Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.11.2015, Blaðsíða 21
þýska hrundi af því að Sovétríkin
gátu ekki meir og hrundu og allt
hrundi þetta vegna þess að almið-
stýrt efnahagskerfi gengur ekki til
lengdar.“
Merkel er ekki neyðarbrauð
Þýskaland nútímans er forysturíki
í Evrópu, segir Svavar, og það öfl-
ugasta í ESB. Þegar á reyni sé
Þýskaland alltaf í eldlínunni og nú
taki Þjóðverjar á málum flótta-
manna af myndarskap.
„Flóttamannastraumurinn nú er
aðeins byrjunin. Við munum taka
við æ fleira fólki á næstu áratug-
um. Þegar Angela Merkel kom til
áhrifa og varð leiðtogi CDU þótti
ýmsum það vera neyðarbrauð. En
annað hefur komið í ljós. Eftir
langan tíma í kanslaraembætti
skoraði hún yfir 70% í skoðana-
könnunum um síðustu áramót.
Núna er hún komin niður í 50%
en enginn kemst nálægt henni.
Svo sterk er hún og hefur afsann-
að dómsdagsspár. Það er ekki
annað hægt en að dást að henni.“
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Dómkirkjan í Berlín stendur á
bökkum árinnar Spree sem fljóta-
bátur með farþega siglir um. Til
vinstri er prússneska konungshöllin
sem er verið að endurbyggja.
Berlínarbörn á gangi. Stundum er sagt að þjóðfélagsástandi verði kannski best
lýst með svip barnanna og hvernig að þeim er búið. Hér virðist allt í þessu fína.
29.11. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21
„Sagan, menningin og þau
hugmyndafræðilegu átök sem
hafa átt sér þar stað er
það sem mest heillar mig
við sögu Berlínar,“ segir
Svavar Gestsson. „Við
vinstrimenn getum lært
margt af Þýskalandi, meðal
annars það að klofningur
verkalýðsflokkanna var ein
ástæðan til þess að Hitler
komst til valda. Stærsta
ástæðan voru þó Versala-
samningarnir og ábyrgðar-
grein þeirra.“
Svavar Gestsson á langan
og litríkan feril að baki.
Fyrr á árum var hann rit-
stjóri Þjóðviljans, en síðan
lengi alþingismaður og ráð-
herra og síðast sendiherra
Íslendinga í Kanada, Svíþjóð
og Kaupmannahöfn. Hann
segir að ef út í það sé far-
ið sé inntak þessara starfa
ekki svo ólíkt.
„Ég lenti í því fyrir til-
viljun að fara þessa ferð til
Staðreyndir og umhverfi
HEFUR VERIÐ FARARSTJÓRI ALLA ÆVI
Berlínar; krakkarnir mínir
fóru með mig og með mér
til Berlínar síðastliðið vor
og borgin er mér hugstæð.
Vinur minn, Skarphéðinn
Berg Steinarsson, sem var
þá forstjóri Úrvals-Útsýnar,
bað mig svo að taka eina
ferð. Ég gerði þetta eig-
inlega fyrir hann,“ segir
Svavar og heldur áfram:
Safna liði um málstað
„Jú, stjórnmálamaður er far-
arstjóri á sinn hátt og það
er sendiherra líka. Alltaf að
safna liði um málstað hreyf-
ingar eða þjóðar og að
vekja athygli á staðreyndum
og umhverfi. Ég hef svo
verið fararstjóri í eiginlegri
merkingu þess orðs í hjá-
verkum alla ævi,“ segir Svav-
ar, sem hefur á síðustu ár-
um farið með útlendinga um
Ísland og á Íslendingaslóðir í
Vesturheimi og stefnir þang-
að aftur næsta vor.
Berlínarmúrinn, jártjaldið
sjálft, er vinsæll viðkomu-
staður. Nýlegar glæsibygg-
ingar eru í nágrenni hans.
Umferðarmiðstöðin BSÍ • 101 Reykjavík • 580 5400 • main@re.is • www.flugrutan.is • www.re.is
BSÍ - Umferðarmiðstöðin
Reykjavík
Keflavíkurflugvöllur
Kauptu miða núna á www.flugrutan.is
*Miðast við að keyptur sé miði fram og til baka frá BSÍ eða Keflavíkurflugvelli á 4.000 kr.
2.000 kr.*
FYRIR AÐEINS
Alltaf laus sæti Alltaf ferðir Hagkvæmur kostur
Frí þráðlaus internet-
tenging í öllum bílum
Ferðatími u.þ.b.
45 mínútur
Umhverfisvænt
VIÐ
SKUTLUM
ÞÉR!
Áætlunarferðir Flugrútunnar eru í
tengslum við allar komur & brottfarir
flugvéla um Keflavíkurflugvöll.