Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.11.2015, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.11.2015, Blaðsíða 14
Heilsa og hreyfing Fæðingaróskalisti Ljósmynd/Kristinn Ingvarsson *Á heilsanokkar.is er bent á hvernig verðandiforeldrar geta undirbúið fæðingu með því aðskrifa lista. Gott er að setja niður á blaðhvernig þú vilt hafa fæðinguna en slíkt geturverið mjög gagnlegt fyrir ljósmóðurina.Reyndu að hafa listann stuttan og hnitmið-aðan og hafðu hann frekar á jákvæðum nót- um en neikvæðum. Þótt fæðingin fari ekki eftir bókinni er gott að hafa slíkan lista. O fnæmi fyrir ákveðinni fæðu- tegund hrjáir 4% fullorðinna og 4-6% barna samkvæmt könnun frá Centers for Disease Control and Prevention í Banda- ríkjunum. Áhrif fæðuofnæmis eru algeng- ust hjá börnum en ofnæmi getur mynd- ast hvenær sem er á lífsleiðinni og jafnvel er hægt að fá skyndilega ofnæmi fyrir fæðu sem þú hefur borðað alla ævi. Getur verið lífshættulegt Ónæmiskerfi líkamans vinnur gegn sýk- ingum og öðru sem setur líkamann í hættu. Ofnæmisviðbrögð við fæðu kemur fram þegar ónæmiskerfið bregst við fæð- unni sem hættu. Fæðuofnæmi virðist vera ættgengt en ómögulegt virðist vera að spá fyrir hvort barn muni erfa ofnæmið frá foreldri. Einkennin geta verið allt frá mildum áhrifum í að vera mjög alvarleg. Fólk sem fær mild viðbrögð við ákveðinni fæðutegund einu sinni, gæti jafnvel fengið mun alvarlegri einkenni í næsta skipti. Alvarlegasta tegund fæðuofnæmis kallast bráðaofnæmi og getur verið lífshættulegt. Fólk á erfitt með andardrátt, blóðþrýst- ingur fellur og hjartsláttur breytist. Þessi viðbrögð geta komið fram mínútum eftir að fæðunnar hefur verið neytt og skiptir þá máli að bregðast skjótt við með adrenalínsprautu. Átta tegundir algengastar Hægt er að vera með ofnæmi fyrir ýmiss konar fæðutegundum en átta tegundir eru orsök 90% af öllum ofnæmisvið- brögðum. Það eru egg, mjólk, hnetur, trjáhnetur, fiskur, skelfiskur, hveiti og soja. Vissar frætegundir eru einnig á lista yfir algenga fæðu sem valdið getur of- næmi, eins og sesamfræ og sinnepsfræ. Ofnæmið sést gjarnan á húðinni í formi útbrota en einnig er algengt að fá kvið- verki. Hósti, bólgin tunga og háls, veikur púls og fölur eða bláleitur litarháttur eru önnur einkenni. Margir misskilja hugtakið Mjög margir telja sig vera með fæðuof- næmi þó að slíkt sé ekki tilfellið. Næst- um þriðjungur Bandaríkjamanna telur sig vera með fæðuofnæmi, samkvæmt nýrri rannsókn sem birt var í The Journal of the American Medical Association, þrátt fyrir að einungis í kringum 4-5% séu raunverulega með ofnæmi. Sérfræðingar telja að fólk ofnoti orðið fæðuofnæmi því það viti ekki nákvæmlega hvað felist í hugtakinu. Þannig tengja margir saman að líða illa af vissri fæðutegund við það að vera með ofnæmi og veldur það rugl- ingi. Fólk hættir þá að borða þá fæðu- tegund og er að missa af bragðgóðum mat, og í sumum tilfellum að tapa af mikilvægum næringarefnum. Þannig er ekki endilega samasemmerki á milli þess að líða illa vegna neyslu á ákveðinni fæðutegund og að vera með ofnæmi fyrir henni. Getty Images/iStockphoto 5% FÓLKS MEÐ FÆÐUOFNÆMI Ofmetið fæðuofnæmi UM ÞRIÐJUNGUR BANDARÍKJA- MANNA TELUR SIG VERA MEÐ FÆÐUOFNÆMI ÞÓ AÐEINS UM 5% FÓLKS SÉU MEÐ ÞAÐ Í RAUN. FÓLK FER OFT Á MIS VIÐ GÓÐAN OG NÆRINGARRÍKAN MAT AF ÞEIM SÖKUM. RAUNVERULEGT OFNÆMI ER HVIMLEITT OG Í SUMUM TIL- FELLUM LÍFSHÆTTULEGT. Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is Komdu í heimsókn –og uppfylltu drauma þína um betri hvíld LÚR Hlíðasmára 1 201 Kópavogi Sími 554 6969 lur@lur.is www.lur.is Láttu þér líða vel um jólin Ein góð nótt getur breytt lífinu... Belgísk gæði og hönnun frá Henson Design. Þetta eru rúm sem allir verða að prófa að leggjast upp í og finna velíðan og slökun. Rúmin eru fáanleg í mörgum stærðum og útfærslum. Margir litir íboði. Sjá nánar á www.Lur.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.