Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.11.2015, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.11.2015, Blaðsíða 42
Vinsælustu jólagjafirnar 42 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29.11. 2015 Tæki, tól og vélar voru áberandi í jólaauglýsingum 6. áratugarins sem og alls kyns praktískur út- búnaður; ferðaritvélar, reið- hjól, smávasaljós, hlý teppi, borðklukkur, eldhúsklukkur, hrærivélar, þriggja arma og þriggja skerma gólflampar og hraðsuðukönnur. Fínni heimilin gátu leyft sér að kaupa bónvélar í jólagjafir, frá sér til sín, þessar frá Erres og upp- þvottavélar sem urðu sýnilegar svo einhverju nam á 6. áratugn- um. „Gefið nytsamar jólagjafir“ mátti því sjá víða í auglýsingum. Skautar, badmintonspaðar, borðtennissett og segul- ferðatöfl, sem voru sögð heppi- leg fyrir karlmenn, og alls kyns gjafir til tómstundaiðju voru áberandi. Bækur voru vissulega þá og alltaf vinsælar til gjafa en jólin 1957 mátti sjá auglýsingu frá Unuhúsi þar sem foreldrar voru hvattir til að gefa börnum sínum bókmenntaverk og lista- verkabækur; „tilvaldar jólagjaf- ir handa menntuðu fólki“. 6. áratugurinn Praktískt til heimilisins Fatnaður hefur alltaf verið vin- sæll til jólagjafa en á 5. áratugn- um voru langir listar birtir í dag- blöðum yfir ýmislegt sem sést ekki í dag og var þá vinsælt til jólagjafa. Teygjubelti eru að vísu farin að dúkka upp aftur en þá má nefna vasaklútamöppur og vasaklútakassa til að geyma alla vasaklútana í. Það síðast- nefnda var sérstaklega stillt inn á „systurnar“ í jólaauglýsingum Kaupfélags Eyfirðinga. Silki var þá ákaflega vinsælt og var karlkynsnærfatnaður gjarnan til í úrvali úr því efni fyrir jólin auk þess sem svokallaðar „flug- húfur“ þóttu smart. Snyrtivörur voru gjarnan í sér- stökum skrautöskjum, jafnt ilm- vötn sem sápur (og reyndar silki- nærfatnaður karlmannanna líka). Þá þurfti hver kona að eiga svo- kallaðan „greiðsluslopp“. Og þá voru viðeigandi veski auglýst fyrir hvert tilefni en þær köll- uðust ýmist balltöskur, inn- kaupatöskur, ráptöskur, tób- aksveski, götutuðrur og skjalatöskur. Christy hatta fengu karlmennirnir enda fárán- legt að ganga hattlaus um. Falleg efni í saumaskap voru líka vel þegin í pakkann. Jólagjafir sem tengdust tóbaks- reykingum voru fyrirferðar- miklar. Í pakkann mátti setja sígarettukveikjara, sígarettu- veski, sígarettukassa og öskubakka. Til heimilisins mátti gefa ýmis- legt til að spila bridge, bridge- sett í leðurhylki, sjálfblek- unga og blekbyttur. Skálar og ýmsir munir úr „ekta bronce“ voru vinsælir. 5. áratugurinn Vasaklútar, hattar, bridge og brons Polaroid-myndavélarnar slógu í gegn á 7. áratugnum og þótti það hreinasta kraftaverk að geta tekið myndir og fengið þær um leið í hendurnar. Polaroid-vélarnar voru auglýstar grimmt fyrir jólin þessi árin. Þeir sem fengu eitthvað til heimilisins gátu átt von á því að taka pappír utan af hansahillum og svefnbekkjum og skatt- holum úr tekki, gærupúðum, sérstökum símastólum eða jafn- vel reykborðum! sem til dæmis húsgagnaverslunin Óðinstorg við Skólavörðustíg seldi. Hvert heimili varð þá að eiga útskorna gestabók úr við eftir íslenska handverksmenn en í grein í Fálkanum árið 1964 um vinsælustu jólagjafirnar er auk gestabókar- innar talað um kálfaskinn til skrauts á heimilið og Aladdin- teppi, unnin með Aladdin-nál úr íslenskum lopa. 7. áratugurinn Gestabækur, Polaroid, reykborð og gæruskinn Jólagjafir fyrri tíma ÞAÐ ER LÖNG HEFÐ FYRIR ÞVÍ AÐ STINGA SKÁLDSÖGUM, TÓNLIST OG KONFEKTI Í JÓLAKASSANN. ANNAÐ DELLUDÓT HEFUR KOMIÐ OG FARIÐ OG ENN ANNAÐ ER ALLTAF GEFIÐ, BARA Í NÝJUM BÚNINGI UM HVER JÓL. Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.