Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.11.2015, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.11.2015, Blaðsíða 51
BÓKSALA 18.-24.NÓV. Allar bækur Listinn er tekinn saman af Félagi íslenskra bókaútgefenda 1 Þýska húsiðArnaldur Indriðason 2 SogiðYrsa Sigurdardottir 3 Himneskt að njótaSólveig Eiríksdóttir/ Hildur Ársælsdóttir 4 Þín eigin goðsagaÆvar Þór Benediktsson 5 Útkall í hamfarasjóÓttar Sveinsson 6 Víga-Anders og vinirJonas Jonasson 7 EndurkomanÓlafur Jóhann Ólafsson 8 Mamma klikk !Gunnar Helgason 9 ÚtlaginnJón Gnarr 10 Matreiðslubókin mín og Mikka Íslensk skáldverk 1 Þýska húsiðArnaldur Indriðason 2 SogiðYrsa Sigurdardottir 3 EndurkomanÓlafur Jóhann Ólafsson 4 ÚtlaginnJón Gnarr 5 HundadagarEinar Már Guðmundsson 6 DimmaRagnar Jónsson 7 Eitthvað á stærð við alheiminnJón Kalman Stefánsson 8 Stóri skjálftiAuður Jónsdóttir 9 NautiðStefán Máni 10 Litlar byltingarKristín Helga Gunnarsdóttir 29.11. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 51 Öskraðu gat á myrkrið bbbbn Eftir Bubba Morthens. Mál og menning, 2015. Kilja, 81 bls. Bókin er ágeng, ljóðmæland- inn er allt að því grimmur á köfl- um, einkum við sjálfan sig. Hann talar oft í annarri persónu, þú ert að gera eitthvað, þarna er þinn staður o.s.frv. Með þessu móti verður hann nærgöngull við les- anda, kippir honum upp í bílinn, ef svo má segja, og saman leggja þeir í ferð um háskalegan heim sorgar, fíknar og kvíða allt frá bernsku ... Þessi bók er dimm, full af ógn, en það grillir í ljós á veikum kveik í lokin. Bókarhönnun helst í hendur við innihaldið. Kápan er svört, gáruð svargráum hringjum sem lykjast um gat gegnum kverið. Svartar auðar síður skilja að mörg ljóð í bókinni. Eng- inn þarf að velkjast í vafa um að þessi bók sæt- ir tíðindum. Bubbi hefur numið nýjar lendur. Sölvi Sveinsson Úr umsögnum legur. Það má segja að sagan sé um lífs- hættulegan sannleika.“ Eftir að bókin Húsið kom út 2012 upp- lýsti Stefán Máni að hann var með ákveðið hús í huga, sem hann sá einhvern tíma í fjarska af þjóðveginum þegar hann var í bíltúr. Því er spurt hvort hann hafi verið austur á fjörðum nýlega … „Það er reyndar ekki mjög langt síðan ég var að þvælast fyrir austan! Þá var ég hins vegar ekki kominn langt með þessa hugmynd og kom t.d. ekki til Eskifjarðar. Og bóndabærinn er algjör skáldskapur. Ég var samt í sveit sem krakki og á frænda sem er bóndi. Þau hjónin rækta meira að segja bola og ég var í sambandi við konuna til að fá upplýsingar sem ég þurfti á að halda. Fékk upplýsingar beint frá býli!“ segir hann og hlær. Nánar verður þetta þó ekki útskýrt. Kona loks í aðalhlutverki Undirheimarnir eru kunnuglegar slóðir í bókum Stefáns. „Ég reyni að þvælast ekki of mikið þar í þessari sögu, það er meira að nokkrar persónur tengist undirheim- unum. Þetta er drama og ástarþríhyrn- ingur, vissulega um undirheimafólk, en sveitabærinn er nýlunda og nú er kona líka í fyrsta skipti aðalpersónan. Það var kom- inn tími til hjá mér og hún verður örugg- lega ekki sú síðasta.“ Stefán Máni segir að fyrsta hugmyndin að bókinni hafi verið upphafsatriðið: „Þegar túristastelpur koma að bóndabæ þar sem skelfilegir atburðir hafa gerst. Þetta gæti verið upphafssena í bíómynd, og eftir að hún varð til hugsaði ég: hvað gerðist á bóndabænum? Svo gerjaðist þetta smám saman. Persónurnar eru allar nýjar og mér finnst það alltaf skemmtilegast þó að ég viti að lesendur eru ekki alltaf á sama máli. Ég hef mest gaman af sjálfstæðum bókum.“ En hvers vegna allir þessir vondu menn, í bókunum þínum, Stefán? „Þeir eru endalaust áhugaverðir. Gallað fólk er það. Ég er mjög spenntur fyrir vondu fólki og illskunni; að velta því fyrir mér af hverju fólk er vont og hvað fær það til þess að gera það sem raun ber vitni. Þetta er mannfræði- og sálfræðistúdía.“Morgunblaðið/Árni Sæberg „Saga Hönnu er óttaleg sorg- arsaga. Ef til vill má segja að þetta sé dramatískur sveitarómans en það er þó líklega fullpent orðað,“ segir Stefán Máni um nýjustu bók sína Nautið en sjónvarpsþáttasería byggð á henni er í bígerð. Grunnurinn að sögunni er líklega sáhvað ég var hræddur við ókindinaþegar ég var lítill. Mamma söng kvæðið stundum fyrir mig á kvöldin og Meg- as gerði það svo hrikalega draugalegt á barnaplötunni sinni,“ segir Gunnar Theodór Eggertsson um nýja bók sína, Drauga-Dísu. Dísu líður ekki vel í skólanum, vegna ein- eltis, en í sumarbústaðarferð með foreldrum sínum lendir hún í miklu ævintýri. Flakkað er í tíma; sagan gerist bæði í dag og á 18. öld, þar sem hún hittir jafnaldra sinn og gömlu þjóðsagnaskrímslin ráða enn ríkjum. Gunnar hlaut Íslensku barnabókaverðlaunin 2008 fyrir Steindýrin, skrifaði Steinskrípin í framhaldinu en saga Dísu er sjálfstæð. Gunnar vinnur við skrifborð langafa síns, sem faðir hans, Eggert Þór Bernharðsson, notaði einnig lengi. „Það hefur verið unnið mikið við þetta borð. Ég vil verða duglegur að skrifa við borðið til að heiðra minningu föður míns,“ segir hann. Eggert, kunnur sagnfræðingur og rithöfundur, lést langt fyrir aldur fram á gamlársdag í fyrra. „Strax og ég velti fyrir mér að nota ís- lensku sagnaskrímslin var ég ákveðinn í að ókindin yrði ein aðalófreskjan, því ég tengdi svo sterkt við hana. Henni er ekki lýst í kvæðinu svo ég get búið til hvaða martröð sem er; skapað mína eigin ókind. Upphaflega var þetta einföld draugasaga sem ég sendi inn í smásagnakeppni, en hún komst ekki inn í þá bók. Það var reyndar fínt því sagan var í raun bara fyrsti kaflinn í stærra verki.“ Hann hófst handa við söguna fyrir átta ár- um en tók til við hana á ný í hittifyrra. „Ég hef aldrei fundið mig í því að skrifa ævintýri sem gerast í fjarlægum æv- intýraheimi. Vil frekar segja sögu sem er ævintýraleg og með skrímslum en jafnframt um reynsluheim unglingsins í samtímanum. Þannig kemur líka fram tvöföld merking skrímslanna sem Dísa þarf að glíma við; ófreskjurnar úr þjóðsögunum og hrekkju- svínin sem leggja hana í einelti. Hlutar úr bókinni eru lýsing á því sem ég upplifði sjálfur í 9. bekk þó að hrekkjusvínin þá hafi aldrei verið jafn ruddaleg og í bókinni. Í svona sögu verður að ýkja aðeins!“ Gunnar segist oft spurður að því hvers vegna hann skrifi sögu sem þessa. „Það er eðlilegt fyrir mér; börn og unglingar hafa alltaf áhuga á hryllingi. Það er ein leið til að fást við heiminn og umhverfið.“ Hann segist sjálfur hafa byrjað 10 ára að lesa hryllings- sögur „og nú vil ég reyna að hræða nýjar kynslóðir með ókindinni …“ GUNNAR THEODÓR EGGERTSSON: DRAUGA-DÍSA Ókindin hræðir GUNNAR THEODÓR EGGERTSSON HREIFST SNEMMA AF HRYLLINGS- SÖGUM OG VILL NÚ REYNA AÐ HRÆÐA NÝJAR KYNSLÓÐIR! Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is „Ég vil reyna að hræða nýjar kynslóðir með ókindinni,“ segir Gunnar Theodór. Morgunblaðið/Golli
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.