslands, Davíð Þór Skúlason. MINNINGAR 29 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. NÓVEMBER 2015 ✝ JóhannesKristinsson fæddist á Kirkjubæ í Hróarstungu, N- Múlasýslu, 18. mars 1927. Hann lést á hjúkrunarheimil- inu Droplaugar- stöðum 18. nóvem- ber 2015. Foreldrar hans voru Kristinn Þórel Gíslason, f. 7. sept- ember 1891, d. 28. apríl 1930, og Helga Jóhanna Jóhannesdóttir, f. 10. ágúst 1886, d. 28. maí 1975. Jóhannes átti sex eldri systur sem allar eru látnar. Alsystur- ina Sveinbjörgu Guðfinnu Krist- insdóttur, f. 1919, d. 2007, og hálfsysturnar Kapítólu Sveins- dóttur, f. 1907, d. 1976, Þórunni Jakobínu Sveinsdóttur, f. 1908, Dröfn, f. 1990, b) Kristinn Andri, f. 1997, c) Jóhannes Smári, f. 2001. Sóldís Dröfn, sem er í sambúð með Baldri Frey Stefánssyni, á Fanneyju Rán Arnarsdóttur, f. 2009. Bald- ur Freyr á tvö börn. Kristinn er í sambúð með Brynju Pálu Helgadóttur, sem á tvö börn. Jóhannes ólst upp á Borgar- firði eystri hjá móður sinni en hann varð ungur föðurlaus. Hann ólst upp við sveitastörf og varð skólaganga stutt. Hann fór ungur að vinna og vann marg- vísleg störf, m.a. við brúarsmíði, á vertíð og eftir að hann fluttist til Reykjavíkur starfaði hann lengst af við múrverk. Jóhannes og Guðfinna hófu búskap í Reykjavík en fluttust um tíma á Sauðárkrók. Lengst af bjuggu Jóhannes og Guðfinna í Hraun- bæ 102 d, Reykjavík. Guðfinna lést í mars 2014. Síðustu mán- uðina dvaldist Jóhannes á hjúkr- unarheimilinu Droplaugarstöð- um þar sem hann lést. Jóhannes verður jarðsunginn frá Árbæjarkirkju í dag, 27. nóvember 2015, klukkan 13. d. 2009, Þorbjörgu Sveinsdóttur, f. 1910, d. 1986, Arn- björgu Sveins- dóttur, f. 1911, d. 1998, og Svein- björgu Sveinsdótt- ur, f. 1916, d. 2005. Jóhannes giftist Guðfinnu Huldu Jónsdóttur þann 28. desember 1965. Foreldrar hennar voru Jón Jónsson, f. 22. apríl 1890, d. 11. ágúst 1980, og Sig- urlaug Þorbjörg Guðbrands- dóttir, f. 27. mars 1901, d. 7. ágúst 1974. Synir Jóhannesar og Guð- finnu eru Kristinn, f. 16. sept- ember 1964, og Steingrímur Halldór, f. 24. janúar 1967. Börn Kristins með Valgerði Hjördísi Rúnarsdóttur eru a) Sóldís Jóhannes Kristinsson hefur lokið lífsgöngu sinni, þessari miklu óvissuferð sem við öll leggjum upp í. Foreldrar hans bláfátæk vinnuhjú í sveit. Jói, eins og hann var jafnan kallaður, var yngstur systkina og faðir hans féll frá þegar hann var þriggja ára. Þá varð móðir hans ekkja í annað sinn. Á bernskuárum dvaldi Jói hjá eldri hálfsystrum eða öðrum skyldmennum og stundum með móður sinni. Á þeim árum veiktist hann hastarlega af kíg- hósta og lenti upp úr því í löngum veikindum sem höml- uðu þroska um skeið. Þrátt fyr- ir erfiðleika á fyrstu árum æv- innar varð Jói dugnaðarforkur til allra verka og frískur göngu- maður svo af bar. Leiðir okkar Jóa lágu saman með þeim hætti að móðir hans réðst sem vinnukona á heimili fósturforeldra minna og nokkru síðar flutti Jói þangað líka. Ég hafði til þess tíma verið eini krakkinn á bænum og varð harla feginn að fá félagsskap unglings og við urðum brátt góðir félagar. Það fór svo að þau mæðgin ílentust á Hof- strönd. Við Jói gengum að sjálfsögðu saman til allra verka og samdi vel. Það kom fljótt í ljós að Jói vann öll sín verk af alúð og snyrtimennsku. Á vetrarkvöld- um var oft gripið í spil og tafl. Jói varð fljótt snjall skákmaður og gat orðið skeinuhættur hvaða andstæðingi sem var á því sviði. Hofstrandarheimilið yfirgáf- um við svo á svipuðum tíma þegar við töldum að við værum að verða fullorðnir. Jói fór að reyna fyrir sér á vinnumark- aðnum: brúarsmíði, fiskverkun, byggingarvinna svo eitthvað sé nefnt. Hann nam lengi staðar í byggingariðnaðinum, vann þar lengst af við járnabindingar. Skólagangan varð engin nema stutt barnaskólanám en í skóla lífsins var Jói fyrirmynd- arnemandi, verklaginn, námfús og minnugur. Liðlega tvítugur yfirgaf Jói Austurland og fór að vinna á höfuðborgarsvæðinu. Hann kvæntist þar sínum góða lífsförunaut, Guðfinnu Huldu Jónsdóttur, og bráðlega fædd- ust tveir efnilegir strákar. Þá eins og nú var það enginn leikur fyrir efnalítið fólk að eignast þak yfir höfuðið. Þau hjón keyptu sér lítið hús í Blesugrófinni. Það hús var af vanefnum byggt en með natni og dugnaði tókst þeim að gera það að notalegu heimili. Að nokkrum árum liðnum festu þau svo kaup á glænýrri íbúð í fjölbýlishúsi í Árbænum og þar varð framtíðarheimilið. Eins og gengur minnkuðu samskiptin þegar árin liðu. Vin- áttan hélst þó allt til leiðarloka, heimsóknir öðru hvoru, símtal á nokkurra mánaða fresti. Við náðum því meira að segja að skreppa saman í nokkrar veiði- ferðir. Ég man vel gleðisvipinn þegar Jói kom ofan úr Geir- landsárgljúfri með fyrsta laxinn sinn. Einn eiginleiki einkenndi Jóa öðru fremur, það var hógværð- in. Ekkert var fjær honum en að láta á sér bera eða að trana sér fram með nokkrum hætti, fáorður jafnan og lét ekki mikið fara fyrir sér. Engu að síður kom hann því í kring sem gera þurfti fullkomlega til jafns við aðra. Þegar leið á ævina þurfti Hulda á aðstoð og umönnun að halda vegna heilsubrests. Það hlutverk leysti Jói af hendi af sömu natni og trúmennsku og allt annað sem að höndum bar. Jói hefur nú lokið óvissuferð- inni miklu, hann stóð sig með prýði á ferðalaginu, traustur maður, vinfastur, greiðvikinn og góðgjarn. Góðar minningar eru mikill fjársjóður. Þeim sjóði deili ég með fjölskyldu hans og vinum og sendi þeim kveðju mína. Sigmar H. Ingason. Jóhannes Kristinsson Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, KRISTBJÖRG S. BJARNADÓTTIR, Didda frá Litlu-Brekku, lést á HSN Sauðárkróki sunnudaginn 22. nóvember. Útför hennar fer fram frá Hofsóskirkju laugardaginn 28. nóvember klukkan 11. . Ingibjörg Axelsdóttir, Eyjólfur Sveinsson, Bjarni Axelsson, Birna Júlíusdóttir, Aldís Axelsdóttir, Eysteinn Steingrímsson, Guðný Axelsdóttir, Páll Friðriksson, Þorsteinn Axelsson, Jóhanna Einarsdóttir, Guðbjörg Hinriksdóttir, Inga Jóna Bragadóttir og fjölskyldur. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, MAGNÚS GUÐNASON prentari, Dalbraut 14, lést að morgni sunnudagsins 22. nóvember á Landspítalanum við Hringbraut. Útförin fer fram frá Háteigskirkju þriðjudaginn 1. desember klukkan 15. . Margrét Magnúsdóttir, Magnús Magnússon, Þorgerður Guðmundsdóttir, Guðni Magnússon, Alma Bergsveinsdóttir, Jórunn Þórey Magnúsd., Björn Davíð Kristjánsson, barnabörn og barnabarnabörn. Morgunblaðið birtir minn- ingargreinar endurgjalds- laust alla útgáfudaga. Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dög- um fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað get- ur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda ör- stutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síð- una. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu að- standendur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýsingar um foreldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minning- argreinunum. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.