Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.11.2015, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.11.2015, Blaðsíða 17
Ekki er óalgengt það mein sem nefnist á ensku Carpal tunnel syndrome en svo er það kallað þegar göng sem liggja um úlnlið og nið- ur í fingur þrengja að taugum sem þar eru. Þegar þrengt er að þessum taugum veldur það miklum óþægindum í hendinni og truflar fólk mikið. Höndin verður oft dofin og finnst það gjarnan á nóttunni. Upplifir fólk höndina eins og „klump“ og finnur sáran verk sem lík- ist náladofa. Taugarnar sem um ræðir liggja ekki í litla putta og bara öðrum megin í baug- fingur. Því er gott ráð til að vita hvort þú þjá- ist af þessu að athuga hvort litli putti dofnar og hálfur baugfingur. Ef ekki finnst dofi þar eru miklar líkur á að þú sért með Carpal tun- nel syndrome. Gott að sofa með spelku Gott ráð er að sofa með spelku um úlnliðinn því það virðist vera gott að halda úlnliðnum beinum og hindrar það dofann og svefninn verður betri. Mjög hvimleitt er að vakna margsinnis á nóttu og þurfa að hrista hönd- ina til að fá aftur líf í hana. Hægt að laga með aðgerð Þetta mein getur lagst á alla en konur á aldr- inum 40-60 eru gjarnari en aðrir á að þjást af þessu. Þá fá óléttar konur stundum skammtímaeinkenni. Þeir sem reykja eða eru of þungir eru einnig í meiri hættu og einnig þeir sem þjást af gömlum brotum. CARPAL TUNNEL SYNDROME Þrýst á úlnliðstaugar Úlnliðir geta verið viðkvæmir. Carpal Tunnel Syndrome er hvimleitt mein sem hægt er að lækna með aðgerð. Einnig er gott ráð að sofa með spelku um úlnliðinn. Morgunblaðið/Ásdís Ef verkir verða vondir og lagast ekki er hægt að lækna Carpal tunnel syndrome með einfaldri skurðaðgerð þar sem losað er um taugar sem göngin þrýsta á. Góðar líkur eru til að ná fullum bata eftir slíka aðgerð. Til að skera úr um hvort þetta sé meinið er gert taugaleiðnipróf sem læknir framkvæmir og sýnir það strax hvers kyns er. Í framhaldi er svo ákveðið í samráði við lækninn hvaða ráð- stafanir skuli gerðar. 29.11. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17 * Ég vinn við það á hverjum degi að hvetja börn og fullorðna tilað fylgja sínu innsæi og það er það sem ég er að gera núna. Þorgrímur Þráinsson rithöfundur og fyrrverandi landsliðsmaður í knattspyrnu um yfirlýsingu sína um að yfirgnæfandi líkur séu á að hann bjóði sig fram til forseta Íslands. Líklega sofa flestir með snjallsímann sinn á náttborðinu og spjaldtölvan er oft ekki langt undan. Bláa birtan frá snjallsímum og spjaldtölvum er mjög truflandi fyrir nætursvefn segir prófessor Paul Gringras hjá Evelina Children’s Hospital í London sem hefur kannað þessi mál. Þegar myrkva tekur fer líkaminn að mynda svefnhormónið melatónín sem hjálpar fólki að sofna. Vissar bylgjulengdir ljóss, á blágræna enda litrófsins, geta truflað lík- amsklukkuna. Gerð var rannsókn um málið og nið- urstöður birtar í Frontiers in Public Health, en í rannsókninni var athugað hversu mikið ljós kæmi frá þessum sím- um og tölvum. Í ljós kom að tækin eru að verða stærri og skærari og senda frá sér meira af bláu ljósi. „Þetta er frábært fyrir notkun tækisins á daginn en mjög slæmt á nóttinni,“ segir Grangras. „Niðurstöður sýna að ef þú sefur við hliðina á slíku tæki, gæti það seinkað svefninum um klukkutíma.“ Hann segir að framleiðendur þessara tækja ættu að hanna einhvers konar „svefnstillingu“ sem kæmi í veg fyrir að ljós kvikni á skjánum á nóttunni. Getty Images/iStockphoto SVEFNSTILLING Á SÍMA OG TÖLVU? Snjallsímar trufla svefn Skortur eða ofneysla vítamína getur valdið sjúkdómum. Borðið eins fjölbreytta fæðu og hægt er því ef skortur er á einu vítamíni getur komist ójafnvægi á starfsemi líkamans. Vítamín nauðsynleg www.arc-tic.is www.arc-tic.is ertu að leita að rétta úrinu á rétta verðinu? við kynnum arc-tic Retro Gilbert úrsmiður kynnir nýtt úr í ARC-TIC Iceland línunni á frábæru verði, úrið er íslensk hönnun og kemur í ryðfríum 316L 5ATM stálkassa með vönduðu svissnesku quartz gangverki. Úrið heitir ARC-TIC Retro og kemur í tveimur stærðum, 42 mm og 36 mm í bæði hvítu og svörtu og fylgir nató ól með öllum úrum í íslensku fánalitunum. íslensk hönnun VERÐ AÐEINS: 29.900,-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.