Morgunblaðið - 27.11.2015, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 27.11.2015, Blaðsíða 24
24 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. NÓVEMBER 2015 Skref fyrir skref heldur áfram niður- brot þjóðar. Hversu lengi leyfist trúgjörn- um kjánum að taka ákvarðanir fyrir þjóð- ina? Hér kemur brot: Ráðist er á kirkjuna – og ef til vill verður allsstaðar bannað að flagga í hálfa stöng við andlát. Markaðir við Rússa eyðilagðir en samningar gerðir við Kína, með öll sín mann- réttindabrot og dýraníð. Bændur, niðurfelling á tollum mun koma illa við þá, – en til handa þeim sem vilja éta hormónakjöt. Hvað ætla menn að éta komi til stríðs, engar flugvéla- eða skipakomur. Atlaga að sjávarútvegi Nú á að setja allan fisk á uppboð, þannig að aðrar þjóðir geti nú boð- ið í og þar með leggst landvinnsla af. Vegabréf fyrir gæludýr, alveg endilega, náum okkur í hundaæði og fleiri dýrasjúkdóma. Hendið svo krónunni, sem hefur varið okkur og eyðileggið okkar góðu stjórn- arskrá, og þar með ásamt krónunni fýkur sjálfstæði okkar. Ónýtt og misnotað lýðræði, ekki hlustað á 70 þúsund manns um að hafa Reykja- víkurflugvöll þar sem hann er. Fólk í endalausum verkföllum, því að aðrir fengu meira. Börnin alin upp á stofnunum, útkoman hjarðlíf, sjálfhverfa og auðtrúa góð- mennska, ekki kennt að það sé nú ekki víst að þessi góðmennska verði endurgoldin, og þar með gef- ið tækifæri á misnotkun af hendi þeirra sem sterkari eru og grimmari. Nú yfirlýsing VG um að slíta stjórnmálasam- bandi við Ísrael og viðskiptabann, þar með minnkandi þjóð- artekjur og ofan á það á að taka á móti sem flestum flóttamönn- um, en með komu þeirra mun aukast fá- tækt Íslendinga, þar sem flóttafólk er rétt- hærra. Orð Katrínar Jakobs um að við séum „aflögu- fær“, já einmitt það, er það svo? Sér hún ekki að hér er allt í skötu- líki og það vantar fjármuni í allt? Hvað ætlar vinstra liðið að gera þegar ríkisféð þrýtur? Eitt er víst að ekki munu þau taka fé frá sjálf- um sér. Fleira væri hægt að telja upp. Hjá okkur ríkir óstjórn undir misnotkun á frelsi, mannréttindum og lýðræði, allt eftir hentugleikum. Því mun fara fyrir okkur að fá- tækt, land- og valdamissir mun eiga sér stað í framtíðinni. Í lokin, það voru gyðingar í USA sem keyptu af okkur fisk í ein 60 ár. SH og þeir studdu okkur í land- helgisbaráttunni, en ISIS og Ha- mas hafa hótað að útrýma gyðing- um. Ætlar VG að hjálpa til? Albanar Albanar, séu þeir ekki Illyriju- menn, þá eru þeir taldir vera fjalla- fólk frá Azerbajen og á Balkan eru þeir kallaðir Shiptar. Þeirra menn- ing er ólík menningu Evrópu og Balkan. Hjá þeim tíðkast blóð- hefnd, dætur eru gefnar eða seldar eftir efnahag kaupanda, þeir eru taldir harðgerðir og ekki er að ástæðulausu að Evrópa og Balkan vilji þá ekki í sín lönd, þeir fara gjarna í hópum og ógna. Eftir 17 ár á Balkan og reynslu mína af þeim, þá trúi ég ekki einu orði af því sem þeir segja. Þar sem Alb- anar ná fótfestu og fjölgun fylgir í kjölfarið mafían þeirra sem er sú grimmasta í Evrópu, er mikið í mansali og sölu á líffærum. Svo hugsið ykkur vel um og kannið málið áður en þið gasprið svona og hafið skömm fyrir að nota börn og unglinga til þess að hafa áhrif á ákvörðun Útlendingastofnunar. Allar þjóðir hafa sín einkenni, og einkenni Albana er yfirgangur við aðra, hjá okkur eru einkennin græðgi og minnimáttar-mikil- mennska. ISIS Þar sem ISIS-liðar eru komnir til Bosníu, um 100 km frá Sarajevo með æfingabúðir og vopnasend- ingar til sín og hóta þaðan öðrum fylkjum á Balkan, þá spyr ég, þar sem stærsti hluti flóttamannanna er karlmenn, sem vilja inn í sér- stök lönd, samanber Norðurlönd, Þýskaland og Bretland: Gæti það hugsast að ISIS telji sig geta ráðið við Suður-Evrópu hernaðarlega þar sem hún er í sárum, en þurfi fjölgun bræðra sinna inn í sterkari löndin, sér til stuðnings og styrkt- ar þegar þar að kemur? Ég spyr. Niðurbrot og fleira Eftir Stefaníu Jónasdóttur »Hvað ætlar vinstra liðið að gera þegar ríkisféð þrýtur? Stefanía Jónasdóttir Höfundur býr á Sauðárkróki. Nú eru yfirstaðnir landsfundir hjá nokkrum stjórnmálaflokkum og flokksbrotum. Því miður virðist þar einna helst hafa verið lögð áhersla á mál sem litlu máli skipta fyrir þjóðfélagið sem og varðandi meira frjálsræði til áfengissölu og fíkniefnaneyslu og að sleppa eigi helst öllu aðhaldi í kerfinu þ.e. svipað og var fyrir hrun. Er þetta sú pólitík/áherslur sem þjóðfélagið er að kalla eftir? Vonandi koma fram raunhæfari áherslur hjá viðkomandi flokkum síðar sem og hjá þeim flokkum sem eiga eftir að halda landsfundi. Þjóðfélagið þarf á breytingum að halda á ýmsum sviðum, en ekki einhverjum fádæma hjali. Sé það raunin að slík pólitík/ áherslur séu að ná hér fótfestu, þá þurfa landsmenn að fara undirbúa sig undir enn eina kollsteypuna. Þurfum við ekki frekar að huga að því að byggja landið upp af raunsæi? Við treystum á að ungir sem eldri pólitíkusar hugleiði málið, þ.e. þáttum sem skipta þjóðfélagið máli. Kjósandi. Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is Er íslensk pólitík að verða stefnulaust hjal? Kosningar Þjóðfélagið þarf á breyt- ingum að halda á ýmsum sviðum. Móttaka aðsendra greina Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsendar grein- ar alla útgáfudaga. Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í sam- skiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir ekki greinar sem einnig eru sendar á aðra miðla. Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn „Senda inn grein“ er valinn. Í fyrsta skipti sem innsendikerfið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn í kerfið. Ítarlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu. Eftir að viðkomandi hefur skráð sig sem notanda í kerfið er nóg að slá inn kennitölu notanda og lykilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda greinar allan sólar- hringinn. Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Morgunblaðsins alla virka daga í síma 569-1100 frá kl. 8-18. Black Friday 25% afsláttur af öllum úrum LAUGAVEGI 5 - SÍMI 551 3383

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.