Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.11.2015, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.11.2015, Blaðsíða 48
48 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29.11. 2015 Bækur S tóri skjálfti heitir nýútkomin skáld- saga Auðar Jónsdóttur og segir frá Sögu sem rankar við sér eftir flogakast á gangstétt við Miklu- brautina og þriggja ára sonur hennar er á bak og burt. Auður hefur sagt frá því í viðtölum að hún glími sjálf við floga- veiki og verður eflaust mörgum tilefni til að álykta að sagan af Sögu sé saga Auðar að einhverju eða öllu leyti. Þegar ég ber þetta undir Auði, og nefni um leið að það sé býsna algengt að fólk haldi að hún sé yfirleitt að skrifa um sjálfa sig, segir hún það fjarri lagi, þótt vissulega sæki allir rithöfundar efnivið í sjálfa sig að einhverju leyti, hversu dulið sem það sé. Miklu meiri skáldskapur en fólk heldur „Ég hef skrifað miklu meiri skáldskap en fólk heldur. Í Ósjálfrátt eru fyrirmyndirnar vissu- lega þekktar, en Fólkið í kjallaranum er hreinn skáldskapur þótt ég noti ákveðinn bakgrunn sem ég þekki; bóhemíska elítista uppi í sveit. Eins er með Stóra skjálfta, bókin er skáldsaga, en í hana nota ég sjúkdóma sem ég þekki, flogaveiki og barkabólgu sem Ívar, barnið í sögunni, fær. Flogaveiki er sjúkdómur með ólíkar birt- ingarmyndir en ég nota hana eins og ég per- sónulega hef kynnst henni og ég nota líka skringilegt barkabólgutilfelli sem ég kynntist sjálf. Þetta geri ég til þess að skáldskapurinn verði trúverðugur, en mér finnst sjúkdómar líka svo lýsandi fyrir hverfulleikann í lífinu. Þess vegna er spennandi að nota þá í skáld- skap vegna þess að þessi hverfulleiki er alltaf og alls staðar, sjúkdómurinn gefur færi á að segja eitthvað sem annars hefði ekki komið fram og afmarkar líka eitthvað í veru- leikanum.“ Bókin um minnið – Víst er þetta bók um flogaveika konu, bókin hefst beinlínis þegar Saga rankar við sér af flogi á Klambratúninu og það koma fleiri flog. Að því sögðu þá finnst mér þetta þó ekki vera bók um veikina sem slíka, heldur frekar um minnið, það hvernig minnið, hausinn á okkur, virkar og það að heilinn er ekki geymsla heldur vinnslustöð. „Já, heilinn er vinnslustöð og hann er líka tækifærissinnaður og alltaf að búa til sinn eigin sjónvarpsþátt eða sjónvarpsþáttaseríu. Eftir því sem maður eldist verður manni til dæmis betur ljóst hvernig maður man ákveð- in tímabil eftir hentisemi og ólík eftir ólíkum aldursskeiðum. Ég hef upplifað það sem full- orðin að glíma við minningar sem ég var búin að gleyma en systir mín ekki. Það kemur mér stundum gjörsamlega í opna skjöldu þegar systir mín, sem er fimm árum yngri en ég, man eitthvað sem ég man ekki en samt vor- um við báðar viðstaddar. Þetta er skrýtið en nokkuð sem margir hafa upplifað og við erum alltaf að upplifa. Ef við myndum tala um þessa stund þar sem við sitjum núna eftir nokkur ár þá hefðum við upplifað hana hvort á sinn hátt. Svo er líka misjafnt hvað við fest- um í minninu og hvernig við gerum það og misjafnt hvað hentar heilanum, hvernig hent- ar honum að hafa hlutina til að fúnkera áfram.“ Meðvituð í ómeðvitaðri útgáfu af okkur „Það eru miklar vangaveltur í taugalíffræð- inni um hvernig við búum til okkar sögu og hvernig heilinn er sífellt að búa til sögu ómeðvitað, hvernig við erum stundum með- vituð í ómeðvitaðri útgáfu af okkur sem er kannski allt öðruvísi ef við setjum hana við hliðina á útgáfu einhvers annars og þá verða skil, flekaskil sem raspast saman. Minnið er svo skrýtið. Mamma var að gera grín að því þegar ég vaknaði einu sinni upp eftir flog og vissi ekki hvað ég hét. Það tók langa stund að ná sambandi við mig með þetta, að komast að því hvort ég væri ennþá með á nótunum og svo loksins reis ég upp og hafði þá áhyggjur af því í hvaða nærbuxum ég væri,“ segir Auður og hlær. „Þetta rekst maður líka stundum á þegar maður er að tala við gamalt fólk sem virðist vera með á nót- unum en man svo ekki sjálfsagðasta hlut í heimi eða öfugt; man allt í einu hvað það var að gera með Ingu systur 1939 en ekki hvað það var að gera í morgun.“ Minni Sögu er gloppótt en það er líka val- kvætt, hún velur ósjálfrátt hvað hún vill muna og þá síður þá hluti sem valda henni sárs- auka. „Þannig er því líka farið með fólkið í kringum hana, sumt tengist sársauka en ann- að ekki og þannig man hún misjafnlega vel eftir fólkinu sínu. Það fer eftir innra lögmáli sem auðvelt er að lenda í mótsögn við, en sársaukinn var leiðarljósið sem kveikti fullt af vangaveltum hjá mér á meðan ég var að skrifa,“ segir Auður. Auður segist ekki vera með gott minni sjálf „og þess vegna lendi ég oft í því að fólk er að segja mér sögur af mér og mér finnst eins og það sé verið að lýsa bíómynd sem ég hef ekki einu sinni séð. Svo er maður líka ólíkur á alls konar skeiðum, það eru til alls konar útgáfur af manni sjálfum og því sem maður hefur upplifað og hvar maður hefur verið. Það er svo mismunandi í augum fólks og svo getur maður sjálfur munað það sem einhver sagði fyrir löngu og viðkomandi kannast ekkert við, stundum veit maður ekki hvort það sem mað- ur man er ímyndun eða ekki, fær það jafnvel á tilfinninguna að eitthvað sem maður man hafi kannski verið draumur“. Sjálfsuppgötvanir urðu kveikja Eins og Auður nefnir þá er Stóri skjálfti skáldsaga og þær Saga eiga fátt sameiginlegt nema flogaveikina. „Þessi kona er mjög ólík mér, hún hugsar öðruvísi og miklu lokaðri týpa, tilfinningalega lokaðri, og pottþéttari en ég að mörgu leyti og allt öðruvísi útlits. Hún er svo lítill töffari, sem gerir hennar vanda meiri, hún hefur alltaf haft stjórnina og þess vegna er erfiðara fyrir hana að ganga í gegn- um það að stjórna ekki, það brotnar svo mik- ið, verða svo djúpar sprungur. Hún hefur allt- af haldið í ímynd sem hún bjó til kornung, hún býr sig eiginlega til þegar hún kemst á kynþroskaskeiðið og hefur alltaf sótt í yf- irborðskennda vini sem gera ekki of miklar tilfinningalegar kröfur þannig að ég held að hún sé búin að feila og feika fyrir sjálfri sér mjög lengi. Það voru ákveðnir hlutir í þessari bók sem ég var að pæla í út frá eigin lífi, sjálfs- uppgötvanir sem urðu kveikja ákveðinna hluta sem leiddu mig áfram, en þetta er skáldskapur. Ég rakst á frábæra setningu um daginn í ævisögu Leopolds von Sacher- Masoch sem masókisminn heitir eftir. Hann skrifaði fullt af skáldsögum og sagði eitthvað á þessa leið: „Maður getur sagt meiri sann- leika í skáldsögu en í sjálfsævisögu.“ Maður getur sagt meira af því maður hefur skáldskapinn til að klæða það í.“ STÓRI SKJÁLFTI Heilinn er tækifærissinnuð vinnslustöð Auður Jónsdóttir segir að hægt sé segja meiri sannleika ef maður hefur skáldskapinn til að klæða hann í. Morgunblaðið/RAX Í NÝRRI SKÁLDSÖGU SINNI VELTIR AUÐUR JÓNSDÓTTIR FYRIR SÉR HVERNIG HEILINN LEIKUR OKKUR, HVERNIG HANN ER ALLTAF AÐ BÚA TIL SINN EIGIN SJÓNVARPS- ÞÁTT EÐA SJÓNVARPSÞÁTTASERÍU Árni Matthíasson arnim@mbl.is * Mér finnst sjúk-dómar líka svo lýs-andi fyrir hverfulleikann í lífinu. Þess vegna er spennandi að nota þá í skáldskap vegna þess að þessi hverfulleiki er alltaf og alls staðar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.