Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.11.2015, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.11.2015, Blaðsíða 40
M enning og listir hafa alltaf skipað stóran sess í lífi Ey- þórs. „Ég er nú eiginlega alinn upp í Skúlagötuhús- inu,“ segir hann og á þá við gamla útvarpshúsið. „Mamma var með barna- tímann, systir hennar var aðalgjaldkeri og amma mín bakaði pönnukökur í mötuneytinu. Sjálfur var ég í barnaleikritum í útvarpinu. Seinna var ég með þætti á Rás 1 þannig að segja má að ég sé meira innmúraður í Rík- isútvarpið en í Sjálfstæðisflokkinn,“ segir hann og brosir en hann hefur nýlega sætt mikilli gagnrýni fyrir skýrslu um rekstur RÚV sem kom út fyrir nokkrum vikum. „Svo er ég núna formaður þjóðleikhúsráðs, þannig það er alveg ljóst að mér þykir vænt um menninguna, en það breytir því ekki hverjar staðreyndirnar eru,“ segir Eyþór. Nýbylgjubyltingin og frægðin Tónlist er sú listgrein sem hefur haft mest áhrif á Eyþór. „Ég er alinn upp á tónlistar- heimili og bæði ég og systir mín lærðum á hljóðfæri og fórum oft á sinfóníutónleika. Mamma var leikkona þannig það var mikið listalíf. Ég tók svo sellóið föstum tökum og kláraði það með menntaskóla og fór þaðan í tónsmíðanám,“ segir hann. Eins og margir muna hefur Eyþór verið í tveimur landsþekktum hljómsveitum en hann spilaði ungur í Tappa tíkarrassi með Björk og svo síðar í Todmobile með Andreu Gylfadótt- ur og Þorvaldi Bjarna. Hann var aðeins 14-15 ára þegar hann spilaði í Tappa tíkarrassi og segist eiga mjög góðar minningar frá þessum árum. „Þetta var einstakur tími. Við tókum þátt í þessari nýbylgju. Það var ekki bara pönk heldur líka önnur tilraunastarfsemi sem var mjög öflug. Friðrik Þór sá að þetta var eitthvað merkilegt og festi á filmu sem var skemmtilegt. Mér þykir líka vænt um þessa hljómsveit af því við vorum svo miklir vinir líka. Þetta var ekki atvinnumennska heldur bara gert fyrir okkur sjálf,“ segir Eyþór sem stefndi ekki á að verða tónlistarmaður að at- vinnu. „Nei, mig langaði að verða vísinda- maður og ég og vinur minn og bekkjarfélagi Steinn Sigurðsson lásum saman stjörnufræði, um svarthol og lífshlaup stjarna. Hann lét verða að því og starfar við stjarneðlisfræði í Bandaríkjunum en ég fór á aðra vegi,“ segir hann. Lét síða hárið fjúka Eyþór spilar ekki lengur með Todmobile sem enn er að koma fram, nú með nýjum og yngri söngvara, Eyþóri Inga. „Til aðgreiningar hef- ur hann verið kallaður Eyþór yngri stundum í gríni, og ætli ég sé þá ekki Eyþór þyngri?“ segir hann og hlær. En Eyþór var tilbúinn að hætta árið 1993 eftir fimm ára samstarf. „Við vorum eiginlega búin að gera allt sem hægt var að gera, vinna öll verðlaun og þá hættum við en komum svo aftur saman seinna með sinfóníunni tuttugu árum síðar árið 2003,“ segir Eyþór. „En það má segja að ég sé ekki spenntur að endurtaka hlutina. Ég var bú- inn,“ segir hann og segir að takmarkið hafi aldrei verið að vera rokkari alla ævi. „Nei, það var óvart, þetta varð óvart vinsælt,“ segir hann og lét síða hárið fjúka og hellti sér út í tölvutæknina hjá OZ. Ég spyr hvort hann hafi ekkert séð eftir hárinu. „Ég held að allt hafi sinn tíma. Ég á góðar minningar og er stoltur af þeirri hljómsveit og þau hafa haldið áfram í tónlist,“ en hann segir þau öll enn vini þótt þau hittist ekki oft. OZ skildi eftir sig fræ Auk þess að starfa sem tónlistarmaður á tí- unda áratugnum samdi Eyþór tónlist fyrir leikhús, sjónvarp og auglýsingar. „Ég fór snemma að nota stafræna tækni og tölvur og upp úr því fór ég að vinna hjá OZ en þar var ég að vinna með hljóð,“ en þar starfaði hann í fjögur ár. „Það var mikið ævintýri og kannski svipað og með Tappa tíkarrass var það ákveð- in bylting, það var ekki pönkbyltingin heldur internetbyltingin. Þarna komu saman ungir snillingar með miklar hugmyndir sem hafa svo flestar ræst, annaðhvort út frá OZ eða í öðrum fyrirtækjum, eins og CCP,“ segir hann. „Því var ágætlega lýst þannig að þarna voru vísindamenn sem vildu vera listamenn og listamenn sem vildu vera vísindamenn. Hug- myndirnar snerust um framtíð fjarskipta, OZ var að vinna á undan sinni samtíð, kannski aðeins of snemma, “ segir Eyþór. „Þetta skildi eftir sig fræ, alveg eins og Rokk í Reykjavík skildi eftir sig fræ að öðrum hljóm- sveitum, þá skildi OZ eftir sig fræ sem urðu að öðrum fyrirtækjum og þetta heldur ennþá áfram,“ segir hann. Afskipti ríkis draga úr sköpun Síðar fór Eyþór í pólitíkina en hann var kjör- inn varaborgarfulltrúi og sat oft í borgar- stjórn Reykjavíkur og svo í bæjarstjórn Ár- borgar. „Ég hafði snemma áhuga á frelsi einstaklingsins,“ segir Eyþór þegar hann er spurður hvað hafi dregið hann út í pólitík. „Við vorum nokkrir vinir sem gáfum út blöð, þegar við vorum strákar var nú ekki inter- netið. Í fyrstu blöðunum þýddum við Lukku Láka og skrifuðum um vísindi og seldum. Þarna vorum við ellefu ára. En þegar ég var þrettán ára var ég í bekk með Andrési Magn- ússyni blaðamanni og við, ásamt fleirum, stofnuðum málfundafélag og gáfum út nokkur róttæk blöð um frelsið og annað. Á þessum tíma var maður ekki hrifinn af ríkisvaldinu og vildi frelsi,“ segir hann og samsinnir að þarna hafi hann strax verið sjálfstæðismaður í hjarta sínu þó að hann hafi ekki verið skráður í flokkinn. „Ég var fyrir einstaklingsfrelsi og því að fólki væri treyst og það er það sem manni finnst stundum vanta. Ríkið er að setja alla í umsjá sína frá vöggu til grafar, og setja reglugerð um vögguna og gröfina og allt þar á milli. Það dregur úr sköpun,“ segir hann. Tóku til á toppnum fyrst Hann starfaði lengi fyrir Árborg og segir að þar hafi þau í stjórninni náð að snúa við þeim mikla skuldavanda sem blasti við í sveitarfé- laginu. Til þess að gera það þurfti að skera niður á ýmsum stöðum. Hann telur að nota mætti svipaða leið til að snúa við skuldavanda Reykvíkinga. „Alveg 100%. Við byrjuðum á okkur sjálfum. Við fækkuðum nefndum veru- lega, sameinuðum nefndir, tvær og þrjár sam- an í eina nefnd, við fækkuðum bæjarfulltrúum og fækkuðum yfirmönnum úr 18 í 9. Það kom ekki upp eitt einasta kærumál eða dómsmál eftir það. Þetta tókst. Starfsmennirnir sem misstu störf sín höfðu skilning á því að bær- inn þurfti að skera niður. Og með því að byrja á toppnum, í yfirstjórninni, var eftirleikurinn auðveldari, þá voru allir með okkur. Reykja- víkurborg er með gríðarlega mikla yfirbygg- ingu í dag og það er alveg klárt að það verður að taka á því fyrr eða seinna, þetta hefur bara vaxið,“ segir hann. Hann segir að sín hjartans mál snúist enn um einstaklingsfrelsi. „Að treysta fólki, að treysta því fyrir peningunum sínum, að ríkið, eða stóri bróðir sé ekki alls ráðandi. Ég trúi því að maðurinn sé það merkileg skepna að hann njóti sín best ef hann fær frelsi, hvort sem það er í listum, vísindum eða viðskiptum eða öðru. Það er alltaf verið að setja fleiri lög og reglugerðir um hvað við megum og hvað við megum ekki. Þetta setur okkur í meira fast form, eins og segir í textanum með Þokkabót, Litlir kassar,“ segir hann. Orku- og þróunarmál hjá Strokki Nú starfar Eyþór sem framkvæmdastjóri hjá orku- og þróunarfyrirtækinu Strokkur Energy. „Eftir að hafa verið í tólf ár í tækni og fjarskiptum og svo símafyrirtæki og fleira fór ég í það að búa til verkefni í kringum orku á Íslandi. Fyrsta verkefnið var Becromal sem er fyrir norðan. Þar eru búnar til afl- þynnur sem eru álþynnur alsettar örsmáum holum en það er notað til að geyma rafmagn í vindmyllum og sólarsellum og í öðru,“ út- skýrir hann í stuttu máli. „Nýjasta verkefnið er Thorsil í Helguvík sem er kísilmálmverk- smiðja sem fer í byggingu á næsta ári. Undir- búningurinn hefur staðið yfir í sjö ár,“ segir hann en Eyþór býr enn á Selfossi. Hann keyrir til Reykjvíkur daglega á rafmagnsbíl. Hann á fjögur börn, þar af tvo litla gutta, sex og sjö ára. „Þeir eru mjög virkir og halda mér ungum,“ segir hann og ég slæ því fram að hann sé kominn yfir fimmtugt „Já, einmitt! Ég á afmæli í dag, 51 árs,“ segir hann og brosir. Staðreyndir byggðar á heimildum Eyþór var beðinn um að vera í forsvari fyrir skýrslu um RÚV en Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, skipaði nefnd til að greina þróun á starfsemi RÚV ohf. frá stofnun, hinn 1. apríl 2007 fram til dagsins í dag. Í nefndinni var Eyþór Arnalds skipaður formaður en auk hans sátu í henni Guðrún Ögmundsdóttir, sérfræðingur í fjár- mála- og efnahagsráðuneyti, og Svanbjörn Thoroddsen hjá KPMG. Ég spyr hann hvers vegna hann hafi verið valinn til starfsins. „Það er ekki mitt af meta af hverju, en ég hef reynslu af fjarskiptum, menningu og viðskipt- um og þannig með ágæta yfirsýn yfir hvað RÚV er að fást við,“ segir Eyþór sem segist eiga erfitt með að segja nei. Niðurstöður í skýrslunni voru þær helstar að reksturinn sé ósjálfbær, að mistök hefðu verið gerð þegar RÚV gerði dreifingarsamn- ing við Vodafone og að þjónustuhlutverk þyrfti að endurskoða. Talað var um „svarta“ skýrslu víða í fjölmiðlum og sætti Eyþór mik- illi gagnrýni. „Við áttum að gera heildarúttekt á starfsemina en það voru kannski margar þjóðsögur í gangi. Við drógum fram stað- reyndir byggðar á heimildum. Við vorum ekki að lýsa skoðun okkar eða að koma með til- lögur en viðbrögðin voru dálítið öfgakennd. Menn skipast í hópa og stundum hættir mönnum til að vera með skoðanir án þess að hafa lesið skýrsluna,“ segir Eyþór en í skýrsl- unni kom fram að tap hefur verið af rekstr- inum á fjórum af átta árum frá stofnun RÚV. Skuldirnar eru nú 6,7 milljarðar og eigið féð aðeins 5,9% að óefnislegum eignum með- töldum. Hann segir að margt hafi komið þeim á óvart þegar þau fóru að kafa ofan í málið. „Já, það var ýmislegt sem kom á óvart, til dæmis hafði verið talað um að vandi RÚV væri fyrst og fremst skuldavandi en fjármagnskostnaður er bara 6% sem er ekkert óeðlilega mikið. Það voru önnur atriði sem vógu þyngra. Það kom á óvart hvað margir ferlar voru losara- legir, þ.e.a.s. bæði gagnvart eigandanum og líka innanhúss. Það kom líka á óvart hversu hratt hlutirnir breytast á fjölmiðlamarkaði. Við höfum séð það frá Bandaríkjunum, en það er alveg það sama að gerast hér. Fjölmiðlar eru að breytast mikið út af fjarskiptum og við sjáum það að símafyrirtækin eru að koma sterkt inn í rekstur þeirra,“ segir hann. Hvar er hægt að hagræða? Þegar spurður um hvort hann telji að hægt verði að ná jöfnuði í útgjöldum og tekjum án þess að það komi niður á þjónustu svarar Ey- þór: „Það hlýtur að vera markmiðið í hagræð- ingu að þú haldir þjónustunni sem minnst skertri. Þetta er eitthvað sem ég þekki til dæmis frá sveitarfélaginu Árborg þar sem við vorum með mjög erfitt verkefni en sveitarfé- lagið var á válista hjá eftirlitsnefnd um fjár- mál sveitarfélaga en okkur tókst að snúa Ríkisrekstur á að þola mikla skoðun EYÞÓR LAXDAL ARNALDS HEFUR KOMIÐ VÍÐA VIÐ. HANN HEFUR VERIÐ HLUTI AF TÓNLISTAR- BYLTINGU Á NÍUNDA ÁRATUGNUM OG INTERNETBYLTINGU Á ÞEIM TÍUNDA. HANN HEFUR KOMIÐ VIÐ Í PÓLITÍKINNI EN SINNIR NÚ ORKU- OG ÞRÓUNARMÁLUM. NÝLEGA VAR HANN Í FORSVARI FYRIR SKÝRSLU UM REKSTUR OG AFKOMU RÚV SEM VAKTI MIKLA ATHYGLI EN MEGINIÐURSTAÐAN ER SÚ AÐ STOFNUNINNI HAFI MISTEKIST AÐ NÁ KOSTNAÐI NIÐUR Í SAMRÆMI VIÐ TEKJUR. SKÝRSLAN VAR HARÐLEGA GAGNRÝND EN EYÞÓR SEGIR AÐ STAÐREYNDIR TALI SÍNU MÁLI. Texti og myndir: Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is „Ef að markmiðið er að efla innlenda dagskrágerð, standa vörð um tunguna og ná til ungs fólks þá verði menn að horfa á vandamálin,“ segir Eyþór. Viðtal 40 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29.11. 2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.