Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.11.2015, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.11.2015, Blaðsíða 39
annars dóm Hæstaréttar 9. desember 2010 í máli nr. 79/2010.“ Augljóst er að Hæstiréttur leggur lykkju á leið sína til að tala svo skýrt og greinilega um þetta atriði að hvert barn megi skilja, í þeirri von að málið verði út- rætt í eitt skipti fyrir öll. Sagan er þekkt Það er mikilvægt af mörgum ástæðum að Hæstirétur tali svo skýrt. Ef niðurstaðan nú eða árið 2010 hefði orðið önnur væri augljóst að lagasetning um samn- inginn um Evrópska efnahagssvæðið á sínum tíma hefði gengið gegn Stjórnarskrá landsins. Það er gömul saga og ný og algild, að þeir stjórn- málamenn, sem hafa á hverjum tíma hvað mest um það að segja að lög voru sett og um það hvernig þau voru gerð úr garði eiga þó ekki nokkurt tilkall til höf- undarréttar að þeim lögum. Sá réttur er, frá þeirri stundu sem lögin taka gildi, hjá Alþingi einu. Þingið leysir þó ekki úr ágreiningi um túlkun þeirra. Það gera dómstólar sé þeim gefið tilefni til. Þrátt fyrir þessi sannindi má halda því til haga að þeir sem mest áhrif höfðu á það að samningar um EES fengu lögfestingu hefðu aldrei veitt því atbeina sinn ef því fylgdi að gengið væri gegn stjórnarskrá landsins. Með sama hætti hefði þeim aldrei til hugar komið að viðsemjandinn, Evrópusambandið, ætti nokkra kröfu til þess að íslensku stjórnarskránni skyldi breytt síðar meir af því að þeir í Brussel vildu ganga enn lengra í reglusetningum en nokkru sinni var rætt við samningsgerðina. Það er því annmarkalaus afstaða af Íslands hálfu, að tilskipanir sem minnsti vafi leikur á að samrýmist íslenskri stjórnarskrá taka ekki gildi hér. Enn meiri upplausn Það er ekki ofsagt að staða Evrópusambandsins hef- ur verið í uppnámi síðastliðin ár. Leiðtogar ESB-landanna eða eftir atvikum evru- landanna hafa hvað eftir annað verið boðaðir með örskömmum fyrirvara til neyðarfunda til að bjarga nú því sem bjargað yrði. Það hefur vakið athygli og auðvitað nokkra undrun að sumir helstu forystumenn þessara ríkjahópa hafa iðulega í örvinglan sinni rugl- að saman Evrópusambandinu, sem er ungt fyrirbæri, annars vegar og Evrópu sem slíkri, hins vegar. Stundum virðist þetta vera gert í ógáti eða hugs- unarleysi, en stundum augljóslega af ráðnum hug, eins og þegar baráttumenn fyrir áframhaldandi veru Breta í ESB vara við því í hræðsluáróðri sínum, hvaða ósköp muni gerast „hverfi Bretar úr Evrópu.“ Hljómar þetta næstum jafn ankannalega og gerði ef íslenskir áhugamenn um veru Íslands í Atlants- hafsbandalaginu myndu vara Nató-andstæðinga há- stöfum við því að reyna að koma Íslandi út úr Atlants- hafinu. Og reyna með því að koma skrekk í skjálfandi þjóð um það, að þar með yrðu fiskimiðin góðu á bak og burt. Nefnifall, áfall, gengisfall, vatnsfall Þegar sameiginlega myntin hafði sannað að hún gengur ekki upp hrópuðu leiðtogar eins og Angela Merkel kanslari í örvinglun sinni: „Falli evran fellur Evrópa.“ Evran var þá liðlega 10 ára! Nú er Schengen-samstarfið í enn meiri upplausn en evran og þá birtist Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar ESB, skyndilega og hrópar: „Falli Schengen, þá fellur evran.“ Og þá er þessi setn- ing óttans orðin svona: „Falli Schengen, fellur evran og þá fellur Evrópa.“ Þau hundruð þúsunda, sem horft hafa á eitt fræg- asta myndbandið á „YouTube,“ þegar Juncker, for- seti framkvæmdastjórnarinnar, tekur á móti leiðtog- um ESB með einkar litríkum hætti, gætu þá haft setninguna í heild svona: „Falli Juncker, fellur Schen- gen, því næst fellur evran og þá loks fellur Evrópa.“ Og við það fellur íslenska einsmálsflokknum ketill í eld. Og fyrst Schengen er nefnt til sögunnar víkur henni sjálfkrafa að erroribus-framleiðslunni í þingsalnum. Því um sama leyti og hundruð þúsunda flækjast vega- laus á milli ríkja Evrópu eru þeir til í þeim snotra sal sem telja að „hið mikla eftirlitskerfi Schengen“ sé ekki bara ómótstæðilegt heldur með öllu ómissandi. Það var töluverður hópur fólks sem trúði á undra- mátt segularmbandsins hér um árið og virðist hann hafa tekið nýja trú þegar sú fyrri bilaði. Ónot í garð stjórnarskrár framlengd Furðuhugmyndir ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðar- dóttur og hins ólögmæta Stjórnlagaráðs um breyt- ingar á íslensku stjórnarskránni frá 17. júní 1944 gufuðu upp á síðari hluta kjörtímabilsins síðasta. Einhverjar vangaveltur hafa verið uppi um það, hvers vegna það hafi gerst. Líklegasta skýringin er sú að of margir hafi óvænt tekið upp á því að lesa þessar tillögur og ekki trúað eigin augum. En þá varð skyndilega þröngt um skrattann í sauðarleggnum og til varð eins og upp úr þurru einhvers konar sátt- argjörð í þinginu um að gera skyldi breytingu á gild- andi stjórnarskrá með ákvæði sem stæði um stund- arsakir. Með því yrði gerð undanþága frá því ákvæði stjórnarskrárinnar að þegar eftir samþykkt tillögu um breytingu á stjórnarskrá skuli rjúfa þing og boða til kosninga. Ekki er ljóst hvers vegna þessi breyting var gerð, því engin brýn nauðsyn er til þess að breyta stjórnarskránni og engin krafa um slíkt frá þjóðinni, enda þetta ekkert við hana rætt. Ákvæðið sem sam- þykkt var er svohljóðandi: „Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. 79. gr. er heimilt, fram til 30. apríl 2017, að breyta stjórnarskránni með eftirfarandi hætti: Samþykki Al- þingi frumvarp til laga um breytingu á stjórnarskrá með minnst 2/3 hlutum greiddra atkvæða skal það borið undir atkvæði allra kosningarbærra manna í landinu til samþykktar eða synjunar. Atkvæða- greiðslan skal fara fram í fyrsta lagi sex mánuðum og í síðasta lagi níu mánuðum eftir samþykkt frum- varpsins á Alþingi. Til þess að frumvarpið teljist sam- þykkt þarf það að hafa hlotið meiri hluta gildra at- kvæða í þjóðaratkvæðagreiðslunni, þó minnst atkvæði 40 af hundraði allra kosningarbærra manna, og skal það staðfest af forseta lýðveldisins og telst þá gild stjórnarskipunarlög. Í heiti frumvarps til stjórn- arskipunarlaga á þessum grundvelli skal koma fram tilvísun til ákvæðis þessa.“ Af hverju? Sumir þeirra sem töldu sig þurfa að afsaka þessa til- lögu bentu í vörn sinni á að þetta ákvæði myndi tryggja að verulegur áhugi þyrfti að vera til staðar með þjóðinni svo breytingar næðu fram. Því ef illa yrði mætt til þjóðaratkvæðis myndu 50% atkvæðanna ekki duga til, heldur þyrfti verulega aukinn meiri- hluta. Til dæmis mætti nefna, að svo slaklega var mætt til að taka þátt í eins konar fyrirspurnarþjóð- aratkvæði um stjórnarskrá árið 2012 að engin fyrir- spurnin hefði talist samþykkt samkvæmt „ákvæði um stundarsakir.“ Því kom mjög á óvart þegar orðrómur barst út um að hugmyndir væru nú reifaðar um að læða tillögum um breytingar á stjórnarskrá með kosningum um embætti forseta Íslands, einmitt til að draga úr gildi krafna um þátttöku. Það er framganga af þessu tagi sem hefur ekki síst dregið úr trausti á stjórnmálamönnum á síðustu ár- um. Forseti Íslands benti á augljósa annmarka á þessu fyrirkomulagi er hann flutti þingheimi stutt ávarp. Viðbrögðin við þeim ábendingum voru æði sérstök, einkum þau sem komu frá þingmönnum. Var því til að mynda haldið fram að forsetinn væri að fara gegn „þingræðisreglunni“ með orðum sínum. Þingræðisreglan er þekkt grunnregla flestra lýð- ræðisríkja og felur það í sér að ríkisstjórn getur ekki setið nema hún njóti stuðnings (eða skjóls) meirihluta löggjafarþingsins. Orð forsetans snertu ekki við þeirri reglu. Það er sérdeilis óþægilegt fyrir almenna kjósendur að verða vitni að því að þeir þingmenn sem eru helstu talsmenn þess að breyta verði íslensku stjórn- arskránni skuli ekki hafa haft fyrir því að kynna sér inntak helstu reglna sem í stjórnarskána eru sóttar. Það ætti þó ekki að vera ofverkið þeirra, því að einn af mörgum kostum Lýðveldisstjórnarskrárinnar sem staðfest var á Þingvöllum 17. júní 1944 er einmitt sá, hversu knöpp og greinargóð hún er. Morgunblaðið/RAX 29.11. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.