Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.11.2015, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29.11. 2015
Þegar fæðingin veldur áfalli
Meirihluti foreldra minnistþess sem krefjandi enyndislegrar stundar þeg-
ar barnið kom í heiminn. En fæð-
ingin gengur ekki alltaf áfallalaust
fyrir sig og jafnvel þótt ekki komi
upp nein erfið atvik í fæðingunni
getur upplifunin fyrir sumar mæð-
ur einkennst af ótta og þeirri til-
finningu að hafa enga stjórn á að-
stæðum.
Hildur Sigurðardóttir er lektor
við hjúkrunarfræðideild Háskóla
Íslands og einnig ljósmóðir starf-
andi að hluta sem heimaþjónustu-
ljósmóðir í sængurlegu. Hún hefur
rannsakað líðan mæðra á með-
göngu og eftir fæðingu og komist
að því að nýrra úrræða er þörf.
Hildur lenti í þriðja sæti í keppn-
inni um Hagnýtingarverðlaun Há-
skóla Íslands fyrir verkefnið
Barneignir og erfiðar áskoranir:
þróun meðferðarþjónustu.
Hræddar við að
eignast annað barn
Mörg ár eru síðan tók að renna
upp fyrir Hildi að áföll í kjölfar
barneigna eru algengari og alvar-
legri vandamál en hún hafði gert
sér grein fyrir. „Þegar ég tók til
starfa við mæðravernd kom það
mér á óvart hve sterk áhrif það
hafði á foreldrana ef þau höfðu
átt erfiða reynslu í síðustu fæð-
ingu. Konurnar voru oft mjög
hræddar við það sem framundan
var og óskuðu jafnvel strax í
fyrstu skoðun eftir því að fæð-
ingin færi fram með keisara-
skurði, því þær langaði alls ekki
til að hætta á að neikvæð upplif-
unin myndi endurtaka sig.“
Áföllin sem um ræðir geta verið
að ýmsum toga, og ástæðan fyrir
vanlíðan móðurinnar jafnvel þann-
ig að áhorfandi ætti erfitt með að
koma auga á orsökina. „Sumar
upplifa á mjög neikvæðan hátt að
í fæðingunni missi þær stjórn á
aðstæðum; að þær séu nánast
hafðar til hliðar og hafi ekkert að
segja um það hvað við þær er
gert. Vitanlega getur það líka ver-
ið mjög þungbært ef fæðingin er
ekki eins og foreldrarnir höfðu
vænst, eitthvað amar að barninu
eða það fæðist andvana,“ útskýrir
Hildur. „Sumar mæður hafa
ákeðnar væntingar til fæðing-
arinnar, og hafa fengið skilaboð
um að best sé að ferlið sé allt
sem náttúrulegast, en þegar á
hólminn er komið þarf að grípa
inn í og fæðingin þróast á allt
annan veg en gert var ráð fyrir.
Getur upplifun móðurinnar þá
verið eins og hún hafi „tapað
leiknum“ og hún hafi einhvern
veginn ekki getað komið barninu í
heiminn með þeim hætti sem til
var ætlast.“
Doði, martraðir, reiði
Útkoman getur verið ýmis væg
eða mikil áfallastreituröskunar-
einkenni og persónubundið hvern-
ig foreldrunum tekst að vinna úr
reynslunni. „Sumar mæður forðast
það yfir höfuð að hugsa um fæð-
inguna og vilja jafnvel ekki fara
aftur á staðinn þar sem barnið
fæddist því minningarnar sem þá
koma fram valda svo vondri líðan.
Martraðir, dofi, reiði og kvíði
kunna að gera vart við sig og
hætta á að áfallið þróist yfir í
þunglyndi. Bætist þetta við það
álag sem er á nýbökuðum for-
eldrum og magnar upp aðra erf-
iðleika.“
Sést ekki í skýrslum
Ein nálgun við vandann er að
gefa tilvonandi foreldrum raun-
sæja mynd af því sem vænta má
þegar barnið fæðist. „En þar eru
tvær kenningar í gangi. Sumir
halda því fram að best sé að und-
irbúa konuna með því að fullvissa
hana um að allt verði yndislegt og
náttúran taki völdin. Þannig verði
hún afslappaðri og eykur það lík-
urnar á að fæðingin gangi vel.
Aðrir segja að undirbúningurinn
verði að vera raunhæfur, stefnt sé
að því að ekkert komi upp á en
móðirin viti að ekkert er að van-
búnaði á fæðingardeildinni ef þörf
er á meiri hjálp, og ekki neitt
fyrir hana að skammast sín fyrir
ef þörf er á inngripi,“ segir Hild-
ur. „Vænlegast er líklega að fara
einhvern milliveg og fara inn í
fæðinguna raunsýn en bjartsýn,
en ekki svo bjartsýn að halda að
engar líkur séu á öðru en að fæð-
ingin verði draumi líkust.“
Þá er ekki alltaf að því hlaupið
fyrir heilbrigðisstarfsmenn að
koma auga á þau tilvik þar sem
foreldrarnir þurfa hjálp vegna
áfalls. „Það sem veldur áfallinu
getur vel verið eitthvað sem er
ekki yfir höfuð skráð í sjúkra-
skýrslur. Þar er ekki endilega
gert ráð fyrir að tiltekið sé
hvernig móðirin upplifði fæð-
inguna.“
Hildur vinnur að þróun spurn-
ingalista sem ætlað er að mæla
bæði sjálfsöryggi tilvonandi
mæðra og greina merki um fæð-
ingarótta eða áfallastreitueinkenni.
Hún segir það geta ráðið miklu
um upplifun mæðranna ef með-
göngutíminn er notaður til að
hlúa að og efla sjálfsöryggi þeirra.
Ef fæðingarótti er til staðar þá
gildir, rétt eins og með fæðing-
arþunglyndi, að því fyrr sem tekst
að koma auga á áhættuþættina,
og því fyrr sem byrjað er að
vinna í vandanum, því betra.
Sýna þarf nærgætni og skilning
og muna að það getur stundum
gerst, og eykur á vandann, ef
móðirin upplifir ótta og andlega
vanlíðan sem eitthvað til að fela.
„Hefur þeim þá mögulega ekki
bara verið innrætt að fæðingin
sjálf hefði átt að vera á tiltekinn
veg, áfallalaus og yndisleg, heldur
líka tímabilið sem kemur í kjölfar-
ið. Sumar mæður taka það nærri
sér að vera ekki fullkomlega ham-
ingjusamar og eru fyrir vikið hik-
andi við að leita sér þeirrar hjálp-
ar sem þær þarfnast.“
200 konur á ári
Að svo stöddu er erfitt að segja
til um hversu stór vandinn er.
Segir Hildur að í könnunum svari
allt að 30% kvenna að þeim hafi
reynst fæðingin erfið, og 15-16%
mæðra greinast með einkenni
fæðingarþunglyndis. Má búast við
að á bilinu 5-10% kvenna myndu
falla í þann flokk að vera með
áfallastreitueinkenni eftir fæð-
inguna. Á Íslandi myndi það hlut-
fall jafngilda um 200 mæðrum á
ári.
Forvarnir, skimun og snemm-
tæk íhlutun ættu ekki aðeins að
bæta líðan þeirra foreldra sem
um ræðir, heldur væntanlega skila
sparnaði með því að draga úr
notkun dýrari þjónustu annars
staðar í heilbrigðis- og almanna-
tryggingakerfinu. Félagslegi
ávinningurinn getur líka verið
verulegur enda segir Hildur að
fæðingarótti og þunglyndi í kjölfar
fæðingar geti reynt mjög á samlíf
foreldranna og orðið að fleyg sem
eyðileggur sambandið. Gerist það
jafnvel að ómeðhöndlað þunglyndi
móðurinnar verði til þess að mak-
inn þrói einnig með sér þung-
lyndi.
Hildur sér fyrir sér þrepaskipt
kerfi: „Það mætti byrja með því
að veita þjónustuna á netinu, þar
sem foreldrarnir eru fræddir með
sjálfvirkum hætti og gefin tækin
til að framkvæma sjálfsmat sem
svo gæti sýnt ef þörf er á meiri
hjálp. Næsta þrep gæti verið hóp-
meðferð sem byggist á aðferðum
hugrænnar atferlismeðferðar, sem
er hagkvæmari kostur en ein-
staklingsmeðferð sem síðan yrði
lokavalkosturinn.“
„Það sem veldur áfallinu getur
vel verið eitthvað sem er ekki
yfir höfuð skráð í sjúkra-
skýrslur,“ segir Hildur. „Þar er
ekki endilega gert ráð fyrir að
tiltekið sé hvernig móðirin
upplifði fæðinguna.“
ÞAÐ KOM HILDI SIGURÐARDÓTTUR Á ÓVART AÐ UPPGÖTVA HVE ALGENGT ÞAÐ ER AÐ MÆÐUR FINNI FYRIR
EINKENNUM ÁFALLASTREITURÖSKUNAR Í KJÖLFAR BARNEIGNA. HÚN VINNUR AÐ ÞRÓUN ÚRRÆÐA.
Á fæðingardeildinni. Það eykur oft á neikvæðu upplifunina að sumar mæður
hafa mjög óraunsæja mynd af því hvers má vænta í fæðingunni.
Morgunblaðið/RAX
* Á þeirri stundu þegar barnið fæðist er sérhver kona hul-in sömu áru einangrunar, líkt og hún hefði verið yfirgef-in, alein.
Boris Pasternak
Þjóðmál
ÁSGEIR INGVARSSON
ai@mbl.is