Morgunblaðið - 27.11.2015, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 27.11.2015, Blaðsíða 20
20 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. NÓVEMBER 2015 Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Ríkisstjórn Rússlands er að undir- búa umfangsmiklar refsiaðgerðir gegn Tyrklandi vegna árásar tyrk- neskrar herflugvélar sem skaut nið- ur rússneska herþotu við landamæri Tyrklands og Sýrlands á þriðjudag- inn var. Dmítrí Medvedev, forsætisráð- herra Rússlands, skýrði frá þessu í gær og sagði að stjórn sín hefði feng- ið fyrirmæli um að leggja fram til- lögur um aðgerðir til að svara árás- inni. Meðal annars væri ráðgert að stöðva sameiginleg fjárfestingar- verkefni ríkjanna, draga úr innflutn- ingi frá Tyrklandi, hækka tolla á tyrkneskan varning og takmarka eða banna ferðir Rússa til landsins. Slíkt bann yrði mikið áfall fyrir ferðaþjónustuna í Tyrklandi því að nær 4,5 milljónir Rússa ferðuðust til landsins í fyrra. Alexej Úljúkajev, efnahagsráð- herra Rússlands, útilokaði ekki að refsiaðgerðirnar næðu til tveggja helstu fjárfestingarverkefna ríkj- anna – áforma um að leggja gas- leiðslu milli landanna og reisa fyrsta kjarnorkuver Tyrklands. Rússar eru önnur helsta við- skiptaþjóð Tyrkja og um 20% af inn- fluttu grænmeti í Rússlandi koma frá Tyrklandi. Rússnesk yfirvöld byrjuðu í gær að takmarka innflutn- ing á tyrkneskum matvælum og báru því við að um 15% þeirra fullnægðu ekki reglum um matvælaöryggi. Engin afsökunarbeiðni Pútín sagði í gær að rússnesk stjórnvöld hefðu ekki fengið neina „skýra afsökunarbeiðni“ frá ráða- mönnum í Tyrklandi vegna árásar- innar. Tyrkir hefðu ekki heldur boð- ið skaðabætur eða lofað að „refsa glæpamönnunum“ sem bæru ábyrgð á árásinni. Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, svaraði í viðtali við CNN- sjónvarpið að Tyrkir þyrftu ekki að biðja Rússa afsökunar. „Mennirnir sem þurfa að biðjast afsökunar eru þeir sem rufu lofthelgi okkar,“ sagði Erdogan. Rússar neita því að rúss- neska þotan hafi farið inn í lofthelgi Tyrklands áður en hún var skotin niður. Undirbúa refsiað- gerðir gegn Tyrkjum  Rússar svara árásinni á rússnesku þotuna með aðgerðum sem gætu haft alvarlegar afleiðingar fyrir efnahag Tyrklands „Kaupum ekki olíu af IS“ » Forseti Tyrklands segir að ekkert sé hæft í þeirri ásökun rússneskra stjórnvalda að Tyrkir hafi keypt olíu af Ríki ísl- ams (IS), samtökum íslamista í Sýrlandi og Írak. » „Þeir sem halda því fram að við kaupum olíu af Daesh [Ríki íslams] þurfa að sanna það. Ef ekki eru þeir rógberar,“ sagði Recep Tayyip Erdogan. Auðkýfingurinn Donald Trump hef- ur verið harðlega gagnrýndur fyrir að hæðast að fötluðum blaðamanni sem starfar fyrir bandaríska dag- blaðið New York Times. Trump, sem sækist eftir því að verða kjörinn forsetaefni repúblik- ana á næsta ári, hermdi eftir blaða- manninum Serge Kovaleski og var með óviðeigandi látbragð á fjölda- fundi í Suður-Karólínu í fyrradag, að því er fram kemur á vef breska ríkis- útvarpsins. Forsvarsmenn New York Times segja að hegðun Trumps hafi verið svívirðileg. Trump hefur notað grein, sem Kovaleski skrifaði árið 2001, til að rökstyðja umdeildar fullyrðingar um að mörg þúsund múslímar í New Jersey hafi fagnað árásum hryðju- verkamanna á Bandaríkin 11. sept- ember 2001. Trump sagði á fund- inum að Kovaleski væri ágætur blaðamaður en myndi ekki eftir að hafa haldið þessu fram. „Aumingja náunginn, þið verðið að sjá hann,“ bætti Trump við. Síðan fór hann að veifa höndunum undarlega og var augljóslega að herma eftir blaða- manninum. Kovaleski er með vöðva- og taugasjúkdóm, sem hefur áhrif á hreyfingar hans, einkum þegar hann hreyfir hægri höndina. „Uuu, ég man ekki hvað ég sagði. Uuu ég man ekki. Hann segir bara: „Ég man ekkert. Kannski sagði ég þetta“,“ sagði Trump á meðan hann sveiflaði höndunum. Trump hæddist að fötluðum blaðamanni AFP Á atkvæðaveiðum Donald Trump á kosningafundi í Ohio-ríki. Að minnsta kosti 200.000 manns sóttu fyrstu útimessu Frans páfa í Afríku í gær, en hún var haldin við Naí- róbí-háskóla í höfuðborg Kenía. Á meðal viðstaddra voru 9.000 prestar og 60 biskupar og kardinálar. Þús- undir manna biðu í röðum við háskólann nóttina fyrir messuna þrátt fyrir hellidembu. Þetta er fyrsta Afríku- ferð Frans páfa sem heimsækir einnig Úganda og Mið- Afríkulýðveldið áður en hann snýr aftur í Páfagarð. AFP Fyrsta útimessa Frans páfa í Afríku Minnst 200.000 manns söfnuðust saman í Naíróbí til að hlýða á páfa VINNINGASKRÁ 30. útdráttur 26. nóvember 2015 207 10266 20705 29039 37930 51072 61685 70593 213 10357 20720 29264 37931 51161 62169 70801 367 11031 20776 29332 39197 51586 62729 71655 975 11080 20885 29561 39232 52850 63449 71900 1161 11230 21801 29656 39292 53414 63559 71910 1258 11297 22664 29835 40463 53545 64041 72327 1390 11881 22765 30223 41330 53570 64181 72640 1929 12005 23178 31152 41479 53611 64381 72653 2019 12544 23378 31210 42471 54514 64605 72691 2158 12668 23454 32042 43134 54617 64959 73011 2188 12676 23456 32047 43147 54821 65102 73231 2532 12841 23567 32144 43486 54910 65114 73299 2956 13882 23597 32282 43642 54934 65265 73334 3114 13968 23599 32667 43700 55021 65381 73390 3800 14264 23641 32747 43897 55329 65397 73646 4062 15818 23810 32912 44154 55660 65398 74211 4316 15993 23883 32915 44464 55947 65694 74298 4320 16421 25843 33074 44652 56082 65929 74789 4456 16430 25852 33098 45507 56461 66425 75002 6053 16745 26408 33108 45870 56740 66512 75612 6568 16779 26540 33490 45991 56826 66769 76022 6742 17312 26678 33931 46134 57347 67017 76782 6972 17476 26732 34269 46418 57651 67132 76993 7032 18184 26797 34786 46593 58458 67793 77082 7328 18230 26837 34965 47181 58673 68119 77123 7527 18681 26905 35783 47594 58715 68428 77327 7571 18841 27712 35818 47618 58721 68533 77761 7715 18868 27797 35964 47742 58764 68738 78016 7798 18948 27902 36392 47946 59534 68788 78570 8242 19096 28104 36670 47993 59585 68840 78584 8264 19335 28259 36703 48036 59802 69292 79301 8308 19686 28285 36791 48355 59829 69918 8347 19908 28484 36822 48488 60068 70022 8890 19927 28670 36953 49013 60083 70026 9406 19993 28679 37196 49043 60093 70109 9839 20429 28711 37462 49716 60646 70310 10047 20613 28924 37563 50934 61258 70452 738 8778 19898 33485 43131 52802 62344 71396 978 8799 19938 34847 44005 53206 64406 71798 4313 10320 19978 35580 44552 53329 64497 72896 4772 11709 20896 35650 44815 55032 64825 73453 5201 12411 23308 36027 45444 55214 64952 77497 5294 12842 23860 36472 46187 55574 65541 78020 5856 13292 24056 36936 46736 56302 65592 78740 6521 16102 25466 37284 47148 56597 65623 79437 6720 17453 26048 37371 47270 56615 66875 79725 7382 17715 26432 37924 47782 57796 67883 7784 17749 30650 38017 48086 57978 68710 7907 18163 31458 40409 49343 58431 68986 8436 18660 33304 41397 50594 61271 69898 Næsti útdráttur fer fram 3. desember 2015 Heimasíða: www.das.is Vinningur Kr. 10.000 Kr. 20.000 (tvöfaldur) Vinningur Kr. 20.000 Kr. 40.000 (tvöfaldur) Vinningur Kr. 150.000 Kr. 300.000 (tvöfaldur) 35018 38853 66658 79255 Vinningur Kr. 50.000 Kr. 100.000 (tvöfaldur) 141 14132 27307 39856 53589 63911 210 17078 34335 40119 55480 65858 645 20863 35978 40244 56655 67102 678 23650 39289 40971 59653 79329 Aðalv inningur Kr. 2.000.000 Kr. 4.000.000 (tvöfaldur) 2 9 3 9 Nú geta allir fengið iPad-áskrift Skráðu þig í iPad-áskrift á www.mbl.is/mogginn/ipad/

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.