Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.11.2015, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.11.2015, Blaðsíða 47
29.11. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 47 Á eintali við tilveruna nefnist sýning í Hafnarborg með verkum sem listmálarinn Ei- ríkur Smith vann 1983-2008. Ólöf K. Sigurðardóttir, fv. for- stöðumaður Hafnarborgar, verður með sýningarstjóraspjall á morgun, sunnudag, kl. 15. 2 Aðalsteinn Ingólfsson sýningarstjóri og listfræð- ingur verður með leiðsögn um sýningu Listasafns Reykjanesbæjar, Kvennaveldið: Kon- ur og kynvitund á morgun, sunnudag kl. 15. Með honum verða úr hópi sýnenda m.a. þær Guðrún Tryggva- dóttir og Louise Harris. 4 Möguleikhúsið sýnir jóla- leikritið Hvar er Stekkjar- staur? eftir Pétur Eggerz í menningarmiðstöðinni Gerðubergi sunnudagana 29. nóv- ember og 13. desember kl. 14. 5 Vilborg Dagbjartsdóttir, Auður Jónsdóttir, Sig- urður Skúlason og Einar Már Guðmundsson lesa upp úr nýjum bókum sínum á Gljúfrasteini á morgun, sunnudag, kl. 16. Aðgangur er ókeypis og eru allir hjartanlega vel- komnir meðan húsrúm leyfir. 3 Leiksýningin 4.48 Psychosis eftir Söruh Kane verður sýnd í allra síðasta sinn í Kúlunni í Þjóðleikhúsinu í dag, laugar- dag, og á morgun, sunnudag, kl. 17 báða daga. „Þetta er magnþrungin sýning,“ skrifaði leiklistarrýnir Morg- unblaðsins um einleikinn og lýsti frammistöðu Eddu Bjargar Eyjólfs- dóttur sem stórkostlegri. MÆLT MEÐ 1 þáverandi forsvarsmann útgerðarmanna og stakk upp á því að þeir keyptu fiskana hans Helga. Þeir ættu heima hjá útvegsmönn- unum; mál væri að fylgja fordæmi þeirra sem keyptu málverk Gunnlaugs. En hugmyndinni var tekið afar fálega. Og nokkru síðar hvarf málverkið úr landi, nýrússneski leikarinn Ger- ard Depardieu bætti íslensku fiskunum í lista- verkasafn sitt. Geymslusafn fyrir innsetningar En Emanuel Hoffmann-stofnunin var ekki hætt að fjárfesta í listaverkum fyrir sam- félagið; árið 1991 átti hún orðið 322 verk, mörg hver æði tilkomumikil, og árið 1999 lagði núverandi stjórnandi hennar, Maja Oerri, til að byggt yrði sérstakt geymslu- húsnæði fyrir flennistórar innsetningar sem ekki er hægt að hafa sífellt til sýnis. Hún átti hugmyndina að þessu einstaka safni, Schau- lager, sem Herzog & de Meuron hönnuðu og var tekið í notkun fyrir tólf árum. Nú er verið að stækka listasafn Basel um helming, til að koma fyrir enn fleiri verkum, og á meðan hef- ur verið sett upp í Schaulager aðdáunarverð sýning á úrvali verka úr þessu stórmerkilega listasafni sem sjóðurinn hefur keypt – safn- eignin er nú yfir 1.000 verk. Saga kaupanna er rakin á neðstu hæðunum tveimur en á þeim þremur efri er á hverjum tíma hægt að skoða nokkrar af hinum viðameiri innsetn- ingum, eftir til að mynda Fischli & Weiss, Matthew Barney, Ilya Kabakov, Jane & Lo- uise Wilson og Jean-Frédéric Schnyder. Þökk sé aðdáunarverðri framsýni efnaðra ein- staklinga sem vilja leggja sitt af mörkum til samfélagsins. Tvíeykið Peter Fischli og David Weiss voru í nítján ár, 1981-2000, að skapa hina gríðarmiklu innsetningu Plötzlich diese Übersicht (Skyndilega þessi yf- irsýn). Þetta eru hundruð óbrenndra leirverka á stöplum og veggjum sem dreift er um stóran sal og sýna allrahanda senur úr daglegu lífi manna. Ljósmynd/Jason Klimatsas Hið flennistóra verk Katharina Fritsch, Rottukonungurinn, er varanleg innsetning í sal á neðstu hæð Schaulager og vekur mikla athygli gesta. Verkið er frá 1993 og er hver rotta 280 cm há. Ljósmynd/Ruedi Walti Hin kunna innsetning Dieter Roth, Selbstturm; Löwenturm (Sjálfsturn; Ljónaturn), frá 1969-1998, er hluti af Öffentliche Kunstsammlung Basel og er hægt að skoða innsetninguna í fylgd safnvarðar á laugardögum í húsinu þar sem hún var sköpuð. Verkin steypti Dieter úr súkkulaði og sykri. Ljósmynd/Martin P. Bühler Hoffmann-fjölskyldan færir safninu reglulega verk, þetta eftir Max Ernst árið 1998. Ljósmynd/ProLitteris, Zurich,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.