Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.11.2015, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.11.2015, Blaðsíða 30
Árlegur jólamarkaður Popup-verslunar er með árlegan jólamarkað í Portinu, Listasafni Reykjavíkur, 5. desember. Að baki markaðn- um standa tugir hönnuða, myndlistarmanna og tónlistarfólks og er hönnun og myndlist í brennidepli. Auk þess verður lifandi tónlist- arflutningur og upplestur úr jólabókum. Þess má geta að vegankokkurinn Linnea Hellst- röm og Krummi Björgvinsson setja upp Po- pUp-eldhús og bjóða upp á jólalegar kræs- ingar. Markaðurinn er opinn frá kl. 11-17. Listaveisla í Portinu Núna um helgina, laugardaginn 28. nóvember, stendur Kattholt fyrir jólabasar í Stangarhyl 2. Ýmist jóladót verður hægt að kaupa á staðnum svo sem jólakort, merki- spjöld, jólaskraut og kerti en einnig leikföng, bækur, skartgripi og að sjálfsögðu kattastyttur. Bakkelsi og veitingar verða á boðstólum og andlitsmáln- ing er í boði fyrir þau yngstu. Þá má ekki gleyma að hægt verður að skoða kisur í leit að góðu heimili. Basarinn hefst klukkan 11 og stendur til 16. Basar kattavinanna 30 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29.11. 2015 Fjölskyldan Hafa skal í huga að það getur þurft að klæða fjölskylduna vel, í ull ogúlpur, áður en lagt er af stað á þá jólamarkaði sem fjölskylduna lang- ar að heimsækja því margir markaðanna eru að hluta til úti undir beru lofti. Og þá er fátt leiðinlegra en að vera að krókna úr kulda. Vel klædd á markaðinn STEMNING Í DESEMBER Jólamarkaðir um allar trissur RÍK HEFÐ HEFUR MYNDAST FYRIR ALLS KYNS JÓLAMÖRKUÐUM OG -BÖSURUM Í DESEMBER ÞAR SEM HÆGT ER AÐ KAUPA EITTHVAÐ FALLEGT Í PAKKANA, GÓÐGÆTI Í ÍSSKÁPINN, JÓLATRÉ OG HLUSTA Á LIFANDI TÓNLIST OG UPPLESTRA. Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is Hafsins afurðir leika stórt hlutverk á jólamarkaði í Húsi Sjávarklasans við Grandagarð næstkomandi föstudag, 4. desember þar sem hægt er að kaupa bæði jólagjafir og gotterí til jólanna, beint við framleiðendur og hönnuði. Má þar nefna gjafapoka með nýjungum úr sjávarútvegi, húsmui úr rekaviði, ferskt sjávarfang og reykt sjávarfang en þar að auki verður hægt að kaupa ýmislegt í jólamatinn svo sem hnetusteik, borðspil, barnaföt, keramikvörur og, heilsuvörur, veski, búsáhöld og sælgæti. Markaðurinn hefst kl. 12 og stendur til 18.00. Sjávarfang og rekaviður Þeir sem vilja gefa leikföng og fatnað úr náttúru- efnum, snúnings- lök, hug- leiðslubæk- ur, jógadiska, reykelsi, olíur eða aðrar gjafir á andlegum og heilsu- farslegum nótum ættu ekki að láta jólamarkað Jógasetursins fara fram hjá sér næstkomandi laugardag, 5. desem- ber. Á boðstólum er heitt jógate en þess má geta að hægt verður að kaupa persónu- leg fæðing- arkort sem gerð eru á staðnum og láta mála af sér portrett- mynd. Markaðurinn hefst k. 14 í Skipholti 50c og stendur til 18. Stund fyrir jógann Íslensk hönnun og handverk er í brennidepli á jólamarkaði Pop-up fjelags- ins sem fram fer á Bus Hostel í Skógarhlíð helgina 5.-6. desember. Á boð- stólum verða meðal annars púðar og fylgihlutir frá Basalt Reykjavík, Jóla- óróinn og Svarti sauðurinn frá Rat Design, keramík eftir Hönnu Grétu, veggspjöld frá Gunnarsbörnum, Gola & Glóra verða með jólaskraut og pappír og margt fleira. Markaðurinn stendur frá kl. 12-17 báða dagana. Hönnunarmarkaður Ein jólalegasta stemning landsins er á Jólamarkaði Skógræktar- félags Reykjavíkur, við Elliðavatnsbæ í Heiðmörk sem verður opinn allar aðventuhelgarnar. Hægt er að kaupa handverk og hönnun á markaðnum en þar að auki er sérstök barnastund á hverjum opnunardegi kl. 14 þar sem barnabókahöfundar lesa við varðeld og jólasveinn kíkir í heimsókn. Þá munu rithöfundar einnig kíkja í heimsókn á kaffistofuna þar sem verður lifandi tónlist, í kjallaranum verða spákonur. Síðast en ekki síst verður hægt að kaupa íslensk og vistvæn ís- lensk jólatré og tröpputré. Meðal dagskrárliða næstu helgar má nefna að um næstu helgi, laugardaginn 5. desember, verður Ævar vísindamaður á barnastundinni kl. 14 en daginn eftir er það Gerður Kristný sem les upp í barnastundinni kl. 14. Þann sama dag spilar Ólöf Arnalds tónlist á kaffistofunni kl. 15. Á lokadegi jólamark- aðarins, sunnudaginn 20. desember syngur Mótettukórinn á planinu kl. 12. Jólamarkaðurinn er opinn frá kl. 11-16. Tré og upplestur Á Stokkseyri; í Orgelsmiðjunni við bryggjuna, verður jóla- markaður op- inn aðventuhelg- arnar frá 5. des- ember, laugardag og sunnudag en hann verður þó opnaður á föstu- degi; 4. desember kl. 17. Á markaðnum er til sölu handverk úr verkstæði Org- elsmiðjunnar og ýmiss konar vörur úr nágrenninu. Má þar nefna Stokkseyrar- hunang, jólamöndlur, sultur og auk þess sem hægt er að kaupa jólastjörnur frá Þýskalandi, smáhluti frá Pakistan og ýmsar gjafir fyrir tónlistarunnendur. Lif- andi tónlist er flutt alla daga en hægt er að skoða þá dagskrá nánar á south.is. Markaðurinn er opinn frá kl. 14-18. Sultur og jólamöndlur Gullfalleg leikföng, listmunir og húsbúnaður eftir starfsmenn Ásgarðs verða til sölu á jólamarkaði Ásgarðs 5. desember á markaði sem hefst kl. 12 á hádegi og stendur til kl. 17. Allar vörur eru handunnar, mestmegnis unnar úr íslenskum trjám og vörurnar eiga sér margar hverjar samsvörun í íslenskum þjóð- háttum. Ásgarður er á Álafossvegi 24 í Mosfellsbæ. Kaffihlað- borðið verður á sínum stað með kökum, kaffi og heitu kakói. Leikföng og húsmunir Ásgarðs
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.